Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 33 fagnandi. Nýlega var grein á forsíðu dagblaðsins International Herald Tribune þar sem fjallað var um talsmenn þessara viðhorfa. Þeir benda á að Bandaríkjamenn hegði sér nú þegar eins og heimsveldi og fremur en að draga úr hernaðar- umsvifum við endalok kalda stríðsins hafi þeir aukið þau. Bandarískir hermenn eru í ríkjum gömlu Júgóslavíu að gæta friðar, þeir eru í Suður- Kóreu og fljúga eftirlitsferðir yfir Írak, svo eitt- hvað sér nefnt. Bandarískir ráðamenn eigi ein- faldlega að gangast við veruleikanum og móta stefnu sína í samræmi við það. Þegar bandaríski herinn hnyklar vöðvana er það iðulega gert í nafni mannúðar. Slík rök glata hins vegar trúverðug- leika sínum þegar mannúðin á ekki að gilda um alla, heldur aðeins útvalda. Ein leiðin til þess að telja öðrum trú um það að breytt sé í góðri trú er að koma að borðinu með opnum huga og gildi at- hugasemda séu vegin og metin á eigin forsendum, en ekki út frá því hver segi hvað og gegn hverjum það beinist. Oft er sagt að ekki eigi að kasta grjóti úr glerhúsi. Í kynþáttamálum búa hins vegar langflestir í glerhúsi og því eru slík tilmæli lítið annað en aðferð til að þagga niður og kæfa um- ræðu. Það er heldur snautlegt fyrir valdamesta ríki heims að reyna með hótunum að hafa áhrif á það hvað skuli rætt og hvað ekki á ráðstefnu um kynþáttafordóma, senda síðan sendinefnd lágt settra embættismanna, sem svo voru kvaddir heim þannig að eftir sat ræðismaður Bandaríkj- anna í Durban sem þeirra hæst setti fulltrúi. Þrátt fyrir allar þessar væringar virtist hafa myndast sátt á ráðstefnunni um orðalag alþjóð- legrar áætlunar gegn kynþáttafordómum. Undir hádegi í dag, laugardag, bárust fréttir af því að tekist hefði samkomulag um það hvernig ætti að orða annars vegar textann um þrælahaldið og ný- lenduarfleifðina og hins vegar stöðuna fyrir botni Miðjarðarhafs. Var búist við því að ráðstefnan samþykkti þessa áætlun, sem er útlistuð á rúm- lega hundrað blaðsíðum, seint í dag. Samkvæmt fréttum Reuters-fréttastofunnar er ekki sett fram bein afsökun vegna viðskipta með þræla eins og ríki í Afríku höfðu krafist. Segir í plagginu að ráð- stefnan „gangist við og harmi mjög hina miklu þjáningu“ sem þrælahaldið leiddi af sér. Eru ríki þar hvött til að harma eða biðjast afsökunar og því lýst yfir að þrælahald og þrælasala séu glæpir gegn mannkyni og hefðu átt að vera það á fyrri tímum. Ríku löndin óttuðust að formleg afsökun eða viðurkenning á því að viðskipti með þræla væru glæpur gegn mannkyni gæti leitt af sér hol- skeflu lögsókna enda fyrnast slíkir glæpir ekki í þjóðarétti. Ekki er heldur minnst á bætur fyrir þrælaflutninga á árum áður. Talið er að á árabilinu 1450 og 1850 hafi að minnsta kosti tólf milljónir Afríkubúa verið fluttar Atlantshafsleiðina til nýlendna í Norður-Ameríku, Suður-Ameríku og Vestur-Indíum. Þrælarnir voru beittir miklu harðræði og er talið að um fimmtungur þeirra hafi látið lífið í hlekkjum neðan þilja í þrælaskipunum. Þá er talið að um fimm milljónir Afríkuþræla hafi verið fluttra um Rauða hafið, Sahara-eyðimörkina og Austur-Afríku til annarra heimshluta. Þá er ótalinn sá mannfjöldi sem lét lífið í átökum eða vegna illrar meðferðar áður en stigið var á skipsfjöl eða komið út fyrir álf- una en talið er að þar sé minnst um fjórar milljónir manna að ræða. Þrælaviðskiptin voru í raun und- irstaða mjög umfangsmikils hagkerfis og auðg- uðust margir verulega á þeim. Þrælahald og kröfur um skaðabætur Ýmsir hópar blökku- manna í Bandaríkjun- um hafa nú þegar gert kröfu til skaðabóta vegna þrælahaldsins og fara fram á 300 milljarða dollara eða 30 þúsund milljarða króna skaðabætur. Kröfu sinni til stuðnings benda þeir á að Bandaríkjamenn af japönskum uppruna, sem settir voru í fangabúðir í Bandaríkjunum í heims- styrjöldinni síðari, hafi fengið 1,2 milljarða dollara eða 102 milljarða króna í bætur árið 1987. Skaða- bætur, sem ýmis fyrirtæki voru látin greiða vegna upptöku á eignum gyðinga, ógreiddra trygginga vegna helfararinnar og nauðungarvinnu gyðinga, gáfu hugmyndum þeirra um skaðabætur síðan byr undir báða vængi. Ríki Afríku halda því fram að efnahagsþróun álfunnar hafi tafist og þau séu enn að súpa seyðið af nýlendutímanum og þrælahaldinu. Evrópa og önnur þróuð ríki lýstu sig reiðubúin til að veita að- stoð, ýta undir fjárfestingar og vinna að því að létta á skuldabyrðinni, en þessa hluti mætti ekki tengja sögulegum rangindum. Hitt þrætuefnið, krafa arabaríkja um að Ísrael- ar yrðu gagnrýndir harðlega fyrir kynþáttafor- dóma sem yfirskyggði önnur umræðuefni á ráð- stefnunni, virtist hafa verið leyst í morgun en er leið á daginn var sem snurða hlypi á þráðinn. Seint í gærkvöldi féllust fulltrúar múslímskra ríkja á að í lokaskjalinu yrði talað um „nauð Pal- estínumanna“ en ekki kynþáttamisrétti. Ríki Evr- ópusambandsins höfðu verið samstiga Banda- ríkjamönnum um það að ekki ætti að draga deilu Ísraela og Palestínumanna út með sérstakri til- vísun á þinginu. Formaður sendinefndarinnar frá Qatar ávarpaði nefndina, sem gekk frá lokaskjal- inu, fyrir hönd múslímskra ríkja sagði að í text- anum væri mismununar Ísraela í orði og verki gagnvart Palestínumönnum ekki getið, en þau ríki, sem hann talaði fyrir, gerðu sér grein fyrir því hversu mikilvæg ráðstefnan væri fyrir Afríku og hefðu því ákveðið að standa ekki í vegi fyrir samkomulagi. Síðan komu hins vegar fram at- hugasemdir arabaríkja vegna orðalags varðandi helför gyðinga og þess að gagnrýni á stefnu Ísr- aels gagnvart Palestínumönnum hefði verið út- þynnt. Heiftin í deilunni um það hvernig eða hvort eigi að taka á málefnum Ísraela og Palestínumanna á ráðstefnunni kom í ljós í upphafi hennar þegar menn skiptust í fylkingar og gerðu hróp hver að öðrum og dreift var bæklingi þar sem var mynd af Adolf Hitler og sagt að hefði hann unnið stríðið væri ekkert vandamál fyrir botni Miðjarðarhafs. Síonismi og kynþátta- fordómar Árið 1974 ályktaði alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna að síonismi jafngilti kynþátta- stefnu og voru slíkar ályktanir samþykktar árlega til 1991 þegar friðarferlið, sem kennt hefur verið við Ósló, hófst. Gyðingar hafa verið sérstak- lega viðkvæmir fyrir því þegar stöðu Palestínu- manna hefur verið líkt við hlutskipti þeirra í hel- förinni og sagt að þessum hlutum væri ekki hægt að líkja saman. Á hinn bóginn er ljóst að Palest- ínumenn haf0a búið við kröpp kjör svo ekki sé meira sagt. Land þeirra hefur verið gert upptækt og þeim meinað að flytja aftur til heimkynna sinna. Atvinnufrelsi og frelsi til ferðalaga er virt að vettugi. Oft virðist svo sem hinar svokölluðu landnemabyggðir á hernumdu svæðunum og byggðir Palestínumanna á sömu svæðum séu hvorar í sinni heimsálfunni, slíkur er munur lífs- kjara. Það eru ekki kynþáttafordómar að gagn- rýna Ísraela fyrir meðferð þeirra á Palestínu- mönnum. Umræðan verður hins vegar að endurspegla raunveruleikann og það ber því vitni hvað öll þessu mál eru viðkvæm hversu miklar deilur geta spunnist um það hvernig umorða eigi og tala fram hjá þeim. Það verður að vona að sam- komulag náist en það yrði ekki góður vitnisburður að tilraun til að vinna gegn einu rótskotnasta vandamáli mannkyns fari út um þúfur vegna deilu um orð. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hross í haga. Í kynþáttamálum búa hins vegar lang- flestir í glerhúsi og því eru slík tilmæli lítið annað en aðferð til að þagga niður og kæfa umræðu. Laugardagur 8. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.