Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 57 mojo/monroe Starfsfólk mojo/monroe býður Birnu Hermannsdóttur velkomna aftur til starfa eftir barnsburðarleyfi. Sími 551 5103 Orville Alseny - Trommur AFRÓ með Orville HIP-HOP með Orville NÝTT! Í hádegin u: AFRO BIC með Orv ille ORVILLE Í KRAMHÚSINU MYNDBANDIÐ við lagið „Lady Marmalade“ úr myndinni Moulin Rouge var valið það besta á MTV tónlistarmyndbandahátíðinni sem haldin var vestra á fimmtudaginn. Söngdívurnar Pink, Lil’ Kim, Christina Aguilera og Mya flytja lagið af þokka undir handleiðslu sál- armömmunnar Missy „misindis- mær“ Elliott og veittu þeir verð- laununum viðtöku saman. Fatboy Slim hirti þó flest verð- launin, eða 6 talsins. Öll voru þau fyrir myndbandið „The Weapons of Choice“ en leikstjóri þess var Spike Jonze og aðalleikarinn, eða réttara sagt -dansarinn, Christopher Walk- en. Verðlaunahátíðin fór heldur ró- lega fram. Án allra óvæntra upp- ákoma sem hafa einkennt hana und- anfarin ár ef undan er skilin óvænt framkoma sjálfskipaðs konungs poppsins, Michaels Jacksons. Hann birtist óvænt á sviðinu í miðju lagi hjá drengjasveitinni ’N Sync og tók nokkur vel valin spor við trylltar undirtektir þotuliðsins í salnum sem vissi vart hvert það ætlaði þegar það sá goðið fölleita. ’N Sync nældu í fern verðlaun á hátíðinni fyrir myndbandið við hið sérkennilega lag, „Pop“, sem einmitt er nokkurs konar óður til poppkóngsins. Það sem mest er um vert er að áhorf- endur tónlistarstöðvarinnar völdu myndbandið við „Pop“ það besta og voru drengirnir sérstaklega ánægð- ir með þau verðlaunin. Önnur verð- laun sem þau hlutu, eins og besta myndband hljómsveitar og besta dansmyndbandið fannst þeim þeir síður eiga skilið og sögðu það rán, í fyrra tilfellinu frá U2 og því síðara frá Fatboy Slim. Gwen Stefani virt- ist vera málið þegar kom að bestu myndböndum karla og kvenna. Hún söng með báðum sigurvegurum, Eve í „Let Me Blow Ya Mind“ og Moby í „South Side“, endurgerð lagsins af metsöluplötunni Play. Moby þakkaði Stefani sérstaklega fyrir sig og bætti við að án hennar hefði myndbandið aldrei fengist sýnt á MTV og því aldrei unnið. Verðlaunaathöfnin var haldin í Metropolitan óper- unni í New York og kynnir var grínist- inn Jamie Foxx, sem gerði óspart grín að hip- hop menningu samtímans, nafnabreyt- ingum Sean Combs og erjunum milli Britney og Christinu, með mis- fyndnum árangri. Verðlaunaathöfn- in stóð í heilar þrjár klukkustundir og náði hápunkti þegar söngkon- unnar Aaliyuh, sem lést í flugslysi á dögunum, var minnst á tilfinninga- þrunginn máta af starfssystkinum hennar en hún fékk verðlaun á há- tíðinni í fyrra fyrir besta myndband við lag flutt af söngkonu „Try Again“. Meðal þeirra sem komu fram voru U2, Snoop Dogg, Linkin Park og Jay-Z. Nýstirnið Alicia Keys, sem gert hefur allt vitlaust vestanhafs með laginu „Fallin’“ var kosinn nýliði ársins og aðrir sigurveg- arar kvöldsins voru m.a. Nelly, Destiny’s Child, Limp Bizkit og Robbie Williams. U2 voru veitt sérstök heið- ursverðlaun, kennd við Michael Jackson, og í þakkarræðu minntist Bono Joey Ramone, pönkfrumkvöðulsins sem lést fyrr á árinu. Myndbandaverðlaun MTV-tónlistarstöðvarinnar „Örlagastúlkurnar“ fengu verð- laun fyrir besta R&B-myndband hljómsveitar. Reuters Macy Gray var í kjól sem aug- lýsti útkomu nýrrar plötu henn- ar og hvatti fólk til að festa á henni kaup. ’NSync þakkaði Guði og mömmu fyrir sín fernu verðlaun. Söngdívurnar fjórar sem syngja „Lady Marmalade“, sigurmynd- band hátíðarinnar. Alicia Keys smellir kossi á ný- liðaverðlaun sín. Fatboy Slim fékk flest verðlaun Jennifer Lopez stal senunni en fór tómhent heim. Konungur poppsins var í slag- togi við unga drengi úr sveitinni ’NSync.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.