Morgunblaðið - 09.09.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2001 57
mojo/monroe
Starfsfólk mojo/monroe
býður
Birnu Hermannsdóttur
velkomna aftur til starfa
eftir barnsburðarleyfi.
Sími 551 5103
Orville Alseny - Trommur
AFRÓ með Orville
HIP-HOP með Orville
NÝTT!
Í hádegin
u: AFRO
BIC
með Orv
ille
ORVILLE Í
KRAMHÚSINU
MYNDBANDIÐ við lagið „Lady
Marmalade“ úr myndinni Moulin
Rouge var valið það besta á MTV
tónlistarmyndbandahátíðinni sem
haldin var vestra á fimmtudaginn.
Söngdívurnar Pink, Lil’ Kim,
Christina Aguilera og Mya flytja
lagið af þokka undir handleiðslu sál-
armömmunnar Missy „misindis-
mær“ Elliott og veittu þeir verð-
laununum viðtöku saman.
Fatboy Slim hirti þó flest verð-
launin, eða 6 talsins. Öll voru þau
fyrir myndbandið „The Weapons of
Choice“ en leikstjóri þess var Spike
Jonze og aðalleikarinn, eða réttara
sagt -dansarinn, Christopher Walk-
en.
Verðlaunahátíðin fór heldur ró-
lega fram. Án allra óvæntra upp-
ákoma sem hafa einkennt hana und-
anfarin ár ef undan er skilin óvænt
framkoma sjálfskipaðs konungs
poppsins, Michaels Jacksons. Hann
birtist óvænt á sviðinu í miðju lagi
hjá drengjasveitinni ’N Sync og tók
nokkur vel valin spor við trylltar
undirtektir þotuliðsins í salnum sem
vissi vart hvert það ætlaði þegar
það sá goðið fölleita. ’N Sync nældu
í fern verðlaun á hátíðinni fyrir
myndbandið við hið sérkennilega
lag, „Pop“, sem einmitt er nokkurs
konar óður til poppkóngsins. Það
sem mest er um vert er að áhorf-
endur tónlistarstöðvarinnar völdu
myndbandið við „Pop“ það besta og
voru drengirnir sérstaklega ánægð-
ir með þau verðlaunin. Önnur verð-
laun sem þau hlutu, eins og besta
myndband hljómsveitar og besta
dansmyndbandið fannst þeim þeir
síður eiga skilið og sögðu það rán, í
fyrra tilfellinu frá U2 og því síðara
frá Fatboy Slim. Gwen Stefani virt-
ist vera málið þegar kom að bestu
myndböndum karla og kvenna. Hún
söng með báðum sigurvegurum,
Eve í „Let Me Blow Ya Mind“ og
Moby í „South Side“, endurgerð
lagsins af metsöluplötunni Play.
Moby þakkaði Stefani sérstaklega
fyrir sig og bætti við að án hennar
hefði myndbandið aldrei fengist
sýnt á MTV og því aldrei unnið.
Verðlaunaathöfnin var haldin í
Metropolitan óper-
unni í New York og
kynnir var grínist-
inn Jamie Foxx,
sem gerði óspart
grín að
hip-
hop
menningu samtímans, nafnabreyt-
ingum Sean Combs og erjunum
milli Britney og Christinu, með mis-
fyndnum árangri. Verðlaunaathöfn-
in stóð í heilar þrjár klukkustundir
og náði hápunkti þegar söngkon-
unnar Aaliyuh, sem lést í flugslysi á
dögunum, var minnst á tilfinninga-
þrunginn máta af starfssystkinum
hennar en hún fékk verðlaun á há-
tíðinni í fyrra fyrir besta myndband
við lag flutt af söngkonu „Try
Again“.
Meðal þeirra sem komu fram
voru U2, Snoop Dogg, Linkin Park
og Jay-Z.
Nýstirnið Alicia Keys, sem
gert hefur allt vitlaust vestanhafs
með laginu „Fallin’“ var kosinn
nýliði ársins og aðrir sigurveg-
arar kvöldsins voru m.a. Nelly,
Destiny’s Child, Limp Bizkit og
Robbie Williams.
U2 voru veitt sérstök heið-
ursverðlaun, kennd við
Michael Jackson, og í
þakkarræðu minntist
Bono Joey Ramone,
pönkfrumkvöðulsins sem
lést fyrr á árinu.
Myndbandaverðlaun MTV-tónlistarstöðvarinnar
„Örlagastúlkurnar“ fengu verð-
laun fyrir besta R&B-myndband
hljómsveitar.
Reuters
Macy Gray var í kjól sem aug-
lýsti útkomu nýrrar plötu henn-
ar og hvatti fólk til að festa á
henni kaup.
’NSync þakkaði Guði og mömmu
fyrir sín fernu verðlaun.
Söngdívurnar fjórar sem syngja
„Lady Marmalade“, sigurmynd-
band hátíðarinnar.
Alicia Keys smellir kossi á ný-
liðaverðlaun sín.
Fatboy
Slim
fékk
flest
verðlaun
Jennifer Lopez stal senunni en
fór tómhent heim.
Konungur poppsins var í slag-
togi við unga drengi úr sveitinni
’NSync.