Morgunblaðið - 20.09.2001, Síða 14

Morgunblaðið - 20.09.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARSKÓLA Hafnar- fjarðar hlotnaðist á dögunum veg- leg gjöf sem að sögn skólastjórans er hvorttveggja viðurkenning á starfi skólans og mikil hvatning fyrir nemendur hans. Um er að ræða 5 milljónir til stofnunar minn- ingarsjóðs um Helgu Guðmunds- dóttur, sem starfaði við skólann um árabil. Það er eiginmaður Helgu og lífsförunautur til 40 ára, Gunn- laugur Jón Ingason, sem gefur gjöfina. Helga Guðmundsdóttir fæddist 3. júlí árið 1927 en lést 6. desember 1992. Að sögn Gunnlaugs starfaði hún lengi að félagsmálum, hvort heldur var um líknarmál, stjórnmál eða fegrun bæjarins að ræða. Síð- ustu starfsárin vann hún sem skóla- ritari í Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar. „Hún var í mjög ánægjulegum tengslum við núver- andi skólastjóra og allt starfsfólk í Tónlistarskólanum og sagði að þetta væri einhver besti vinnu- staður sem hún hefði unnið á um dagana,“ segir Gunnlaugur. „Hún hélt mikið upp á þetta mannrækt- arstarf og taldi það vera mannbæt- andi. Þannig að mig langaði til, af því að hún var mikil framámann- eskja í bæjarfélaginu hérna í Hafn- arfirði, að hennar yrði minnst á þennan máta.“ Einn til þrír nemendur verðlaunaðir árlega Hann segir sjóðinn eiga eftir að nýtast þannig að á hverju vori verði einn til þrír nemendur sem hafa skarað fram úr verðlaunaðir með vissri peningaupphæð af því sem sjóðurinn ávaxtar. „Þannig að það getur orðið þónokkuð,“ segir Gunnlaugur. „Svo verða nátt- úrulega framlög í hann, t.d. í gegn um sölu minningarkorta eins og gengur þannig að hann getur vel átt eftir að stækka og blómstra og verða varanlegur.“ Stjórn sjóðsins mun að sögn Gunnlaugs sjá um að velja verð- launahafa og verður hún skipuð bæjarstjóranum í Hafnarfirði, skólastjóra Tónlistarskólans og einum fulltrúa fjölskyldunnar á meðan hennar nýtur við en eftir það kýs sjóðurinn eða bæjarráð mann í hans stað. Það er óhætt að segja að margar minningar búi að baki gjöf sem þessari. Gunnlaugur og Helga voru gift í 40 farsæl ár og áttu sex börn – fimm syni og eina dóttur. Helga var borin og barnfædd í Hafnarfirði en Gunnlaugur fluttist þangað árið 1957. Hins vegar er greinilegt að þar er sannur Hafnfirðingur á ferð því hann ber mikinn hlýhug til bæj- arins. „Ég var svo heppinn að hún tók mig með sér til Hafnarfjarðar og ég hef búið hér allar götur síð- an. Betra og fegurra bæjarfélag get ég ekki ímyndað mér,“ segir hann. Venus á hringtorg við Ásland Gunnlaugur lætur heldur ekki við sitja að gefa fjármagn í minn- ingarsjóðinn því hann hefur einnig ákveðið að gefa bæjarfélaginu listaverkið „Venus“ sem er eftir son hans Halldór Gunnlaugsson. „Þetta er skúlptúr, mjög fallegt og skemmtilegt stykki, og það má segja um hann eins og stendur í kvæðinu: „Venus hátt í vestri skín/ við skulum hátta elskan mín“,“ seg- ir Gunnlaugur og hlær. „Þetta er í þá veru, mjög kröftugt verk og skemmtilegt og sýnir þrjú him- intungl á lofti: Venus, Mars og Júpí- ter.“ Að sögn Gunnlaugs stendur til að setja verkið upp á hringtorgi þar sem ekið er upp í Ásland þar sem mun sjást vel til þess. „Þannig að ef það fær að vera í friði á það eftir að verða til augnayndis fyrir vegfarendur,“ segir hann. Gunnar Gunnarsson, skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, seg- ir sjóðinn vera mikla hvatningu fyr- ir nemendur skólans, til dæmis fyr- ir þær sakir að í hann verður meðal annars hægt að sækja um styrki til að sækja námskeið. Jafnvel komi til greina að styrkja nemendur til að einbeita sér að tónlistarnáminu að sumri í stað þess að fara í almenna vinnu. „Þetta er líka mikil við- urkenning fyrir skólann en það hef- ur komið fram að hluti af ástæðu þessarar gjafar er að Helgu leið vel hér í skólanum hjá okkur,“ segir hann og bætir við að þau ár sem hún starfaði við skólann hafi hún verið bæði elskuð og dáð af kenn- urum og nemendum. „Feikilega mikill atburður“ Hann segir að allur gangur verði á úthlutunum úr sjóðnum. „Það gæti verið styrkur þegar nemandi er að ljúka námi en það gæti líka verið styrkur til nemenda sem væru að fara á einhver námskeið erlendis svo eitthvað sé nefnt. En hugmyndin er að þetta verði gert með sérstakri athöfn á sumardag- inn fyrsta á hverju ári. “ Hann segist ekki gera sér grein fyrir því um hversu háar upphæðir verður að ræða en telur ekki óvar- legt að áætla að það gæti verið hátt í 400–500 þúsund krónur en það fari eftir þeirri ávöxtun sem höf- uðstóllinn á eftir að skila. Stefnt er að því að hafa athöfn í skólanum í kringum næstu mánaðamót þar sem féð verður formlega afhent. „Þá ætlum við jafnvel að hafa stutta tónleika og gera svolítið úr þessu því að þetta er náttúrulega feikilega merki- legur atburður,“ segir Gunnar. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar fær stórgjöf frá eiginmanni fyrrverandi ritara skólans Morgunblaðið/Golli Minningarsjóðurinn verður án efa mikil hvatning fyrir nemendur Tónlistarskólans, en hér má sjá Kristínu Friðsemd Sveinsdóttur æfa sig á fiðlu undir handleiðslu Maríu Weiss. Gunnlaugur ásamt konu sinni, Helgu, sem minningarsjóðurinn er tileinkaður. Árið 1989 fóru þau hjónin í frí til Flórída í góðra vina hópi og var myndin tekin í þeirri ferð. Hafnarfjörður Gefur fimm milljónir í minningarsjóð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.