Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR
20 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
www.lysi.is
LAUNAMUNUR kynjanna er ekki
bara staðreynd á vinnumarkaði, segir
í nýjasta fréttabréfi dönsku samtak-
anna Forbrugerinformationen, þar
sem því er meðal annars haldið fram
að telpur beri minna úr býtum heima
hjá sér en drengir. „Drengir fá hærri
vasapeninga, vinna sér meira inn í frí-
um, leggja meira til hliðar og eiga
meira af alls kyns hlutum. Í grófum
dráttum bera telpur skarðan hlut frá
borði í flestum aldurshópum,“ segir í
fréttabréfinu, sem sérhæfir sig í miðl-
un upplýsinga fyrir neytendur.
Vísað er í tölfræðilegar upplýsing-
ar í óútgefinni bók um hvernig börn
alast upp sem neytendur, en niður-
stöðurnar eru hluti af verkefni á veg-
um stofnunar í auglýsingarannsókn-
um við Viðskiptaháskólann í
Kaupmannahöfn.
„Drengir á aldrinum 5-7 ára fá að
minnsta kosti 900 krónur í vasapen-
inga á viku meðan telpur í sama ald-
urshópi fá að meðaltali 800 krónur.
Þessi munur kemur líka fram í hópi 8-
10 ára þar sem drengirnir fá yfirleitt
rúmum 200 krónum meira. Hjá 11-12
ára og 13-15 ára er munurinn síðan
rúmar 330 og 400 krónur. Stúlkur 16-
18 ára fá hins vegar örlítið hærri vasa-
peninga, um 7.500 krónur meðan pilt-
arnir fá 7.300 á viku.“
Dr. Birgitte Tuft hjá Kennarahá-
skóla Danmerkur segir að umræddur
tekjumunur geti mögulega skýrst af
því að drengir hafi sig meira í frammi
en telpur og geri meiri kröfur. „Skoð-
anir þeirra skipta einnig máli þegar
fjölskyldan kaupir bíl, svo dæmi sé
tekið. En ég tel að örsökina sé einnig
að finna í fjölskyldunni sjálfri, það er
ekki nema ein og hálf kynslóð síðan að
æskilegra þótti að fyrsta barn hjóna
væri drengur,“ segir hún.
37% 6–7 ára drengja með eigið
sjónvarp en 25% telpna
Annað sem skilur kynin að er út-
búnaðurinn í barnaherberginu, því
fram kemur að 37% drengja 6-7 ára
séu með sjónvarp í herberginu sínu,
en 25% telpna. Upplýsingarnar eru
fengnar úr nýrri bók um margmiðlun
og framtíðina eftir Kirsten Drotner,
þar sem segir ennfremur að munur-
inn á útbúnaði í herbergjum kynjanna
haldist fram eftir aldri.
„Um 30% drengja eru með einka-
tölvu í herberginu sínu og 16% telpna
og sé tölvan með geisladrifi eru 23%
drengja með slíka vél inni hjá sér en
8% telpna. Eini útbúnaðurinn sem
telpur hafa meira af en drengir er
símar, geislaspilarar og segulbönd.
„Það er gömul saga og ný að stúlkur
þéna minna og hafa annað neyslu-
mynstur,“ segir Drotner.
Þá segir hún að stúlkur séu „bein-
skeyttari“ neytendur og að þær sanki
að sér bæði smærri og sýnilegri hlut-
um, svo sem förðunar- og tískuvörum.
„Neysla pilta er ekki eins sýnileg og
frekar hugsuð til langframa. Þeir
safna sér líka oft fyrir viðamiklum
hlutum. Margir foreldrar líta gjarnan
á neyslu stúlkna sem munað, en telja
neyslu pilta skynsamlegri,“ segir
Kirsten Drotner.
Birgitte Tufte telur að stúlkur til-
einki sér nýja miðla á annan hátt en
piltar, þess vegna biðji þær seinna um
einkatölvur og nettengingu. „Stúlk-
urnar hafa meiri áhuga á samskipt-
um. Þegar þær sjá notagildið í nýjum
miðli, svo sem nettengingu með
spjallrás, vilja þær komast á Netið.
Piltarnir vilja á hinn bóginn fá tölvuna
til þess að leika sér með,“ segir Tufte.
Fréttabréf Forbrugerinformatio-
nen segir ennfremur að piltar hafi
meiri áhuga á því að vinna sér inn
peninga en stúlkur. Þeir bæði skili
fleiri vinnustundum og beri meira úr
býtum. „Mestur er munurinn hjá 16-
18 ára þar sem stúlkurnar eru með
tæpar 32.000 krónur á mánuði en pilt-
arnir með tæp 38.000. Þess vegna
tekst þeim líka að leggja meira fyrir.
Einungis 8-10 ára drengir leggja
minna fyrir en telpur á sama aldri,“
segir að endingu í danska fréttabréf-
inu.
Launamunurinn byrjar
í barnaherberginu
! ! "! $% ""&' % "!
%" ()" "*
Morgunblaðið/Kristinn
Danskar kannanir sýna að fleiri
drengir eru með tölvu í herberg-
inu sínu en telpur.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur til athugunar hvers
vegna sojamjólk, hreinn
ávaxtasafi og vatn bera hærri
virðisaukaskatt en flestar aðr-
ar matvörur.
Þessar þrjár vörutegundir
stinga í stúf við þær neyslu-
vörur sem fylla efri skattflokk-
inn, en það eru aðallega sælgæti, sætt
kex, gos, tóbak og áfengi. Aðrar mat-
vörur bera flestar 14% virðisauka-
skatt en ekki 24,5%, eins og upptaldar
vörutegundir. Sojamjólk sem merkt
er skýrt í þágu barna og sjúkra ber þó
14% virðisaukaskatt.
Eina leiðin til að breyta
þessari reglu er lagasetn-
ing frá Alþingi, sem miðar
að því að breyta lögum nr.
50 frá 1998, 14 gr.
Ragnheiður Árnadóttir,
aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra, segir málið til
skoðunar, en telur ljóst að
það sé þess eðlis að ekki verða gerðar
sérstakar breytingar á lögum af
þessu tilefni eingöngu. „Hins vegar
yrði þetta atriði skoðað í tengslum við
og samhliða öðrum breytingum sem
hugsanlega þyrfti að gera á lögun-
um.“
Skattur á sojamjólk og
ávaxtasafa athugaður
AUSSIE-hárvör-
urnar, sjampó og
hárnæring eru
aftur fáanlegar
hér á landi. Vör-
urnar fást nú í
Nóatúni, KÁ-
verslunum og
apótekum. i&d
ehf. er umboðs-
aðili fyrir Aussie-hárvörurnar á Ís-
landi.
Nýtt
Aussi-
hárvörur
NÚ ER hægt að kaupa fatnað úr
Hagkaupsblaðinu á Netinu. Í frétta-
tilkynningu frá Hagkaupi segir að í
framtíðinni verði hægt að skoða og
kaupa allar vörur í blaðinu á Netinu
eða hafa samband við póstverslun
Hagkaups. Sendingarkostnaður í
sérvöruversluninni er sá sami hvert
á land sem sent er og kemur næsta
blað út 27. september. Í því verður
áhersla lögð á vetrarfatnað.
Hagkaups-
blaðið á Netinu