Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 20
NEYTENDUR 20 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ www.lysi.is LAUNAMUNUR kynjanna er ekki bara staðreynd á vinnumarkaði, segir í nýjasta fréttabréfi dönsku samtak- anna Forbrugerinformationen, þar sem því er meðal annars haldið fram að telpur beri minna úr býtum heima hjá sér en drengir. „Drengir fá hærri vasapeninga, vinna sér meira inn í frí- um, leggja meira til hliðar og eiga meira af alls kyns hlutum. Í grófum dráttum bera telpur skarðan hlut frá borði í flestum aldurshópum,“ segir í fréttabréfinu, sem sérhæfir sig í miðl- un upplýsinga fyrir neytendur. Vísað er í tölfræðilegar upplýsing- ar í óútgefinni bók um hvernig börn alast upp sem neytendur, en niður- stöðurnar eru hluti af verkefni á veg- um stofnunar í auglýsingarannsókn- um við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. „Drengir á aldrinum 5-7 ára fá að minnsta kosti 900 krónur í vasapen- inga á viku meðan telpur í sama ald- urshópi fá að meðaltali 800 krónur. Þessi munur kemur líka fram í hópi 8- 10 ára þar sem drengirnir fá yfirleitt rúmum 200 krónum meira. Hjá 11-12 ára og 13-15 ára er munurinn síðan rúmar 330 og 400 krónur. Stúlkur 16- 18 ára fá hins vegar örlítið hærri vasa- peninga, um 7.500 krónur meðan pilt- arnir fá 7.300 á viku.“ Dr. Birgitte Tuft hjá Kennarahá- skóla Danmerkur segir að umræddur tekjumunur geti mögulega skýrst af því að drengir hafi sig meira í frammi en telpur og geri meiri kröfur. „Skoð- anir þeirra skipta einnig máli þegar fjölskyldan kaupir bíl, svo dæmi sé tekið. En ég tel að örsökina sé einnig að finna í fjölskyldunni sjálfri, það er ekki nema ein og hálf kynslóð síðan að æskilegra þótti að fyrsta barn hjóna væri drengur,“ segir hún. 37% 6–7 ára drengja með eigið sjónvarp en 25% telpna Annað sem skilur kynin að er út- búnaðurinn í barnaherberginu, því fram kemur að 37% drengja 6-7 ára séu með sjónvarp í herberginu sínu, en 25% telpna. Upplýsingarnar eru fengnar úr nýrri bók um margmiðlun og framtíðina eftir Kirsten Drotner, þar sem segir ennfremur að munur- inn á útbúnaði í herbergjum kynjanna haldist fram eftir aldri. „Um 30% drengja eru með einka- tölvu í herberginu sínu og 16% telpna og sé tölvan með geisladrifi eru 23% drengja með slíka vél inni hjá sér en 8% telpna. Eini útbúnaðurinn sem telpur hafa meira af en drengir er símar, geislaspilarar og segulbönd. „Það er gömul saga og ný að stúlkur þéna minna og hafa annað neyslu- mynstur,“ segir Drotner. Þá segir hún að stúlkur séu „bein- skeyttari“ neytendur og að þær sanki að sér bæði smærri og sýnilegri hlut- um, svo sem förðunar- og tískuvörum. „Neysla pilta er ekki eins sýnileg og frekar hugsuð til langframa. Þeir safna sér líka oft fyrir viðamiklum hlutum. Margir foreldrar líta gjarnan á neyslu stúlkna sem munað, en telja neyslu pilta skynsamlegri,“ segir Kirsten Drotner. Birgitte Tufte telur að stúlkur til- einki sér nýja miðla á annan hátt en piltar, þess vegna biðji þær seinna um einkatölvur og nettengingu. „Stúlk- urnar hafa meiri áhuga á samskipt- um. Þegar þær sjá notagildið í nýjum miðli, svo sem nettengingu með spjallrás, vilja þær komast á Netið. Piltarnir vilja á hinn bóginn fá tölvuna til þess að leika sér með,“ segir Tufte. Fréttabréf Forbrugerinformatio- nen segir ennfremur að piltar hafi meiri áhuga á því að vinna sér inn peninga en stúlkur. Þeir bæði skili fleiri vinnustundum og beri meira úr býtum. „Mestur er munurinn hjá 16- 18 ára þar sem stúlkurnar eru með tæpar 32.000 krónur á mánuði en pilt- arnir með tæp 38.000. Þess vegna tekst þeim líka að leggja meira fyrir. Einungis 8-10 ára drengir leggja minna fyrir en telpur á sama aldri,“ segir að endingu í danska fréttabréf- inu. Launamunurinn byrjar í barnaherberginu                       ! ! "! $% ""&' % "! %" ()" "* Morgunblaðið/Kristinn Danskar kannanir sýna að fleiri drengir eru með tölvu í herberg- inu sínu en telpur. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur til athugunar hvers vegna sojamjólk, hreinn ávaxtasafi og vatn bera hærri virðisaukaskatt en flestar aðr- ar matvörur. Þessar þrjár vörutegundir stinga í stúf við þær neyslu- vörur sem fylla efri skattflokk- inn, en það eru aðallega sælgæti, sætt kex, gos, tóbak og áfengi. Aðrar mat- vörur bera flestar 14% virðisauka- skatt en ekki 24,5%, eins og upptaldar vörutegundir. Sojamjólk sem merkt er skýrt í þágu barna og sjúkra ber þó 14% virðisaukaskatt. Eina leiðin til að breyta þessari reglu er lagasetn- ing frá Alþingi, sem miðar að því að breyta lögum nr. 50 frá 1998, 14 gr. Ragnheiður Árnadóttir, aðstoðarmaður fjármála- ráðherra, segir málið til skoðunar, en telur ljóst að það sé þess eðlis að ekki verða gerðar sérstakar breytingar á lögum af þessu tilefni eingöngu. „Hins vegar yrði þetta atriði skoðað í tengslum við og samhliða öðrum breytingum sem hugsanlega þyrfti að gera á lögun- um.“ Skattur á sojamjólk og ávaxtasafa athugaður AUSSIE-hárvör- urnar, sjampó og hárnæring eru aftur fáanlegar hér á landi. Vör- urnar fást nú í Nóatúni, KÁ- verslunum og apótekum. i&d ehf. er umboðs- aðili fyrir Aussie-hárvörurnar á Ís- landi. Nýtt Aussi- hárvörur NÚ ER hægt að kaupa fatnað úr Hagkaupsblaðinu á Netinu. Í frétta- tilkynningu frá Hagkaupi segir að í framtíðinni verði hægt að skoða og kaupa allar vörur í blaðinu á Netinu eða hafa samband við póstverslun Hagkaups. Sendingarkostnaður í sérvöruversluninni er sá sami hvert á land sem sent er og kemur næsta blað út 27. september. Í því verður áhersla lögð á vetrarfatnað. Hagkaups- blaðið á Netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.