Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 34

Morgunblaðið - 20.09.2001, Side 34
UMRÆÐAN 34 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á næstu dögum er væntanleg á markað í Danmörku bók eftir blaðamanninn Kjeld Hansen sem ber hinn ógnvænlega titil Farvel til Grön- lands Natur (útg. Gads forlag) sem lauslega útleggst Hinsta kveðja til grænlenskrar náttúru. Í bókinni færir Hansen gild rök fyr- ir því að á Grænlandi sé verið að ganga svo nærri flestum veiði- dýrastofnum landsins að ef ekkert verði að gert þá muni stofnunum annaðhvort verða útrýmt eða þeir verða svo litlir að engin not verði af þeim næstu áratugina. Hansen full- yrðir að Grænlend- ingar nú- tímans séu ekki lengur háðir veiðum og því sé fráleitt að réttlæta stjórnlausar veiðar á fuglum og spendýrum sem frumþörf frum- byggjanna. Veiðigleði Grænlend- inga séu hins vegar lítil takmörk sett og nánast engar hömlur séu settar á magn eða veiðitíma. Til marks um það má nefna að tvenns konar veiðileyfi eru gefin út á Grænlandi. Atvinnuveiðileyfi og sportveiðileyfi. Leyfi til atvinnu- veiða hafa 2.569 einstaklingar en sportveiðileyfi hafa 8.094. Það er því ljóst að mikill minnihluti veiði- manna hefur lífsbjörg sína af veið- um þótt allir gangi að þeim eins og svo sé. Allir Grænlendingar sem náð hafa 12 ára aldri og eiga lög- heimili í landinu geta fengið byssuleyfi; engin próf þarf að taka eða sanna hæfni sína á annan hátt. Af ofangreindum tölum er ljóst að fimmti hver Grænlendingur hefur veiðileyfi og á síðasta ári voru flutt inn um 90 tonn af skotfærum fyrir riffla og haglabyssur en það sam- svarar um 9 kg af skotfærum á hvern veiðimann. Það eitt útaf fyr- ir sig er þó ekki orsök eins eða neins segir Hansen, heldur stunda Grænlendingar veiðarnar eins og um líf eða dauða væri að tefla, fuglar, selir, birnir og hvalir eru skotnir hvar sem til þeirra sést og þær fáu reglur sem settar hafa verið um veiðitíma og meðferð bráðar eru þverbrotnar árið um kring. Hansen lýsir því hvernig stuttvíubyggðum hefur nánast verið eytt víðast hvar á Grænlandi, þar sem líklegt er talið að um hálf milljón fugla hafi verið drepin ár- lega undanfarin ár en varpstofn- inn er ekki nema 350 þúsund fugl- ar. Fuglafræðingar hér á Íslandi hafa lýst áhyggjum sínum af þess- ari gegndarlausu ofveiði þar sem talsvert af stuttvíustofninum er sameiginlegur með Íslandi og Grænlandi. Hið sama á einnig við um gæsastofna, eins og blesgæs, margæs og helsingja, sem eru sameiginlegir stofnar með Bret- landi og öðrum Evrópulöndum. Úr þessum stofnum er veitt á haustin hérlendis (umferðarfuglar) og á Bretlandi en á Grænlandi er geng- ið að fuglunum á vorin og sumrin í varplöndunum, fullorðnir fuglar drepnir, egg tekin og ungum slátr- að. Hansen færir rök fyrir því að hefð Grænlendinga fyrir því að hver og einn megi stunda veiðar eins og hann getur og vill, komi í veg fyrir að lög og reglur um veiði- tíma séu virtar. Hann bendir á að eggjatínsla í stórum fuglabyggð- um sé óskipulögð og valdi stöð- ugum truflunum við varpið svo skaðinn sé jafnvel meiri af því heldur en eggjatökunni sjálfri. Má í því sambandi benda á að hér- lendis sem og í Færeyjum hefur lengi viðgengist að fara aðeins einu sinni eða tvisvar að vorinu til eggjatöku og gefa fuglinum síðan nauðsynlegt næði til að verpa aft- ur. Hansen segir að ef Grænlend- ingar gætu komið sér saman um eitthvert slíkt fyrirkomulag þá væri stórt skref stigið. Hann bendir einnig á að nýting kjöts af sel og hval sé mjög lítil því selir séu fyrst og fremst veiddir vegna skinnanna og hvalir vegna tannanna. Enginn markaður sé fyrir aðrar afurðir af þessum stóru dýrum og því fari hundruð tonna af kjöti forgörðum á ári hverju. Grænlendingar eru ennfremur eina þjóðin í veröldinni sem hefur samþykki Alþjóðahvalveiðiráðsins til að skjóta stórhveli með rifflum og má nærri geta hversu margir sleppa á brott við illan leik til þess eins að drepast á hafi úti. Hvort hvalrekar hér við land á und- anförnum árum eigi rætur að rekja til þessara veiða er athug- unarefni. Veiðitímabil á Grænlandi eru rýmri en víðast hvar annars stað- ar. Sterk hefð er fyrir vorveiðum á fugli og má nærri geta hversu illa það kemur við varpstofnana að sæta stöðugum ofsóknum við und- irbúning varps. Ekki gilda sömu reglur alls staðar á Grænlandi og á austurströndinni eru veiðar á svartfugli leyfðar árið um kring, með tilheyrandi afleiðingum fyrir varp og afkomu stofnanna. Fugla- veiðar á sjó eru undantekning- arlaust stundaðar af vélbátum, sem reyndar er gert hérlendis líka, en reglur um ganghraða eru engar á Grænlandi og nefnir Hansen dæmi um veiðar utan lög- legs veiðitíma af bátum í opinberri eigu svo við ramman reip er greinilega að draga ef fylgja á eftir reglum um veiðarnar. Bók Hansens er greinilega orð í tíma töluð ef ekki er þegar orðið um seinan að grípa í taumana hvað sumar dýrategundir varðar. Hann tekur svo stórt upp í sig að segja að ef ekkert verði að gert þá verði hin merkilega dýralífsflóra Græn- lands stórum fátæklegri innan fárra ára. Hann segir það róm- antíska ranghugmynd að tala um ósnortna náttúru Grænlands; þar eigi sér stað gegndarlaus rányrkja og ofveiði sem eigi sér enga rétt- lætingu. Íslendingar ættu að leggja sitt af mörkum með því að takmarka veiðiálag á þá veiðidýrastofna sem standa hvað höllustum fæti og ekki síður að fylgja betur eftir þeim reglum sem settar hafa verið um veiðar og veiðitæki en nokkur misbrestur mun vera á að farið sé að reglum í þeim efnum. Rányrkja á Græn- landi Allir Grænlendingar sem náð hafa 12 ára aldri og eiga lögheimili í landinu geta fengið byssuleyfi. VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is ÞÆR hækkanir sem nú hafa verið kynntar á fasteigna- mati eru í mörgum til- fellum óheyrilegar. Eðlilegt er að spurt sé hvað valdi. Fast- eignamat ræðst af verðbreytingum á fasteignamarkaði. Fasteignir hafa verið að hækka mikið í verði undangengin ár og þ.a.l. rýkur fast- eignamatið upp úr öllu valdi. Um leið hækka skattstofnar ríkis og sveitarfélaga. Árið 1999 nam þessi hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis í Reykjavík 17% og árið 2000 nam hún 15%. Það sem gerist síðan í ofanálag er að Fasteignamat ríkisins ræðst í end- urmat á fasteigna- stofninum og hefur það haft í för með sér verulegar breytingar fyrir marga. Heljarstökk Í stað þess að end- urmeta skattstofninn jafnt og þétt og í áföngum er nú tekið heljarstökk. Það stökk er tekið í að- draganda sveitar- stjórnakosninganna á komandi ári. Vonandi er hugarburður að sam- hengi kunni að vera þar á milli. Mestar eru þessar hækkanir í Reykjavík og er ljóst að fyrir margar reykvískar fjölskyldur mun nýja fasteignamatið hafa al- varlegar fjárhagslegar afleiðingar í för með sér. Þar má nefna stór- hækkun fasteignagjalda og skerð- ingu vaxtabóta. Í mörgum tilvikum hækkar eignaskattur og bitnar það sérstaklega illa á eldra fólki í eigin húsnæði. Eldra fólk hefur í mörg- um tilvikum litla sem enga mögu- leika til að afla tekna til að rísa undir þessum viðbótarálögum. Eignaskattur hefur verið þessu fólki mörgu nær ofviða og er hætt við því að við breytingarnar nú hrekist það úr húsnæði sínu. Dæmin tala Lítum á dæmi af fjölskyldu, sem hefur 2.800.000 í fjölskyldutekjur og býr í íbúð sem metin er á 10 milljónir. Hún skuldar 4 milljónir í íbúðinni og á þ.a.l. 6 milljónir króna hreina eign. Hún fær nú vaxtabætur sem nema 106 þúsund krónum á ári. 15% hækkun fast- eignamats veldur því að vaxtabæt- urnar rýrna um 56.000 kr. og verða því aðeins 50.000 krónur. Við 30% hækkun fasteignamats þurrkast vaxtabæturnar alveg út. Að auki hækka fasteignagjöld í fyrra tilvikinu um 8.000 kr. eða þar um bil og í því seinna um 16.000 krónur. Að auki er á það að líta að við hækkunina í seinna til- vikinu er hrein eign fjölskyldunnar nú komin ríflega einni milljón króna yfir fríeignamörkin sem eru Nýtt fasteignamat ógn- ar fjárhag heimilanna Ögmundur Jónasson GAMALL draumur þeirra sem reka versl- anir, veitingahús og önnur þjónustufyrir- tæki í miðborginni er nú loks að rætast. Miðborgargjafakortið er orðið að veruleika og sala þess hafin. Yf- ir 130 fyrirtæki í mið- borginni eru með í þessu verkefni frá byrjun og taka við gjafakortinu, sem fæst keypt í sex versl- unum, á Netinu og í símasölu. Stefnt er að því að fjölga þeim sem taka við gjafakortinu verulega á næstu mánuðum. Oft er sagt að gjafakort séu gjöf sem getur ekki valdið vonbrigðum og það má vissulega til sanns veg- ar færa, ekki síst þegar hægt er að nota kortin á svo fjölbreyttum vettvangi sem miðborgin er. Gjafa- kortin má innleysa í verslunum, á veitingastöðum, listhúsum, snyrti- stofum, leikhúsum og líkamsrækt- arstöðvum. Þau eru hentug til gjafa, hvort sem um er að ræða fermingargjafir, brúðargjafir, af- mælisgjafir eða jólagjafir. Og fyrirtækin fagna því mörg hver að eiga nú kost á Miðborg- argjafakortinu til jólagjafa fyrir starfsmenn sína eða viðskiptavini og þegar stórafmæli eða önnur tímamót ber að höndum. Þróunarfélag miðborgarinnar er málsvari hagsmunaaðila í verslun, viðskiptum, veitingasölu og ann- arri þjónustu í miðborginni. Félag- ið hefur í sumar undirbúið útgáfu gjafakortsins, sem nú er byrjað að selja. Ánægjulegt hefur verið að fylgj- ast með áhuga kaupmanna og ann- arra þjónustuaðila á þessu fram- taki, sem hefur þjappað mönnum saman og verður vonandi þarft innlegg í þeirri hörðu keppni, sem nú fer í hönd á markaðinum. Miðstöð verslunar og mannlífs Ef vel tekst til mun gjafakortið beina sjónum manna í aukn- um mæli að miðborg- inni sem miðstöð verslunar, þjónustu, sögu og mannlífs í Reykjavík. Það er líka hlutverk miðborgar- innar og verður von- andi um langa fram- tíð. Miðborgin hefur svo ótal margt fleira innan sinna vébanda sem fólk sækist eftir heldur en verslunarmiðstöðvarnar. Má þar nefna fjölbreytt lista- og menningarlíf, sem hefur eflst til muna með tilkomu Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu og Borgarbókasafns og Ljósmynda- safns Reykjavíkur í Grófarhúsi við Tryggvagötu. Skammt þar frá, við höfnina, á svo að rísa á næstu árum tónlistar- og ráðstefnuhús og ýmsar byggingar í tengslum við það. Þessi stórframkvæmd mun eflaust styrkja mjög stöðu mið- borgarinnar um ókomin ár. Miðborgin lagar sig stöðugt að breyttum lífsháttum og neyslu- venjum. Ekki eru mörg ár síðan örfá veitingahús og kaffihús voru í miðborginni. Nú hefur þeim fjölg- að gríðarlega á fáum árum. Einnig má merkja greinilega fjölgun á snyrtistofum, hárgreiðslustofum og líkamsræktarstöðvum. Þetta sýnir og sannar að unga fólkið sækir í miðbæinn í frístundum sín- um. Meðan svo er þarf miðborgin engu að kvíða. Andlitslyfting í Kvosinni Í vor var ráðist í viðamiklar end- urbætur á götum í Kvosinni og standa þær enn yfir í Pósthús- stræti. Þótt mjög hafi reynt á þol- inmæði margra við allt raskið í sumar velkist enginn í vafa um að Kvosin hefur fengið glæsilega and- litslyftingu og er þess albúin að mæta nýjum kröfum á nýrri öld. Miðborgin horfist nú í augu við stóraukna samkeppni í verslun og harðnandi baráttu um hylli neyt- enda. Margir velta vöngum yfir því hvernig best verði brugðist við nýjum aðstæðum á markaði. Ég held að miðborgin geri það með því að halda áfram að vera það sem hún er, öflug, þróttmikil og fram- sækin, en jafnframt rómantísk, gamaldags og sérstæð. Borgaryfirvöldum ber skylda til að hlúa vel að miðborginni. Sú skylda hvílir líka á íbúum í mið- borginni, húseigendum, kaup- mönnum, veitingamönnum, bönk- um, menningarstofnunum og reyndar öllum velunnurum mið- borgarinnar. Þegar öllu er á botn- inn hvolft er miðborg Reykjavíkur sameign okkar allra – og ekki bara okkar Reykvíkinga, heldur allra landsmanna. Fyrirtækin í miðborginni sameinast um gjafakort Einar Örn Stefánsson Gjafakort Ef vel tekst til, segir Einar Örn Stefánsson, mun gjafakortið beina sjónum manna í aukn- um mæli að miðborginni sem miðstöð verslunar, þjónustu, sögu og mann- lífs í Reykjavík. Höfundur er framkvæmdastjóri Þróunarfélags miðborgarinnar. Fjölskylda Óbr. mat 15% hækkun 30% hækkun Fasteignamat 10.000.000 11.500.000 13.000.000 Skuldir 4.000.000 4.000.000 4.000.000 Hrein eign 6.000.000 7.500.000 9.000.000 Vaxtabætur 106.000 50.000 0 Eignarskattur 0 0 13.600 Hækkun fasteigngj. 0. 8.000 16.000 Áhrif 106.000 42.000 -39.600 Ellilífeyrisþegi Óbr. mat 15% hækkun 30% hækkun Fasteignamat 10.000.000 11.500.000 13.000.000 Skuldir 2.000.000 2.000.000 2.000.000 Hrein eign 8.000.000 9.500.000 11.000.000 Eignarskattur 72.810 90.810 108.810 Hækkun fasteignagj. 0 8.000 16.000 Áhrif 72.810 98.810 124.810

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.