Morgunblaðið - 20.09.2001, Blaðsíða 35
7.865.000 króna. Þ.a.l. mun þessi
fjölskylda þurfa að greiða 13.600
kr. í eignaskatt.
Sjá töflu nr. 1 (Fjölskylda)
Tökum annað dæmi af ellilífeyr-
isþega sem býr einn. Gefum okkur
að hann búi í sams konar íbúð og
fjölskyldan. Hann er búinn að losa
sig við sínar skuldir eftir langan
vinnudag. Hann verður að sjálf-
sögðu ekki fyrir skerðingu á
vaxtabótum því þeirra naut hann
ekki fyrir. Við 15% hækkun fast-
eignamatsins hækka fasteigna-
gjöldin um 8.000 kr. og 16.000 kr. í
seinna tilvikinu. Þessi einstakling-
ur býr við lægra fríeignamark en
fjölskyldan, eða 3.932.000 krónum.
Við 15% hækkun fasteignamats fer
greiddur eignaskattur þessa
manns úr 72.810 kr. í 90.810 kr. og
við 30% hækkun í 108.810 krónur.
Álögur á þennan einstakling eru
með þessu auknar í fyrra dæminu
um 26.000 kr, og í hinu síðara um
52.000 krónur. Það munar um
minna.
Sjá töflu nr. 2 (Ellilífeyrisþegi)
Tillögur um úrbætur
Hvað er til ráða? Í fyrsta lagi
eru þetta fráleit vinnubrögð og
ætti ríkisstjórnin að beita sér fyrir
að endurskoðun fasteignamats
komi ekki í bakið á fólki með þess-
um hætti. Hitt þarf einnig að hafa
í huga að þótt vandséð sé hvernig
meta eigi fasteignir á annan hátt
en með tilvísun til fasteignaverðs,
þá er það engu að síður svo að
húsnæði er heimili fólks. Aðstæður
á markaði mega aldrei ógna öryggi
heimilisins. Það er hlutverk stjórn-
valda að sjá til þess. Óeðlilegt
hlýtur því að teljast að miklar
verðbreytingar á húsnæðismark-
aði, eins og á undanförnum miss-
erum, setji eins stórt strik í fjöl-
skyldubókhaldið og við verðum nú
vitni að.
Úrbætur í húsnæðismálum al-
mennt myndu tryggja jafnvægi á
húsnæðismarkaðinum, en það er
forsenda stöðugleika. Um þetta
snýst málið fyrst og síðast. Að
auki þarf að taka skattalöggjöfina
til endurskoðunar og hvernig
henni er beitt. Þar þarf að hafa
tvennt sérstaklega að leiðarljósi. Í
fyrsta lagi þarf að tryggja að rosk-
ið fólk verði ekki hrakið úr íbúðum
sínum vegna óheyrilegrar skatt-
heimtu á íbúðarhúsnæði. Sérstak-
ar ívilnanir í skattlagningu á íbúð-
arhúsnæði aldraðra kæmu hér til
álita að mínum dómi. Hitt er einn-
ig brýnt að forða tekjuminni fjöl-
skyldum frá að verða fórnarlömb
þenslu á húsnæðismarkaði. Það
kallar á gagngert endurmat á
skattlagningu íbúðarhúsnæðis og
vaxtabótakerfinu.
Húsnæðismál
Úrbætur í húsnæðis-
málum almennt myndu
tryggja jafnvægi á hús-
næðismarkaðinum, seg-
ir Ögmundur Jónasson,
en það er forsenda stöð-
ugleika. Um þetta snýst
málið fyrst og síðast.
Höfundur er formaður þingflokks
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 35
Mörkinni 3, sími 588 0640G
læ
si
le
ga
r
gj
af
av
ör
ur
Bjórglös
kr. 1.650
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
Finnur Bjarnason stundaði
söngnám í Reykjavík og London.
Framundan hjá Finni eru óperu-
hlutverk hjá English National
Opera, Glyndebourne Festival
Opera og Glyndebourne Touring
Opera, auk tónleika í Kópavogi,
Boston og London. Hlutverk
Tamínós er annað hlutverk Finns
hjá Íslensku óperunni.
Hanna Dóra Sturludóttir nam söng í Reykjavík
og Berlín. Hún hefur starfað sem gestasöngvari
við óperuhúsin í Bonn, Rostock og Weimar og við
Komische Oper í Berlín. Síðastliðin þrjú ár var hún
fastráðin við óperuna í Neustrelitz. Hlutverk Pamínu
er frumraun Hönnu Dóru á sviði Íslensku óperunnar.
Tryggðu þér miða! Sími miðasölu: 511 4200
á sviði Íslensku óperunnar
Sérstakar fjölskyldusýningar verða sunnudagana 30. sept., 14. okt. og 28. okt., þar sem
Papagenó (Ólafur Kjartan Sigurðarson) kynnir verkið fyrir yngri áhorfendum áður en
sýning hefst. Kynningin hefst kl. 16 og sýningin kl. 17. Óbreytt miðaverð en aðgangur
að kynningunni er ókeypis fyrir gesti sýningarinnar.
Tónlist: Wolfgang Amadeus Mozart
Texti: Emanuel Schikaneder
Íslensk þýðing: Þrándur Thoroddsen, Böðvar Guðmundsson
og Þorsteinn Gylfason. Gunnsteinn Ólafsson endurorti að hluta
og þýddi óbundið mál.
Einvalalið ungra listamanna stendur að sýningunni:
Hljómsveitarstjóri: Gunnsteinn Ólafsson
Leikstjóri: Hilmir Snær Guðnason
Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas
Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson
Söngvarar: Guðjón Óskarsson, Finnur Bjarnason, Hanna Dóra Sturludóttir /
Auður Gunnarsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Xu Wen, Guðrún Ingimarsdóttir /
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Snorri Wium, Marta Guðrún Halldórsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir,
Sesselja Kristjánsdóttir / Sigrún Jónsdóttir / Sigríður Aðalsteinsdóttir, Loftur Erlingsson,
Skarphéðinn Þór Hjartarson, Árný Ingvarsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og
Dóra Steinunn Ármannsdóttir.
Kór Íslensku óperunnar og Hljómsveit Íslensku óperunnar
Frumsýning 22. september
PAMÍNA TAMÍNÓ
GAGNASAFN
MORGUNBLAÐSINS
mbl.is