Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 49
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Haustlínan er komin
Munið buxurnar
á kr. 1.990
SKELFING er ömurlegt að fylgjast
með yfirklóri þeirra Ísólfs Gylfa og
Guðna Ágústssonar í fjölmiðlum
vegna „kaupa“ Ísólfs Gylfa á Upp-
sölum í Hvolhreppi. Þeir keppast um
að útlista hvað þetta var alltsaman
löglegt og fínt. Það er alveg óþarfi
fyrir þá að vera að því. Allir sem
þekkja til vinnubragða þessara
framsóknarmanna vita að þar er allt
siðleysið löglegt og fínt, þeir taka
kannski eina smábeygju framhjá
einhverri reglugerð, skítt með það,
þetta er allavega nógu löglegt til að
standast fyrir dómstólum. Málið var
semsé það að þessir heiðursmenn
sem bjuggu á Uppsölum voru komn-
ir á elliheimili og höfðu ekki nýtt sér
kauprétt sinn á jörðinni (stóð senni-
lega ekki til). Hvað var þá eðlilegra
en gamall vinur gegnumgengist það
fyrir þá og fengi svo eitthvað fyrir
sinn snúð í staðinn? Annars hefði
farið eins með Uppsalina og Kvos-
lækinn í Fljótshlíð þar sem bóndinn
dó frá sínum kauprétti og jörðin fór í
almenna sölu og ríkið fékk rúmar
tuttugu milljónir fyrir. Það er heldur
ekkert ólöglegt við það þótt við fjár-
mögnum hobbí Ísólfs Gylfa á Upp-
sölum með Suðurlandsskógaverk-
efninu, enda var hann nýbúinn að
segja af sér sem formaður þar og
þurfti þess vegna ekki að afhenda
sér plönturnar sjálfur enda uppfyllir
hann ákveðin skilyrði eins og þeir
komast að orði. Ég var sá bjáni að
halda að aðaltilgangurinn með þessu
verkefni hefði verið að veita þeim
bændum nytsöm verkefni heima hjá
sér sem ekki gátu haft viðurværi af
fjárbúskap á jörðum sínum til þess
að geta dvalið þar áfram en ekki til
að fjármagna hobbí fyrir sæmilega
stætt fólk. Ég ætla svo að vona, þótt
ekki verði nema fyrir tilverknað
breyttrar kjördæmaskipunar, að við
Sunnlendingar losnum við þessa full-
trúa okkar af þingi og fáum nýja með
örlítið sterkari siðgæðisvitund.
ÞORSTEINN MARKÚSSON,
Eystra-Fíflholti, Hvolsvelli.
Yfirklór Guðna
og Ísólfs Gylfa
Frá Þorsteini Markússyni:
NÚ ERU jarðarkaup þingmanns
nokkurs orðin fæðubótarefni á
fjörefnasnauðum veisluborðum fjöl-
miðlanna. Ekki
er nú metnaður-
inn mikill! Síðan
hvenær hefur
það verið löstur
eða lögbrot að
gera góð kaup?
Þingmaðurinn
væri varla að
fjárfesta í fast-
eign á sínum
heimaslóðum
nema hann teldi sig gera góð kaup.
Ekki ríður hræsnin við einteyming
í þessu landi. Við erum með troð-
fulla skóla sem hafa það megin-
markmið að kenna fólki að græða.
En ef einhver skyldi nú gera góð
kaup, þá er hann úthrópaður
„purkunarlaus bandit“. Aldrei hef
ég kosið flokk Ísólfs Gylfa Pálma-
sonar. En þegar jafnmikill ágæt-
ismaður og þessi strangheiðarlegi
Rangæingur er hafður að skot-
spæni, þá er mál að linni. Það er
pólitískur fjósaþefur af þessum
málatilbúnaði og þeim til skammar
sem skemmta.
Ég legg til að fréttamenn láti
fólk í friði í sínum prívatmálum og
tíni sér sprek á öðrum rekavið-
arfjörum. Þar eru örugglega stærri
tré sem hægt er að saga niður.
ÓLI HILMAR JÓNSSON,
arkitekt,
Álfaheiði 14, Kópavogi.
Jarða-
kaup og
önnur
kaup
Frá Óla Hilmari Jónssyni:
Óli Hilmar
Jónsson
MEÐGÖNGUFATNAÐUR
fyrir mömmu
og allt fyrir litla krílið
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136