Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 53

Morgunblaðið - 20.09.2001, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 2001 53 Titanic, tilkomumikið stórvirki James Camerons, kemst fyrir margra hluta sakir feitletruð á blöð sögunnar. Endurgerð hörmulegasta sjóslyss sögunnar er allt í senn róm- antísk, spennandi og dramatísk stór- slysamynd. Útlitslega betur gerð en dæmi eru til í kvikmyndasögunni. Verður dýrasta, en jafnframt lang- mest sótta, kvikmynd sögunnar. Metið hennar verður seint slegið. Aukinheldur vinnur hún til fleiri Óskarsverðlauna en áður þekkist. Fleiri eru að gera afburðamyndir. Einn þeirra er Curtis Hanson sem gerir L.A. Confidential (’97), sína langbestu mynd. Umhverfi, and- rúmsloft, texti og leikur – allt óað- finnanlegt. Á léttari nótum eru Farrelly- bræður. There’s Something About Mary (’97) er líkt og önnur verk þeirra, ruglukollamynd, hlaðin aula- bröndurum. Spyrst vel út, bætir smám saman við aðsóknina og kemst á toppinn eftir nokkrar vikur, sem er einsdæmi. Hæfileikaríkasti gam- anleikari samtímans, Jim Carrey, sýnir á sér nýja hlið í The Truman Show (’97), fantagóðri mynd Peters Weir um ungan mann hefur verið sjónvarpsmatur frá fæðingu. Frum- leg, fyndin og sorgleg í senn. Stanley Kubrick fellur frá er hann hefur nýlokið við Eyes Wide Shut (’89), sálfræðidrama með erótískum undirtón, en er með síðri myndum meistarans, þótt falleg sé fyrir aug- að. Sá undarlegi Terence Malik frumsýnir The Thin Red Line (’98), fyrstu mynd sína í áraraðir. Feiki- sterk ádeila á vopnaskak og önnur hermdarverk mannsins á móður náttúru og uppsker m.a. Silfurbjörn- inn í Berlín. George Lucas tilkynnir gerð þriggja Stjörnustríðsmynda til við- bótar, sú fyrsta, Star Wars: Episode 1 – The Phantom Menace, er mest sótta mynd ársins ’99, þótt hún standi þeim fyrri að baki að flestu leyti. Árið áður sýnir hann end- urbætta frummyndina sem rakar inn morð fjár. Aðrir brellumeistarar eru þeir Wachowski-bræður. Fram- tíðartryllirinn Matrix (’99) er hrein upplifun yfirburðabrellna og hraðr- ar atburðarásar. David Lynch minn- ir á sig með ofurhægfara Straight Story (’00), ljúfum svanasöng gamla, góða, geðþekka Richards Farns- worth. Árið 2000 lýkur á úrvals- myndunum American Psycho, Magnolia eftir hinn bráðefnilega Paul Thomas Anderson, Being John Malkowich og American Beauty, margfaldri óskarsverðlaunamynd Sams Mendes. Frá öðrum heimshornum Ástralar láta á sér kræla með úr- valsmyndinni Shine (’96) um glat- aðan snilling, píanóleikarann David Helfgott, sem Geoffrey Rush leikur með eftirminnilegum tilþrifum. Ken Loach er ábyrgur fyrir mörg- um athyglisverðustu myndum Eng- lendinga á síðustu áratugum. Carla’s Song (’97) er raunaleg mynd sem tengir skoskan atvinnuleysingja óöldinni í Mið-Ameríku. Loach harð- pólitískur sem fyrr. Landi hans, Pet- er Cattaneo, er á léttari nótum, frumraunin, The Full Monty (’97), er eldhress gamanmynd um hvernig neyðin kennir atvinnulausum verk- smiðjukörlum að nekt getur borgað sig. Tom Wilkinson og Robert Carl- yle fara fyrir óborganlegum leikhópi og myndin verður vinsælasta mynd Breta frá upphafi. Þjóðverjar láta ekki mikið fyrir sér fara undir aldamót, þaðan kemur þó ein athyglisverðasta mynd ára- tugarins, spennutryllirinn Lola Rennt (’98), frumleg og frábrugðin flestum öðrum. Wim Wenders og tónlistarsnillingurinn Ry Cooder taka hús á öldruðum stórmús- íköntum á Kúbu og uppskera Buena Vista Social Club, mergjaða tónlist- arheimildarmynd. Danir kynna Dogmamyndir og Spánverjar sækja jafnt og þétt í sig veðrið á kvik- myndasviðinu, með Pedro Almodóv- ar í fylkingarbrjósti. Todo Sobre Mi Madre (’99) er besta verkið hans um árabil. Meðal franskra er Jean- Pierre Jeunet (Delicatessen) hvað forvitnilegastur. Gerir Alien: Res- urrection (’97) vestur í Hollywood og blæs nýju lífi í bálkinn góða. Netið, myndbanda- og síðar mynddiskavæðingin, guð má vita hvað verður næst, eru eðlilegir þætt- ir í framþróuninni og kvikmynda- húsin eiga örugglega eftir langa líf- daga, svo lengi sem þau geta boðið upp á frambærilega afþreyingu. Bíó- ferð er einfaldlega ódýrt og spenn- andi ævintýri. Við nútímamanninum blasa ekki nógu mörg augnablik sem jafnast á við eftirvæntinguna þegar ljósin slokkna í kvikmyndasalnum. Ingvar Sigurðsson í metaðsóknarmyndinni Englar alheimsins. Keanu Reeves varð heitur á ný í Matrix. Lucas reyndi að varpa ljósi á upptök stjörnu- stríðsins. kynning verður í Libiu, Göngugötu Mjódd, fimmtudag og föstudag Glæsilegur kaupauki þegar verslað er fyrir kr. 5000 eða meira Sendum í póstkröfu. Sími 587 0203 Falleg svört hliðar- taska. Scarf Edt. 5 ml. Profutura dag- og næturkrem 5 ml. Profutura augn- krem 3 ml. Energy Face and Eye Mask 5 ml.      w w w .f o rv al .is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.