Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
12 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
AFKOMA sveitarfélaga fór versn-
andi á síðasta ári og jukust skuldir
sveitarfélaganna um 2,2 milljarða eða
um 4% en peningalegar eignir jukust
á sama tíma um hálfan milljarð. Þetta
kom fram í setningarræðu Vilhjálms
Þ. Vilhjálmssonar, formanns Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, á ráð-
stefnu um fjármál sveitarfélaga sem
hófst í gær. ,,Á þessu ári hafa átt sér
stað verulegar breytingar á fjármála-
legum samskiptum ríkis og sveitarfé-
laga og í launa- og kjaramálum
starfsmanna sveitarfélaganna. Þrátt
fyrir breytingar á tekjustofnum
sveitarfélaga, sem færa sveitarsjóð-
unum 1.200 m.kr. á þessu ári og sér-
stakt framlag til Jöfnunarsjóðs sveit-
arfélaga að fjárhæð 700 milljónir
króna, er ljóst að heildarskuldasöfn-
un sveitarfélaganna mun ekki stöðv-
ast þótt hún verði minni en mörg und-
anfarin ár. Þessi staðreynd kallar á
enn frekari og róttæka umræðu um
skyldur sveitarfélaganna, tekju-
stofna þeirra og fjármálastjórn,“
sagði Vilhjálmur.
Hann benti á að á yfirstandandi ári
hækkuðu tekjur sveitarfélaga vegna
rýmri heimilda í útsvarsálagningu.
,,Á sama tíma hafa sveitarfélögin
þurft að semja um miklar hækkanir
launa. Þrátt fyrir að líkur séu á því að
skuldir sveitarfélaga muni ekki
aukast á þessu ári er ljóst að rekstur
þeirra verður þungur áfram,“ sagði
hann.
Nettóskuldir sveitarsjóða voru
29,6 milljarðar um seinustu áramót,
samanborið við 26,8 milljarða við árs-
lok 1999 og höfðu því hækkað um
10,4% á milli ára, að því er fram kom í
máli Karls Björnssonar, formanns
launanefndar sveitarfélaga, á ráð-
stefnunni í gær. ,,Menn hljóta að
spyrja sig hvort slík skuldasöfnun sé
eðlileg í ljósi þess góðæris sem ríkt
hefur undanfarið. Ég tel að allt of
stórum hluta skatttekna sé varið til
að greiða fjármagnskostnað vegna
þessara skulda. Nettógreiðslubyrði
lána nam um 9,7% af skatttekjum ár-
ið 2000 eða 5,4 milljörðum en heild-
arskatttekjur námu 55,2 milljörðum
samkvæmt upplýsingum úr Árbók
sveitarfélaga,“ sagði Karl.
Leiguverð félagslegra
íbúða hækkar
Vilhjálmur fjallaði einnig í ræðu
sinni um þá ákvörðun ríkisins að
halda áfram að niðurgreiða vexti til
byggingar 400 leiguíbúða á ári fyrir
forgangshópa í stað þess að fara að
tillögum nefndar sem lagði til grund-
vallar breytingar í aðstoð hins opin-
bera í húsnæðiskerfinu. ,,Þessi
ákvörðun þýðir að leiguverð á fé-
lagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga,
þar sem byggðar verða eða keyptar
nýjar íbúðir, mun hækka en þó mis-
munandi eftir því hve mikið er byggt
eða keypt af leiguhúsnæði,“ sagði
hann.
Fram kom í máli hans að ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um hækkun
tryggingagjalds muni að óbreyttu
hækka greiðslur sveitarfélaganna á
tryggingagjaldi um 260 milljónir kr. á
ári. ,,Þessi áformaða breyting verður
tekin upp í viðræðum ríkis og sveitar-
félaga um fjármálaleg samskipti
ásamt ýmsum fleiri málum ...,“ sagði
hann.
400 millj. vantar til að ljúka
einsetningu grunnskóla
Einnig kom fram í máli Vilhjálms
að nú liggja fyrir áreiðanlegar upp-
lýsingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga um raunkostnað við að ljúka
framkvæmd einsetningar grunnskól-
anna ,,... og ljóst er að rúmar 400
milljónir króna vantar til að umsamd-
ar, markaðar tekjur standi undir
verkefninu og 570 milljónir þegar
einkaframkvæmdir sveitarfélaganna
við skólana eru meðtaldar,“ sagði
hann.
Félagsleg aðstoð í húsnæðis-
málum hefur aukist
Páll Pétursson félagsmálaráðherra
ávarpaði ráðstefnuna og fjallaði m.a.
um húsnæðismál. Páll sagði það al-
gera fjarstæðu að lokun eldra kerfis
væri orsök núverandi vandræða á
leigumarkaði eða að dregið hafi úr fé-
lagslegri aðstoð í húsnæðismálum,
hún hafi þvert á móti stóraukist.
„Frá 1. janúar 1999 til 1. septem-
ber 2001 hafa 3.588 viðbótarlán verið
afgreidd hjá Íbúðalánasjóði og gert
er ráð fyrir að tala viðbótarlána verði
orðin 4.300 í árslok. Þetta eru miklu
fleiri íbúðir reistar eða keyptar með
félagslegri aðstoð heldur en var í
eldra kerfi. Á árunum 1993-1997 eða
á 5 ára tímabili voru veitt frá Hús-
næðisstofnun samtals 1.706 lán til fé-
lagslegra eignaríbúða kaupleigu-
íbúða og leiguíbúða. Á þremur árum
veitir Íbúðalánasjóður um 5.400 lán
til hliðstæðra verkefna eða meira en
þrefalt fleiri lán á 3 árum en Húsnæð-
isstofnun veitti á 5 árum,“ sagði fé-
lagsmálaráðherra.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu
Skuldasöfnun sveitar-
félaga heldur áfram
„BORÐIÐ íslenskt lambakjöt og eignist vini,“
hrópar Siggi Hall og viðskiptamenn í hinum
glæsilega stórmarkaði Fresh Fields í miðborg
Washington geta ekki annað en brosað um leið
og þeir smakka ljúffengt kjötið, en lambakjöts-
kynning í yfir 30 verslunum Whole Foods og
Fresh Fields er hluti af víðtækri Íslandskynn-
ingu sem þessa dagana stendur yfir í höfuðborg
Bandaríkjanna.
Það er meira en íslenskur matur í boði. Fatn-
aður, fyrirlestrar, tónlist og listasýningar frá
Íslandi eru meðal þess sem höfuðborgarbúum
gefst kostur á að njóta á næstu vikum.
Sýning Listasafns Íslands í hinu virta Corcr-
ansafni, sem Guðni Ágútsson landbúnaðarráð-
herra opnaði með viðhöfn 10. október, stendur
yfir til og með 26. nóvember.
Tríó Björns Thoroddsen heldur svo tónleika í
safninu, sem er í hjarta borgarinnar, annað
kvöld. Helgina þar á undan tróðu hljómsveit-
irnar Ensím og Úlpa upp í Baltimore og Wash-
ington við góðar undirtektir. Auk þess eru tvær
ljósmyndasýningar í boði. Íslandsmyndir Ara
Magg hanga á veggjum Ozon Studio í Wash-
ingtonborg út mánuðinn og 25. október verður
opnuð sýning á verkum hins landskunna lands-
lagsljósmyndara Páls Stefánssonar í Meridian
International Center.
Aldrei hafa jafnmörg fyrirtæki í landbúnað-
argeiranum áður sýnt saman í útlöndum, en
alls munu 17 íslensk fyrirtæki taka þátt í
EXPO matvælasýningunni sem verður í Wash-
ington Convention Center um helgina. Að sögn
Baldvins Jónssonar, framkvæmdastjóra
Áforms, sem unnið hefur að markaðssetningu
íslenskrar landbúnaðarframleiðslu, mun þetta
vera umfangsmesta íslenska landbúnaðar-
kynningin á erlendri grundu en fyrirtækin
spanna víðan völl, allt frá fjölbreyttri matvæla-
framleiðslu yfir í fatnað, hönnun og snyrti- og
heilsuvörur.
Langtímaverkefni
landbúnaðarins
Þetta er þriðja árið sem Fresh Fields-versl-
unarkeðjan býður upp á íslenskt lambakjöt á
haustdögum og undirtektir hafa verið góðar og
vaxandi. Því var talið tímabært að hefja fimm
ára áætlun með það markmið að koma íslensku
lambakjöti inn á bandarískan markað til fram-
búðar. Baldvin bendir á að kjötkaupmennirnir
þekki orðið kjötið, gæði þess og séríslenska
framleiðsluhætti.
Þeir hafi til að mynda gert úttekt á slátur-
húsum á Íslandi og hópur þeirra hafi farið í
göngur og réttir sl.
haust.
Íslenskt lambakjöt verður í fyrsta sinn á
matseðli bandarísks veitingahúss, en veitinga-
staðurinn La Fourchette, sem er í þeim borg-
arhluta sem kenndur er við Adam Morgan með
ótal veitingastöðum og líflegu næturlífi, býður
upp á það næstu mánuði. Af þessu tilefni var
Siggi Hall fenginn til að sýna listir sínar og
gestir lofuðu lambakjöt með bláberjasósu sem
hann framreiddi af mikilli list fyrr í vikunni.
Kynningin nær einnig til Boston, Baltimore,
New York og New Jersey, en er langumfangs-
mest í Washington að þessu sinni. Auglýsingar
hafa birst í helstu dagblöðum og tímaritum
ásamt umfjöllunum og hinn vinsæli útvarps-
maður Mark Kessler hefur fjallað ýtarlega um
Ísland og íslenska framleiðslu í þáttum sínum.
Samstarf margra
Árangurinn verður síðan metinn og þráður-
inn mun væntanlega verða tekinn upp næsta
haust og þá verður aðaláherslan lögð á Boston.
Íslandskynningin er samstarfsverkefni ríkis-
stjórnarinnar og einkaaðila og má segja að hún
sé nokkurs konar framhald á störfum landa-
fundanefndar (sjá nánar icelandnaturally.com).
Baldvin telur það einkar ánægjulegt hversu
margir aðilar leggi hönd á plóg og að mjög gott
samstarf hafi átt sér stað til að gera hlut Ís-
lands sem veglegastan.
EXPO-matvælasýningin er fyrst og fremst
ætluð fagmönnum, en reiknað er með að um
15.000 gestir skoði það sem sýnendur hafa fram
að færa, þó svo að atburðir liðins mánaðar
kunni að setja eitthvað strik í reikninginn. Í
dag, 12. október, flytur Jón Baldvin Hannibals-
son sendiherra erindi um vistvænt Ísland og
sjálfbæra framleiðsluhætti og Magnús Steph-
ensen frá Flugleiðum ræðir um íslenska vist-
væna ferðaþjónustu. Að því loknu sitja þeir,
ásamt Guðna Ágústssyni landbúnaðarráð-
herra, fyrir svörum.
Föstudagurinn er aðaldagur Íslendinga, því
um kvöldið verður tískusýning á íslenskri
hönnun og framleiðslu í Renaissance Hotel, þar
sem reikna má með að fatnaður unninn úr fiski-
roði veki sérstaka athygli.
Aukið vöruúrval
Næst á dagskrá er svo að auka vöruúrvalið í
bandarískum verslunum. Fram að þessu eru
það fyrst og fremst lambakjöt, lax og íslenskt
vatn sem verið hafa á boðstólnum, en nú stend-
ur til að bjóða upp á osta og fyrir valinu hafa
orðið Gull, Dímon og íslenski fetaosturinn.
Baldvin leggur áherslu á að þetta sé langtíma-
verkefni sem krefjist þolinmæði, best sé að
byrja smátt og smám saman auka framboðið í
ljósi þess hvaða tegundir og hversu mikið magn
verslanir séu tilbúnar að taka inn af vörum.
Umfangsmikil dagskrá á Íslandsdögum í Washingtonborg og kynning í yfir 30 verslunum
Kynningin hjá Fresh Fields. Frá vinstri: Hilmar Jónsson matreiðslumeistari, sendiherra-
hjónin Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndís Schram og Theo Weening, innkaupastjóri
Fresh Fields, sem heldur á ungri dóttur sinni.
Útvarpsmaðurinn Mark Kessler hefur fjallað mikið um Íslandskynninguna. Heppinn þátt-
takandi fær að fara í ævintýraferð með honum til Íslands í vor. Hér ræðir hann við Sigga
Hall sem er að kynna íslenskan lax og íslenskt lambakjöt.
Íslenskt lamba-
kjöt á disk Banda-
ríkjamanna
Washington. Morgunblaðið.