Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 39 oroblu@sokkar.is www.sokkar.is skrefi framar DOLCE VITA Saumlaus undirföt Algjör þægindi ALLT frá tímum de Dudevant baronessu (hjákonu Chopins um 1840), sem sögð er að hafi verið fyrsta konan til að ganga í karlmanns- buxum og reykja opin- berlega, hafa reykingar kvenna verið samtvinn- aðar ímynd frelsis, tísku og aðdráttarafls. Um aldamótin 1900 reyktu fáar konur. Í dag reykja álíka margar konur og karlar. Ástæður þess að við byrjum að reykja eru ýmsar, t.d. léleg sjálfs- mynd, þrýstingur fé- laga, reykingar foreldra og nikótín- fíkn. Flestar konur byrja að reykja fyrir 18 ára aldur og sumar jafnvel 12 til 14 ára gamlar. Á þeim aldri göngum við í gegnum kröftugar breytingar á þroska. Það má líkja sambandi ung- lings og sígarettu saman við samband pars sem byrjar mjög ungt saman. Þau verða fullorðin saman. Munurinn á kærastanum og sígarettunni er þó sá að kærastinn er ekki vanabindandi og stundum þroskast þau frá hvort öðru. Sígarettan nær hinsvegar tök- um á manni og getur tekið á að segja henni upp. Hvers vegna að hætta? „Ég þekki áttræða konu sem reyk- ir og það amar ekkert að henni.“ Allar þekkjum við frasa í þessum dúr. Hverju þeir skila okkur er óljóst, en með þeim er mikilvægri ákvörðun slegið á frest. Reykingar leiða til sömu sjúkdóma hjá konum og körlum. Þeir algeng- ustu eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungnakrabbamein, lungnaþemba og lang- vinn berkjubólga, en konur þola reykingar verr. Þær fá frekar kransæðastíflu. Einnig lungnaþembu og lang- vinna berkjubólgu og deyja líka frekar af þeim orsökum en karl- ar. Algengt er að konur eignist börn milli þrí- tugs og fertugs. Það er ýmislegt sem veldur því. Við erum að klára nám, við viljum vera búnar að koma okkur fyrir o.fl. Ef við byrjuð- um að reykja á unglingsaldri getum við verið búnar að reykja lengi þegar að börnin eru ennþá lítil. Við erum mögulega komnar með reykinga- tengda sjúkdóma, sem til skamms tíma voru sjúkdómar eldri karla. Reykingar draga úr frjósemi kvenna, sú skerta frjósemi getur bor- ist í barnið með reykingum á með- göngu og haft áhrif á frjósemi þess áratugum seinna. Ýmislegt fleira má nefna sem snýr að skaðsemi tóbaks fyrir okkur kon- ur, eins og lélegri gróningu eftir fegr- unaraðgerðir, öldrunareinkenni húð- ar koma fyrr fram, tíðahvörf verða fyrr, sem og úrkölkun beina. Að hætta að reykja Stuðningur skiptir miklu máli, láttu því fjölskyldu og vini vita af ákvörðun þinni. Undirbúðu þig vel áður en þú hættir, það borgar sig. Skrifaðu niður kosti og ókosti reykinga, kosti og ókosti þess að hætta að reykja. Þér mun reynast auðveldara að hætta ef þú veist af hverju þú reykir. Fáðu þér lesefni, skráðu þig á námskeið, farðu yfir fallgildrur og vertu með lausnir á hverri og einni. Æfðu þig. Algengar fallgildrur eru þyngdaraukning, reykingar annarra, áfengi og andleg vanlíðan. Samhliða því að hætta að reykja er gott að auka hreyfingu, neyslu á grænmeti og ávöxtum og drekka vel af vatni. Notaðu slökun. Betra er að hætta að reykja í fyrri- hluta tíðahrings. Lyf til að hætta að reykja eru góð og gild. Þau ein og sér duga hins vegar ekki. Hættu fyrir þig sjálfa. Vertu trú ákvörðun þinni og bjartsýn á getu þína til að vera reyk- laus það sem eftir er. Lífshættuleg hugmynd? „Það hlýtur að vera í lagi að fá sér eina. Mér hefur gengið svo vel í 6 vik- ur. Hanna vinkona á ekki í vandræð- um með það. Hún reykir bara þegar hún fær sér í glas.“ Er líf að loknu þessu? Vitnisburður fyrrum reykingakvenna vísar til þess að líf þeirra sé gott. Hvernig væri gefa nýju lífi tækifæri? Er líf að loknu þessu? Rósa Jónsdóttir Krabbamein Ástæður þess að við byrjum að reykja eru ýmsar, segir Rósa Jóns- dóttir, t.d. léleg sjálfs- mynd, þrýstingur fé- laga, reykingar foreldra og nikótínfíkn. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á lungnadeild Vífilsstaða. DAGANA 12.–14. október heldur Sam- fylkingin í Hafnarfirði skoðanakönnun á með- al félagsmanna sinna í tengslum við val á lista sinn fyrir næstu bæj- arstjórnarkosningar. Samfylkingin í Hafnar- firði tók snemma vors ákvörðun um fram- boðsleiðina og hefur verið unnið að því inn- an félagsins í nokkra mánuði að undirbúa skoðanakönnunina. Þann 31. október nk. stefnir flokksfélagið að því að leggja fram listann til samþykktar á fé- lagsfundi, mjög líklega fyrst flokks- félaga á landinu. Samfylkingin í Hafnarfirði er stórt félag á landsmælikvarða, en í því eru vel á annað þúsund félagar. Hópar jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks hafa alla tíð verið stórir í Hafnarfirði. Innan stjórn- málaflokkanna á landsvísu er m.a. litið til Samfylkingar- innar í Hafnarfirði, þegar rætt er um öfl- ugt og kröftugt flokks- starf, enda hefur mark- visst innra starf átt sér stað allt frá stofnun þess. Tekist hefur inn- an Samfylkingarinnar að byggja upp öflugan og sífellt stækkandi hóp af fólki sem tilbúið er að vinna í samvinnu við bæjarbúa að betri lífsskilyrðum og betra samfélagi. Tuttugu frambjóð- endur bjóða sig fram í skoðanakönnunina og er þar allt úr- valsfólk á ferð. Nú er það flokks- félaganna að setja traust sitt á þá einstaklinga sem þeir telja og vilja sjá í sex efstu sætum framboðslist- ans. Flokksfélagar hafa þannig mikla möguleika á að hafa áhrif með því að mæta og tjá vilja sinn í skoð- anakönnuninni. Það er trú mín að þeir dagar sem nú fara í hönd muni skipta miklu máli er kemur að hinum eiginlegu kosningum í vor. Ef litið er yfir hóp hinna 20 frambjóðenda, þá dylst engum að Samfylkingin í Hafnar- firði mun bjóða fram sigurstrang- legan framboðslista að vori kom- andi. Fólk sem tilbúið er halda á lofti þeim grundvallarsjónarmiðum sem jafnaðar- og félagshyggjuflokkar boða. Samstæðan hóp fólks sem tilbúið er í markvissa skipulagða vinnu með öllum bæjarbúum í Hafn- arfirði. Skoðanakönnun hjá Sam- fylkingunni Gunnar Svavarsson Höfundur er formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Samfylkingin Nú er það flokksfélag- anna að setja traust sitt á þá einstaklinga, segir Gunnar Svavarsson, sem þeir telja og vilja sjá í sex efstu sætum framboðslistans. mbl.isFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.