Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ Íslendingar höfum það fyrir satt að landið okkar hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru þegar Ingólfur nam staðar á Arnarhóli. Síðan eru liðin meira en þúsund ár og við vitum ekki hvenær eða hvernig forfeður okkar klár- uðu viðinn og tæpast er hægt að áfellast þá því þeir hafa eflaust haldið að gróðurinn yxi upp á nýtt. Enda hefði það sáralitlu máli skipt þótt allt hefði verið viði vaxið hér í byrjun síðustu aldar, við stæðum eftir sem áður á berangri. Það er nefnilega næsta víst að við sem þurrausum alla brunna, við sem höfum landið að láni þessa dagana, hefðum klárað hverju ein- ustu hríslu sjálf – og verið snögg að því. Fagur fiskur í sjó Árið 1970, einni öld eftir að Norðmenn fóru fyrst að veiða síld í íslenskum fjörðum, neyddumst við Íslendingar til að banna síldveiðar algjörlega. Þetta bann er sögulega merkilegt vegna þess að það voru fiskifræðingar, sjómenn og útvegs- menn sem stóðu fyrir því. Lands- feður sem héldu enn dauðahaldi í trúna á endurholdgun síldarinnar höfðu dregið það von úr viti að gera ráðstafanir til að vernda síld- arstofninn en þegar sjómenn og út- vegsmenn samþykktu tillögu Jak- obs Jakobssonar fískifræðings um algjört veiðibann urðu stjórnvöld að fylgja í kjölfarið. Eftir tæknibyltinguna í síldveið- um í kringum 1960 sem samanstóð af stærri skipum, dýpri nótum, bergmálstækni og kraftblökk tók það okkur um það bil tíu ár að moka upp norsk-íslensku síldinni kringum landið og elta hana svo á heimsenda. Eftir það úthald var skarðið í árgöngunum orðið svo stórt að síðan höfum við ekki getað veitt síld að neinu ráði. Áratug eftir að við bönnuðum síldveiðar vöknuðum við aftur upp við vondan veiðidraum. Þá höfðum við gengið svo nærri þorskinum sem hafði haldið í okkur lífinu í margar aldir að ekki var um annað að ræða en að setja kvóta á veið- arnar. Þrátt fyrir að sú ákvörðun virtist boða nýja skynsemistíma og vandaðri umgengni við fiskinn í sjónum fauk verulega í okkur Ís- lendinga þegar alþjóðahvalveiði- ráðið fór að skipta sér af og bann- aði hvalveiðar í atvinnuskyni til að vernda stofna í útrým- ingarhættu. Við létum samt undan þrýstingi og hættum að veiða hval árið 1989 en við höfum ekki jafnað okkur enn. Við eigum okkur nefnilega háleitan draum um tvöfalda smugu. Í öðru hólfinu ætlum við að skjóta hval meðan við sýnum hval í útrýmingar- hættu í hinu hólfinu. Á sama tíma og við lentum í þessum fisk- veiðihremmingum, ef hremmingar skyldi kalla, höfðum við í græðgi okkar sankað saman svo miklum búpen- ingi á landi að við gátum með engu móti torgað öllum þeim landbún- aðarafurðum sem við framleiddum. Þessi fénaður var á góðri leið með að éta okkur útá efnahagslegan gaddinn á meðan við horfðum að- gerðarlaus á hann naga upp síð- ustu stráin á Íslandi. Beggja skauta byr Ekkert eitt kvikindi hefur haft eins mikil áhrif á þróun nokkurs þjóðfélags og síldin á Ísland og Ís- lendinga. Meiri hluta síðustu aldar, þegar mannlíf og þjóðfélagsgerð var að mótast í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, horfðum við á síldina með sömu silfurglýju og sést blika í augum okkar núna í hvert sinn sem ný virkjun og nýtt álver bætast í flotann. Uppúr 1880, eftir nokkurra ára góssentíð á Austfjörðum og í Eyja- firði, gáfust Norðmenn upp á vá- lyndum veðrum við Íslandsstrend- ur og hættu síldveiðum. Það má leiða að því getum að þetta hafi aukið enn á vonleysi Íslendinga og þar með haft einhver áhrif á flótta okkar fólks til vesturheims. Síðan fréttum við af íshúsum frá Íslend- ingum í Kanada og það breytti hér öllum atvinnuháttum. Við fórum að veiða síld í beitu fyrir þorsk og það urðu stórkostlegar framfarir í sjáv- arútvegi og þannig hefur síldin sennilega líka stöðvað landflóttann. Og síldin átti þátt í flestum öðrum breytingum sem urðu á lífinu í landinu. Hún leysti almúgann end- anlega úr ánauð bændastéttarinn- ar og spilaði stóra rullu þegar fólk flykktist úr sveitinni og settist að við sjávarsíðuna. Og það var síldin, ekki sauðkindin, sem gerði okkur Íslendinga að sjálfstæðu fólki. Síldin var okkar helsti bjarg- vættur á þeim árum sem lýðræði og sjálfstætt efnahagslíf var að skjóta hér rótum. Það voru vinnu- brögð okkar í síldarsukkinu sem urðu til þess að ríkið fór að skipta sér með beinum hætti af atvinnu- málum á Íslandi. Og þótt ótrúlegt sé hefur búseta landsmanna þegar síldveiðar og vinnsla var í hámarki ennþá áhrif á líf okkar íslendinga rúmum fjörutíu árum síðar, því kjördæmaskiptingin sem við búum við nú var ákveðin þá. Síldin er að vísu farin og mikið af fólkinu löngu flutt burt úr síldarplássunum en kjördæmaskiptingin blífur – örlítið teygð og örlítið toguð. Og við höld- um áfram að súpa súrsætt seyðið af síldargróðanum, enn um sinn. Á Dalvík og Dagverðareyri Þegar síldarstofninn hrundi, fljótlega eftir að núverandi kjör- dæmaskipting var tekin í gagnið, tóku þingmenn að sér hlutverk bjargvættarinnar. Síðan hafa þeir, einkum landsbyggðarþingmenn, unnið hörðum höndum að endur- reisn ævintýraheimsins horfna. En það er langt frá því að þetta sé samtaka hópur skynsemismanna einhuga um uppbyggingu lands- byggðarinnar, enda skiptast þeir í fyrsta lagi í kjördæmi og í öðru lagi í flokka. Þeir eru brellnir eins og síldin og hver og einn sér glampandi álver og virkjun í fjarska – ef ekki í sínum firði eða sinni sveit – þá altént í kjördæm- inu. Óstöðugleiki síldarfyllirísins loð- ir enn við okkur Íslendinga eins og inngróin tánögl og þess vegna göngum við hölt. Við skiljum ekki orðalagið varanleg verðmæti. Kæruleysisleg umgengni við nátt- úruna og auðlindir hennar, og sóun þeirra fjármuna sem við öflum með þeim vafasama hætti, fylgir okkur enn eins og draugur eða skuggi. Við tökum alltaf meira en við þurf- um og þegar við höfum þurrausið brunninn gröfum við annan og stærri og þurrausum hann. Fyrst var það landið og gróðurinn, síðan sjórinn og fiskurinn, og núna árn- ar, vötnin og loftið sem við öndum að okkur. Þeir sem lifa eingöngu á rányrkju dæma sig sjálfir til dauða. Enn mun þó reimt á Kili Linda Vilhjálmsdóttir Náttúrugjafir Kæruleysisleg um- gengni við náttúruna og auðlindir hennar, segir Linda Vilhjálmsdóttir, og sóun þeirra fjármuna sem við öflum með þeim vafasama hætti, fylgir okkur eins og draugur eða skuggi. Höfundur er skáldkona og sjúkraliði. GIGTARFÉLAG Ís- lands er 25 ára. Félagið var stofnað 9. október 1976, en félagið er ungt miðað við systurfélög á Norðurlöndunum sem fagna sum nú 50 ára af- mæli og önnur hafa fagnað 60 ára starfi. Fé- lagið er landssamtök gigtarfólks og félagar eru í dag ríflega 4.700 talsins. Sögu félagsins má til einföldunar skipta í þrjú tímabil. Það fyrsta frá stofnun stendur til ársins 1984 og einkenn- ist af stuðningi við stofnanir þar sem greining gigtarsjúkdóma átti sér stað, s.s. tækjakaup o.fl. en 1984 hef- ur félagið rekstur á gigtlækningastöð í Ármúla 5 í Reykjavík vegna skorts á meðferðarúrræðum fyrir fólk með gigtarsúkdóma. Þriðja tímabilið tek- ur svo við í kjölfar Norræna gigtar- ársins 1992, þá er starfið útvíkkað og meiri áhersla lögð á rannsóknir, al- menn fræðslu um gigtarsjúkdóma og aðrar forvarnir. Gigtarsjúkdómar eru langvinnir og raunar geipiþungt viðhengi við þá einstaklinga sem eiga við þá að stríða. Sjúkdómarnir leiða allt of oft til lækn- isfræðilegrar örorku og félagslegrar einangrunar. Fyrir þetta fólk skiptir heilsugæsla og heilbrigðiskerfið í heild miklu máli en u.þ.b. fimmtungur öryrkja í landinu er í þeim sporum af völdum gigtarsjúkdóma. Á seinni árum hafa menn gert sér æ betri grein fyrir því hversu vel þeim fjármunum er varið sem í gigt- arforvarnir fara. Að vísu væri það einföldun á gigtarvandanum að halda því fram að forvarnir kæmu í veg fyr- ir gigtarsjúkdóma, þar sem oftast er um ættlæga sjúkdóma að ræða og því erfitt að koma í veg fyrir þá sem slíka, og þó. Framtíðin gefur fólki vonir, ný lyf hafa verið að koma á markað og gífurleg gróska er í rannsóknum, m.a. hér á landi. Fyrr eða síðar munu þessar rannsóknir skila bættri með- ferð við sjúkdómunum og koma í veg fyrir þær skelfilegu afleiðingar sem þeir oft hafa. Ætla má að samfélagslegur kostn- aður á Íslandi vegna gigtarsjúkdóma sé 14 milljarðar á ári, en fari vel yfir 20 milljarða þegar annar stoðkerfis- vandi er tekinn inn í myndina. Út- gjöld hins opinbera til málaflokksins eru mikil, en þess má geta að í nýlegri rannsókn á útgjöldum Svía til mála- flokksins kom í ljós að þau nema 22% af heildarútgjöldum þeirra til allra sjúkdómaflokka, þá 16% vegna geð- sjúkdóma, 12% vegna hjarta- og æða- sjúkdóma, en aðrir sjúkdómar vega til samans um 50%. Forgangsröðun málaflokksins í heil- brigðiskerfinu skiptir því verulegu máli, en því miður hefur sjúk- dómaflokkurinn verið vanmetinn í gegnum tíðina. Ekki er í því dæmi bata að sjá, t.d. í nýsamþykktri heil- brigðisáætlun sem tek- ur til þessa áratugs. Að vísu er minnst á gigtar- júkdóma í 8. markmið- inu ásamt fleiri sjúk- dómum og það markmið að draga úr áhrifum þeirra um þriðjung. Markmiðið er gott og gilt en á hinn bóginn er vandinn slíkur í ljósi umfangs og þarfar að hann á skilið forgangsverkefni í áætlun sem þess- ari. Það að auka heilbrigði og lífsgæði ríflega 60.000 Íslendinga er verðugt verkefni. Endurskoða þarf „Lands- áætlun um gigtarvarnir“ sem er frá árinu 1995 og tengja þá endurskoðun markmiðum núgildandi heilbrigð- isáætlunar sem að málinu kunna að koma, s.s. aðgengi að sérfræðiþjón- ustu, auknum rannsóknum, fræðslu, ofl. Átak í þessum málaflokki væri í takt við þá staðreynd að áratugurinn 2000–2010 er skilgreindur á alþjóða vísu sem áratugur beina og liða í verkefni sem alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) styður og Sameinuðu þjóðirnar hafa gert að sínu. Þegar litið er til baka er ljóst að baráttan við gigtarsjúkdómana hefur skilað miklu, en eins er ljóst, ef skyn- samlega er á málum haldið, að fram- tíðin felur ekki í sér lakari fyrirheit. Efla verður rannsóknir enn frekar, koma þarf þekkingunni til skila og í framkvæmd hvort tveggja í meðferð og þjónustu innan heilbrigðiskerfis- ins sem og til fólksins sem við sjúk- dómana á að stríða. Betur má ..., eins og þar stendur. Gigtarvarnir eru fjárfesting Emil Thoroddsen Höfundur er framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands. Gigt Á seinni árum hafa menn gert sér æ betri grein fyrir því, segir Emil Thóroddsen, hversu vel þeim fjár- munum er varið sem í gigtarforvarnir fara. SAMFELLUHUGTAKIÐ (The Continuum Concept) heitir bók eftir konu að nafni Jean Liedloff sem bjó meðal frumstæðra indíána í frumskógi í Suður-Ameríku í rúm tvö ár. Kynnin af þeim veittu henni nýja sýn á mannlegt eðli og tengsl ungbarns við foreldra sína. Bókin hefur breytt viðhorfi margra til þess hvers ung börn þarfnast helst af foreldrum sínum. Samkvæmt bókinni er hið eðlilega það að þeir beri barnið í burðarlinda við brjóst eða bak. Í norska vikublaðinu Allers 5/11/ 96 segir frá ungum hjónum, Tonje Gotschalksen og Neil Howard, sem hafa valið ofannefnda leið í umönn- un ársgamals sonar síns, Robins. Allan sólarhringinn fyrstu mánuði ævinnar bjó hann, svaf og nærðist á líkama móður sinnar, bundinn með burðarlinda við brjóst hennar og saug þegar hann vildi. Tonje Gotskalksen hafði aldrei litist á það hlutskipti nýfædds barns að þurfa að hverfa úr hlýjum líkama móður sinnar og vera ætlað að liggja eitt og yfirgefið fjærri því sem það þekkti og treysti. Komin þrjá mánuði á leið var Tonje bent á bók Jean Lied-loff og í henni fann hún svar við því hvernig hún vildi annast sitt barn. Eiginmaðurinn var sama sinnis. Barnarúm er ekki til á heimili Tonje og Neils. Robin sefur á milli þeirra í hjónarúminu og þau skiptast á um að svæfa hann. Móð- irin er heima á daginn og Robin leikur sér að gullunum sínum á gólfinu hjá henni. Hún svæfir hann líka þegar hann fær sér blund að degi til. Afinn og amman gáfu þeim kerruvagn þegar Robin var níu mánaða en Robin notar hann ekki, hann hangir í sínum poka á mömmu sinni og hún notar kerr- una fyrir burðarpoka í búðarferðum. Afinn og amman nota kerruna undir barnið því þau hafa eðlilega ekki sama „burðarþrek“ og foreldrarnir. Neil segir að á fyrsta æviárinu hafi þau aðeins átt þrjár andvökunætur „Ég hef stutt konu mína eftir megni og notið nándar og samveru við Robin. Þegar ég heyri barnsgrát úr vagni þá finnst mér það óeðli- legt ef foreldrarnir taka barnið ekki upp og hugga það.“ Honum hefur aldr- ei fundist Robin vilja stjórna eða vera ofdekraður, heldur hafi sér fundist eðlilegt að snúist væri kringum barnið á fyrsta æviskeið- inu. Neil segir móður og barn aldr- ei hafa ýtt sér til hliðar, hann taki virkan þátt í hinu nána samlífi. Við vonum að börn fái að vera meira með fullorðnum en þau eru nú. Við ýtum börnunum frá okkur og sýnum þeim fjand- skap þegar við bælum eðlishvöt okkar og þvingum þau til óeðli- legs aðskilnaðar við okkur. Við tókum Robin með hvert sem við fórum, í vina- og fjöl- skylduboð, segir Neil. Þegar Tonje var boð- ið eitthvað þá mætt- um við öll þrjú og það kom fólki óneitan- lega spánskt fyrir sjónir. „Aumingja barnið!“ hefur oft mátt lesa úr andliti þess. Margir halda að barn þurfi öllum stundum að hafa ró í kringum sig. En sé barn í lík- amlegri snertingu við foreldrana og finni til öryggis sofnar það hvar sem er og hvenær sem er, eins og þegar ég dansaði til klukkan hálf- þrjú um nótt með Robin í burð- arlinda framan á mér. Hann svaf eins og steinn. Líkamssnerting allan sólarhringinn Rannveig Tryggvadóttir Barnauppeldi Sé barn í líkamlegri snertingu við foreldrana og finni til öryggis, segir Rannveig Tryggvadótt- ir, sofnar það hvar sem er og hvenær sem er. Höfundur er þýðandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.