Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTIR 14 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fíkniefnameðferð í fangelsum var meðal dagskrárliða á árlegri ráðstefnu SÁÁ sem nýverið var haldin á Hótel Loftleiðum. Þetta var sjötta árið í röð sem SÁÁ-ráðstefn- an er haldin og meðal þátttakenda var Knud Christensen, sem er m.a. yfirlæknir hjá danska dómsmálaráðu- neytinu. Hann annast fíkniefnameðferð fanga í Kaupmanna- hafnarfangelsunum tveimur, Vestre-fang- elsinu og Blegdams- vejens-fangelsinu. 530 fangar eru í fangelsun- um, langflestir í Vestre, og bíða réttar- halda í málum sínum. Til samanburðar má nefna að alls eru 3.700 fangapláss í landinu. Christensen segir aðspurður um fíkni- efnanotkun danskra fanga að mest sé um heróín, ólíkt því sem gerist hérlendis þar sem heróínneysla er mjög lítil, utan veggja fangelsa sem innan. „Meira en helmingur fang- anna í Kaupmannahafnarfangelsun- um eru fíkniefnaneytendur,“ segir Christensen. „Dag hvern fá 80–100 fangar meþadón í meðferðarskyni við heróínneyslu. Þessir fangar munu fá áframhaldandi meðferð eft- ir að þeim hefur verið sleppt.“ Ekki slæmir einstaklingar Hann segir einnig mikilvægt að líta ekki á fíkniefnaneytendur sem slæma einstaklinga. „Við verðum að horfast í augu við að hér er um að ræða sjúkdóm sem erfitt er að með- höndla og það verður að breyta svo miklu hjá sjúklingnum svo að ár- angur náist. Ég held því fram í Dan- mörku að það sé jafnerfitt að með- höndla fíkniefnaneytendur og krabbameinssjúklinga. Það eru svo margir krabbameinssjúklingar sem ekki er hægt að lækna. Það er að- eins unnt að lina þjáningar þeirra og því er svipað farið með þá sem sem misnotað hafa fíkniefni. Við misnotkun fíkniefna eiga sér stað líffræðilegar breytingar í heila, þ.e. heilaskemmdir.“ Christensen segir í framhaldinu að erfitt sé að mæta viðhorfi margra fangavarða í Danmörku, sem telja fanga í fíkniefnaneyslu slæmt fólk, óstýriláta stráka og stelpur. „Í raun er lítill munur á fíkniefnaneytendum innan fangelsis og utan þess. Fang- ar eru aðeins venjulegir borgarar, sem sviptir hafa verið frelsi sínu svo og svo lengi samkvæmt dómsorði. Að sjálfsögðu hafa þeir framið af- brot og eiga við hegðunarvandamál að stríða en varðandi fíkniefnamis- notkunina, þá eru fangar í neyslu eins og aðrir fíkniefnaneytendur á götunni,“ segir hann og bætir við að í Danmörku hafi nær allir þeir sem misnotað hafa fíkniefni farið í fang- elsi einu sinni eða tvisvar. „Fjárþörf þeirra er svo mikil að þeir fara út í afbrot, jafnvel þeir sem hafa engan afbrotabakgrunn, þ.e. hafa ekki átt foreldra í afbrotum.“ Smyglað inn með gestum og föngunum sjálfum En hvernig er unnt að halda áfram að neyta fíkniefna þegar búið er að stinga manni í fangelsi? Cristensen segir fíkniefnum smyglað inn með gestum til fang- anna og bætir við að ekki sé venjan að standa yfir föngum og gestum þeirra á heimsóknartíma. Fanga- verðir fari ennfremur ekki í alvar- legar aðgerðir nema þeir hafi grun um að smygl eigi sér stað. „Það væri vissulega hægt að hreinsa fangelsin af fíkniefnum með því að láta heimsóknir fara fram í her- bergjum með gluggum, hljóðnem- um, hátölurum og án allrs líkamlegs samneytis fanga og gesta þeirra,“ segir hann. „Slíkt er ekki mann- úðlegt. Fíknefnum er líka smyglað inn í fangelsin með föngum sem mega fara heim í helgarleyfi. Það þarf þó alls ekki að vera að fangar sem smygla séu sjálfir í neyslu, heldur eru þeir ýmist notaðir sem burðardýr af öðrum föngum, eða standa í smygli í ágóðaskyni. Stund- um óttast fangar afleiðingarnar af því að koma tómhentir til baka og stundum koma þeir alls ekki af ótta við að verða teknir í gegn af ráðandi samföngum sínum. Þeir óttast ekki aðeins misþyrmingar á sjálfum sér, heldur einnig að fjölskyldum sínum verði misþyrmt.“ Christensen segist ekki vera sam- mála viðhorfi yfirvalda í heimalandi sínu til fíkniefnavandans sem hann segir mótast af nokkurskonar hreinsunarstefnu. „Ég er þeirrar skoðunar að meginmarkmiðið með fíkniefnameðferð sé að bæta lífs- gæði sjúklingsins. Ef það er hægt með því að beita lyfjameðferð ætti að fara þá leið. En ríkisstjórnin og flestir stjórnmálamenn, a.m.k. hægriþingmenn, vilja „hreinsa“ sjúklingana. Slík hreinsun ætti ekki að vera markmið meðferðar, heldur að bæta lífsgæðin.“ Fangelsisveggir hindra ekki fíkniefnaneyslu Sjúkdómur sem erfitt er að meðhöndla Morgunblaðið/Ásdís Knud Christensen. ÓLAFUR Jensson framkvæmda- stjóri var heiðraður á norrænum byggingadögum í Helsinki í Finn- landi á dögunum en hann er eini Norðurlandabúinn sem hefur mætt á allar ráðstefnur sem samtökin hafa haldið síðustu fjörutíu ár. Hann var kallaður upp og fékk bók að gjöf. „Þetta var mjög gaman og menn voru hissa á því að ég væri sá eini sem hefði mætt á allar þessar ráðstefnur,“ segir Ólafur. Hann fór fyrst á norræna bygg- ingadaga í Kaupmannahöfn árið 1961. Þá var hann að vinna hjá Byggingaþjónustu Arkitektafélags Íslands sem efndi til hópferðar og fór mjög stór hópur Íslendinga út það árið. Ólafur segir að nauðsyn- legt hafi verið að skipta hópnum niður á vélar Flugleiða og Loft- leiða, til að koma öllum til Dan- merkur. Ólafur segir að á ráðstefnum samtakanna sé fjallað um allt sem tengist húnsæðismálum, hvort sem um er að ræða íbúðahúsnæði, at- vinnuhúsnæði eða mannvirkjagerð. Hann segir að einn dagur ráðstefn- unnar fari í fyrirlestrahald, en síð- an séu vettvangsskoðanir þar sem mannvirki eru skoðuð, rætt við hönnuði, arkitekta og fjárfesta, sem og það fólk sem notar mann- virkið. Ólafur segir að frá árinu 1999 séu fundirnir haldnir árlega, áður var það á þriggja til fjögurra ára fresti. Ráðstefnan haldin á Íslandi 2005 Ólafur segir að norrænir bygg- ingadagar hafi margvíslega þýð- ingu. „Í fyrsta lagi kynnast menn innbyrðis og komast í nánari kynni og efla samstarf milli þjóðanna. Við erum m.a. með þessu að efla sam- tökin þannig að við getum aðstoðað aðrar þjóðir, t.d. við Eystrasaltið og í A-Evrópu,“ segir Ólafur. Hann segist fyrst og fremst hafa mætt af áhuga á ráðstefnur samtakanna öll þessi ár. Hann segist einnig alltaf hafa verið fulltrúi einhvers aðila í samtökunum. Nú situr Ólafur í stjórn norrænna byggingadaga á Íslandi, en ráðstefnan verður hald- in hér árið 2005. Ráðstefnan hefur tvisvar sinnum verið haldin hér á landi, árið 1968 og 1983, Ólafur tók þátt í að skipuleggja þær báðar og segir hann að í bæði skiptin hafi ráðstefnurnar verið þær fjölmenn- ustu sem haldnar höfðu verið hér á landi. Ólafur segist stefna að því að halda áfram að mæta á ráðstefnur samtakanna. Hann segir þó löng ferðalög vera erfið fyrir sig þar sem hann hefur verið öryrki síðast- liðinn áratug. „Svo fer maður að eldast,“ segir Ólafur. Ráðstefnan hefur verið haldin reglulega sleitu- laust frá árinu 1927 og segir hann þetta vera elstu samtökin sem hann veit um. Ólafur var kallaður upp á ráð- stefnunni og heiðraður, en hann hefur sótt Norræna bygginga- daga síðustu 40 ár, einn Norð- urlandabúa. Morgunblaðið/Sverrir Sérfræðingar kváðu vonlaust að rækta nokkuð þar sem Ólafur Jensson og María Guðmundsdóttir reistu sér sumarbústað á áttunda áratugnum. Ólafur Jensson í sælureit sínum við sumarbústaðinn Maríubúðir. Bú- staðurinn stendur alveg niðri í fjöru í Hvalfirðinum, gegn norðri, en vegna skjólsins af gróðrinum segir Ólafur að innan girðingar sinnar finni hann skjól fyrir vindi úr öllum áttum. Ólafur Jensson heiðraður á norrænum byggingadögum Mætti á allar ráðstefnur í 40 ár HEILDARVEIÐIN í Víðidalsá var aðeins 581 lax í sumar, sem er nokkuð lakara en í fyrra, en þá veiddust 642 laxar og þótti ekki merkilegur afli. Að sögn Ragnars Guðmundssonar á Bakka, for- manns Veiðifélags Víðidalsár, er þetta slakasta útkoma í ánni síðan 1994, en þá veiddust 580 laxar. Óvenjulítið var auk þess af mjög stórum fiski sem áin er fræg fyrir, löxum um og yfir 20 pund. Aðeins einn 20 punda lax veiddist og er það saga til næsta bæjar. Hins vegar var talsvert af 16 til 18 punda laxi sem endranær að sögn Ragnars. Nú í haust, er dregið var á til að ná klaklöxum, veiddust hins vegar tveir laxar vel yfir 20 pund, annar í Dalsárósi og hinn í Bug í Fitjá. Ragnar bætti við að silungsveiði í ánni væri í fjölda tal- ið nokkru lakari, en hins vegar væri meðalþungi sjóbleikju með besta móti. „Það var ekki eins mikið af sjógengnu geldbleikjunni og stundum áður, en það sem veiddist var þeim mun vænna, og nokkuð mikið af 4 til 6 punda bleikjum,“ bætti Ragnar við. Endaði líflega á Iðu Það var farið að veiðast nokkuð þokkalega á Iðu undir lok vertíð- arinnar, samhliða því að veiði glæddist í Stóru Laxá, að sögn Birgis Sumarliðasonar sem er öll- um hnútum kunnugur á svæðinu. Það komu nokkur prýðileg skot, t.d. veiddust tólf laxar á stuttum tíma í blálokin er veiðisvæðið náði að sjatna eftir vatnavexti. Var einn þeirra 22 pund og líklega stærsti laxinn af Iðusvæðinu á vertíðinni. Lakara í Víðidalsá Enn er veiddur sjóbirtingur í fáeinum ám og þeim síðustu verður lokað um 20. október. Hér er síðsumarsmynd af veiðimanni að kasta fyrir bleikju og sjóbirting í Brunná í Öxarfirði. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? BJÖRN Sigurbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu mál- efna fatlaðra, segir að verið sé að skoða hvaða leiðir séu færar varð- andi mál sonar Elsabetar Sigurðar- dóttur. Hann segist ekki geta svarað því hvenær niðurstaða liggi fyrir. Morgunblaðið tók viðtal við Elsa- betu sem birtist sl. sunnudag. Þar lýsti hún margra ára baráttu sinni við að fá þjónustu fyrir son sinn sem hefur átt við margvísleg félagsleg vandamál að stríða. Hann var á síð- asta ári úrskurðaður 75% öryrki. „Það var haldinn fundur á þriðju- dag með Félagsþjónustunni í Mið- garði í Grafarvogi og við erum að skoða ákveðnar leiðir sem ég get ekki tíundað á þessu stigi. Við ætlum að hittast aftur á föstudaginn og fara yfir stöðuna,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Verið að skoða mál drengsins Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.