Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 55 LANDSFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, VG, verð- ur haldinn í Rúgbrauðsgerðinni í Reykjavík dagana 19. til 21. október næstkomandi. Þetta er annar lands- fundur flokksins, sem stofnaður var í febrúar 1999. Búist er við um 200 fundarmönnum, sem er töluverð fjölgun frá síðasta landsfundi sem haldinn var á Akureyri fyrir réttum tveimur árum. Yfirskrift og meginstef þessa landsfundar er hugtakið „fjöl- breytni“ sem Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, sagði á blaða- mannafundi að vísaði til margs í senn; fjölbreytni í menningu og mannlífi, samfélagsgerðar og sam- starfs þjóða og fjölbreytni í atvinnu- lífi og öllu sem lyti að varðveislu náttúru og umhverfis. Gestur lands- fundarins verður Kristin Halvorsen, formaður Sósíalíska vinstriflokksins í Noregi, SV, sem átti góðu gengi að fagna í nýafstöðum kosningum. Meginstef landsfundarins myndar uppistöðuna í aðalstjórnmálaályktun fundarins og verður að auki umfjöll- unarefni í sérstakri dagskrá á fund- inum laugardaginn 20. október. Sá dagskrárliður nefnist „Byggjum framtíð á fjölbreytni“ og verður öll- um opinn. Á fundinum munu margir málefnahópar starfa en almennar stjórnmálaumræður verða að kvöldi fyrsta fundardags. Kosningar til trúnaðarstarfa innan flokksins eiga að fara fram á sunnudeginum en ekki er reiknað með öðru en að nú- verandi forystumenn haldi sínum stöðum. Mótframboð hafa í öllu falli ekki borist enn. Steingrímur sagði að fyrir lands- fundinum lægi afrakstur mikillar vinnu hjá málefnahópum flokksins, m.a. um sjávarútvegsmál, sjálfbæra þróun, alþjóðamál, kvenfrelsismál og sveitarstjórnamál, en þar verða áhersluatriði og stefnumið gefin út í sérstakri handbók. Hann sagði mikið og gott uppbyggingarstarf hafa átt sér stað hjá hreyfingunni að undan- förnu og nýjar flokksdeildir verið stofnaðar í mörgum sveitarfélögum. Aðspurður sagðist Steingrímur reikna með líflegum umræðum um ýmis mál, t.d. kvenfrelsismál, al- þjóðasamstarf og sveitarstjórnamál á landsfundinum, en kosningar eru þar framundan næsta vor. Búist er við umræðum um framboðsmál á þeim vettvangi en óljóst er um sam- starf við aðra flokka á sumum stöð- um, t.d. á Akureyri. „Við munum kynna niðurstöður málefnahópanna og drög að ályktun- um á vefsíðu okkar þegar nær dreg- ur landsfundinum en meðal þess sem hefur verið til umfjöllunar í alþjóða- málum er aukið og formlegt sam- starf okkar við vinstri flokka á Norð- urlöndum,“ sagði Steingrímur. Landsfundur vinstri grænna verður haldinn 19. til 21. október Áhersla lögð á fjölbreytni í menningu og mannlífi Morgunblaðið/Ásdís Kristín Halldórsdóttir, ritari VG, Steingrímur J. Sigfússon, formaður hreyfingarinnar, og Svanhildur Kaaber varaformaður kynntu lands- fundinn sem fram fer í Reykjavík 19. til 21. október. UNDANFARINN misseri hefur Íslensk erfðagreining ásamt lungnalæknunum Andrési Sigvalda- syni og Þórarni Gíslasyni á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi á Vífils- stöðum stundað viðamiklar rannsóknir á erfðum lungnateppu- sjúkdóma, sem eru lungnaþemba og langvinn berkjubólga. Tilgangur verkefnisins er að reyna að finna orsakir þessara sjúkdóma og leita leiða til lækninga og fyrirbyggjandi aðgerða. Rannsóknin hefur verið unnin með leyfi Persónuverndar og vísindasiðanefndar. „Lungnasjúkdómar þeir sem hér um ræðir eru meðal algengari dán- arorsaka í heiminum og má ætla að á Íslandi séu að minnsta kosti 10.000 manns með þessa sjúkdóma á mismunandi stigi. Tvö til fjögur þúsund þeirra leiti læknis árlega og tvö til fjögur hundruð liggi á sjúkrahúsi árlega vegna þeirra. Á Íslandi þurfa um 200 manns dag- lega súrefnismeðferð fyrst og fremst vegna langvinnra lungna- teppusjúkdóma. Þessir lungnasjúk- dómar eru algengastir meðal reyk- ingafólks en einnig eru aðrir áhættuþættir þekktir. Í vissum ætt- um eru hlutfallslega mjög margir með ofangreinda sjúkdóma. Til að gera aðstandendum rann- sóknarinnar mögulegt að meta nið- urstöðurnar og þar með auka möguleikana til að ná áðurnefndu markmiði er óskað eftir þátttöku einkennalausra reykingamanna og kvenna. Óskað er eftir þátttöku bæði karla og kvenna sem eru 60 ára eða eldri og hafa reykt sem svarar til 20 vindlinga á dag í a.m.k. 20 ár og eru án einkenna um lungnateppusjúkdóma,“ segir í fréttatilkynningu. Rannsóknin felst í því að viðkom- andi kemur í stutt viðtal hjá hjúkr- unarfræðingi og blóðsýnatöku. Þeir sem sjá sér fært að leggja þessari rannsókn lið eru vinsamlega beðnir að hafa samband við þjónustumið- stöð í Nóatúni í Reykjavík, þar sem nánari útskýring verður veitt. Stunda rannsóknir á erfð- um lungnateppusjúkdóma FYRIR skömmu barst Iðnskólanum í Hafnarfirði gjöf frá Merkúr hf. sem mun nýtast vel við kennslu í bygginga- og tréiðngreinum. Skól- anum var afhentur pakki af 11 steypumótaflekum frá PERL og fylgibúnaði ásamt nýjustu útgáfu af ELPOS-hugbúnaði til að skipu- leggja mótauppslátt og reikna út efnisþörf. Það voru þeir Þröstur Lýðsson forstjóri, Jóhann Ólafur Ársælsson framkvæmdastjóri og Vilhjálmur Baldursson þjón- ustustjóri, sem afhentu kennurum og skólameistara mótin. Iðnskólinn í Hafnarfirði býður upp á fjölbreytt nám. Nemandafjöldi hefur vaxið undanfarin misseri og stunda nú yf- ir 500 nemendur nám við skólann. Færa Iðn- skóla Hafn- arfjarðar gjöf EFTIR fyrri keppnisdag stóru al- þjóðlegu International-danskeppn- innar sem haldin er árlega í Brentwood í Bretlandi, stóðu þrjú ís- lensk danspör eftir í úrslitum. Það var atvinnumannadansparið okkar Adam Reeve og Karen Björk Björg- vinsdóttir sem náði 2. sætinu í Pro- fessional Rising Star, í suður-amer- ískum dönsum, Björn Ingi Pálsson og Ásta Magnúsdóttir, Kvistum, sem náði 3. sætinu í aldurshópum 10-11 ára, suður-amerískum dönsum og Jónatan Arnar Örlygsson og Hólm- fríður Björnsdóttir, Gulltoppi, sem náðu 4. sætinu í aldursflokknum 12- 13, í suður-amerískum dönsum. Ís- lendingar áttu 4 önnur pör í undan- úrslitum, þau Davíð Gill Jónsson og Helgu Björnsdóttur, Friðrik Árna- son og Söndru Júlíu Bernburg, Karl Bernburg og Helgu Soffíu Guðjóns- dóttur og Þorleif Einarsson og Ástu Bjarnadóttur, öll í suður-amerísku dönsunum. Á morgun verður keppt í sígildu dönsunum. Davíð Gill og Helga komust einnig í undan-úrslit í suður-amerísku dönsunum á Imper- ial-keppninni sem haldin var á sunnudag. Þrjú danspör í úrslitum á International í Bretlandi „Á HEIMASÍÐU ÍAV, iav.is, er í boði frí ráðgjöf arkitekts og nefnist þjónustan Hús og hönnun. Þar er hægt að senda inn fyrirspurnir um allt milli himins og jarðar sem snýr að húsum og hönnun. Það er Ólöf Örvarsdóttir arkitekt sem svarar fyrirspurnum. Hún er menntuð arki- tekt frá arkitektaskólanum í Osló og var einnig við nám á Ítalíu ásamt því að vinna á arkitektastofu þar. Hún hefur unnið við fjölbreytt hönnunar- störf á undanförnum árum og m.a. teiknað íbúðarhúsnæði, endurbætur á eldri húsum, unnið við innanhúss- hönnun, hannað húsgögn og innrétt- að heimili, veitingastað og hár- greiðslustofu. Allar spurningar og öll svör eru svo birt á iav.is og flokkuð niður í ákveðna flokka eins og eldhús, bað- herbergi, gluggar og gardínur, litir o.s.frv. Þannig geta þeir sem eru að breyta og bæta heima hjá sér fengið svör við þeim spurningum sem upp kunna að koma,“ segir í fréttatil- kynningu frá ÍAV. Frí ráðgjöf arkitekts FIMMTA málþing Rannsóknar- stofnunar Kennaraháskóla Íslands verður haldið 12. og 13. október nk. Föstudaginn 12. október kl. 16.15 verður þingið sett í sal Sjómanna- skóla Íslands. Þá heldur Jörgen Pind, prófessor við Háskóla Íslands, inngangsfyrirlestur sem hann nefn- ir: Lestur, mál og skynjun: Hverju breyta nýlegar heilarannsóknir fyrir kennara? Laugardaginn 13. október verða í boði málstofur í húsnæði Kennaraháskóla Íslands við Stakka- hlíð frá kl. 9 til 16.30. Skráning hefst kl. 8.30. Að þinginu standa Kenn- araháskóli Íslands, fulltrúi á vegum Evrópska tungumálaársins, Félag íslenskra leikskólakennara, Félag grunnskólakennara, Félag fram- haldsskólakennara, Félag tónlistar- skólakennara, Íþróttakennarafélag Íslands, Félag framhaldsskóla, Grunnur – samtök forstöðumanna skólaskrifstofa, menntamálaráðu- neytið, Fræðslumiðstöð Reykjavík- ur, Leikskólar Reykjavíkur, Þroska- þjálfafélag Íslands og Rannsóknar- stofnun KHÍ. Málþing um rannsóknir, nýbreytni og þróun „NÝ dögun, samtök um sorg og sorgarviðbrögð, stendur fyrir opnu húsi í kvöld, fimmtudag kl. 20-22 í Safnaðarheimili Háteigskirkju, 2. hæð (gengið er inn frá bílastæðunum við Sjómannaskólann). Áhersla er lögð á úrvinnslu sorgar í gegn um samtal og slökun. Allir syrgjendur eru velkomnir og engrar kunnáttu krafist. Sr. María Ágústsdóttir, for- maður félagsins, leiðir samveruna,“ segir í fréttatilkynningu. Samtal um sorg LÆKNAFÉLAG Reykjavíkur fjallar um streitu og þunglyndi í þessari viku. Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir heldur erindi og svarar fyrirspurnum í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 20 í húsnæði læknasamtak- anna (á 4. hæð), Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Streita og þunglyndi SJÁLFSBJÖRG eflir til fjáröflunar um land allt dagana 11.–14. október. Seldar verða rúðusköfur með merki og nafni Sjálfsbjargar og kostar stykkið kr. 500. Allur ágóði rennur til uppbygging- ar á starfi aðildarfélaga Sjálfsbjarg- ar víða um land. Sjálfsbjörg selur rúðusköfur AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Íslands, sem haldinn var í Reykja- vík 24.–26. ágúst 2001, samþykkti einróma að ástæða væri til þess að vekja athygli á mjög rausnarlegum framlögum Umhverfissjóðs verslun- arinnar til styrktar starfsemi skóg- ræktarfélaga undanfarin ár. „Stuðningur Umhverfissjóðsins hefur m.a. auðveldað skógræktar- félögunum að bæta aðstöðu fyrir al- menning til að njóta útivistar í skógræktarreitum félaganna. Umhverfissjóður verslunarinnar hefur frá árinu 1996 úthlutað styrkjum í ýmiss konar verkefni í skógrækt á vegum aðildarfélaga Skógræktarfélags Íslands, samtals um 34 milljónum. Auk þessara fjár- muna hefur sjóðurinn einnig veitt styrki ýmsum öðrum samtökum og aðilum sem vinna að skógrækt og uppgræðslu. Fé til ráðstöfunar í umhverfissjóð verslunarinnar kem- ur af gjaldi sem ákveðnar verslanir í samtökum þeirra innheimta af plastburðarpokum,“ segir í frétta- tilkynningu. Umhverfissjóður styður skógrækt LANDVERND og Umhverfisstofn- un Háskóla Íslands standa fyrir málstofu í dag, fimmtudag 11. októ- ber, kl. 16 í Ráðhúsi Reykjavíkur, þar sem skipulag og umhverfismál á höfuðborgarsvæðinu verða til um- ræðu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, verður frummælandi á fundinum en auk hennar mun Fríða Björk Ingvars- dóttir, blaðamaður á Morgun- blaðinu, flytja erindi. Hafdís Haf- liðadóttir, skipulagsstjóri í Hafnarfirði, Jóhann Sigurjónsson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, og Jó- hann J. Ólafsson, formaður Sam- taka um betri byggð, munu síðan sitja í pallborði ásamt Ingibjörgu Sólrúnu og Fríðu Björk. Umhverfi og skipu- lag í höfuðborg Röng höfundarkynning Héðinn Unnsteinsson ritaði grein í blaðið í gær í tilefni af alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi. Hann var rangt kynntur undir greininni, en hið rétta er að höfundur er verkefnisstjóri Geðræktar. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Rangt föðurnafn Í aldarminningu um Magneu Dag- mar Þórðardóttur á blaðsíðu 43 í Morgunblaðinu í gær, miðvikudag- inn 10. október, er rangt farið með föðurnafn hennar í fyrirsögn. Er beðist velvirðingar á þessum mistök- um. LEIÐRÉTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.