Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 29
10.15 hinn 9. október.
Unnið að tyrfingu í lokaátökum
við frágang lóðarinnar umhverfis
Smáralind, einum sólarhring
fyrir opnun.
12.30 hinn 9. október.
Mörg handtökin og margvíslegar
stillingar þurfti við lokafrágang
eldvarnarkerfis byggingarinnar
og stóðu prófanir yfir fram eftir
nóttu.
22.30 hinn 9. október.
Margar hendur unnu við að setja
vörur í hillur verslana langt fram
eftir kvöldi og aðfaranótt opn-
unardagsins. Í Sock Shop keppt-
ust ungir sem aldnir fram eftir
kvöldi við að taka varning upp úr
kössum og gera klárt fyrir opnun.
1.30 aðfaranótt 10. október.
Iðnaðarmenn taka sér pásu eftir
langa og stranga vinnudaga en
sumir höfðu unnið tvo sólar-
hringa samfleytt þegar opn-
unarhátíðin hófst. Nauðsynlegt
var þó að hvíla lúin bein stöku
sinnum og dreypa á orkudrykkj-
um fyrir lokatörnina.
5.30 aðfaranótt opnunardags.
Búið að fjarlægja drasl og
dót iðnaðarmanna af gólfum
og þrif og bón í fullum gangi
í morgunsárið.
10.10 hinn 10.10 árið 2001.
Gestir fagna og ljósmyndarar
fjölmiðlanna keppast við að fanga
augnablikið þegar Smáralind er
opnuð formlega.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fólk streymdi inn í Smáralind þegar eftir opnun klukkan tíu í gærmorgun en þangað komu um 45.000 manns í gær.
aldar hafi Sambandið ráðgert að
setja upp höfuðstöðvar sínar á
sama stað og Smáralind stendur í
dag, en horfið frá þeim ráðahag.
Þá hafi IKEA, BYKO og Hagkaup
keypt landið og hafið undirbúning
að byggingu 40–50 þúsund fer-
metra verslunarmiðstöðvar og
kynnt þau áform árið 1990, en
hætt við vegna þeirrar efnahags-
lægðar sem þá ríkti. „Það voru síð-
an núverandi eigendur sem hófu
undirbúning árið 1993 og þetta
glæsilega mannvirki er ávöxt-
urinn.“
Smáralind flaggskip
fyrirtækja í Kópavogi
Gunnar sagði áræðni og mikinn
dugnað hafa þurft til að ráðast í
þessar framkvæmdir og segja
mætti að uppbyggingin í Kópavogi
hafi einkennst af þessum atriðum.
Sigurður Geirdal, bæjarstjóri
Kópavogs, sagði að í Kópavogi
hefði átt sér stað mikil uppbygging
á undanförnum árum, bæði í íbúa-
byggð og atvinnuhúsnæði. „Og það
svo að á síðustu fimm, sex árum
hafa sjö hundruð ný fyrirtæki flutt
í Kópavoginn og langflest hingað í
dalinn. Ég held að á engan sé hall-
að þótt ég kalli Smáralind flagg-
skip þessara fyrirtækja og þessa
iðandi mannlífs sem einkennir
þetta svæði.“
Bæjarstjórinn sagði Smáralind
vera ævintýri út af fyrir sig og
bjartsýni, djörfung og kraft hafi
þurft til að hrinda þessum áform-
um í framkvæmd. Gert hafi verið
ráð fyrir stórri verslunarmiðstöð á
þessum stað fyrir löngu og skipu-
lag og samgöngukerfi tekið mið af
því frá upphafi. Þá sagðist Sig-
urður gera sér vonir um að
Smáralind myndi leggja sitt af
mörkum á menningarsviðinu, enda
væri Vetrargarðurinn líkastur tón-
listarhöll og byði upp á marga
möguleika.
Meðal atriða á opnunarhátíðinni
var afhjúpun á styttu Nínu Sæ-
mundssonar, Hafmeyjunni, en það
var Kristín Rós Hákonardóttir,
heims- og ólympíumeistari í sundi,
sem afhjúpaði styttuna sem standa
mun í Sumargarðinum. Þetta er
frumgerð styttunnar en síðari gerð
hennar olli miklu fjaðrafoki þegar
hún var sett upp á Tjörninni árið
1959 og sprengd í loft upp á nýárs-
nótt 1960 af óþekktum aðilum. Við
eftirgrennslan kom í ljós að fyrri
gerð styttunnar var ennþá til í
Kaliforníu í Bandaríkjunum og
ákvað stjórn Smáralindar að flytja
hana til landsins.
Morgunblaðið/Þorkell
Geir Haarde fjármálaráðherra kynnir sér vöruverð hjá versluninni Zara
ásamt Pálma Kristinssyni, framkvæmdastjóra Smáralindar.
Morgunblaðið/Þorkell
Kristín Rós Hákonardóttir afhjúpaði Hafmeyju eftir Nínu Sæmundsson,
sem standa mun í Sumargarði Smáralindar.
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 29
Kl. 05.30
Kl. 22.30 Kl. 01.30
Kl.10.10