Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 33 Eftirmiðdagstónleikarnir sl. sunnudag í tónlistarsalnum Ými hófust á lagaflokki eftir Atla Heimi Sveinsson er hann nefnir Dansar dýrðarinnar (1983). Nöfn hinna ellefu þátta verksins segja ekki mikið um innihald tónlistar- innar og er jafnvel erfitt að finna þær stemmningar, sem lesa má úr texta nafnanna, sem eru Sírísandi klettur, Steingert svart haf, Ósýni- leg vötn og endalaust haf, Svartur hestur í grænu hafi, Dauðateygjur dansandi hafs, Násíka grætur, Ástarsöngur hafsins, Til hinna fáu hamingjusömu, Sofandi haf og Boðskapur skýr. Verkið er byggt upp sem gítarverk með samspili við píanó, flautu, klarinett og selló, er hefst með samspili allra en síð- an skiptast á dúettar, tríó og ein- leikur á gítar og endar verkið með samspili allra. Það er margt fallegt í þessu verki og átti Pétur Jón- asson fallegan einleik í áttunda kaflanum, Til hinna fáu hamingju- sömu, og þeim tíunda, Sofandi haf. Fallegustu effektarnir voru oft fólgnir í samleik klarinetts og sellós á móti gítarnum t.d. í 3., 4. og 5. kafla. Tónmál verksins er mjög unnið í stuttum tónhending- um en samt verður það ekki slitr- ótt, vegna þess að tónmálið er einnig tematískt unnið. Þetta ágæta verk var í heild mjög vel flutt af Pétri og Caput-félögunum, sem voru auk Péturs Jónassonar Guðni Franzson, Sigurður Hall- dórsson, Daníel Þorsteinsson og Kolbeinn Bjarnason. Annað verkið á efnisskránni var Söngvar frá Madagaskar (1926) eftir Ravel, en hann var þá fyrir nokkru farinn að huga að nútíma- legum vinnubrögðum og um svipað leyti samdi hann óperuna Drengur í álögum (1925) en einnig átti hann til hluti eins og t.d. Tzigane (1924) og Bolero (1928). Söngvar frá Madagaskar, sem er franskur kveðskapur eftir Du Parny (1753– 1814), er hefur trúlega ekki þorað að segja ljóðin eftir sig og kallaði þær þýðingar, eru leikræm verk, sem Ravel leikur sér með af mikilli hugkvæmni, sérstaklega Aoua nr. 2 þar sem fjallað er um grimmd hvíta mannsins. Þriðji söngurinn er ljóðrænn og sterk andstæða við ljóðið á undan. Ingveldur Ýr söng þessi ljóð mjög vel og náði að túlka ástina og „erótíkina“ í fyrsta ljóð- inu um Nahandove hina fögru og hrópandi óttann við hvítu morð- ingjana og þrælapískarana í Aoua nr. 2. Meðleikarar á flautu, selló og píanó áttu sinn þátt í áhrifa- miklum flutningi þessara sérstæðu söngverka. Í þjóðlagaraddsetningum eftir Luciano Berio fór Ingveldur Ýr á kostum og var þessi skemmtilegi lagaflokkur aldeilis vel fluttur. Armenska lagið Loosin Yelav, sem er einstaklega fallega útfært á hörpu, var sungið af innileik og leikræn túlkunin í La donna ideale (6) og söknuðurinn í La femminisca (5) voru frábærlega mótuð. Sorgin í Modetta di tristura (8) og syngjandi glettnin í lokalaginu frá Azerbaijan (11) voru sterkar andstæður, sem Ingveldur Ýr mótaði af glæsibrag. Allur lagaflokkurinn er skemmti- lega unninn frá hendi tónskálds- ins og fá þjóðlögin að njóta sín nærri því óbreytt en leikið er með hljóðumhverfi þeirra á mjög snjallan máta, er var aldeilis vel flutt af félögunum í Caput en til leiks, auk fyrrnefndra, komu Bryndís Halla Gylfadóttir, Elísa- bet Waage, Guðmundur Krist- mundsson og slagverksmennirnir Frank Aarnink og Bart de Vrees. Tónleikarnir í heild voru skemmtilega margbreytilegir: Blæbrigðaleikur Atla Heimis, til- raun Ravels í nútímalegum rit- hætti og skemmtilegar útsetning- arnar eftir Berio, sem eru hugsaðar á svipuðum grunni og út- setningarnar hjá Stravinskij á lög- um eftir Pergolesi. Sá stílleikur hjá Stravinskij var kallaður ný- klassík en útsetningarnar eftir Berio mætti til samræmis nefna nýmódernisma, þ.e. að aðhæfa þjóðlög nútímalegum rithætti. Að þessu leyti var efnisskrá tón- leikanna saga um þrenns konar stílbrigði í tóntaki, skemmtileg „saga“ og skemmtilega flutt. Þrenns konar stílbrigði í tóntaki TÓNLIST Ý m i r Ingveldur Ýr Jónsdóttir, Pétur Jónasson og Caput-félagar fluttu tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Maurice Ravel og Luciano Berio. Sunnudagseft- irmiðdegi 7. október. KAMMERTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson BJARNI Thor Kristinsson bassa- söngvari verður gestur Íslensku óp- erunnar í hlutverki Sarastrós í Töfraflautunni á sýningunum 2. og 3. nóvember nk. Bjarni Thor syngur um þessar mundir í Hollendingnum fljúgandi í Verona á Ítalíu og eftir áramót mun hann þreyta frumraun sína í Chicago í annarri Wagner-óperu, Parsifal. Skemmst er að minnast tónleika Bjarna Thors í Salnum, þar sem hann brá sér í gervi kóngs, kjána og illmennis, við frábærar viðtökur gagnrýnenda og tónleikagesta. Bjarni Thor í Töfra- flautunni Listhús Ófeigs Toppar, höggmyndasýning Bubba, Guðbjörns Gunnars- sonar, hefur verið framlengd til 20. október. Sýningin er opin virka daga 10–18, laugardaga 11–16. Sýning framlengd Taska aðeins 750 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.