Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 18
AKUREYRI 18 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÍÐUR Friðriksdóttir fram- kvæmdastjóri Fasteigna Akureyr- arbæjar sagði að bæjaryfirvöld gerðu sér ljósa grein fyrir ástandinu á því húsnæði sem Brekkuskóli hefði til afnota, en eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur einni skólastofu í neðra húsi skólans, gamla barnaskólahúsinu, verið lokað vegna skordýra sem þar þrífast og eru tilkomin vegna þess að húsið heldur hvorki vatni né vindi á þessu stað. Húsið var byggt árið 1930. „Síðustu misseri hefur markvisst verið unnið að einsetningu grunn- skólanna og það takmark hefur nú náðst. Viðhald húsnæðis hefur á sama tíma setið á hakanum, þar sem fé sem ætlað er í viðhald hefur verið of lítið miðað við viðhaldsþörf og því þurft að forgangsraða verkefnum,“ sagði Guðríður. Unnið að viðhaldsáætlun Hún sagði að nú hefðu verið tekin upp ný og breytt vinnubrögð varð- andi rekstur fasteigna bæjarins sem meðal annars miðuðu að því að koma viðhaldsmálum í betra horf. Nú er verið að vinna viðhalds- áætlun fyrir hús Brekkuskóla og skýrsla um neðra húsið langt komin. Í kjölfarið verður gerð fram- kvæmdaáætlun. Guðríður sagði bæjaryfirvöld vita af ýmsum aðkall- andi verkefnum í Brekkuskóla. „Þetta er elsti skóli bæjarins og þar hefur því miður verið lítið um við- hald. Við það verður hins vegar ekki unað og það er fullur vilji til þess að vinna að úrbótum sem hraðast,“ sagði Guðríður. Skordýr komust inn um sprungur Valdimar Brynjólfsson hjá Heil- brigðiseftirliti Eyjafjarðar sagði að hann hefði skoðað umrætt húsnæði síðasta vor og þá gefið frest fram á haust til að vnna að úrbótum. Þær hefðu ekki verið gerðar en skóla- yfirvöld lokað skólastofunni. Sprungur á húsinu gera að verkum að það blæs inn í stofuna og rignir þegar veðurfar er með þeim hætti og í kjölfarið komast þar inn skor- dýr af ýmsu tagi, einkum bjöllur sem þrífast í raka. Valdimar sagði þó enga hættu stafa af kvikindun- um. Vel væri hægt að drepa skor- dýrin, en erfitt að komast fyrir þau þar sem ný bættust sífellt við. „Yfirvöld hafa greinilega tekið þann kostinn að loka stofunni, en ég geri ráð fyrir að ráðast þurfi í viða- miklar og kostnaðarsamar endur- bætur á húsnæðinu til að koma því í lag,“ sagði Valdimar. Framkvæmdastjóri Fasteigna Akureyrarbæjar um ástand Brekkuskóla Viðhald hefur setið á hak- anum vegna einsetningar HELGI Jóhannesson framkvæmda- stjóri Norðurmjólkur sagði að fjár- magnskostnaður fyrirtækja væri eins og köld hönd yfir atvinnulífininu í dag og að fyrirtæki væru því að leita allra leiða til hagræðingar. Í frétt um lokun mjólkursamlags Norðurmjólkur á Húsavík og flutn- ing vinnslunnar til Akureyrar í Morgunblaðinu í gær kom fram í máli Helga að það væri fjármála- markaðurinn sem væri fyrirtækjun- um erfiður en þar átti Helgi við fjár- magnskostnað fyrirtækja. Helgi sagði að fjármálamarkaður- inn hefði aftur aukið möguleika fyr- irtækja til mikilla muna og opnað þeim ýmis tækifæri sem ekki gáfust áður. Helgi sagði að áætlaður fjár- magnskostnaður Norðurmjólkur á þessu ári yrði um 200 milljónir króna. Hann sagði nauðsynlegt að stjórnvöld lækkuðu vexti og það strax, að öðrum kosti stæðu enn fleiri fyrirtæki frammi fyrir því að taka stórar og sársaukafullar ákvarðanir til að halda sjó. Fjármála- markaður- inn hefur opnað ýmis tækifæri SVÍINN Tomas Polwall kom til Grímseyjar til að vinna að sögum um eyjuna og verða Grímseyjarsög- urnar þær síðustu í frásögnum Tomasar um norðlægar smáeyjar. Hingað kom Tomas beint frá Vest- mannaeyjum. Tomas hefur verið að vinna að þessum frásögnum síðustu 2 árin. Greinarnar munu fyrst birtast í dagblöðum og tímaritum en seinna verður þeim safnað saman og þær gefnar út í bókarformi. Tomas Polwall hefur starfað í Danmörku sem ferðarithöfundur í 15 ár og komið víða. Hann segist hafa heimsótt allar heimsálfurnar og sumar þeirra margoft. Tomas segir að á ferðum sínum um heiminn hafi ótrúleg veð- urheppni fylgt sér og brást hún ekki þessa daga sem hann stoppaði í Grímsey. Gylfi skipstjóri á Þorleifi EA 88 tók ljúfmannlega í beiðni Tomasar um að fá að fylgjast með lífinu um borð einn vinnudag. Tom- as sagði eftir ferðina sem honum þótti mikil upplifun, að ótrúlegt væri að sjá sjómennina afslappaða og yfirvegaða vinna af miklu ör- yggi og hæfni öll störf, þrátt fyrir öldugang og velting. Að endingu sagði Tomas að það væri góð tilfinning að vera í Gríms- ey því þrátt fyrir harða lífsbaráttu gæfu menn sér tíma til að staldra við – horfa í augu viðmælanda og spjalla. Morgunblaðið/Helga Mattína Svíinn Tomas Polwall í Grímsey. Ferðarithöfundur heimsækir Grímsey Grímsey STARFSEMI Íslandsfugls er far- in að skipta verulegu máli í Dal- víkurbyggð en þar eru nú 42 starfsmenn á launaskrá. Fljótlega bætist sá 43. við en Eðvald Val- garðsson kjötiðnaðarmeistari hef- ur verið ráðinn vinnslustjóri fyr- irtækisins. Eðvald var valinn úr hópi um 10 umsækjenda um stöðuna og mun hefja störf fljótlega. Flestir eru starfsmennirnir í vinnslustöðinni á Dalvík en einnig vinnur starfsfólk í eldishúsi, útungunarstöð, á skrif- stofu, í varpstöð og við viðhald og þrif á eignum. Slátrun í fyrstu umferð lauk í lok síðasta mánaðar og þá var búið að slátra öllum þeim 60 þúsund fuglum sem settir voru inn í eld- ishúsið í fyrstu atrennu. Hring- rásin heldur áfram og eru komnir ungar í öll rýmin aftur. Skipulagsstofnun hefur erindi frá Íslandsfugli til umfjöllunar, þar sem óskað er umsagnar stof- unarinnar um hugsanlega bygg- ingu nýs eldishúss í landi Ytra- Holts og þá í ákveðinni lágmarks- fjarlægð frá núverandi eldishúsi. Er Skipulagsstofnun að meta hvort slík framkvæmd þurfi í mat á umhverfisáhrifum eða ekki. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að ráðast í byggingu nýs eld- ishúss en forsvarsmenn fyrirtæk- isins telja rétt að láta málið ganga í gegnum nauðsynlegt skipulags- ferli komi til þess. Þetta kemur fram á heimasíðu Íslandsfugls. Slátrun í fyrstu umferð lokið hjá Íslandsfugli Yfir 40 starfsmenn á launaskrá AKUREYRARBÆR hefur hleypt af stokkunum átaksverkefni sem miðar að því að fjölga íbúum bæjarins. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði þegar átakið var kynnt að markmið þess að Akureyri yrði eftirsóttur valkostur til búsetu og til að ná því væri það stefna bæjarins að bjóða upp á fjölskylduvænan bæ sem byði íbúum sínum góða þjón- ustu. Átakið beinist bæði að núverandi íbúum bæjarins og verður áhersla lögð á að tryggja búsetu þeirra sem þegar búa í bænum og eins að fólki sem búsett er utan bæjarins, einkum á aldrinum 20 til 35 ára. Kristján sagði bæjarstjórn stefna að því að fólki í bænum fjölgaði um 300 á ári. Því marki var ekki náð á liðnu ári en þá varð fjölgunin 250 manns. Alls fjölgaði íbúum um 130 á fystu 9 mánuðum þessa árs sem er meira en á sama tíma í fyrra þegar fjölgunin nam 90 íbúum. Á kynningu markaðsátaksins var sýnd sjónvarpsauglýsing sem fyrir- tækið Án titils hefur gert, en hitann og þungann af gerð auglýsingarinn- ar hafði María Ólafsdóttir ásamt Hjördísi Ýr Johnsson. Áætlað er að auglýsingin birtist á sjónvarpsstöðv- um fram í marsmánuð næstkomandi. Akureyrarbær í markaðsátaki Markmiðið að fjölga íbúum NEMENDUR og starfsfólk Gler- árskóla rufu hið hefðbundna skólastarf og efndu til útivistar- og íþróttadags á þriðjudag. Veðr- ið lék ekki beint við unga fólkið sem þó hélt sínu striki. Yngstu börnin voru að leik á lóð skólans, þau elstu voru í fótbolta á íþróttavelli Þórs, sumir héldu í Vaxtarræktina í Íþróttahöllinni og börnin á miðstiginu gengu fylktu liði á Akureyrarvöll. Morgunblaðið/Kristján Það var líf og fjör á Akureyrarvellinum í vikunni, á íþróttadegi Gler- árskóla og reyndu nemendur m.a. með sér í kúluvarpi. Votur úti- vistardagur UMF Mývetningur og ÍF Eilífur stóðu sameiginlega fyrir göngudegi fjölskyldunnar á laugardaginn. Gengið var frá Rauðhól norðan Kröflustöðvar, fyrst að gosstöðvum Mývatnselda frá 1724–29 en þaðan um úfin hraun að Þríhyrningum og um Hvíthólaklif að Kröflustöð þar sem Landsvirkjun bauð göngufólk- inu hressingu í mötuneyti starfs- manna. Þátttakendur í göngunni voru 19 og sá yngsti aðeins sex vikna þótt ekki færi sá langt. Aðrir gengu í rúmar tvær klst. í kulda og norðan- næðingi lengst af, en slagveður- sregni í lokin, en eins og margreynt er úr gönguferðum skiptir veðrið ekki máli ef menn kunna að klæða sig. Morgunblaðið/BFH Á fjölskyldugöngu við Þríhyrn- inga í slagviðri. Mývetning- ar gengu í norðan- næðingi Mývatnssveit ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.