Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 65
Það var margt um manninn á þessari tvö-
földu opnun og mál manna að galleríið væri
velkomið í reykvískan heim myndlist-
arinnar.
Nýja galleríið er sannkallað fjöl-
skyldugallerí því það er rekið af mæðgunum
Hönnu Gunnarsdóttur og Önnu Jóa.
Markmið Gallerís Skugga er að skapa lif-
andi og metnaðarfullan vettvang til sýn-
ingahalds innlendra og erlendra myndlist-
armanna. Galleríið er á Hverfisgötu 39 í
miðborg Reykjavíkur og mun auk sýning-
arhalds standa fyrir ýmsum uppákomum er
tengjast listsköpun í víðasta skilningi orðs-
ins. Í hverjum mánuði munu aðstandendur
Skugga t.a.m. miðla áhugasömum gestum
merkri skáldsögu úr bókmenntasögunni eða
samtímaumræðunni og áhugaverðri kvik-
mynd úr hefðarbrunni kvikmyndanna.
Sýningin „Hver með sínu nefi!“ stendur
til 21. október. Galleríið er opið milli klukk-
an 13 og 17 frá þriðjudegi til sunnudags.
Nýtt gallerí opnað við Hverfisgötu í Reykjavík
Galleríið er á
tveimur hæðum
og var húsfyllir
á þeim báðum!
Hanna Gunn-
arsdóttir eig-
andi og Anna
Jóa umsjón-
armaður.
Skuggalegt gallerí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gallerí hafa löngum verið
kærkominn samkomustað-
ur listamanna: Hér ræða
Sjón og Þorri Hringson
málin undir sex augu.
ÞAÐ sætir ætíð tíðindum í íslensku menningarlífi þegar nýtt gallerí hefur
göngu sína. Gallerí Skuggi var formlega opnað á laugardaginn með sýning-
unni Hver með sínu nefi! þar sem þau sýna verk sín Akusa, Birgir Andr-
ésson, Guðmundur Oddur og Lilja Björk.
SUNNUDAGINN 14. október næstkomandi
verður Siglfirðingafélagið, áttahagafélag
Siglufjarðar í Reykjavík og nágrenni, 40
ára. Af því tilefni verður slegið upp helj-
arinnar afmælisveislu á laugardagskvöld-
inu á Hótel Sögu og „fagnað gífurlega á
miðnætti þegar sá 14. rennur í hlað,“ eins
og Jón Sæmundur Sigurjónsson, einn af
skipuleggjendum kvöldsins, orðar það.
Jón segir að í raun liggi rík hefð að baki
því að félagið hafi verið stofnað á sínum
tíma.
„Siglufjörður byggðist upp í kringum
aldamótin 1900 af fólki sem kom alls staðar
að af landinu,“ útskýrir Jón. „Þannig að það
eru fæstir að stofni til Siglfirðingar langt
aftur í aldir. Allir þessir hópar stofnuðu með
sér átthagafélög á Siglufirði. Við ólumst
upp við það að það var til Skagfirðinga-
félag, Eyfirðingafélag, Þingeyingafélög,
Austfirðingafélag o.s.frv. Lífið á vetrum var
þannig að það voru árshátíðir þessara fé-
laga fram eftir öllu og alltaf sama fólkið, en
ekki alltaf þeir sömu sem buðu (hlær).“
Jón segir starfið í félaginu mátulega líf-
legt. „Við erum með fasta dagskrá á hverj-
um vetri. Árshátíðir, sem nú er afmæl-
ishátíð, á haustin höldum við upp á
Siglufjarðardaginn með miklu kaffisamsæti
og síðan erum við með barnaball á milli jóla
og nýárs fyrir þessa allra yngstu.
Starfið svona snýst í kringum
þessar uppákomur og svo gefum
við út fréttablað sem prentað er í
2000 eintaka upplagi.“
Dagskrá kvöldsins verður ann-
ars með þeim hætti að byrjað
verður með glæsilegum kvöld-
verði kl. 20.00. Svo taka við
skemmtiatriði; Jóhannes eft-
irherma treður upp, Siglórevía
verður flutt undir stjórn Valgeirs Skagfjörð
og svo koma Þorvaldur Halldórsson og son-
ur og halda uppi skemmtan. Dansað verður
svo fram á nótt með hljómsveitinni Saga
Klass. Heiðursgestur kvöldsins verður for-
seti Íslands.
Siglfirðingafélagið 40 ára
Siglóstemmning á Sögu
Þorvaldur
Halldórsson
Valgeir
Skagfjörð
Sýnd kl. 4.
Íslenskt tal. Vit 265.
Sýnd kl. 4.
Íslenskt tal. Vit 245
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Vit 268
Kvikmyndir.com
Rás 2
Mbl
Sýnd kl. 3.40, 5.45, 8 og 10.10. Vit 281
Sýnd kl. 6 og 10.
B. i. 12. Vit 270
Í leikstjórn
Steven Spielberg
Radíó X HK DV
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com Mbl
FRUMSÝNING
Ótrúlegar tæknibrellur,
brjáluð spenna og veisla
fyrir augu og eyru. Þú hefur
aldrei séð annað eins.
Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 265.
DV
Strik.is
strik.is kvikmyndir.isSýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
B.i. 12. Vit 273
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit nr. 278
Allir vilja þeir
sneið af „glæpakökunni“
Nýjasta snilldar-
verkið frá
meistaranum
Woody Allen.
Með hreint út sagt
úrvalsliði leikara:
Hugh Grant ,
Tracey Ullman ,
Michael Rapaport
og Jon Lovitz .
Sýnd kl. 8 og 10.10.
B i. 16. Vit 251
strik.is
Mögnuð stuðmynd
í nánast alla staði!
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Beint á toppinn í USA
www.skifan.is
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Tvíhöfði/Hugleikur
Hausverk.is
USA TODAY
1/2 NY POST
Kvikmyndir.com
RadioX
Hollywood í hættu
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Ertu tilbúin fyrir Jay og Silent Bob... því
þeir eru gjörsamlega steiktir! Frá Kevin
Smith, snillingnum sem gerði Clerks,
Mallrats, Chasing Amy og Dogma kemur
ein fyndnasta mynd ársins.