Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur tvisvar eðaþrisvar farið með fjölskyldu sinni í keilu í Keiluhöllinni í Öskju- hlíð. Keila er skemmtileg fjölskyldu- íþrótt sem ungir jafnt sem gamlir geta haft gaman af að iðka. Að flestu leyti býður Keiluhöllin upp á góða aðstöðu fyrir áhugafólk um keilu- íþróttina. Nýlega er t.d. búið að bæta tækjabúnaðinn þannig að stig eru nú skráð sjálfvirkt inn á tölvuskjá. Það er hins vegar eitt sem Vík- verji á mjög erfitt með að sætta sig við og skilja og það er hvers vegna forráðamenn Keiluhallarinnar kjósa að spila háværa tónlist í keilusalnum. Víkverji kom í höllina um síðustu helgi og ofbauð alveg hávaðinn í tón- listinni. Fólk átti bókstaflega erfitt með að halda uppi samræðum í saln- um sökum hávaða. Víkverji á erfitt með að trúa því að viðskiptavinir Keiluhallarinnar kalli eftir þessum hávaða. Ef svo er vakn- ar sú spurning hvort ekki er hægt að skipta salnum þannig að slökkt sé á hátölurum í hluta salarins. Þannig væri hægt að gefa þeim hluta hóps- ins sem kýs að iðka þessa íþrótt í heldur þægilegra andrúmslofti möguleika á að njóta leiksins. Á því er full þörf. x x x MIKIÐ hefur verið fjallað um les-blindu í fjölmiðlum að undan- förnu. M.a. hefur fram komið að bið- tími eftir greiningu er langur. Ekki er víst að allir geri sér grein fyrir þeim miklu erfiðleikum sem þeir sem eiga við lesblindu að stríða standa frammi fyrir. Lestur er lyk- ilatriði í öllu námi og því bitna lestr- arerfiðleikar óhjákvæmilega al- mennt á námsárangri. Einhver kynni að segja að þetta ætti þó alla- vega ekki við um stærðfræði þar sem lítið væri unnið með skrifaðan texta. Víkverji sá nýlega samræmt próf sem lagt var fyrir 4. bekk í stærð- fræði í fyrra. Það kom honum mjög á óvart að meirihluti prófsins byggðist á lesdæmum. Í sjálfu sér voru dæm- in ágæt, en þau byggðust greinilega á þeirri hugsun að nemandinn ætti að finna leiðir til að komast að nið- urstöðu. Mjög mörg dæmi gengu út á að nemandinn átti sjálfur að finna út hvort hann ætti að beita samlagn- ingu, frádrætti, margföldun eða deil- ingu. Til að einhver von væri um góð- an árangur á prófinu var augljóst að lykilatriði var að nemandinn væri vel læs og skildi spurningarnar. Vík- verja sýndist augljóst að þeir sem eiga við lesblindu að stríða hlytu að eiga í miklum erfiðleikum með að ná góðum árangri á þessu prófi þó að stærðfræðikunnátta þeirra væri góð. x x x VÍKVERJI minnist þess þegarhann var sjálfur í barnaskóla að fást við stærðfræðipróf. Þessi próf byggðust að langstærstum hluta á endalausum tölum. Nemandi sem ekki kunni stakt orð í íslensku hefði auðveldlega getað náð ágætis ár- angri á þessum prófum. Þróunin á seinni árum hefur greinilega ekki verið lesblindum hagstæð að þessu leyti. Þar með er Víkverji ekki að segja að stærðfræðikennslan hafi ekki tekið jákvæðum framförum. Full þörf hefur örugglega verið á að kenna nemendum að nýta stærð- fræðikunnáttuna betur og benda þeim á að fólk er stöðugt að nota hana í daglegu lífi. En menn mega ekki gleyma þörfum lesblindra. Það er svo undarlegt SJÚKRALIÐI skrifaði op- ið bréf til fjármálaráðherra í Morgunblaðinu 4. október sl. Svo sannarlega tek ég undir þá lesningu en um leið hryggir það mig að gegnum árin hef ég aldrei lesið grein launþega nema fyrir hans eigin stétt. Und- irrituð er ein af lægstu silkihúfum metorðastigans, umönnun aldraðra á nætur- vöktum sl. 15 ár meðal ann- arra verka, og er búin að fá skömm á þessu. Nóg með það. Ég skil vel samninga- nefnd ríkisins, króna fyrir krónu, safnast þegar sam- an kemur frá láglaunafólk- inu. Allt í hirslu merkja- fólksins sem er með lúkurnar í óteljandi ráðum og nefndum og getur slegið upp milljóna afmælisveislu með tilheyrandi leikhús- fólki og hljómsveitum. Guðrún Jacobsen. Blaðberar ÉG vil einfaldlega vara fólk við því að gerast blaðberar hjá Fréttablaðinu því þar eru launin afar léleg miðað við mikla vinnu. Guðrún Egilsdóttir. Tapað/fundið Svartur jakki týndist SVARTUR Vera Moda jakki, síður, týndist á Gauki á Stöng sl. föstudag. Skilvís finnandi hafi samband í síma 866 4498. Úlpa týndist í Biskupstungum UPPÁHALDS úlpan mín týndist er ég var í sumar- húsi Rafiðnaðarsamband- ins 15. sept. sl. Úlpan er gulbrún með svörtum skinnkanti. Einnig er möguleiki að hún hafi týnst við Úthlíð í Biskupstung- um. Ég sakna hennar sár- lega. Ef einhver hefur fundið hana mundi það gleðja mig mikið. Vinsam- legast hafið samband við Guðbjörgu í síma 554 4674. Hjól í óskilum HJÓL er í óskilum við Sól- vallagötu 22. Eigandi getur vitjað þess á staðnum. Dýrahald Hefur einhver séð Litlu-Mísku? SVÖRT og hvít læða týnd- ist frá horni Njálsgötu og Snorrabrautar sl. laugar- dag. Hún var ómerkt og ól- arlaus. Þeir sem hafa orðið varir við hana hafi samband í síma 681 4619 eða 698 4619. Páfagaukur týndist PÁFAGAUKUR, hvítur, týndist frá Langholtsvegi sl. mánudag. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 553 7184. Kettlingur fæst gefins 5 MÁNAÐA mjög falleg læða, blíð og góð, óskar eft- ir góðu heimili. Á sama stað vantar kanínubúr og hamsturbúr ef einhver þarf að losna við svoleiðis. Upp- lýsingar í síma 866 1311. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Skipin Reykjavíkurhöfn: Koei Maru no 58 og Mána- foss koma í dag. Detti- foss, Helgafell, Ak- ureyrin og Shoshin Maru fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Svanur, Tönsnes, Ven- us og Obsa komu í gær. Eversmeer fór í gær. Fréttir Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. kl. 14–17. Félag frímerkjasafn- ara. Opið hús laug- ardaga kl. 13.30–17. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa kl. 9, boccia kl. 10, kl. 13 bað, vinnustofa og myndmennt. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, opin handavinnustofan, bók- band og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–16 handavinna, kl. 14–15 dans. Helgistund kl. 10. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Félagsstarfið, Furu- gerði 1. Kl. 9 smíðar, útskurður, glerskurður og leirmunagerð. Ath. enn eru laus pláss á leirmuna- og glerskurð- arnámskeiðin, kl. 9.45 verslunarferð í Aust- urver, kl. 13.30 boccia. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 13 handavinnustofan opin, kl. 9.30 dans- kennsla, kl. 14.30 söng- stund. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtud. kl. 9.45 boccia, kl. 10 ker- amik. Snyrtinámskeið kl. 9. Spænska kl. 12.15. Vinnuhópur 2 í gleri. Leshringur á Bókasafni Álftanesi byrjar 10. okt. kl. 15. Föstudagur: Jap- anskur pennasaumur – nokkur pláss laus. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Fimmtudagur: Brids kl. 13. Framsögn kl. 16.15. Félagsvist 4ra daga keppni annan hvern sunnudag, hefst sunnu- daginn 14. október kl. 13.30. Baldvin Tryggva- son verður til viðtals um fjármál og leiðbein- ingar um þau mál á skrifstofu FEB 25. október nk. kl. 10.30– 11.30, panta þarf tíma. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10– 12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10–16 í s. 588-2111. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Krukkumálun kl. 13 og kynning á glerskurði. Á morgun myndlist kl. 13, bridge kl. 13.30 og pútt á vellinum við Hrafnistu. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 15.15 dans. Op- ið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni, frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn, myndlistarsýning Val- garðs Jörgensen stend- ur yfir, listamaðurinn er á staðnum, veitingar í veitingabúð Gerðu- bergs. „Kátir dagar, kátt fólk“: Föstudaginn 12. okt. kl. 19 haust- fagnaður á Hótel Sögu, miðar til sölu hjá fé- lagsstarfinu. Allar upp- lýsingar á staðnum og í síma 757-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, kl. 9.30 klippimynd- ir, taumálun, kl. 9, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postulíns- málun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leikfimi. Dansað í kvöld frá kl. 20–22, Sigvaldi stjórnar. Fjölskyldudagur í Gjá- bakka laugardaginn 13. okt kl. 14. Söngur, dans óvæntar uppákomur, vöfflukaffi. Allir vel- komnir. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga, kl. 9.05 brids, kl. 13. handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum, línudans kl. 17. Föstu- daginn 12. október syngja Gleðigjafarnir inn í haustið frá kl. 14– 15. Kaffihlaðborð, heitt súkkulaði með þeyttum rjóma. Handverksmark- aður verður frá kl. 13. Margt góðra muna. All- ir velkomnir. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 fjöl- breytt handavinna, kl. 14 félagsvist. Hársnyrt- ing og fótsnyrting. Norðurbrún 1. Kl. 9 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 að- stoð við böðun, kl. 9.15, handavinna, kl. 10 boccia. Í dag, fimmtu- daginn 11. október, verður Þjónustu- miðstöðin lokuð frá kl. 13 vegna undirbúnings haustfagnaðar sem hefst kl. 17.30. Föstu- daginn 12. okt. kl. 15 verður Valdís frá Úr- vali-Útsýn með kynn- ingu á ferðum til Kan- aríeyja, dregið verður um ferðavinninga, 2 fyrir 1. Dansað við lagaval Sigvalda, rjómaterta með kaffinu, allir velkomnir. Söng- fuglar, kór félagsstarfs aldraðra, Reykjavík, verða með söng- skemmtun, í tilefni 15 ára afmælis kórsins. Sunnudaginn 14. októ- ber kl. 15.30 í Ráðhús- inu. Allir velkomnir. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi, kl. 20 fé- lagsvist. Haustfagnaður verður 18. október kl. 19. Fjölbreytt dagskrá, söngur, gamanmál og gleði. Lukkuvinningur. Skráning og upplýs- ingar í síma 561-0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánudaga og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Ga-fundir spilafíkla kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðu- múla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laugard. kl. 10.30. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105: Í dag kl. 13– 16 er prjónað fyrir hjálparþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomnir. Kvenfélag Kópavogs, fundur í kvöld kl. 20.30 í Hamraborg 10. Anna Guðmundsdóttir kynnir íslenskar húðvernd- arvörur fyrir alla fjöl- skylduna. Úrvalsfólk. Haust- fagnaður verður á Hót- el Sögu, Súlnasal, föstud. 19. okt. kl. 19. Matur, tískusýning, skemmtiatriði, aðgöngu- miðar seldir hjá Reb- ekku og Valdísi, s. 585- 4000. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Ásgarði, Gæsibæ. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur í umsjá Benedikts Arn- kelssonar. Fundurinn hefst kl. 17. Allar konur velkomnar. Í dag er fimmtudagur 11. október, 284. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Ofmetnaður hjartans er undan- fari falls, en auðmýkt er undan- fari virðingar. (Orðskv. 18, 12.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 mjög lítill, 8 skinnkápu, 9 megnar, 10 nóa, 11 gyðja, 13 dý, 15 örgrunn- ur hellir, 18 ausa, 21 fugl, 22 sori, 23 mannsnafn, 24 flekkaðir. LÓÐRÉTT: 2 borguðu, 3 kvenfuglinn, 4 rúmbrík, 5 mannsnafn, 6 styrki, 7 hafa fyrir satt, 12 hef not af, 14 bókstaf- ur, 15 frásögn, 16 óhreinka, 17 vondur, 18 sýkja, 19 gæðablóði, 20 digur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lögur, 4 fipar, 7 vitur, 8 rosti, 9 tek, 11 synd, 13 urga, 14 Íslam, 15 bull, 17 ljón, 20 und, 22 kopar, 23 rós- in, 24 raupa, 25 plata. Lóðrétt: 1 lævís, 2 gætin, 3 rýrt, 4 fork, 5 posar, 6 reiða, 10 ellin, 12 díl, 13 uml, 15 búkur, 16 loppu, 18 jaska, 19 nenna, 20 urta, 21 dráp. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 HAFIÐ þið fylgst með launasamningum sjúkra- liða? Það hef ég gert, en þegar samningarnir runnu út var ég einu ári yngri en nú. Hvað er að ríkinu? Viljið þið lenda í slysi, mæta svo á slysó og ekki geta fengið meðhöndlun einungis vegna þess að ríkið vill ekki gefa einhverju mik- ilvægasta fólkinu í al- mennri heilbrigðisþjón- ustu mannsæmandi laun. Ég tók mig til og skoðaði laun móður minnar sem er sjúkraliði og bróður míns sem er 17 ára og vann hjá vegavinnunni. Þar sá ég að meðallaun bróður míns eru hærri en móð- ur minnar sem er með 31 árs starfsreynslu. Ekki held ég að launasemjendur ríkisins yrðu glaðir ef þeir yrðu settir á sömu launakjör og sjúkraliðar. Á meðan laun hjá sjúkraliðum eru sama og engin og samningar í lausu lofti get ég ekki fundið marga sem myndu láta sér detta í hug að læra sjúkralið- ann. Það getur verið að ykkur finnist þetta ein- ungis leiðinlegt kvein í unglingi, en ég spyr: Mynduð þið vilja vera í sömu sporum og sjúkra- liðar? Mér finnst illa farið með það fólk sem er í þeim stöðum sem heldur okkar kæra landi á lífi. Það er að segja lögregl- una, slökkviliðið, sjúkra- liða o.fl. Ímyndið ykkur ef allir þessir aðilar myndu fara í verkfall eða segja upp. Ég held að þá myndi landið okkar kæra lam- ast. Tinna Berg Petersen, 15 ára. Hugleiðingar um verkfall sjúkraliða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.