Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 62
FÓLK Í FRÉTTUM 62 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ andlit ársins 2 0 0 1 kristín rós hákonardóttir s Kynning í Lyf og heilsu Mjódd í dag, fimmtudag, frá kl.13-17 Melhaga föstudag frá kl.13-17 Förðunarfræðingur frá No Name veitir ráðgjöf. Glæsilegur haustglaðningur ef verslað er fyrir kr. 4.000. No Name - Nýir litir Vinir Dóra Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld Í KVÖLD kl. 20.30 verður nýr þátt- ur fyrir ungt fólk á öllum aldri frum- fluttur í Ríkissjónvarpinu. Umsjón- armenn eru þau Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Vilhelm Anton Jónsson en í þættinum verða hinir ýmsu framhaldsskólar landsins sótt- ir heim ásamt því að fjallað verður um tölvur og tækni, dægurtónlist, myndbönd, kvikmyndir og fleira. „Við heimsækjum alla framhalds- skóla á landinu þar sem við tökum upp atriði sem nemendurnir hafa sjálfir útbúið,“ upplýsir Sigrún. „Einnig munum við tala við einn skiptinema í hverjum skóla, svo verður alltaf eitt tónlistaratriði frá hverjum skóla og svo framvegis.“ Sigrún segir að auk þess verði ýmislegt annað á boðstólum „Það verður til dæmis liður sem kallast „Tölvur, tæki og tól“, vefur vikunnar, tónlistar- og kvikmynda- umfjöllun og svo verðum við á þeyt- ingi um allan bæ í leit að einhverju áhugaverðu.“ Þátturinn er tæpur hálftími að lengd og skiptist jafnt á milli fram- haldsskólanna og svo þess sem Sig- rún og Vilhelm munu kokka. Sigrún segir tildrögin að þau Vil- helm, eða Villi, hafi valist sem um- sjónarmenn nokkuð skondin. „Villi valsaði hér inn í Sjónvarps- húsið einn góðan veðurdag og ætlaði að fá að sjá um matreiðsluþátt; þar sem hann ætlaði að ferðast út um all- an heim og elda í hverju landi,“ segir Sigrún og það er ekki örgrannt um- að smávegis brosviprur leiki um andlitið. „Það var ekkert rosalega vel tekið í það en honum var boðið þetta í staðinn. Og ég eiginlega þvældist óvart hingað inn í hús og rakst á upptökustjórann. Hann hringdi svo í mig í framhaldi af því.“ Þess má að lokum geta að þátt- urinn verður endursýndur á laug- ardögum kl. 12.25 og á mánudögum kl. 23.20. Morgunblaðið/Árni Sæberg At (@) í Ríkissjónvarpinu Sigrún Ósk Kristjáns- dóttir og Vil- helm Anton Jónsson eru umsjón- armenn Ats. Ungt fólk á öllum aldri BANDARÍSKA alríkislögreglan rannsakar nú möguleika á því hvort rekja megi miltisbrandssýk- ingar sem komið hafa upp í Flórída til hryðju- verkastarfsemi. Tveir menn hafa látist vegna milt- isbrandssýkingar síðastliðna viku auk þess sem ein kona hefur greinst með sýkinguna. Við rannsóknina hafa lögreglumenn meðal ann- ars innt starfsfólk eftir upplýsingum um óvenju- legar pakkasendingar í AMI-bygginguna og hafa margir starfsmannanna þar sömu sögu að segja. Fjöldi starfsmanna segist muna eftir „skringilega orðuðu“ bréfi til leik- og söngkonunnar Lennifer Lopez þar sem ónefndur aðili játar henni ást sína. Umrætt bréf mun einnig hafa verið atað duft- kenndu efni og talið er öruggt að báðir karlmann- anna sem létust hafi handleikið bréfið. Miltisbrandur er bráðsmitandi sjúkdómur og koma sjúkdómseinkennin venjulega fram viku eft- ir að smit á sér stað. Miltisbrandur, sem smitast við að fólk andar bakteríunum að sér, sýkir lungun og er oftast banvænn. FBI útilokar ekki að sýkingarnar tengist hryðju- verkunum í Bandaríkjunum í síðasta mánuði en umrætt bréf barst fyrir 11. september síðastliðinn. Ástarbréf til Jennifer Lopez gæti verið orsök miltisbrandssmits Reuters Jennifer Lopez. Í KVÖLD og á mánudag- inn sýnir Filmundur Some Like It Hot sem oft hefur verið talin besta gaman- mynd sem nokkru sinni hefur verið gerð. Banda- ríska kvikmyndastofnunin kaus hana til dæmis nýlega bestu gamanmynd allra tíma. Með aðalhlutverk fara Jack Lemmon, Tony Curtis og Marilyn Monroe. Eins og kunnugt er lést Jack Lemmon fyrr á þessu ári og er óhætt að hann eigi stórleik í Some Like It Hot. Einnig er gaman að geta þess að Marilyn Monroe hefði orðið 75 ára á þessu ári. Til eru margar sögur af erfiðleikum leikstjórans Billy Wilder þegar kom að því að fá Monroe til þess að muna einföldustu setningar í handritinu og þegar verst lét þurfti að taka einstaka atriði með henni allt að 60 sinnum. En fyrirhöfnin borgaði sig, og eru flestir sammála um það að Mari- lyn Monroe hafi aldrei ver- ið betri. Some Like It Hot gerist í Bandaríkjunum á þriðja áratugnum og segir frá vin- unum Joe og Jerry sem báðir eru tónlistarmenn. Áfengisbannið er í fullu gildi og því erfitt fyrir tón- listarmenn að fá fasta vinnu og eiga í sig og á. Kvöld eitt, þegar enn einum ólöglega skemmtistaðnum sem þeir spila á hefur verið lokað, verða þeir vitni að hinum svokölluðu Valentínusar- dagsmorðum. Mafían stendur að baki voðaverk- unum og vill hún vitnin að sjálfsögðu feig og sjá fé- lagarnir sér þann kost vænstan að bregða sér í konulíki og fá vinnu í kvennahljómsveit sem á að halda í tónleikaferðalag til Flórída næsta morgun. Fé- lagarnir komast að því, að það er ekki auðvelt að vera kvenkyns, og koma upp ýmis vandamál sem þeir voru ekki búnir að sjá fyrir, allt frá tæknilegum örðug- leikum í meðhöndlun hárra hæla til mikillar baráttu við fjölþreifni kynbræðra þeirra. Framvindan verður sífellt flóknari og jafnframt fyndnari, þar sem Joe, eða Josephine, verður ástfang- inn af drykkfelldri söng- konu og ukuleleleikara hljómsveitarinnar, Sugar Kane og Jerry, eða Daphne, á aftur í mesta basli við að bægja frá sér athygli milljónamærings í Flórída sem hefur aldrei séð aðra eins fótleggi. Sjötta áratugarins er engan veginn minnst sem blómaskeiðs í kvikmynda- iðnaði Bandaríkjanna, tími hinna stóru stúdíómynda var að renna sitt skeið á enda, og margir voru hræddir um að nú myndi sjónvarpið taka völdin í þessum heimi. Some Like It Hot er barn þessa tíma og markar í margföldum skilningi nýja og spennandi tíma. Leikið er með tví- ræðni og niðurnjörvaðar hugmyndir manna um kyn- hlutverk, -hneigð og -gervi. Önnur vandmeðfarin um- fjöllunarefni koma til sög- unnar, nefna mætti áfeng- issýki, atvinnuleysi og mafíustarfsemi. Þannig rambar myndin ávallt á barmi þess sem ekki má tala um og viðteknum gild- um kollvarpað í sífellu. Some Like It Hot hlaut fjölda verðlauna á sínum tíma, var meðal annars til- nefnd til sex óskarsverð- launa. Því miður átti hún í höggi við Ben Húr, en fáar myndir hafa verið jafn far- sælar á óskarsverð- launahátíðum, og því hlaut Some Like it Hot aðeins eina styttu, fyrir búninga- hönnun. Some Like It Hot verður sem fyrr segir sýnd í kvöld og á mánudaginn kl. 22.30 í Háskólabíói. Miðaverð er enn sem áður 500 kr. fyrir Filmundarmeðlimi en al- mennt verð er kr. 800. Hægt er með auðveldum hætti að gerast meðlimur í Filmundi í miðasölu Há- skólabíós. Enginn er fullkominn Lemmon, Curtis og Monroe í Some like it Hot. Filmundur sýnir gamanmyndina sígildu Some Like it Hot Reuters LEIKARINN Harvey Keitel kvæntist nýlega unnustu sinni, Daphne Kastner, á þaki Beit Shmuel-hallarinnar í Jerúsalem. Keitel og Kastner, sem er af ísraelsku bergi brot- in, buðu aðeins nánustu ættingjum og vinum til athafnarinnar. Hjónin fóru með brúðkaupsheitin í hunangsgulri birtunni frá Davíðsturninum í Jerúsalem með glæsilegt útsýni yfir borgina. Keitel sagðist hæst- ánægður með dvöl sína í Ísrael og þakkaði lands- mönnum góðar móttökur. Keitel giftir sig uppi á þaki Hin fyrrnefnda er í umsjón Freds Durst úr Limp Bizkit og inniheldur fjölda rokkara, allt frá Bono til Stone Temple Pilots en hipp- hopp-jöfurinn Jermaine Dupri hefur veg og vanda af seinni og nýtur aðstoðar nokkurra af vinsælustu poppurunum í dag. Paul McCartney hefur skipulagt góðgerð- artónleika sem haldnir verða í Madison garði í New York 20. október þar sem hann nýtur aðstoðar nokkurra af helstu tónlist- armönnum sögunnar, þ.á m. The Who, eft- irlifandi liðsmanna Led Zeppelin, Bruce Tími góðgerðartónleika Skemmtanaiðnaðurinn hefur verið duglegur að styðja við bakið á fórn- arlömbum hryðjuverk- anna í Bandaríkunum. Þegar hefur verið greint frá lögum sem gefin verða út til styrktar þeim, þ.á m. einu sem Michael Jackson hefur haft veg og vanda af og öðru, „What’s Going On“ Marvins Gayes, sem gefið verður út í tveimur útgáfum, rokk- og sálarútgáfu. Springsteen og gamla erkifjand- ans Micks Jaggers. Jagger, sem gefur út nýja sóló- plötu á næstu dögum, verður held- ur betur önnum kafinn þessa helgina því hann hefur fallist á að koma fram á öðrum góðgerðartón- leikum sem haldnir verða degi síð- ar, 21. október, í Washington- borg. Tónleikarnir munu standa yf- ir í hvorki meira né minna en átta klukkustundir en þótt Jagger sé með ótrúlegt úthald þá er honum ekki ætlað að þrauka á sviðinu all- an tímann. Honum til fulltingis hafa því verið fengnar risaeðlur á borð við Aerosmith og Kiss. Einn- ig bendir allt til þess að Michael Jackson, Ricky Martin, Aaron Carter, James Brown, Al Green og keppinautarnir ’N Sync og Backstreet Boys stígi á svið. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Sameinuð stöndum vér“ og renn- ur allur ágóðinn til hjálparstofn- ana sem lagt hafa fórnarlömbum hryðjuverkanna lið. Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8 og 10.10. Frá leikstjóra Romeo & Juliet. Stórkostleg mynd með mögnuðum leikurum og frábærum lögum Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com Empire FRUMSÝNING FRUMSÝNING FRUMSÝNING Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. MOULIN ROUGE! MOULIN ROUGE!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.