Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 31
Norræna húsið Fimmtudagur Dagurinn er helgaður skólabörn- um. Kl. 9–13: Í söguherbergi í sýn- ingarsal. Nemendum úr 7. bekk grunnskólanna verður boðið að koma og hitta norræna höfunda sem verða með óvænta uppákomu og síð- an mun Kristín Jóhannesdóttir, kennsluráðgjafi í Norræna húsinu, leiða nemendur um ævintýrasýningu Sjöunda himinsins, Köttur úti í mýri. 9.00: Sigrún Eldjárn og Bent Hall- er. 9.45: Guðrún Helgadóttir og Hannele Huovi. 10.30: Kristín Steinsdóttir og Tor Åge Bring- sværd. 11.15: Hallfríður Ingimund- ardóttir og Rakel Helmsdal. 12: Elín Elísabet Jóhannsdóttir og Ulf Stark. Kl. 14–17: Í söguherbergi í sýning- arsal. Nemendum í sænsku og norsku í 10. bekk ásamt framhalds- skólanemum í 1. og 2. bekk verður boðið í bókmenntaspjall og á upp- lestur á dönsku, sænsku og norsku. 14: Bent Haller. 14.45: Rakel Helms- dal. 15.30: Ulf Stark. 16.15: Tor Åge Bringsværd. Kl. 20–21.30: Rithöfundakynning í sal Norræna hússins. Kynntir verða höfundarnir Bent Haller frá Dan- mörku og Rakel Helmsdal frá Fær- eyjum. Umsjón: Jens Lohfert Jørg- ensen og Lise Hvarregaard, sendi- kennarar í dönsku við Háskóla Íslands, http://www.nordice.is/is- lenska/barnabokkynn.html. Á meðan á hátíðinni stendur munu liggja frammi upplýsingar um nor- rænu barnabókmenntastofnanirnar og auk þess geta gestir nálgast bækling þar sem búið er að taka saman lista yfir norrænar barna- og unglingabækur sem hafa „ferðina“, í víðasta skilningi þess orðs, sem þema. Ókeypis aðgangur á alla dagskrár- liði hátíðarinnar. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 31 „ÉG ann Mozart sem Messíasi tón- listarinnar. Það er sannfæring mín að hann sé tákn háleitustu fegurðar sem í tónlist býr. Enginn hefur sem hann komið mér til að gráta og titra af hrifningu í vitundinni um návist þess sem við nefnum hina æðstu hugsýn. Mér er allt jafn- hjartfólgið sem hann gerði, því að við unnum öllu hjá þeim sem við elskum af öllu hjarta. Önnur tón- skáld eru geislar þeirrar sólar er við nefnum Mozart.“ Tsjaíkovskíj, sem var tónskáld síðustu sinfóníutónleika skrifaði þetta um tónskáld næstu sinfón- íutónleika, Wolfgang Amadeus Mozart, en á tónleikum í Há- skólabíói í kvöld kl. 19.30 verða ein- göngu leikin verk eftir þessa elsk- uðu sól Tsjaíkovskíjs. Víst var Mozart snillingur, og hæfileikar hans í tónlistinni varla viðjafn- anlegir. Samt sem áður var líf hans enginn dans á rósum frekar en líf Tsjaíkovskíjs, og hæfileikar hans fengu ekki alltaf að njóta sann- mælis vegna persónu hans. Sambandið við Mozart orðið langt Gestur tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í kvöld er franski pí- anóleikarinn og stjórnandinn Phil- ippe Entremont, sem er einn virtasti tónlistarmaður samtímans, og einn mesti túlkandi okkar daga á verkum Mozarts og reyndar einn- ig á verkum Tsjaíkovskíjs. Entre- mont stjórnar hljómsveitinni á tón- leikunum í kvöld, en hann verður einnig einleikari í Píanókonsert nr. 23 KV488. Þegar blaðamann bar að garði í gær, var verið að æfa ball- etttónlist úr óperunni Idomeneo, en hún er sjaldan leikin miðað við aðra tónlist Mozarts. Entremont er mjög ánægður eftir æfinguna í gær, upp- rifinn af tónlist Mozarts og leik hljómsveitarinnar. Hann er afar viðmótsþýður og elskulegur, – sennilega er það Mozart sem á sinn þátt í því. „Ég hef alltaf sagt: Það er Mozart og svo eru það hin tón- skáldin,“ segir hann og hlær inni- lega og þá sláum við því bara föstu að það sé Mozart sem skapi þetta hlýja geð. Reyndar er Entremont þekktur um allan heim að því að vera alveg sérstaklega ljúfur og skemmtilegur tónlistarmaður, og þegar það fer saman við góðar músíkgáfur er vel skiljanlegt hversu eftirsóttur hann er. Þegar hann er inntur eftir sínu sérstaka sambandi við Mozart, verður brosið enn breiðara og svarar: „Já, þetta segja sumir, – að við eigum í sér- stöku sambandi, og ég get sagt þér að það er satt, og sambandið er orð- ið langt.“ Aðspurður um píanó- konsertinn sem hann leikur með hljómsveitinni jafnframt því að stjórna, og önnur verk á efnis- skránni, segir hann að það sé mikil heppni fyrir heiminn að eiga þessi verk Mozarts. „Hann samdi öll þessi ósköp, meira en 600 verk. En ég verð að segja fyrir mig, að mér finnst píanókonsertarnir standa uppúr verkum hans, – með óp- erunum. Hugsaðu þér alla þessa pí- anókonserta eftir aðeins eitt tón- skáld, – og það svona gott. Þetta eru óviðjafnanleg tónverk. Og það er mikið, mikið lán fyrir mig að fá að taka þátt í flutningi þeirra, bæði sem píanóleikari og stjórnandi.“ Entremont segir píanókonsertinn sem hann leikur á tónleikunum í kvöld einstakt verk. „Þetta er auð- vitað einn af þekktustu konsertum Mozarts, en hann er jafnramt líka sérstakur fyrir það hvað Mozart er þarna venju fremur ljúfur, og mel- ódísk snilld hans rís þarna hátt. Þetta er yndislega fallegt verk, og eitt af hans allra bestu, og hrein- lega einn af bestu píanókonsertum sem til eru.“ Engan sullugang, takk! Balletttónlistin úr Idomeneo heyrist ekki oft á tónleikum, og Entremont segist ekki kunna neina einhlíta skýringu á því, þar sem þetta sé einstaklega falleg tónlist. „Kannski er það vegna þess að ball- etttónlistinni er oft sleppt úr óp- erunni, og fólk þekkir hana því lít- ið. Ballettinn er um 25 mínútur í flutningi, en ég leik oftast aðeins fyrsta hlutann. Nú svo gæti þetta líka heyrst sjaldan, vegna þess að hljómsveitir og hljómsveitarstjórar eru svo upptekin af því að leita að óperuforleikjum til að leika með stærri hljómsveitarverkunum. Við erum alltaf að heyra forleikina að Brúðkaupi Fígarós, Don Giovanni og jafnvel að Idomeneo, – en mér finnst þessi ballettmúsík henta jafn- vel betur, þetta er stórkostleg tónlist.“ Þótt balletttónlistin úr Idomeneo heyrist ekki oft, er ekki hægt að segja það sama um Sinfón- íu nr. 40 í g-moll K 550. Ætli það sé ekki bara best þekkta verk allrar klassískrar tónlistar. Verk sem allir kannast við. „Jú, og við höfum heyrt það í ótal útgáfum og alls konar sullugangi, jafnvel fyrir mer- engue og salsasveitir og í misvel lukkuðum poppútgáfum. En vin- sældirnar eru bara svona miklar; – það vilja allir eiga þetta verk, eins og C-dúr konsertinn nr. 21, sem var kenndur við Elviru Madigan, af því að hann heyrðist í kvikmynd um Elviru Madigan. En sinfónían ég segi það bara enn, – hún er stór- kostlegt verk, og lang dramatískust af sinfóníum Mozarts. Og hún verð- ur að vera spiluð þannig. Hún er mikið drama, allt frá fyrstu nótu til þeirrar síðustu. Það er mikil þján- ing í sinfóníunni og ég elska hana mjög; – sé hún túlkuð þannig, – dramatískt, og ekki með þeirri kærulausu og bragðlausu væmni sem við heyrum stundum.“ Philippe Entremont fæddist í Reims í Frakklandi árið 1934. Faðir hans var óperustjórnandi og móðir hans píanisti. Snemma var ljóst að honum höfðu verið gefnir miklir tónlistarhæfileikar og hann var ein- ungis 12 ára gamall þegar honum var veitt innganga í Parísarkons- ervatóríuna. 1953 hlaut Entremont fyrstu verðlaun í virtri píanókeppni sem kennari hans, Marguerite Long, og Jacques Thibaud stóðu fyrir. Hann segist sjálfur hafa verið lítið gefinn fyrir að taka þátt í keppnum, en því verður ekki á móti mælt að þessi sigur opnaði honum margar dyr í tónlistarheiminum. Hann vann sér smám saman nafn sem einn fremsti píanóleikari sinnar kynslóðar og kom fram með mörgum af þekkt- ustu hljómsveitum og stjórnendum heims. Á áttunda áratugnum tók Entre- mont sér tónsprota í hönd og hefur síðan starfað sem hljómsveit- arstjóri, samhliða píanóleiknum. Hann var aðalstjórnandi Kamm- ersveitar Vínarborgar um fimmtán ára skeið og er enn álitinn andlegur leiðtogi þeirrar sveitar. Á níunda áratugnum gegndi hann stöðu að- alstjórnanda hjá sinfóníuhljóm- sveitunum í New Orleans (1981-86) og Denver (1986-89) og hann er nú aðalstjórnandi Hollensku kamm- ersveitarinnar. Hann hefur einnig komið fram sem gestastjórnandi með ýmsum framúrskarandi hljóm- sveitum í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Á efnisskrám tónleika hans er jafnan að finna píanókons- ert, sem hann stjórnar frá píanóinu. „Þannig fæ ég að minnsta kosti að sitja hluta af tónleikunum,“ segir hann. Entremont hefur spilað og hljóð- ritað megnið af píanótónlist landa sinna Debussys og Ravels, en hann er ekki síður dáður fyrir túlkun sína á píanó- og hljómsveitartónlist manna á borð við Beethoven, Haydn Tsjaíkovskíj og Brahms, að Mozart ógleymdum. Ekki góð hljómsveit sem spilar ekki Mozart vel Þegar samtali Entremonts og blaðamanns var lokið, hvíslaði stjórnandinn frægi því í eyrað á blaðamanninum að sér þætti Sin- fóníuhljómsveit Íslands aldeilis fín. Hann var að sjálfsögðu upplýstur um það að á síðustu tónleikum, þar sem leikin voru verk eftir Tsjaík- ovskíj, hefði sveitin leikið undravel og fallega. „Ja, það er nú ekkert að marka það. Það geta allar hljóm- sveitir spilað Tsjaíkovskíj. Það er ekki fyrr en þær geta spilað Mozart vel að þær eru orðnar virkilega góðar, og það er þessi hljómsveit sannarlega!“ „Það er Mozart og svo eru það hin tónskáldin“ Morgunblaðið/Jim Smart Philippe Entremont, einn mesti Mozarttúlkandi okkar daga, stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld og leikur jafnframt einleik á píanó. Bókakynning á Súfistanum LJÁÐU þeim eyra er yfirskrift skemmtidagskrár í kvöld kl. 20, á Súfistanum, bókakaffi í verslun Máls og menningar við Laugaveg. Kynnt- ar verða væntanlegar bækur Máls og menningar, Forlagsins, Vöku- Helgafells, Almenna Bókafélagsins og geislaplötur frá Óma. Lesið verður úr eftirtöldum verk- um: Giorgio Bassani: Gullspanga- gleraugun, André Kaminski: Sjáumst að ári í Jerúsalem, Salman Rushdie: Jörðin undir fótum hennar, Treichel: Hinn týndi og Kerstin Ek- man: Miskunnsemi guðs. Dagskrá af þessu tagi verður á fimmtudagskvöldum fyrst um sinn en í nóvember bætast þriðjudags- kvöldin við. Verslun Máls og menn- ingar mun líka standa fyrir upplestri og fyrir börn á laugardögum kl. 11. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.