Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þá sagði Össur einsýnt að við nú-verandi aðstæður hefði út-boðsgengið á hlutabréfum fyr- irtækisins verið of hátt og spurði hvers vegna ekki hefði verið farið að ráðum markaðarins og þess aðila sem séð hefði um útboðið, Búnaðarbanka Íslands. Össur gagnrýndi aukinheldur þá aðferð að selja eigi kjölfestufjárfesti 25% hlut í fyrirtækinu eftir almennt útboð og sagði slíkan fjárfesti fá þannig mikinn aflsátt og væri þannig í raun að fá tækifæri til þess að kaupa fyrirtækið á lægra verði en litlu fjár- festarnir á fyrri stigum útboðsins. Þetta hafi valdið ákveðinni óvissu og valdið því að lífeyrissjóðirnir hafi ekki treyst sér til þátttöku. Hvaða siðareglur gilda um einkavæðingarnefnd? Össur beindi athyglinni einnig að nýjustu fréttum af því að forstjóri Símans væri kominn í frí þar til kjöl- festufjárfestirinn væri fundinn. Sagði hann allt það mál mikinn hráskinna- leik. „Ég kvarta ekki undan því hvernig hann og raunar stjórn fyrirtækisins hefur haldið á hlut mínum og skatt- borgaranna í því fyrirtæki. Það hefur satt að segja tekist býsna vel. Nú er forstjóri Símans sendur í frí þótt hann hafi losað um umdeilanleg tengsl til þess að sýna góða reglu á hlutunum við einkavæðinguna og það er prýði- legt fordæmi. Eða er það kannski ekki fordæmi? Hvaða siðareglur gilda um einkavæðingarnefndina sjálfa?“ Össur benti á að Hreinn Loftsson, formaður nefndarinnar, væri einnig stjórnarformaður í fimmta stærsta fyrirtæki landsins og eignarhalds- félag á vegum þess sem hann væri líka stjórnarformaður í, fjárfest beint eða óbeint í ýmsum óskráðum fé- lögum sem starfa á sviðum sem væru skyld starfsemi Landssímans. Spurði hann samgönguráðherra því hvort ekki þyrftu að gilda skýrar siðareglur líka fyrir þá sem sitja í einkavæðing- arnefnd og veita henni forstöðu, alveg eins og forstjóra Símans, til þess að koma í veg fyrir að árekstrar geti hugsanlega komið upp í framtíðinni. Ráðherra segir verðmatið vandað Sturla Böðvarsson (D), samgöngu- ráðherra, benti á að aðdragandi sölu Símans og allur undirbúningur hefði verið afar vandaður. Vel á þriðja þús- und einstaklingar hefðu skráð sig fyr- ir hlut, þar af fleiri en 600 starfsmenn fyrirtækisins. Þá sýni sautján fyrir- tæki og sjóðir því áhuga að gerast kjölfestueigendur í Símanum, sem sýni hversu fyrirtækið sé talið góður fjárfestingarkostur hjá þeim sem þekki fjarskiptaheiminn hvað best. „Ég verð að viðurkenna að ég er sáttari við þá gagnrýni sem ég hef setið undir fyrir hátt verð, en væri ég sakaður um að standa fyrir sölu á Símanum fyrir of lágt verð,“ sagði hann og lagði áherslu á að Síminn væri mikils virði, hvað sem þingmenn stjórnarandstöðu eða einstakir sér- fræðingar á fjármálamarkaði segðu. Nefndi hann til marks um það að nú færu bréf í fyrirtækinu á genginu 6,1 á Tilboðsmarkaði Verðbréfaþingsins, miðað við gengið 5,75 til almennings á dögunum. Þá sagði ráðherra meginástæðu þess að ekki hafi verið selt sl. vor, hafa verið þá að Eftirlitsstofnun EFTA hafði þá ekki skilað áliti sínu um meintan ríkisstuðning við Símann vegna kæru Tals hf. Sagði hann að þá sögu ættu þingmenn Samfylkingar- innar að þekkja. Ríkisstjórnin hefði ekki talið forsvaranlegt að taka þá áhættu og skapa óvissu um virði fyr- irtækisins vegna meðferðar ESA. Undir lok júlí hafi jákvæð niðurstaða borist frá Eftirlitsstofnuninni og sér- fræðingar hefðu metið það svo að haustið væri heppilegur tími fyrir söl- una. Ekki umhyggja fyrir öðrum símafyrirtækjum „Allt tal um að umhyggja fyrir öðr- um símafyrirtækjum hafi ráðið þeirri ákvörðun að selja í haust er tilraun til þess að sverta pólitíska andstæðinga og málflutningur sem ekki er sæm- andi formanni Samfylkingarinnar,“ sagði Sturla ennfremur. Jón Bjarnason (Vg) sagði í um- ræðunni að Vinstri grænir hefðu alla tíð verið andsnúnir einkavæðingu Landssímans og væru það enn. Nefndi hann sérstaklega hið mikla ör- yggishlutverk fyrirtækisins og sagði ekki rétta tímann nú að sýna gáleysi í öryggismálum. „Þjóðin hafnaði þess- ari sölu,“ sagði Jón og hvatti stjórn- völd til þess að láta staðar numið og endurmeta einkavæðingaráformin í heild sinni. Hjálmar Árnason (B) var ekki sam- mála því að einkavæðingin væri óskynsamleg. Hann sagði að tæplega 50 fyrirtæki væru nú starfandi á ís- lenskum fjarskiptamarkaði og þar ríkti „bullandi samkeppni“. Ákvörðun Alþingis um sölu Símans lægi fyrir og halda þyrfti því áfram samkvæmt áætlun. Hjálmar gagnrýndi stjórnarand- stöðuna harðlega fyrir neikvæðni gagnvart sölu Landsímans. Sagði hann sölu hlutabréfa byggjast að miklu leyti á huglægu mati kaupand- ans og velti því upp hvort upphróp- anir og yfirlýsingar hennar ættu þátt í því að dregið hefði úr tiltrú almenn- ings. Sagði hann framkomu stjórnar- andstöðunnar hafa verið með ólíkind- um og ábyrgð hennar væri mikil á því að skaða hagsmuni ríkissjóðs. Spurning um trúverðugleika Bryndís Hlöðversdóttir (S) kvaðst vonast til þess að ferlið við sölu Sím- ans myndi ekki skaðast frekar en þegar væri orðið. Benti hún á að for- stjóri fyrirtækisins hefði nú vikið tímabundið vegna trúverðugleika út- boðsins og benti hún á að formaður einkavæðingarnefndar hefði tekið undir gagnrýnina í fjölmiðlum. Hann hefði orðað það svo að ferlið þyrfti ekki aðeins að vera hlutlaust, heldur þyrfti það að virðast það líka. Undir þetta sagðist Bryndís geta tekið, enda snerist umræðan um trú- verðugleika. Velti hún því upp hvort tvöfalt hlutverk formanns einkavæð- ingarnefndar, annars vegar við að selja eignir ríkisins, og hins vegar sem mikilvirkur í persónulegum við- skiptum á markaði væri trúverðugt. „Aftur komum við að trúverðug- leikanum,“ sagði Bryndís og sagði augljóst að sá einstaklingur sem hefði það mikilvæga hlutverk að stýra viða- mikilli sölu ríkiseigna og hefði mikið um það að segja hvernig þær færu á almennan markað, væri hafinn yfir gagnrýni af þessu tagi. Ella sé trú- verðugleiki ríkisstjórnarinnar og einkavæðingaráformanna fyrir lítið. Átti ríkissjóður blákalt að valta yfir allt? Athygli vakti í umræðunni, að tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu útboð Íslandssíma sl. vor að umtals- efni, þrátt fyrir orð ráðherra um að umhyggja fyrir öðrum símafyrirtækj- um hafi ekki ráðið ákvörðun um að selja bréf í Símanum á sama tíma sl. vor. Guðmundur Hallvarðsson, nýr for- maður samgöngunefndar, sagði þannig að ef bréf í Símanum hefðu verið seld sl. vor hefði það ekki ein- göngu skaðað Íslandssíma heldur hefði það getað haft slæm áhrif á fjar- skiptamarkaðinn í heild sinni. Sagði hann það dæmigert fyrir þingmenn af vinstri vængnum að taka ekki tillit til þeirra sem væru að fóta sig á mark- aðnum, en hugsa heldur eingöngu þröngt um málið. „Átti ríkissjóður blákalt að valta yfir allt og alla í vor?“ spurði Guðmundur. Þorgerður K. Gunnarsdóttir tók í sama streng og sagði markmið einka- væðingar ríkisfyrirtækja ekki vera að valta yfir þá samkeppnisaðila sem væru að fóta sig á annars viðkvæmum og krefjandi markaði, heldur að styrkja og efla samkeppnisumhverfið. Krafa Samfylkingar um útboð á sama tíma og annað fyrirtæki væri að reyna að festa sig í sessi, lýsti miklu skiln- ingsleysi og vanþekkingu á sam- keppnismarkaði. Vegna þessa lét Össur Skarphéð- insson þess getið að stjórnarandstað- an hefði ekki heyrt slíkar ræður þeg- ar Tal hf. hefði verið sett á markaðinn á sínum tíma. Þá hefðu ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki komið og haldið stólparæður um það hversu mikilvægt væri að hjálpa því fyrirtæki og eigendum þess að koma sér fyrir á markaðnum. Áhugaleysi lífeyrissjóðanna sérstakt rannsóknarefni Guðmundur Hallvarðsson gagn- rýndi lífeyrissjóðina í landinu reyndar harkalega í sinni ræðu og sagði sér- stakt rannsóknarefni hversu fálm- kennd fjárfestingarstefna þeirra virt- ist vera. „Mýmörg dæmi um fjárfestingar í erlendum fyrirtækjum, sem lífeyrissjóðirnir hafa tekið þátt í, er með nokkuð sérstökum hætti, þar sem sjóðirnir hafa hvorki þekkt haus né hala á þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fjárfest í, t.d. í Bandaríkjunum,“ sagði hann. Ögmundur Jónasson (Vg) lét ber- lega í ljós áhyggjur sínar af væntan- legum eigendum Landssímans og sagði: „Með fullri virðingu fyrir Guð- mundi Franklín Jónssyni, fjárfesti í New York, og með fullri virðingu fyr- ir Símanum á Möltu brá mér í brún morguninn sem landsmenn fengu þær fréttir að þessir aðilar ásamt öðr- um kæmu til greina sem kjölfestu- fjárfestir í Landssíma Íslands.“ Ögmundur sagði að slíkir aðilar ættu að koma í stað þeirrar kjölfestu sem núverandi eigandi fyrirtækisins væri, íslenska þjóðin. „Síminn stendur fyrir sínu“ Vegna þessa sagði Sturla Böðvars- son að engum hefði sérstaklega verið boðið að vera kjölfestufjárfestir, held- ur hefðu fyrirtæki sóst eftir því. Ekki hefði verið fallist sérstaklega á þeir aðilar, sem Ögmundur nefndi, gerðu tilboð. Sagði hann það vera fullkom- lega óeðlilegt að láta að því liggja að verið væri að sækjast eftir einum að- ila frekar en öðrum. Sagði Sturla að ríkisstjórnin myndi halda sínu striki í einkavæðingará- formum sínum. „Síminn stendur fyrir sínu,“ sagði hann. Harðar umræður á Alþingi um sölu á hlutafé ríkisins í Landssímanum Trúverðugleiki for- manns einkavæðingar- nefndar dreginn í efa Hart var tekist á um sölu á hlutafé ríkisins í Símanum við umræður utan dagskrár á Al- þingi í gær. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með umræðunni, þar sem m.a. kom fram af hálfu stjórnarandstöðu hörð gagnrýni á formann einkavæðingarnefndar ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið/Þorkell Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi í umræðunum um sölu Símans. bingi@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, var máls- hefjandi í umræðunni og gagnrýndi hann í upphafi harðlega hvernig til hefði tekist með fyrstu skrefin í einkavæðingu Landssímans. Tók hann þar m.a. til verðmat félagsins, tímasetningu sölunnar og sölu- aðferðina sjálfa. Gagnrýndi Össur harkalega að Síminn skyldi ekki hafa verið seldur þegar markaðurinn fór með himinskautum á sínum tíma og óskaði svara á því hver bæri ábyrgð á því og hefði ráðið því að sölunni var frestað fyrr á árinu. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Hreini Loftssyni hrl., formanni framkvæmdanefndar um einka- væðingu: „Vegna ummæla Össurar Skarphéðinssonar og fleiri þingmanna Samfylkingarinnar um undirritaðan í utandag- skrárumræðum um málefni Landssímans fyrr í dag vil ég taka fram eftirfarandi: Ég er hvorki sjálfur né félög sem ég tengist þátttakandi í því söluferli sem nú stendur yfir á vegum framkvæmdanefndar um einkavæðingu f.h. sam- gönguráðherra og miðar að því að selja 25% hlut í Landssíman- um til kjölfestufjárfestis. Þá er ég ekki í neinum tengslum, hvorki beinum né óbeinum, við nokkurn þeirra aðila sem til- kynnt hafa um þátttöku í sölu- ferlinu, annast hvorki upplýs- ingagjöf til þeirra eða samskipti að einu eða neinu leyti. Við söluna er fylgt skýr- um reglum sem kynntar hafa verið opinberlega og hlutverk framkvæmdanefndar um einka- væðingu er að tryggja að eftir þeim sé farið í hvívetna.“ Yfirlýsing frá Hreini Loftssyni Ekki tengdur þátttakend- um í útboði Símans 9. þingfundur hefst á Alþingi í dag kl. 10.30. Á dagskrá eru eftirtalin mál: Fjáraukalög 2001, lagafrumv. Heimild til að staðfesta samþykkt um alþjóðareglur til að koma í veg fyrir árekstra á sjó. Rafræn eignarskráning verðbréfa. Samningsgerð, umboð og ógildir löggerningar. Iðnaðarlög. FJÓRIR þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um versl- un með áfengi og tóbak. Með frum- varpinu er lagt til að opnað verði fyrir smásöluverslun með áfenga drykki á vegum fleiri aðila en Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins, ÁTVR. Vilhjálmur Egilsson er fyrsti flutn- ingsmaður frumvarpsins. Í því er lagt til að ÁTVR skuli framselja einkaleyfi sitt til smásölu áfengis samkvæmt áfengislögum til verslana sem upp- fylla tvenns konar skilyrði, annars vegar að hafa fengið leyfi sveitar- stjórnar til reksturs á áfengisútsölu og hins vegar að rekstraraðili versl- unar, sem fyrst og fremst versli með aðrar vörur, uppfylli ákveðin skilyrði, m.a. um hillurými. Í greinargerð með frumvarpinu segir að nú sé svo komið, að viðskipta- vinir geri sífellt harðari kröfur um eðlilegan aðgang að vörunni, enda sé neysla áfengis fyllilega lögleg eftir að tilskildum aldri er náð. „Sífellt fleiri viðskiptavinir vilja ekki vera neyddir til viðskipta við ÁTVR og taka ekki undir þá skoðun að viðskipti þeirra séu slíkt vandamál að það þarfnist einokunar ríkisins á þeim,“ segir í frumvarpinu. Þar er þess einnig getið að með því sé ekki gert ráð fyrir að ÁTVR verði lögð nið- ur, en ætla megi að samkeppnisstaða einokunarsölunnar versni nokkuð við þessa breytingu. Tíminn einn leiði svo í ljós hvort fyrirtækið verði sam- keppnisfært í þeirri takmörkuðu sam- keppni sem það þurfi að takast á við. Sérstaklega megi þó reikna með að breyting verði til batnaðar fyrir kaup- endur vörunnar í hinum fámennari byggðum á landsbyggðinni sem hing- að til hafi mátt þola grófa mismunun af hálfu ÁTVR. Fleiri fái að selja áfengi en ÁTVR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.