Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 25
RÁÐIST GEGN HRYÐJUVERKAMÖNNUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 25 ALÞJÓÐLEG samtök ritstjóra og stjórnenda á sviði fjölmiðlunar hafa sent Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, bréf þar sem lýst er yfir vaxandi áhyggjum af því að stjórnvöld þar vestra leitist við að hafa áhrif á streymi frétta frá Mið- Austurlöndum. Vísað er til þess að samtökunum, sem nefnast á enskri tungu Interna- tional Press Institute (IPI), hafi borist upplýsingar þess efnis að em- írinn í Qatar, Sheik Hamid bin Khlaifa al-Thanoif, hafi fengið ákveðin tilmæli frá bandaríska utan- ríkisráðuneytinu þar sem þess sé farið á leit að hann beiti skriðþunga stjórnar sinnar til að hafa áhrif á fréttaflutning al-Jazeera-sjónvarps- stöðvarinnar. Stöð sú er í Qatar og njóta útsendingar hennar vinsælda í mörgum arabaríkjum. Utanríkisráðuneytið hafi vísað til þess að stöð þessi hafi endursýnt gamalt bandarískt sjónvarpsviðtal við Osama bin Laden og að sérfræð- ingar andvígir Bandaríkjunum hafi fengið tækifæri til að opinbera þar skoðanir sínar. Í bréfinu segir að emírinn hafi staðfest að slík afskipti af hálfu bandaríska utanríkisráðuneytisins hafi átt sér stað. Talsmenn sjón- varpsstöðvarinnar haldi því fram að þeir freisti þess að gæta hlutleysis í hvívetna. Þannig hafi jafnlöngum tíma verið varið til að kynna annars vegar sjónarmið Afgana og Banda- ríkjamanna í fréttatímum. Í bréfi IPI til Powells er þess enn- fremur getið að utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hafi reynt að koma í veg fyrir að viðtalið við Mohammed Omar, leiðtoga talibana í Afganist- an, yrði sent út á bylgjum útvarps- stöðvarinnar Voice of America. Richard Boucher, talsmaður utan- ríkisráðuneytisins, hafi sagt að þar á bæ teldu menn ekki réttlætanlegt að birta viðtalið þar sem „banda- rískir skattborgarar greiddu kostn- aðinn. . . Við teljum ekki að leiðtogi talibana eigi heima í þessari út- varpsstöð“, hafi talsmaðurinn sagt. IPI segir að tilraunir til að hefta fréttaflutning frjálsar sjónvarps- stöðvar í erlendu ríki feli í sér brot gegn sjálfstæði fjölmiðla og stefni frelsi þeirra í hættu. Sjálfstæði fjöl- miðla fylgi að þeir birti iðulega fréttir sem séu óþægilegar eða end- urspegli umdeild viðhorf. Tvenns konar nálgun IPI lýsir einnig yfir áhyggjum sínum sökum þess að hugsanlegt sé að utanríkisráðuneytið bandaríska sé að reyna að þróa fram tvenns konar nálgun varðandi fréttir af at- burðum í Mið-Austurlöndum. Sú nálgun feli í sér að vestrænum fjöl- miðlum leyfist að birta fréttir þar sem jafnvægis sé gætt en jafnframt sé leitast við að koma í veg fyrir að slíkar fréttir séu birtar í Mið-Aust- urlöndum. Framganga ráðuneytis- ins brjóti gegn því ákvæði Mann- réttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveði á um „réttinn til að taka við upplýsingum“. Sérstaka furðu veki að ráðuneytið reyni að hafa áhrif á fréttaflutning al-Jaz- eera þar sem Sádi-Arabar og stjórn- völd í Alsír hafi reynt hið sama árið 1999. Furðu veki að Bandaríkin vilji nú skipa sér í þann hóp. IPI hvetur því Colin Powell til að láta af slíkum þrýstingi og leyfa fjöl- miðlum í þessum heimshluta að dreifa eigin efni samkvæmt eigin ritstjórnarstefnu. Afskipti af fjöl- miðlum sögð áhyggjuefni Alþjóðasamtök ritstjóra gagnrýna bandaríska utanríkisráðuneytið Reuters Mynd af bin Laden og Ayman Zawahri (t.v.), leiðtoga Jihad-samtak- anna, sem tekin er úr fréttatíma al-Jazeera-sjónvarpsstöðvarinnar. LEIÐTOGAR afganskra andstæð- inga talibana segja að mikilvægir hlekkir í vörnum talibana hafi eyði- lagst á fyrstu dögum loftárása Bandaríkjamanna og Breta en þær hafi ekki gert sveitum Norður- bandalagsins kleift að blása til stór- sóknar í átt að Kabúl. Um 5–10% Afganistans eru á valdi Norðurbandalagsins og eitt af markmiðum sprengju- og flugskey- taárása Bandaríkjamanna og Breta er að auðvelda bandalaginu að ná Kabúl á sitt vald til að hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn. Leiðtogar Norðurbandalagsins segja að ratsjárstöðvar talibana hafi eyðilagst fyrstu tvo daga árásanna og loftvarnir og flugher þeirra hafi veikst. Flugvöllurinn í Kabúl hafi eyðilagst í mikilli sprengingu. „Geta ekki sigrað með sprengjuárásum“ Nokkrir af herforingjum Norður- bandalagsins sögðust þó hafa orðið fyrir vonbrigðum með að fyrsta lota árásanna hefði ekki gert bandalag- inu kleift að hefja stórsókn gegn stöðvum talibana. Til að mynda hefðu ekki verið gerðar loftárásir á hersveitir talibana við Bagram-her- flugvöllinn norðan við Kabúl, sem er mikilvægur hlekkur í vörnum talib- ana. „Bandaríkjamenn geta ekki sigr- að með sprengjuárásum,“ sagði Haji Almaz, einn af æðstu herfor- ingjum Norðurbandalagsins. „Sprengjuárásir bera ekki mikinn árangur gegn talibönum. Árangur næst með landhernaði og Norður- bandalagið getur náð miklum ár- angri.“ Nokkrir herforingjar snúa baki við talibönum Sveitir Norðurbandalagsins hafa þó getað notfært sér loftárásirnar á nokkrum svæðum. Bandalagið seg- ist hafa náð tveimur héruðum á sitt vald nálægt Mazar-e Sharif, hern- aðarlega mikilvægum bæ í norður- hluta Afganistans. 200 hermenn tal- ibana voru teknir til fanga. Afganska fréttastofan AIP í Pak- istan segir að loftárásir hafi verið gerðar í fyrradag á Mazar-e Sharif og Kunduz, annan bæ á valdi talib- ana nálægt yfirráðasvæði Norður- bandalagsins. Nokkrir af helstu herforingjum talibana hafa fallist á að snúa baki við þeim og ganga til liðs við Norð- urbandalagið. Hermt er að 1.500 hermenn fylgi þeim. Fátt annað bendir til þess að tal- ibanar hafi misst móðinn. Þrátt fyr- ir flótta fyrrnefndra herforingja yfir til andstæðinganna létu aðrir engan bilbug á sér finna. „Bandaríkjamenn eru óvinir allra múslíma,“ sagði einn herforingja talibana þegar hermaður Norður- bandalagsins hafði samband við hann í talstöð og hvatti hann til að snúa baki við talibönum. „Þeir vilja tortíma öllum múslímum. Heilagt stríð okkar við Bandaríkin er rétt að byrja.“ Bandarísk eftirlitsvél varð vör við fjórar herþyrlur talibana sem flugu frá herflugvelli í Paktia-héraði, við landamærin að Pakistan, í fyrradag. Að minnsta kosti þrjár þyrlnanna komust til pakistansks héraðs sem er í nánum menningarlegum og trúarlegum tengslum við talibana. Áhafnir þyrlnanna sögðust hafa viljað koma í veg fyrir að þær yrðu eyðilagðar í loftárásunum. Pakist- anskir hermenn fóru á staðinn og handtóku áhafnirnar. Hermenn fluttir frá Kabúl á næturnar Norðurbandalagið segir að leið- togar talibana sendi hermenn sína í Kabúl að framvarðarlínu norðan við höfuðborgina á næturnar, bæði til að koma í veg fyrir að þeir falli í loftárásunum og hindra að Norður- bandalagið ráðist á borgina. Meira en hundrað liðsflutningabílar sáust fara frá Kabúl á sunnudagskvöld. Morguninn eftir, þegar fyrstu loft- árásunum lauk, voru hermennirnir fluttir aftur til höfuðborgarinnar. Sveitir Norðurbandalagsins gerðu árás á fjallaþorpið Estalif í fyrrakvöld þegar þær höfðu spurnir af því að leiðtogar talibana og jafn- vel Osama bin Laden kynnu að hafa þar náttstað. Ekki hefur þó verið staðfest að bin Laden hafi verið í þorpinu. Herforingjar Norðurbandalags- ins segja að til að loftárásirnar beri tilætlaðan árangur þurfi Banda- ríkjamenn að hafa meira samráð við bandalagið. Almaz kvaðst þó vera vongóður um að Bandaríkjamenn og Norðurbandalagið ynnu saman að því að flæma talibana frá Kabúl. Höfðu ekki fullt samstarf við Norðurbandalagið Abdullah, utanríkisráðherra út- lagastjórnar Norðurbandalagsins, viðurkenndi að Bandaríkjamenn hefðu ekki haft fullt samstarf við hana þegar loftárásirnar voru skipulagðar. Hann bætti þó við að þetta væri ekki mikið vandamál og ekki væri við því að búast að fullt samstarf væri haft við Norður- bandalagið í fyrstu lotu mjög flók- inna hernaðaraðgerða. Abdullah, sem notar aðeins eitt nafn eins og margir Afganar, sagði að Norðurbandalagið myndi hefja sókn í átt að Kabúl þegar fyrstu árásarlotunni lyki. Hann taldi þó „alveg hugsanlegt“ að Norður- bandalagið næði höfuðborginni á sitt vald „innan viku“. Að sögn hans er áætlað að talibanar séu með 6.000 hermenn norðan við Kabúl, þar af um þúsund menn frá Pakistan og arabaríkjum. Talibanar höfðu hótað því að hefja sókn gegn Norðurbandalaginu ef loftárásir yrðu gerðar á Afganist- an, en þeir stóðu ekki við það tvo fyrstu daga árásanna. „Gætu þeir þetta hefðu þeir ekki hikað við það,“ sagði Abdullah. „Þetta er bara hót- un.“ Leiðtogar Norðurbandalagsins um árangurinn af loftárásum síðustu daga Mikilvæg varnarvirki eyðilögð Norðurbandalagið getur ekki enn blásið til sóknar Qalai Sharif. The Washington Post. Reuters Afganskur drengur ríður á asna framhjá skriðdrekum andstæðinga talibana í norðurhluta Afganistans í gær. ALMANNAVARNIR Noregs byrj- uðu í gær að dreifa gasgrímum sem nota á ef hryðjuverkamenn gera efnavopnaárás í landinu. Að sögn Toms Labråtens, yfir- manns almannavarna í Noregi, er ráðgert að dreifa 1.000 gas- grímum sem teknar voru úr birgðageymslu norska hersins. „Þeim verður fyrst dreift til slökkviliðsmanna og björg- unarsveita í Ósló, síðan sjúkra- húsa á svæðinu,“ sagði hann. Þeir fyrstu 34, sem fengu grímur í gær, voru allir starfandi í slökkviliðinu í Ósló. Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten eiga alls 120 menn að fá gasgrímur á næstu dögum og efnt verður til námskeiða fyrir slökkviliðs- og björgunarmenn til að kenna þeim að verja sig og hreinsa hættuleg efni sem kann að verða beitt í hryðjuverkaárásum. Norðmenn og Danir einnig taka hættuna á hugsanlegri lífefna- eða eiturefnaárás mjög alvarlega og ekki síst eftir að fréttir bárust um, að FBI, bandaríska alríkislög- reglan, væri að kanna hvort milt- isbrandstilfellin á Flórída væru hryðjuverk. Hefur sjúkdómurinn dregið einn mann til dauða en annar er á batavegi og býst við að verða heill heilsu eftir viku. Gasgrím- um dreift í Noregi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.