Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÝMSAR uppgötvanir ígrunnrannsóknum hafaleitt til framfara í gigtar-lækningum þrátt fyrir að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um orsakir og eðli þessa sjúkdóma- flokks. Rannsóknastofa í gigtar- sjúkdómum tók til starfa við Land- spítala – háskólasjúkrahús fyrir fimm árum og er þar unnið að grunnrannsóknum með það að markmiði að auka þekkingu á þess- um sjúkdómaflokki og nýta og sam- hæfa þekkingu fagfólks til rann- sókna á þessu sviði. „Við teljum að þrátt fyrir stuttan starfstíma hafi ýmislegt áunnist og mikilvægir áfangar náðst með starf- seminni,“ segir dr. Kristján Steins- son, forstöðulæknir rannsóknastof- unnar, og nefnir sem dæmi rannsóknir á ættlægni rauðra úlfa meðal íslenskra fjölskyldna sem hann segir meðal annars mikilvæg- ar til að auka skilning manna á or- sökum og meingerð ýmissa annarra gigtarsjúkdóma. Árangur og gæði þessara rannsókna endurspeglast í afrakstrinum en auk birtra fræði- greina er verkefnið grunnurinn að þremur prófum, tveir læknar hafa lokið doktorsprófi, annar við lækna- deild Háskóla Íslands og hinn við Karolinska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi og einn líffræðingur hefur lokið meistaraprófi við læknadeild HÍ. Þá hafa fleiri lokið doktorspróf- um vegna annarra rannsókna á sviði gigtarsjúkdóma og þannig fer sífellt stækkandi hópur sérmennt- aðs starfsfólks á þessu sviði. Afmæli og ráðstefna Kristján segir að Rannsókna- stofa í gigtarsjúkdómum sé sú rann- sóknastofa á Landspítalanum sem fyrst hóf starfsemi í nánu sambandi við ákveðna klíníska sérgrein en hún er hluti af gigtarskor Landspít- alans. Segir hann þetta fyrirkomu- lag fyrirmynd að rannsóknastofu í öldrunarfræðum sem ráðgert sé að koma upp svo og krabbameinsmið- stöðinni. Auk Landspítalans standa læknadeild Háskóla Íslands að rannsóknastofunni og Gigtarfélag Íslands sem fagnar 25 ára afmæli um þessar mundir. Verður haldið málþing um gigtarsjúkdóma í tilefni afmælisins á morgun. Lionshreyfingin safnaði um 20 milljónum króna árið 1995 með sölu rauðu fjaðrarinnar sem varð til þess að hægt var að ýta starfseminni úr vör nokkru síðar þegar keyptur hafði verið lágmarkstækjabúnaður og hluti launakostnaðar tryggður til að byrja með. Á rannsóknastofunni starfa auk Kristjáns dr. Gerður Gröndal, sem nýverið lauk doktorsprófi frá Karol- inska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, dr. Björn Guðbjörnsson og tveir líf- fræðingar, þær Helga Kristjáns- dóttir og Brynja Gunnlaugsdóttir, síst fólgið í þeim tækifæru hún gefur nemum í læknisf líffræði til að taka þátt í ra um. Hann nefnir einnig mi samvinnu stofunnar við ran stofu í ónæmisfræði og Bl ann. Eins og fyrr segir hefur Gröndal nýlega lokið dokt frá Karolinska Institutet í hólmi. Fjallaði ritgerð hen rauða úlfa en þeir stafa af starfsemi ofnæmiskerfisin getur valdið langvinnum b liðum og víðar í líkaman grundvallar ritgerðinni ligg sóknir sem gerðar voru á ísl og sænskum sjúklingum sem hafa rauða úlfa og vann Ge lenskan hluta verkefnisins sóknastofu í gigtarsjúkdómu „Við vitum ekki nógu m orsakir sjúkdómsins en það auk Ólafíu S. Einarsdóttur ritara. Þá starfa þar jafnan tímabundið nemar í læknisfræði og líffræði og þar er einnig í starfi Jón Þorsteins- son, fyrrverandi prófessor í gigtar- lækningum. „Stofan hefur því ákveðin stöðu- gildi en þrátt fyrir það þarf að afla sértekna til að kosta rannsóknir því hjá okkur eru ekki stundaðar þjón- usturannsóknir sem gefa tekjur,“ segir Kristján. „Við höfum fengið styrki frá Rannís, Háskóla Íslands, Vísindasjóði HÍ, Vísindasjóði Evr- ópusambandsins og fleiri aðilum og hafa þessir styrkir gert okkur kleift að taka upp margs konar rannsókn- arverkefni og eiga samstarf við er- lenda aðila, til dæmis Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og erfða- fræðideild Uppsalaháskóla.“ Kristján segir verðmæti Rann- sóknastofu í gigtarsjúkdómum ekki Sérfræðingar á Rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Ýmsir áfangar náðst á fimm ár Frá vinstri: Kristján Steinsson forstöðulæknir og sérfræðingar Starfsemi Rann- sóknastofu í gigt- arsjúkdómum hefur það markmið að sam- hæfa rannsóknir fag- fólks til aukinnar þekk- ingar á gigt. Jóhannes Tómasson ræddi við nokkra sérfræðinga sem sögðu ýmislegt hafa áunnist en margt væri enn á huldu um þennan sjúkdómaflokk. Tveir líffræðingar starfa á Rannsóknastofu í gigtarsjúkdómum Brynja Gunnlaugsdóttir (t.v.) og Helga Kristjánsdóttir. TALIÐ er að um 15% Íslendinga eða yfir 43 þúsund manns séu skilgreindir með gigtarsjúkdóm eftir þröngri skilgreiningu sam- kvæmt upplýsingum frá Gigt- arfélagi Íslands. Einn af hverjum fimm er talinn búa við vanda frá stoðkerfi eða liðlega 64 þúsund manns. Á hverju ári greinast 10 til 14 börn með gigtarsjúkdóma. Höfuðflokkar gigtsjúkdóma eru bólgusjúkdómar í liðum, svo sem iktsýki og fleiri, bólgu- sjúkdómar tengdir sýkingum, svo sem rauðir úlfar, fjölvöðvagigt og fleira, slitgigt, vöðva- og vefj- agigt og síðan beinþynning. Gigtarfélagið telur varlega áætlað að gigtarsjúkdómar annar stoðkerfisvandi sem h Íslendinga kosti þjóðfélagið bilinu 18 til 22 milljarða árle Kostnaðurinn er vegna innla á sjúkrahús, þjónustu göngu deilda, heilsugæslustöðva og lækna og síðan lyfjakostnað er margs konar óbeinn kost af vinnutapi og minni lífslíku Gigtarfélag Íslands var st 9. október 1976 og eru félag rúmlega 4.700. Í aðsetri féla við Ármúla í Reykjavík er re gigtlækningastöð þar sem e göngudeildir sjúkraþjálfuna iðjuþjálfunar og læknastofu fræðinga. Um 19 þúsund kom Milli 10 og 14 börn greinast á HUNGURSNEYÐ SEM KOMA VERÐUR Í VEG FYRIR Í Morgunblaðinu í dag ergreint frá því að hungurs-neyð blasi við afgönsku þjóðinni. Hungursneyðin orsak- ast af þurrkum sem verið hafa viðvarandi síðastliðin þrjú ár og valda miklum uppskerubresti. Pólitískt og efnahagslegt ástand ríkisins á hér einnig hlut að máli. Hungursneyðin er því ekki af- leiðing loftárása Bandaríkjanna og Breta á landið, þótt þær geri hjálparstarf augljóslega flókn- ara. Hjálparstofnanir tilkynntu til að mynda í vikunni að starfs- fólk þeirra færi ekki inn fyrir landamæri Afganistans meðan á loftárásum Bandaríkjanna og Breta stendur. Landamæri að nágrannalöndum Afganistans eru jafnframt lokuð og eru millj- ónir Afgana því innilokaðar í eig- in landi þar sem allur matur er senn á þrotum. Bandaríkjamenn og Bretar hafa greint frá mótvægisaðgerð- um til að létta á þjáningum afg- önsku þjóðarinnar meðan á loft- árásunum stendur. Þær aðgerðir hafa fengið mikla athygli í vest- rænum fjölmiðlum en eru, sam- kvæmt upplýsingum tímaritsins New Scientist, aðeins dropi í haf- ið. Þar segir að afganska þjóðin sé á barmi hungursneyðar og út- lit sé fyrir að milljónir manna farist úr hungri takist ekki að koma mataraðstoð inn í landið áður en veturinn skellur á. Þegar snjóa tekur í nóvember einangr- ist fólk í afskekktum sveitum þar sem þegar sé útlit fyrir gríð- arlegan matarskort. Sex hundruð tonn af mataraðstoð Bandaríkj- anna dugi því skammt þar sem þjóðin þarfnist 5.000 tonna af mat á viku, eða 1,6 milljóna tonna til að lifa af veturinn. Ábendingar tímaritsins New Scientist hljóta að vekja ugg í brjóstum manna um framtíð og lífslíkur heillar þjóðar. Verði ekkert að gert, umfram þá að- stoð sem þegar er veitt, stefnir í að heimsbyggðin muni horfa upp á hörmungarástand í Afganistan í vetur vegna hungurs til við- bótar við afleiðingar hernaðar- átaka. Alþjóðasamfélagið sem nú hef- ur gripið í taumana hvað varðar pólitíska stjórn landsins getur ekki látið þetta ástand viðgang- ast. Það er ekki til of mikils mælst að þjóðir heims geri mun betur en nú til þess að koma í veg fyrir að fyrirsjáanlegur harmleikur eigi sér stað nánast í augsýn gervallrar heimsbyggð- arinnar. Ríkisstjórn Íslands hef- ur þegar veitt tíu milljónir króna til aðstoðar Afgönum. Ríkis- stjórnir og hjálparstofnanir á Vesturlöndum þurfa að beita áhrifum sínum til þess að mat- araðstoð til Afgana verði stór- aukin á næstu vikum. Rökin fyrir því eru einföld: Það er enn hægt að koma í veg fyrir að yfirvof- andi harmleikur eigi sér stað. ÚTRÝMUM LAUNAMUNINUM Kynbundinn launamunur erstaðreynd á vinnumarkaðn- um. Þótt því sé oft haldið fram að ákvæði jafnréttislaga um sömu laun fyrir sambærileg og jafnverð- mæt störf séu virt sýna niðurstöð- ur hverrar vísindalegrar könnun- ar á fætur annarri fram á hið gagnstæða. Þótt tekið sé tillit til mismunandi starfsaldurs, aldurs, vinnutíma og menntunar stendur ævinlega eftir talsvert bil, sem verður ekki skýrt með neinu öðru en því að vinnuveitendur meti störf og hæfileika kvenna minna en karla. Jafnréttisstofa hefur tekið sam- an niðurstöður helztu kannana á kynbundnum launamun á undan- förnum árum og m.a. dregið af þeim þá ályktun að haldi fram sem horfi muni konur ná sömu launum og karlar eftir 114 ár! Stofnunin hyggst gera útrýmingu launamun- arins að helzta baráttumáli sínu fram til næstu þingkosninga. Það er vel að Jafnréttisstofa hyggist halda þessu mikla réttlætismáli vakandi. Við verðum að vona að það taki skemmri tíma en rúma öld að út- rýma launamuninum. Á undan- förnum árum hafa ýmis fyrirtæki stigið markviss skref í þá átt að eigin frumkvæði. Stórt skref í átt til þess að jafna laun karla og kvenna hefur sömuleiðis verið stigið með gildistöku nýrra laga um fæðingarorlof, sem ýta undir að fjarvistum foreldra frá vinnu vegna barneigna og barnaumönn- unar verði jafnar skipt en áður. Launamunurinn hefur m.a. byggzt á því mati vinnuveitenda, að konur væru „óáreiðanlegri“ vinnukraft- ur en karlar vegna meiri ábyrgðar heima fyrir. Ef verkaskipting og ábyrgð á heimilunum verður jafn- ari hefur mikilvægri undirrót launamunarins jafnframt verið eytt. Kannanir sýna að jafnt stofnanir ríkis og sveitarfélaga sem einka- fyrirtæki mismuna kynjunum í launum. Jafnt hjá hinu opinbera sem einkaaðilum eiga konur erfið- ara en karlar með að komast í áhrifastöður, þrátt fyrir sambæri- lega menntun og hæfileika. Vinnu- veitendur verða að horfa í eigin barm og spyrja hvort slíkt sé skyn- samleg nýting á mannauðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.