Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁÐUR fyrr voru bæjarfógetar í kaupstöðum, en utan þeirra sýslu- menn. Nú eru hins vegar alls staðar sýslumenn. Það var ákveðið, þegar stefnt var að sams konar umboðs- valdi um allt land, að hafa sama heiti alls staðar. Þess vegna er nú sýslu- maður í Reykjavík. Áður var munur á réttarstöðu hreppsfélags og bæj- arfélags, en með lögum 1986 fengu öll sveitarfélög sömu réttarstöðu. Við sams konar breytingu á Norðurlönd- um fengu öll sveitarfélög heitið kommun/kommune. Þvert á móti því hafa heiti sveitarfélaga hér á landi orðið fjölbreyttari. Eftirfarandi dæmi sýna fjölbreytnina: Snæfells- bær, Bessastaðahreppur, Vestur- byggð, Seltjarnarneskaupstaður, Húnaþing vestra, Eyjafjarðarsveit, Norður-Hérað, Sveitarfélagið Hornafjörður, Reykjavíkurborg, Sveitarfélagið Árborg. Það var fyrir atbeina Sigurðar Líndals lagaprófessors, að sýsluheit- ið var látið gilda um allt land. Sig- urður birti grein í Skírni árið 1989 til varnar hreppsnafninu (Vörn fyrir hreppa). Þar rekur hann hversu fjöl- breytileg heiti séu höfð um sveitarfé- lag, enda þótt sveitarfélögin séu orð- in einnar gerðar. Vörn hans hefur ekki verið sinnt. Þegar hreppur kemst upp í þús- und íbúa, hefur hann heimild til að kalla sig bæ. Þannig hafa orðið til nokkur ný nöfn. Þess vegna er farið að segja það í bæ, sem er langt frá bæ. Þannig er Arnarstapi í bæ, Snæ- fellsbæ. Þá hefur sameining sveitar- félaga oft leitt til nafngiftar. Í þessu efni er smekkur misjafn. Um smekk verður ekki deilt, en sá hængur er á sumum nýju nafnanna, að ókunnug- ur sér ekki af nafninu, um hvers kon- ar fyrirbæri sé að ræða. Ekki er víst, að manni, sem fær bréf frá „þingi“, sé ljóst, að það sé sama fyrirbæri og „borg“, sem sendir syni hans bréf, að „hérað“, sem auglýsir starfsstöðu, sé sama stjórnvald og „hreppur“, né að „byggð“, sem býður út verk, sé sama fyrirbæri og „bær“, sem rekur hita- veitu. Komið hefur til greina að hafa orð- ið sveitarfélag alltaf í heitinu, líkt og hlutafélag er í heiti fyrirtækja með takmarkaðri ábyrgð. Þegar eru nokkur dæmi um slík heiti. Því eru Öræfi í sveitarfélaginu Hornafirði, Hjaltadalur í sveitarfélaginu Skaga- firði, Stokkseyri í sveitarfélaginu Ár- borg og Selvogur í sveitarfélaginu Ölfusi. Einnig hefur þótt athugandi, að allt héti byggð (nú eru sex dæmi þess). Þess er þá að gæta, að stjórn- sýslan nær einnig til óbyggða og eyðibyggða. Ef við Skjálfanda héti Húsavíkurbyggð, yrði sagt, að Flat- ey í Húsavíkurbyggð væri óbyggð, Askja, sem er í óbyggðum, væri í byggð, hvað sem hún mundi heita, og eyðibyggð Hornstranda yrði í Ísa- fjarðarbyggð. Hér verður athugað, hvernig færi á því í samræmi við skipulagsbreyt- ingu sveitarfélaganna 1986 að hafa aðeins eitt heiti, hrepp, um það, sem í lögunum er aðeins eitt. Hreppur er lipurt eins og sýsla, en líkt og var með sýslunafnið, og reyndar enn frekar, gætir tilfinninga til hrepps- heitisins. Ætli ýmsum þyki hreppur í heitinu ekki eitthvað minna en bær, byggð, þing, borg eða hérað? Það er tilfinning, sem nú styðst við raun- verulegan mun, en hún hefði ekkert að styðjast við, ef alls staðar héti hreppur, Reykjavíkurhreppur og Mjóafjarðarhreppur og allt þar á milli í stærð, og myndi því hverfa, fyrr en varði. Tilfinningin, sem áður gætti, að sýslumaður væri fyrir sveit- irnar, hefur horfið, þar sem staða sýslumanns er alls staðar hin sama. Hér er um að ræða heiti á stjórn- sýslu og svæði hennar. Stundum er með sama orði átt jöfnum höndum við stjórnsýsluna, byggðarlagið og svæðið, en borg, bær eða hreppur fellt úr nafninu. Þá eru íbúar Reykja- víkur sama sem íbúar Reykjavíkur- borgar, en menn fara ekki á skrif- stofu Reykjavíkur, heldur á skrif- stofu Reykjavíkurborgar. Á sama hátt er talað um íbúa á Akranesi sem íbúa Akranesbæjar, en þeir njóta ekki þjónustu Akraness, heldur Akranesbæjar. Atvinnustarfsemi í Hafnarfirði merkir atvinnurekstur í umdæmi Hafnarfjarðarkaupstaðar, þar með talin Krýsuvík, sem er all- langt frá bænum. Á þennan hátt verður hins vegar ekki talað um Ísa- fjörð, Skagafjörð né Hornafjörð, eins og nafngiftir stjórnsýslunnar hafa ráðist þar. Það var hefð að kenna stjórn- sýsluna við staðinn, þar sem hún átti setur, sem áður fyrr var þingstað- urinn, svo sem Grýtubakkahreppur, eða við svæðið, svo sem Fljótshlíð- arhreppur. Hér á eftir má sjá ný nöfn með hrepp í heitinu, þar sem það er ekki nú, og hefðinni fylgt í nafngift. Stundum getur átt við að hafa hluta úr örnefni í heitinu, þótt ekki sé hann svæði né sé eða hafi verið stjórnar- setur (Patrekshreppur, Snæfells- hreppur, Hörgárhreppur, Jökulsár- Heitin sveitar- félag, bær, hreppur, byggð Frá Birni S. Stefánssyni: Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.