Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 32
ÞAÐ voru tímamót í íslensku tón- listarlífi, þegar fimm leiðandi blásarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands stofn- uðu Blásarakvintett Reykjavíkur fyr- ir 20 árum. En félagar kvintettsins eru þeir: Bernharður Wilkinson á flautu, Daði Kolbeinsson á óbó, Einar Jóhannesson á klarinett, Joseph Ognibene á horn og Hafsteinn Guð- mundsson á fagott. Sá frábæri tónlistarárangur sem kvintettinn hefur náð á alþjóðlegan mælikvarða helgast ekki af því einu að hver félagi sé einstaklega fær á sitt hljóðfæri, sem vissulega er satt, miklu fremur af þeirri óeigingjörnu kröfu að beita færni sinni í þágu heildarinnar og hver og einn sé fremstur meðal jafningja. Það sem berst með tónlist- arflutningi þeirra er hve innilega þeir njóta þess að veita áheyrendum hlut- deild í leikgleði sinni. Blásarakvintett Reykjavíkur hefur einnig lagt íslenskri tónsköpun mikið lið með því að flytja og ná eyrum áheyrenda með fjölda íslenskra tón- verka, sem oft hafa verið samin fyrir kvintettinn sérstaklega. Einnig hafa fjölmargir tónlistarmenn komið fram sem gestir með kvintettinum og svo var á sunnudagskvöldið þegar hinn góðkunni píanóleikari Philip Jenkins bætti nýjum liti í fjöllitaval blásara- kvintettsins með píanóleik sínum. Tónleikarnir hófust og enduðu á aukalögum. Vel var til fundið að leita í smiðju franska tónskáldsins Jacques Ibert í byrjun og koma með sólarglóð og funa þessa tónskálds, sem var um leið góður vitnisburður um hin glæsi- legu tök og kunnáttu sem Ibert og frönsk tónskáld á síðustu öld og í lok þeirrar 19. höfðu við að semja fyrir kammerblásara. Verk Tryggva Bald- vinssonar: Þrjár íslenskar myndir, var pantað og frumflutt í Reykjavík af Blásarakvintettinum í tilefni menn- ingarborgarársins 2000. Verkið skipt- ist í þrjá þætti. Haust, Útför og Dans. Tryggvi er mikill kunnáttumaður og honum bregst ekki bogalistin í að semja fyrir blásarann og þar er hann á heimavelli í orðsins fyllstu merk- ingu. Hann nýtir mjög vel tónsvið hljóðfæranna, fer með þau á ystu mörk tónsviðs þeirra bæði uppi og niðri og fannst mér dýpstu tónar hornsins í lokakafla fara niður fyrir strikið á kostnað tóngæða, en fallegur og mikill tónn er annars aðalsmerki þess góða hornleikara Joseph Ognib- ene. Haustkaflinn er glaður og ein- kennist af nálgun og tilvitnun í ís- lenskt rímnadansahljóðfall, taktur 2+2+3, og vindar feykja haustlaufinu oft í léttan dans. Útfararþátturinn er harmrænn og fallegur í senn. Flautan byrjar ein með ljúfsáru stefi, hin hljóðfærin koma svo inn með hreyf- ingu undiröldu. Nístandi sársauki í stríðum hljómum og angurvært horn- sóló jók á áhrifin. Í Dansi voru fagott- ið og hornið í hlutverki slagverksins og komu síðar inn með tilvitnanir í ís- lensk þjóðlagastef. Þættirnir mynduðu miklar and- stæður og verkið í heild áhrifamikið. Mozart var sagður hafa verið sérlega ánægður með kvintettinn í Es dúr sem næstur var á efnisskránni. Kvint- ettinn er samin fyrir píanó, óbó, klar- inett, horn og fagott. Flautan var víst ekki í náðinni hjá snillingnum, og oft fékk píanóið í slíkum verkum eins konar einleikshlutverk. En Mozart gerir í kvintettinum öllum hljóðfær- um jafnt undir höfði. Verkið byrjar á myndarlegum opnunarhljómi allra hljóðfæra, síðan kallast hljóðfærin á og leiða stefin fram til skiptis. Áber- andi eru hnígandi tónstigahlaup og svo í lok fyrsta kaflans, largo – allegro moderato, kemur hornið og klarinett- an með ljúfar laglínur sem rísa. Larg- hetto þátturinn söng sig inn í innstu sálarkima. Lokaþátturinn, allegretto, fannst mér ívið of hægur og skorti meiri frískleika. Philip Jenkins sann- aði nú sem áður að hann hefur ein- stakt næmi á litauðgi tóns í samleik, og ræður yfir tækni og styrkleika- breytingum sem þjónuðu tónverkinu fullkomlega. Að loknu hléi hófst mikill gáski og fjör með verki Atla Heimis Sveinssonar með yfirskriftinni Ís- lenskt rapp fyrir blásarakvintett. Trúlega eru fá tónskáld, sem eru jafn- víg og Atli Heimir að semja allar gerðir af tónlist hvort sem er fyrir há- timbraða tónleikasali, leiksvið, dans- svið og svið hins daglega lífs. Heitið rapp vísar til þess að hann notar stuttar myndir héðan og þaðan og setur þær saman í eins konar tónlist- arleikhúsverk. Vísað er til rímna- dansahljóðfalls og síðan blandast setningar og vísur sem hljóðfæraleik- arar hrópa og syngja inn í. Einnig eru notuð sönghljóð, da, í í hrynrænu tali. Svo koma nokkur kunnugleg lagbrot fyrir, m.a úr færeysku lagi sem ég söng í skóla undir lagboðanum: Grett- is röjma. Þetta verk er smellur sem náði því marki í afburða flutningi Blásarakvintettsins að kalla fram hlátur og fjör í salnum. Verkið var upphaflega samið fyrir kvintettinn er hann fór í tónleikaferð til Færeyja 1998. Síðast á verkefnaskránni kom svo eitt glæsilegasta verk sem samið hefur verið fyrir blásarakvintett og píanó, en það var sextettinn eftir franska tónskáldið Poulenc. Francis Poulenc, 1899–1963, var yngstur þeirra sex frönsku tónskálda, Les Six, sem hvað mest áhrif höfðu á tónlistar- strauma í Evrópu í byrjun síðustu aldar. Hann náði ungur þeim stíltök- um í tónsmíðum sem einkenndu hann æ síðan. Hann var eitt stærsta ljóða- söngvatónskáld allra tíma og á söng- sviðinu urðu þrjár óperur sem hann samdi lengstu heilstæðu verkin hans. Allt frá dramatískum hljómum í öll- um hljóðfærum í opnun sextettsins og til svífandi hljóðfalls og hrífandi stefja horns og flautu í lokin á Finale-þætt- inum var maður fanginn og snortinn innilega. Spennubogi verksins er mik- ill og andstæður eftir því, hressandi – angurvært, dulúðugt – opið, ljúft – hart, alþýða – heimsmenn. Því miður voru allt of margir sem misstu af þessum tónleikum og raun- ar kann bæði fjarlægðin við Laugar- borg og ógnvekjandi frétt af innrás í Afganistan að hafi ráðið þar einhverju um. Þessum sem mættu tókst að láta ánægju sína það sterkt í ljósi að bráð- fyndinn „kráarþáttur úr sextett“ eftir Jean Frances kom sem aukalag. Mað- ur getur með sanni sagt að stofnun Blásarakvintetts Reykjavíkur fyrir 20 árum hafi verið einn af happavið- burðum íslenskrar kammertónlistar og sem sendiboðar þess besta sem gerist á þessu sviði hafa drengirnir vissulega verið. Samleikur þeirra með Philip Jenkins var hrífandi og píanó- leikur gerist vart betri í þessum verk- um. Að veita áheyrendum hlutdeild í leikgleðinni „Maður getur með sanni sagt að stofnun Blásarakvintetts Reykjavíkur fyrir 20 árum hafi verið einn af happa- viðburðum íslenskrar kammertónlistar,“ segir Jón Hlöðver Áskelsson meðal annars í umsögn sinni. TÓNLIST L a u g a r b o r g Á efnisskránni voru: Þrjár íslensk- ar myndir fyrir blásarakvintett eft- ir Tryggva Baldvinsson, Kvintett í Es fyrir óbó, klarinett, horn, fagot og píanó eftir Mozart, Íslenskt rapp – rondo fantastico eftir Atla Heimi Sveinsson og Sextett fyrir píanó og blásarakvintett eftir Francis Poulenc. Sunnudaginn 7. okt. sl. kl. 20. BLÁSARAKVINTETT REYKJAVÍKUR OG PHILIP JENKINS Jón Hlöðver Áskelsson LISTIR 32 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Smáralind Hagasmára 1 Kópavogur ny ve rs lu n ´ FINNSKA bóka- forlagið Kain hefur gefið út ljóðaúrval Jóhanns Hjálm- arssonar í sænskri þýðingu Martins Enckells. Lárus Már Björnsson að- stoðaði við rit- stjórn bókarinnar. Titill hennar er Ishavets bränningar. Ljóðin eru valin úr tíu ljóðabókum skáldsins sem út komu á tímabilinu 1965-2000 en alls hefur Jóhann Hjálmarsson sent frá sér um þrjátíu ljóðabækur frá því hin fyrsta Aungull í tímann kom út 1956. Í tilefni af útkomu bókarinnar í Finnlandi efnir útgefandinn til kynn- ingar og ljóðakvölds í Norræna hús- inu í Helsinki þann 18. október næst- komandi frá kl. 18–19.30. Ljóðaúrval Jóhanns Hjálm- arssonar í Finnlandi Jóhann Hjálmarsson FREYA von Moltke fæddist í Köln 1911, las lög og lauk prófi í lögum frá Humboldt-háskólanum í Berlín 1935. Hún giftist Helmuth James von Moltke 1931. Síðan 1960 hefur hún búið í Bandaríkj- unum. Hún rekur minningar sínar frá árunum milli 1930 til stríðsloka 1945. Kreisau er góss í Slesíu, þangað kom hún fyrst vorið 1930. Höllin svonefnd stóð umkringd gripahúsum og hlöðum, með rauðu tígulsteinaþaki. Þetta var höll frá 18. öld. Þar bjó á sínum tíma Hel- muth von Moltke hershöfðingi og forseti þýska herforingjaráðsins. Von Moltke keypti þetta góss 1867, fyrir viðurkenningarlaun sem hon- um voru veitt af Prússakonungi fyrir sigurinn yfir Austurríkis- mönnum við Köningiggreätz í Bæ- heimi. Höllin var mjög stór og 1928 flutti fjölskyldan úr höllinni, sökum ófhóflegs hitunarkostnaðar, í svokallað „Berghaus“ örskammt frá. Höfundur fjallar um búskap- inn á góssinu og rekur fjölskyldu- tengsl ættarinnar við Suður-Afríku og England. Eftir valdatöku Hitlers urðu þáttaskil í Þýskalandi. Frá því í febrúar–marz var Þýskaland ekki lengur réttarríki. Persónuréttur var afnuminn. Fangabúðum var komið upp og einkum ætlaðar and- stæðingum nasistastjórnarinnar. Margir andstæðingar stjórnkerfis- ins voru myrtir og aðrir hlutu dauðadóm eftir sýndarréttarhöld. „Hópmorðin í þessum stofnunum hófust í upphafi styrjaldarinnar“. Helmut von Moltke var eindreg- inn andstæðingur ríkisstjórnar þjóðernisjafnaðarmanna, og fór ekki leynt með þær skoðanir sínar. En sem afkomandi hins dáða hers- höfðingja naut hann einhvers kon- ar friðhelgi og var látinn í friði. Af- koma fjölskyldunnar var tryggð með búskapnum og auk þess fram- leiddi búið „stríðsnauðsynjar“ – þ.e. matvæli í stórum stíl. Í öðrum kafla minninganna er fjallað um hóp áhugamanna sem komu saman í Kreisau og unnu að áætlunum um stjórnarfar Þýska- lands eftir „hrun nasismans“. Þessi áætlanagerð var vel skipulögð og ítarleg og stóð í nokkur ár. Höf- undur rekur meginþætti áætlan- anna og lýsir helstu þátttakendum. Síðar var þessi hópur nefndur „Kreisau-hópurinn“, sem stjórn- völd töldu hafa unnið gegn hags- munum ríkisins, eftir banatilræðið við Hitler 20. júlí 1944. Þá hófust handtökur, yfirheyrslur sem leiddu til þess að Helmuth von Moltke var dæmdur til dauða af „alþýðu- dómstól“ og tekinn af lífi 23. jan- úar 1945. Sjö aðrir úr „Kreisau- hópnum“ hlutu sömu örlög. Höfundurinn lýsir baráttu sinni fyrir lífi eiginmanns síns, ferðum til Berlínar og viðtölum og tilraun- um hennar og björgunar. Í síðasta hluta minninganna segir hún frá dvölinni í Kreisau eftir hernám Rússa. Hún naut friðhelgi her- námsliðsins vegna örlaga eigin- mannsins, sem hafði barist gegn nasistastjórninni. Að lokum kom að því að hún hvarf frá Fraesau og skapaði sér örlög á annarri álfu. Hlutar úr þessu minningum hafa birst áður. Hún hlaut bókmennta- verðlaun 1989 fyrir útgáfu bréfa- safns: „Briefe an Feya 1930–1945“ eftir Helmuth James von Moltke. Minningar um Kreisau ERLENDAR BÆKUR M i n n i n g a r ERINNERUNGAN AN KREISAU – 1930–45 Freyja von Moltke. Deutsche Taschenbuch Verlag 2001. Siglaugur Brynleifsson ÞÝSKA kvikmyndin Das Mädchen mit den Feuerzeugen verður sýnd í Goethe-Zentrum, Laugavegi 18, í kvöld kl. 20.30. Myndin er frá árinu 1987. Þar segir frá fjórum ungmennum í hjólastól sem stinga af úr jóla- gleðskap til að fá einu sinni al- mennilega um frjálst höfuð strokið. Í næturför þeirra um stórborgina vega draumurinn um frelsi og hinn kaldi veruleiki salt. Jafnframt er dregin upp væmnislaus mynd af samskipt- um fatlaðra og ófatlaðra. Myndin er með þýsku tali og ótextuð. Aðgangur er ókeypis. Þýsk mynd í Goethe- Zentrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.