Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 19
ÞVERFAGLEGT námskeið um or-
sakir, greiningu og meðferð
krabbameina hefst 17. október nk.
hjá símenntunarsviði Rannsókna-
stofnunar Háskólans á Akureyri.
Námskeiðið er 44 klst., í tveimur
hlutum og stendur fram í febrúar.
Yfir tuttugu sérfræðingar kenna á
námskeiðinu og eru þeirra á meðal
helstu sérfræðingar landsins á
þessu sviði.
Í fyrri hluta námskeiðsins verður
fjallað um faraldsfræði, erfðir og
greiningu krabbameins, skurðað-
gerðir, geislameðferð, krabba-
meinslyfjameðferð og viðbótarmeð-
ferð.
Í seinni hlutanum verður áhersla
lögð á tengsl og samskipti við
krabbameinssjúklinga og aðstand-
endur þeirra. Fjallað verður um
hvernig segja á slæm tíðindi,
hjúkrun, sjúkraþjálfun, lífsgæði,
siðfræði, líknandi meðferð, óhefð-
bundnar meðferðir og trúarlega
þjónustu.
Umsjón með námskeiðinu hafa
Elísabet Hjörleifsdóttir krabba-
meinshjúkrunarfræðingur og Jakob
Jóhannesson krabbameinslæknir.
Mikill áhugi er á námskeiðinu
meðal heilbrigðisstarfsfólks, en um
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
fara mörg hundruð krabbameins-
sjúklingar á ári og starfsemi
Heimahlynningar vex hratt.
Símenntunarsvið Rannsóknastofn-
unar Háskólans á Akureyri
Þverfaglegt námskeið
um krabbamein
NÁMSKEIÐ um lestrarerfið-
leika barna verður haldið í
húsnæði Háskólans á Akur-
eyri, Þingvallastræti, 17.
október næstkomandi. Rósa
Eggertsdóttir sérfræðingur á
skólaþróunarsviði háskólans
hefur umsjón með námskeið-
inu.
Á síðustu tíu til fimmtán
árum hefur almenn þekking
á leshömlun (lesblindu) auk-
ist til mikilla muna. Talið er
að um 5–7% þjóðarinnar búi
við leshömlun á því stigi að
hún hefti þá í daglegu lífi.
Gert er ráð fyrir að um 10%
til viðbótar finni fyrir lestr-
arerfiðleikum að öðrum toga.
Þótt þekkingu á leshömlun
hafi fleygt fram þá er hún
enn ekki orðin almenn. Gildir
það jafnt um þá sem eru les-
hamlaðir og aðstandendur
þeirra. Þessu námskeiði er
ætlað að varpa ljósi á ein-
kenni leshömlunar, tengsl
hennar við almennt nám og
hvernig unnt er að styðja við
nám hjá leshömluðum nem-
endum.
Nánari upplýsingar fást á
skrifstofu RHA.
Námskeið
um
lestrar-
erfiðleika
> Ný tækifæri í námi
CTEC á Íslandi kynnir spennandi
námsbrautir í upplýsingatækni
> Fornám í forritun
> MCP forritun
Visual Basic forritun til MCP prófs
> MCP vefforritun
Visual InterDev forritun til MCP prófs
> Vefstjórn+
iNet+, Windows 2000 og
Internet Information Server
Stuttar hagnýtar námsbrautir.
Hagstæð verð.
Námskynning föstudag
12. október kl. 17:00-19:00
Komið og kynnist hinum fjölbreyttu
möguleikum sem standa til boða.
Ræðið við kennarana og skoðið
aðstöðuna. Allir velkomnir.
Faxafeni 10, 1. hæð · 108 Reykjavík · Sími 533 3533 · Fax 533 2533 · skoli@ctec.is · www.ctec.is
CTEC á Íslandi er í eigu Rafiðnaðarskólans og býr yfir margra ára
reynslu í miðlun þekkingar til sérfræðinga og nýliða.
CTEC á Ísland er eini skóli landsins með vottun frá Microsoft
sem Certified Technical Education Center = CTEC.