Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ HEFUR úrskurður Skipu- lagsstofnunar verið kærður til um- hverfisráðherra. Hennar er að taka ákvörðun á móti þeim úrskurði eða með. Skipulagsstofnun hefur farið eftir þeirri faglegu skoðun á um- hverfi, sem ætlast er til, og einnig hverskonar spjöllum virkjunin veldur. Mér hefur skil- ist að þar hafi ýmsir vísindamenn komið að svo umsögn þeirra ætti að vera marktæk, auk þeirra leikmanna, sem þekkja þetta umhverfi vel, og hafa lýst þessu fugla- og hreindýra- svæði sem einstæðri náttúrufegurð. Þar ætti að vera þjóðgarður en ekki uppistöðulón og landspjöll. Alvarleg umhverfisspjöll eru að veita skuli Jökulsá á Brú (Jöklu) í Lagarfljót. Fornmenn bönnuðu með lögum tilflutning fljóta. Skilrík kona sagði við mig, eftir viðtal við þekktan sjálfstæðismann, að hann hefði sagt: „Íslendingar borga kostnaðinn. Norðmenn hirða gróðann. Íslendingar sitja uppi með land- spjöllin.“ Þetta er kjarngóð lýsing á Kára- hnjúkavirkjun og kemur heim við niðurstöðu Skipulagsstofnunar. Magnús Thoroddsen hrl. ritaði ágæta grein í Morgunblaðinu 30. júní sl., „Að virkja og veiða“. Hann segir mikið alvörumál á ferðinni og að ýms- ir trúi því að með þessu megi leysa atvinnumál Austfirðinga. Í grein hans kemur fram að heildarsala raf- orku árið 1999 á Íslandi nam 16.521 milljörðum kr. og af því greiddi stór- iðjan aðeins 3.837 milljarða. Stóriðj- an notaði þó 63,5% seldrar raforku en greiddi aðeins 0,90 kr. á kílóvatt- stundina meðan aðrir raforkunotend- ur greiddu 5,15 kr. Þá bendir Magn- ús á að gjaldeyristekjur þjóðarinnar af erlendum ferðamönnum voru rúm- lega sjöfalt meiri heldur en af raf- orkusölu til stóriðju það sama ár. Því er augljóslega hagkvæmara fyrir Ís- lendinga „að virkja ferðamanna- strauminn, heldur en straum ís- lenskra fallvatna í þágu erlendrar stóriðju“. Magnús sannar greinar dr. Einars Júlíussonar, stærð- og eðlisfræðings, þar sem hann hefur sýnt fram á hvernig Íslendingar hafa samið af sér við álframleiðendur og borgi marg- falt hærra verð en þeir fyrir orkuna. Afleiðingin er sú að vatnsorkuþjóðin Íslendingar hefur orðið að borga raf- orku dýrara verði en hin fosslausa Danmörk. Magnús segir okkur verða „að virkja til innlendra þarfa, til heimilis og búskapar, til iðnaðar og ylræktar og síðast og ekki síst til þess að framleiða vetni í þeim til- gangi að knýja bíla- og skipaflota landsmanna. Þar getum við gert Ís- land mengunarlaust og með því orðið til fyrirmyndar meðal þjóða heims“. Í þessu sambandi vil ég minnast landeigandans í Ófeigsfirði á Strönd- um, sem vill virkja fyrir vetnisfram- leiðslu. Sjálfstæður maður í hugsun og horfir fram. Eftir samtöl í sjónvarpi lítur út fyrir að æði margir, sem hugsa fyrst og fremst um stóriðju og álfram- leiðslu, hafi ekki gefið gaum að ágætri grein Magnúsar þótt ýmsir haldi þar skynsamlega á málum. Ekki kalla ég það efnilega framtíð fyrir sveitir lands vors ef norsk stór- iðja á að halda þeim uppi. Hugmyndir um stækkun Norður- áls og í Straumsvík auk álbræðslu í Reyðarfirði benda til að margir ráða- menn þjóðarinnar séu jafnvirkjun- arglaðir og menn voru á nýliðinni öld. Lengi hefur 20. öldin minnt á Sturl- ungaöld, þegar ráðamenn Íslands seldu land vort í hendur Norðmönn- um og héldu sig geta slitið öll bönd við Noreg ef þeir stæðu ekki við gerðan sáttmála. Eftirtektarvert er það að strax fóru Íslendingar að leita til erlends dómstóls í Haag, ef þeim líkaði ekki málsmeðferð íslenskra dómara. Hvað eiga Norðmenn að borga? Ætli þeir setji ekki sjálfir skilyrðin? Því meira sem Íslendingar binda sig auðhringjum, því auðveldara verður að knésetja þá og ráða kaupgjaldi. Þar verður engin eftirgjöf. Ég þakka Ögmundi Jónas- syni fyrir að vilja ekki festa lífeyrissjóði okkar eldri borgara í þessari álvershít. Til þess að sökkva landsgersemum og ánetjast Norðmönn- um sem álversþrælar. Hjörleifur Guttorms- son ritar stórmerka grein, „Hverjir vilja slíka virkjun“, í Mbl. 12. maí sl. Hann þekkir vel til, hefur skrifað um breytingar jökla og fljóta árum sam- an, alþingismaður Austfirðinga og einnig ráðherra. Má nærri geta hvort fyrrum þingmaður Austfirðinga myndi ekki fylgja atvinnuuppbygg- ingu ef hann sæi ekki þau miklu land- spjöll sem fylgja. „Stórfenglegasta gljúfur landsins, Hafrahvamma- gljúfur, verður skorið um þvert af 180 m hárri stíflu og skilið eftir sem þurr skurður, það sem eftir verður neðan stíflu,“ segir hann og spyr: „Hvað réttlætir slík náttúruspjöll?“ Furðulegt er að þeir, sem lesið hafa grein Hjörleifs, skuli láta sér detta í hug að halda fram þessu skaðræðis- fyrirtæki. Einnig hafa þeir séð mynd- ir og heyrt útskýringar Ómars Ragn- arssonar, skálds og fréttamanns. Gleðileg er því tillaga í borgarstjórn Reykjavíkur: „Úrskurður Skipulags- stofnunar verði virtur.“ Vonandi fer þetta mál ekki eins og þegar Guðmundur Bárðarson nátt- úrufræðingur varaði við innflutningi minka og lýsti afleiðingum þess. Ógæfa Íslands var að minnkainn- flutningur varð hin óbætanlega út- koma. Ég skora því á frú Siv Friðleifs- dóttur umhverfisráðherra að friða Kárahnjúkahálendið. Til þess er um- hverfisráðherra kosinn að hann fari að úrskurði þeirra sem faglega hafa skoðað, hvort virkjun veldur miklum skaða á fögru, jafnvel einstæðu um- hverfi, þótt útkoman henti ekki þeim sem enn virðast í stóriðjufjötrum lið- innar aldar. Þeir sjá ekki að ný öld er komin með nýjar undraverðar upp- götvanir. Siv skipar vel hið háa emb- ætti, ef hún hefur til þess kjark og sjálfstæði á móti mörgum sínum flokksmönnum, að reynast trú fögru umhverfi landsins, sem hún er kosin til að meta og vernda. Hún á líka hauk í horni í flokknum, þar sem er Ólafur Örn Haraldsson, frægur pól- fari og verndarsinni hins einstæða fegurðarlands. Allir sannir aðdáend- ur Íslandsfegurðar, hvar af sumt er talið einstætt í heiminum af heims- reisumönnum, munu þá hylla hana og fólk framtíðar þakka ráðherran- um björgun þeirrar fegurðar, sem þeir þá fá að sjá. Ég vona að frú Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra beri gæfu til að staðfesta úrskurð Skipulagsstofnun- ar og setji íslenska náttúru ofar skammtímaféhyggju. Kárahnjúka- virkjun Rósa B. Blöndals Höfundur er rithöfundur. Umhverfisvernd Siv skipar vel hið háa embætti, segir Rósa B. Blöndals, ef hún hefur til þess kjark og sjálf- stæði á móti mörgum sínum flokksmönnum. AÐ BOÐA kærleika Guðs, fagnaðarerindið um frelsarann Jesú Krist, er ekki að vera stöðugt með vísifingur- inn á lofti. Það er ekki að tala í frösum sem enginn skilur nema lok- aður hópur og það er ekki að tala niður til fólks, fólks sem Guð elskar. Að boða fagnaðarer- indið er ekki að kasta steinum að fólki eða að dæma það. Að boða kærleika Guðs, frelsið í Kristi Jesú er ekki að berja fólk í höfuðið með Biblíunni. Það er ekki að standa í hót- unum eða að hræða fólk. Fagnaðarerindið verður ekki boð- að af háum stalli með stífni og hroka, öfgum eða valdi. Fyrir lasti á meðal manna Við sem viljum vinna að útbreiðslu kærleika Guðs, fagnaðarerindisins um frelsarann Jesú Krist, biðjum þess að fagnaðarerindið verði ekki fyrir lasti á meðal manna okkar vegna. Látum það ekki henda að okk- ar vegna sé fólk að fælast frá Kristi og því að starfa fyrir hann vegna þeirrar myndar sem við drögum upp með framkomu okkar, nærveru og nálgun. Að boða fagnaðarerindið Að boða kærleika Guðs, fagnaðar- erindið um frelsarann Jesú Krist er að vera farvegur kærleika hans. Það er að umvefja fólk eins og það er með skilyrðislausum kærleika sem spyr ekki um endurgjald. Það er að sýna umburðarlyndi, hræsnislausan og raunverulegan kærleika í verki. Koma þannig fram við samferða- mennina sem um Krist sjálfan væri að ræða. Að boða Krist er að vera hendur hans og fætur, munnur og þá ekki síst eyru. Að boða Krist er að laða fólk að honum sem lífið gefur af einstæðum kærleika sínum og raunverulegri væntum- þykju. Að boða Krist er að leiða fólk til hans sem bíður með opinn faðminn sinn og vill veita þeim hvíld sem til hans leita. Að boða Krist er að fara út á götur og stræti. Mæta fólki þar sem það er í erli og að- stæðum daganna. Að boða Krist er að hugga, hlusta, umvefja, uppörva, styrkja og bara að vera til staðar þegar fólk þarf á okkur að halda. Að boða kærleika Guðs, fagnaðarerindið um frelsara mannanna er að boða bjartsýni og von. Það er að boða styrk, kærleika og frið sem er æðri öllum mannlegum skilningi. Frið sem enginn getur gef- ið nema Jesús Kristur. Að boða fagnaðarerindið um frels- arann Jesú er að boða frelsi. Frelsi samfara föðurlegum og kærleiksrík- um aga sem hafnar hverskyns fjötr- um, öfgum og afskræmingu á hinum fögru gjöfum skaparans. Að boða kærleika Guðs, fagnaðar- erindið um frelsara mannanna er að vera farvegur fyrir orðið hans. Það er að segja frá honum sem lagði líf sitt í sölurnar svo að við mættum lifa og það að eilífu. Það að boða kærleika Guðs er að boða skilyrðislausa náð hans og tak- markalausa óverðskuldaða fyrirgefn- ingu. Það er að boða lausn undan valdi fíknar og öfga, fyrirlitningar og öfundar, hvers kyns fjötra, misréttis og synda. Náð og fyrirgefning Guðs stendur öllum til boða, okkur að kostnaðar- lausu, en er þó dýru verði keypt. Það að boða kærleika Guðs, fagn- aðarerindið um frelsarann Jesú Krist er að laða fólk til samfélags við hann. Persónulegan, lifandi Guð, sem elsk- ar og gefur af náð sinni og kærleika. Að boða sjálfan Guð er að boða sann- leikann. Sannleikann sem gerir okk- ur frjáls. Það er að boða ljósið og lífið. Ásetningur Að boða kærleika Guðs er að ásetja sér að vita ekkert annað mik- ilvægara á meðal manna en Jesú Krist og hann krossfestan fyrir synd- ir mínar og þínar og hann upprisinn lifandi frelsara sem fyrirgefur og einn megnar að veita líf að eilífu. Og það er að fyrirverða sig ekki fyrir fagnaðarerindið því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir. Vilt þú gerast farvegur kærleika Guðs til að boða fagnaðarerindið um frelsarann Jesú Krist þar sem þú ert í þinni stétt og stöðu. Þú mátt taka þér stöðu með honum. Hann vill fá þig í sigurliðið, lið lífsins. Hann hefur tileinkað þér sigurinn yfir dauðanum. Valið þig í lið lífsins. Hann býður þér að gerast samverkamaður sinn. Hann treystir þér til að viðhalda líf- inu og vitna um gildi þess og fegurð á öfgalausan og eðlilegan hátt. Stöndum saman, lifum lífinu. Lif- um honum sem lífið gefur. Enginn má missa af hans einstöku og undra- verðu gjöfum. Boðberar fagn- aðarerindisins Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur, framkvæmdastjóri Laugarneskirkju og forseti Landssambands Gídeonfélaga á Íslandi. Trú Við sem viljum vinna að útbreiðslu kærleika Guðs, segir Sigurbjörn Þorkelsson, biðjum þess að fagnaðarerindið verði ekki fyrir lasti á meðal manna okkar vegna. AÐ undanförnu hef- ur í fjölmiðlum farið fram umræða um stöðu Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkis- ins, einkum vegna þess fjárhagsvanda sem stofnunin stendur frammi fyrir og ekki virðist finnast nein lausn á. Vegna vand- ans hefur þurft að grípa til niðurskurðar sem m.a. felst í því að ekki er ráðið í stöður þeirra sem hætta eða fara í leyfi. Þessi nið- urskurður bitnar á þeim sem síst skyldi, þ.e. fötluðum börnum og aðstand- endum þeirra. Við Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins er starfandi stærsta leik- fangasafn landsins, það fyrsta sinn- ar tegundar hér á landi, opnað árið 1974. Leikfangasöfn á Íslandi eru 15 talsins og eina leikfangasafnið á höfuðborgarsvæðinu er leikfanga- safn greiningarstöðvar. Í leikfanga- söfnum er lögð áhersla á sérfræði- lega ráðgjöf við val og notkun leikfanga fyrir fötluð börn. Foreldr- ar geta fengið leiðbeiningar og ráð- gjöf um notkun leikfanga og hvern- ig þau nýtast best til að örva börnin í leik. Þjónusta leikfangasafns greiningarstöðvar er hluti af heild- arþjónustu sem fjölskyldum fatl- aðra barna er veitt hjá stofnuninni. Foreldrar og barn koma í heim- sóknir í leikfangsafnið þar sem valin eru leikföng er hæfa þroska barns- ins og þörfum og eru leikföngin prófuð áður en þau eru lánuð heim. Þáttur foreldranna í leikörvun barna sinna er stór, þar sem þátttaka fatl- aðra barna í leik er oft- ast háð örvun, hvatn- ingu og stuðningi frá fullorðnum sem blanda sér í leikinn á forsend- um barnanna. Það er viðurkennt að leikur- inn er mikilvægasta leið barnsins til þroska og náms og því nauð- synlegt að gefa honum sérstaklega gaum í samskiptum við fötluð börn. Leikfangasafn greiningarstöðvar hef- ur einnig skilgreindu hlutverki að gegna gagnvart öðrum leikfangasöfnum á landinu. Starfsmenn annarra leik- fangasafna geta notið faglegs stuðn- ings auk upplýsinga um nýjungar í tengslum við þroskaleikföng og þró- un þeirra. Árlegir fræðslufundir eru einnig haldnir á vegum leikfanga- safns greiningarstöðvar þar sem starfsmenn allra leikfangasafna koma saman, njóta fræðslu og fá nauðsynlegar upplýsingar af ýmsu tagi sem tengjast starfi í leikfanga- söfnum. Leikfangasafn greiningar- stöðvar hefur því afar mikilvægu hlutverki að gegna fyrir ráðgjafa um land allt. Nú er svo komið að sérhæfður starfsmaður hefur sagt starfi sínu lausu við leikfangasafnið og verður leikfangasafninu því lokað þar til skýrist hvernig brugðist verður við fjárhagsvanda stofnunarinnar. Þetta þýðir með öðrum orðum að foreldrar njóta ekki lengur þjón- ustu frá leikfangasafninu og ekki verður hægt að mæta þörfum starfsmanna annarra leikfanga- safna fyrir þjónustu frá leikfanga- safni greiningarstöðvar. Það er afar erfið staða sem upp er komin og ljóst að þetta þýðir töluverða skerð- ingu á þjónustu við stóran hóp barna, foreldra þeirra og ráðgjafa um allt land. Það hlýtur að teljast algerlega óviðunandi að til svona ráðstafana þurfi að grípa því það er deginum ljósara að þetta kemur harðast nið- ur á þeim sem síst skyldi, þ.e. fötl- uðum börnum og aðstandendum þeirra. Foreldrar eru oft í erfiðri stöðu þegar þau hafa eignast fatlað barn. Ráðgjöf í leikfangasafni er mikilvægur stuðningur við foreldra sem eru að stíga sín fyrstu skref í nýjum, óræðum heimi hins fatlaða. Það væri því óskandi að ekki þyrfti að grípa til þess örþrifaráðs sem það er að loka leikfangasafni Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um lengri eða skemmri tíma. Skerðing á þjónustu Rannveig Traustadóttir Greiningarstöð Þjónusta leikfangasafns greiningarstöðvar, segir Rannveig Traustadóttir, er hluti af heildarþjónustu sem fjölskyldum fatlaðra barna er veitt. Höfundur er fráfarandi forstöðu- maður leikfangasafns Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.