Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Hálfdán Guð-mundsson fædd-
ist á Auðunarstöðum
í Víðidal 24. júlí
1927. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli aðfaranótt 4.
október síðastliðins.
Foreldrar Hálfdánar
voru Guðmundur Jó-
hannesson, bóndi á
Auðunarstöðum, f. á
Hörgshóli í Vestur-
hópi 25. júní 1884, d.
26. apríl 1966, og
Kristín Gunnarsdótt-
ir, f. að Skeggjastöð-
um í Miðfirði 25. ágúst 1890, d. 11.
ágúst 1969. Systkini Hálfdánar eru
Ingibjörg, f. 16. apríl 1914, d. 1999,
Jóhannes, f. 13. febrúar 1916, d.
1996, Sophus Auðun, f. 6. apríl
1918, Kristín, f. 20. júlí 1919, d.
1944, Erla, f. 28. apríl 1921, d.
1997, og Gunnar, f. 10. september
1923.
Hálfdán kvæntist 22. mars 1952
eftirlifandi eiginkonu sinni Önnu
Margréti Jafetsdóttur grunnskóla-
kennara, f. 29. maí 1932. Foreldr-
deildarstjóri hjá Flóttamannasam-
tökum Hollands, f. 26.9. 1961, sam-
býlismaður hennar er Einar Már
Guðmundsson. 5) Guðrún, frétta-
stjóri viðskipta hjá Morgun-
blaðinu, f. 28.9. 1966. Sonur henn-
ar er Davíð Már Stefánsson en
Guðrún var gift Stefáni Braga
Bjarnasyni. 6) Halldóra, hjúkrun-
arfræðingur á Landspítalanum, f.
7.4. 1974, gift Hilmari Þór Karls-
syni. Dóttir þeirra er Diljá.
Hálfdán varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri 1949
og viðskiptafræðingur frá Háskóla
Íslands 1954. Hann var við skrif-
stofustörf hjá Flugfélagi Íslands
og Sambandi ísl. samvinnufélaga í
Reykjavík 1952–1956, var aðal-
bókari hjá Kaupfélagi Rangæinga
Hvolsvelli 1956–61 og fram-
kvæmdastjóri Verslunarfélags V-
Skaftfellinga í Vík í Mýrdal 1961–
68. Hálfdán var skattstjóri Suður-
landsumdæmis á Hellu á Rangár-
völlum 1968–1984 og síðan fulltrúi
hjá embætti ríkisskattstjóra til
1997. Hann starfaði með félögum
sjálfstæðismanna í V-Skaftafells-
sýslu og Rangárvallasýslu. Hálf-
dán sat í hreppsnefnd Hvamms-
hrepps 1966–68 og var oddviti
Rangárvallahrepps 1974–78.
Útför Hálfdánar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
ar hennar voru Guð-
rún Rútsdóttir hjúkr-
unarkona, f. 1912, d.
1985, og Jafet Egill
Ottósson vörubílstjóri,
f. 1906, d. 1990. Börn
Hálfdánar og Önnu
Margrétar eru: 1) Ari,
viðskiptafræðingur
hjá Búnaðarbankan-
um – verðbréfum, f.
18.8. 1952, kvæntur
Guðbjörgu Sesselju
Jónsdóttur. Börn
þeirra eru: Ingibjörg,
gift Árna H. Kristins-
syni og eiga þau þrjú
börn, Hringur og Hjörtur. 2) Finn-
bogi Rútur, yfirlyfjafræðingur hjá
Lyfjadreifingu ehf., f. 20.9. 1953,
kvæntur Guðrúnu Eddu Guð-
mundsdóttur. Börn þeirra eru:
Hulda Margrét, í sambúð með All-
an Richardson og á hann tvo syni,
Guðrún og Guðmundur Sigurður.
3) Guðmundur, prófessor í sagn-
fræði við Háskóla Íslands, f. 1.2.
1956, kvæntur Þórunni Sigurðar-
dóttur. Sonur þeirra er Sigurður
Jónas. 4) Jóna, mannfræðingur og
Það er skrýtið að ímynda sér lífið
án afa í Mosó sem hefur alltaf verið
nálægt frá því að ég fæddist. Þrátt
fyrir að afi hafi verið líkamlega veik-
ur undanfarin ár þekkti hann mig
alltaf og brosti til mín þegar við hitt-
umst. Eftir að afi fór á Skjól hittumst
við yfirleitt alltaf á sunnudögum í
kaffi hjá ömmu og röðuðum í okkur
kökum og nammi saman.
Þegar ég var lítill vorum við
mamma mjög oft í Mosó hjá afa og
ömmu. Var alveg sama hvað afi var
að gera, hann hafði alltaf tíma til
þess að sinna mér og útskýra fyrir
mér hvað hann væri að gera. Meira
að segja þótt hann væri að vinna í
bílskúrnum sem var hans yfirráða-
svæði og enginn vogaði sér að breyta
neinu þar án hans leyfis.
En ég fékk nú alltaf að hjálpa hon-
um þar sem og við uppvaskið þó svo
ég viti nú ekki hvort ég hafi gert
mikið gagn þar.
Þegar ég var yngri og gisti hjá
þeim um helgar áttum við afi okkar
stundir saman á morgnana þegar
amma var enn í rúminu. Þá fórum við
saman fram, færðum ömmu kaffi í
rúmið og fengum okkur síðan súr-
mjólk saman með miklum púður-
sykri frammi í eldhúsi og spjölluðum
saman. Ég held að amma hafi alveg
vitað hversu mikilvægar stundir
þetta voru fyrir okkur og kom hún
sjaldan fram meðan á súrmjólkur-
stundinni stóð.
Á hverju sumri förum við stórfjöl-
skyldan í sumarbústaðinn hjá Ara
frænda og Sellu. Ferðin er alltaf
þrælskipulögð og lítið breytt út frá
hefðbundnum liðum enda fjölskyld-
an lítið fyrir að breyta út af vanan-
um. Meðal þess sem við gerum alltaf
er að fara í fótbolta og á meðan afi
gat enn gengið kom hann stundum
með á völlinn. Ég verð nú bara að
viðurkenna það að það kom alltaf
jafnmikið á óvart hvað hann stóð sig
vel í marki og bara alls ekki síður en
við krakkarnir. Síðan um kvöldið er
alltaf farið í Yfir en hann reyndi nú
alltaf að sleppa við það þó svo það
tækist ekki alltaf.
Það verður erfitt að ímynda sér
næstu jól án afa því ég og mamma
höfum alltaf verið hjá afa og ömmu á
jólunum. En um þessi jól verðum við
hjá ömmu og ég veit að afi á eftir að
fylgjast með okkur borða og taka
upp pakkana. Hvort amma verður
með sveppasúpu á næstu jólum veit
ég ekki en ég gleymi því heldur aldr-
ei þegar afi sagði fyrir síðustu jól að
honum þætti sveppasúpa vond eftir
að hafa borðað hana möglunarlaust í
áratugi á jólunum. Það var því engin
sveppasúpa á síðustu jólum.
Elsku amma mín, það er búið að
vera erfitt hjá þér síðan afi veiktist.
En nú líður honum vonandi betur og
við skulum alltaf muna góðu stund-
irnar sem við áttum með honum.
Davíð Már.
Hálfdán föðurbróðir minn hefur
undanfarin misseri átt við veikindi
að stríða, sem nú hafa haft betur.
Hann var yngstur í stórum systkina-
hóp og ólst upp á Auðunarstöðum,
gæddur góðum námshæfileikum og
var sendur í Menntaskólan á Akur-
eyri. Hélt síðan áfram námi í Háskól-
anum og lauk þaðan prófi í viðskipta-
fræði. Haddi, eins og hann var
jafnan kallaður innan fjölskyldunn-
ar, giftist Önnu Margréti, stofnaði
með henni heimili og þau bjuggu við
mikið barnalán. Allt vel gert og dug-
legt fólk sem erfði námshæfileika
foreldra sinna.
Haddi starfaði lengst af á Suður-
landi, stjórnaði verzlunum á Hvols-
velli og í Vík og tók síðan við skatt-
stjórastöðu á Suðurlandi og bjó
lengst af á Hellu og var oddviti þar í
nokkur kjörtímabil. En þau fluttu á
Reykjavíkursvæðið á eftir börnun-
um og síðustu starfsárin var hann
starfsmaður hjá ríkisskattstjóra.
Hann var einlægur sjálfstæðismað-
ur, af gamla skólanum eins og gjarn-
an er sagt. Var af þeirri kynslóð sem
byggði upp það velferðarþjóðfélag
og skipulag, sem við búum við í dag.
Hætt er við að hann ætti erfitt með
að sætta sig við sumt því sem þeir
sem oftast koma fram í viðtalsþátt-
unum, og telja sig vera forsvars-
menn flokksins, eru að segja í dag að
sé hin eina og sanna stefna flokksins.
Ég kynntist Hadda þegar ég var í
sveit á Auðunarstöðum. Hann hélt
mikið upp á sveitina sína og kom
þangað á hverju sumri með fjöl-
skyldu sína og dvaldi þar nokkurn
tíma. Greinilegt var að hann undi sér
vel á æskuslóðunum og rifjaði gjarn-
an upp kímnisögur úr Húnaþingi.
Hann tók gjarnan þátt í daglegum
störfum sem unnið var við hverju
sinni, hvort sem það var heyskapur,
stinga út úr fjárhúsunum eða fara í
fjósið. Glettin og góðleg augun
mættu manni. Stutt var í kímnina og
glensið. Hann var heilsteyptur og
með ákveðnar skoðanir á þjóðmál-
um, var fljótur að koma auga á hið
spaugilega í daglega lífinu, ekki síst í
pólitíkinni, eins og Auðunarstaða-
fólkið er reyndar svo vel þekkt fyrir.
En Haddi vildi engun illt og þrátt
fyrir að hann hafi oft verið með glens
á lofti og væri hrókur alls fagnaðar,
trúi ég ekki að nokkur maður hafi
farið sár undan ummælum hans. Þar
var hann líkur móður sinni og maður
tók vel eftir því hversu samrýnd þau
voru. Þrátt fyrir erfitt starf sem
skattstjóri var hann vinsæll, þótti
sanngjarn og réttlátur. Þó hann
starfaði innan ákveðins stjórnmála-
flokks naut hann jafnrar virðingar
og vinsælda hjá fólki úr öðrum flokk-
um. Drengur góður á vel við þegar
Hadda er lýst. Þrátt fyrir að viðhorf
Hadda og Önnu Möggu færu
kannski ekki alltaf saman og þau
væru í sumu ólík, voru þau áberandi
samhent. Sama má segja um hópinn
þeirra og tengdabörnin. Samhentur,
kátur og glaður hópur, sem víst er að
syrgir nú eiginmann, föður og ekki
síst góðan vin og félaga. Við fjöl-
skyldan sendum þeim hugheilar
samúðaróskir.
Guðmundur Gunnarsson.
Það var mikill happafengur fyrir
embætti ríkisskattstjóra þegar Hálf-
dán Guðmundsson kom til starfa hjá
því í ágústmánuði 1984. Kom þar
margt til. Hann var gjörkunnugur
skattamálum eftir að hafa gegnt
embætti skattstjóra í Suðurlands-
umdæmi frá því í maí á árinu 1968 og
þar til hann hóf störf hjá embætti
ríkisskattstjóra. Við trausta þekk-
ingu á viðgangsefninu bættust svo
þeir eiginleikar sem skipað hefðu
honum í fremstu röð hvar sem var
því þekkingin var samofin brjóstvit-
inu, hófseminni, verkhyggninni og
vinnuseminni. Það var því sérlega
gott að leita til hans þegar eitthvað
orkaði tvímælis. Hann tók að vísu lít-
ið af öllu, enda var hann ekki fullyrð-
ingasamur maður. Engu að síður var
það segin saga að þegar spjalli við
hann lauk höfðu mál skýrst og við-
unandi lausn fundist. Ekki var síðra
að spjalla við Hálfdán um daginn og
veginn. Hógvær glettni hans naut
sín þá vel, ásamt þekkingu hans á
mönnum og málefnum.
Hálfdán lét af störfum hjá emb-
ætti ríkisskattstjóra í lok ársins
1997. Það var von okkar að hann ætti
þá eftir gott og gjöfult ævikvöld eins
og hann hafði unnið til. Það varð þó
alltof stutt. Við sem með honum unn-
um söknum vammlauss manns en
reynum að hugga okkur við að það er
líka gott að minnast hans.
Eiginkonu Hálfdáns og börnum
vottum við innilega samúð okkar.
Ríkisskattstjóri
og starfsfólk hans.
HÁLFDÁN
GUÐMUNDSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum .
Formáli
minning-
argreina
Elsku amma.
Það er svo sárt að
þurfa að kveðja þig en
ég hugga mig við það
að nú hefurðu fengið frið frá þess-
um hræðilega sjúkdómi sem
krabbamein er. Ég trúi því að þú
fylgist með fjölskyldunni þinni ann-
ars staðar frá, á góðum stað þar
sem þú hittir alla ástvini þína sem
einnig hafa yfirgefið þetta jarð-
neska líf.
Ég á svo margar góðar minningar
um þig, ein sú fyrsta er síðan á jól-
unum þegar ég var þriggja ára. Það
var ófært milli bæjanna en ég var
staðráðin í því að komast til ykkar.
Ég fékk pabba og mömmu til þess
að ganga út að Álftarvatni með Hlé-
dísi systur sem þá var bara eins og
hálfs árs. Ég man ekki eftir neinni
þreytu heldur bara hvað ég var glöð
og ánægð þegar þið afi tókuð á móti
mér í forstofunni rennandi blautri
eftir að hafa vaðið snjóinn. Það voru
engin almennileg jól án ykkar.
ARNDÍS
SVEINSDÓTTIR
✝ Arndís Sveins-dóttir fæddist á
Hofsstöðum í Reyk-
hólasveit 11. nóvem-
ber 1924. Hún lést á
Sjúkrahúsinu í
Stykkishólmi 23.
september síðastlið-
inn og fór útför
hennar fram frá
Stykkishólmskirkju
29. september.
Það var alltaf svo
gott að koma til ykkar
afa, enda var ég nánast
daglega hjá ykkur þeg-
ar ég bjó í sveitinni.
Við Hlédís, Snædís og
Brynjar eins og öll hin
barnabörnin veiddum
síli í vatninu og lékum
okkur úti á húsahóli.
Við urðum samt þeirra
forréttinda aðnjótandi
að hafa ykkur svo ná-
lægt okkur. Við gátum
hjólað eða farið á hest-
baki til ykkar. Eftir
reiðtúr var notalegt að
setjast við eldhúsborðið og fá ný-
bakaðar kleinur og ískalda mjólk.
Það er óhætt að segja að það hafi
alltaf verið veisla hjá þér amma,
borðið svignaði undan kræsingum
og ekki óalgengt að þar væru tíu til
fimmtán sortir. Þú varst líka svo
myndarleg að prjóna á okkur barna-
börnin og seinna barnabarnabörnin
þín, þessar flíkur þekkjast af löngu
færi vegna þess hve vel þær eru
gerðar.
Ég vildi að ég hefði haft þig
hérna hjá mér lengur en er þakklát
fyrir þann tíma sem ég fékk með
þér. Ég er heppin að hafa átt ömmu
eins og þig.
Elsku afi, megi guð gefa þér
styrk í sorginni. Einnig allri fjöl-
skyldunni og ástvinum.
Þín nafna,
Arndís Sveinsdóttir.
Halldór vinur minn
Þorgrímsson er lát-
inn, hann Dóri frændi
á Brávöllum 8.
Ég ætla rétt að
minnast Dóra um leið og ég minn-
ist Auðar móður hans, Aðalgeirs
bróður hans og Ástu eiginkonu
Alla, en öll bjuggu þau í sátt og
samlyndi á Brávöllum 8 á Húsavík
ásamt, seinna meir, Valborgu
bestu vinkonu minni dóttur Alla og
Ástu og Þorgrími, yngri bróður
hennar.
Það er lífsins gangur að lifa og
deyja og nú var röðin komin að
Dóra mínum en Auður, Alli og
Ásta eru öll horfin yfir móðuna
miklu og taka á móti Dóra – senni-
lega á nýja Brávelli.
Að Dóri sé farin setur okkur hin
í þá aðstöðu að vera orðin kyn-
slóðin næst Gullna hliðinu og er
það skrítin tilfinning sem gerir
það að verkum að mig langar til að
skrifa nokkur minningarorð um
þau öll fjögur, þetta heiðursfólk
sem sá til þess að mín bernska er
vafin í gullinn roða minninga um
yndislega æskudaga þar sem þau
öll komu mikið við sögu.
Ég kynntist þeim öllum gegnum
Valborgu sem er búin að vera vin-
kona mín óslitið alla ævi og man
ég engar minningar aftur á bak í
tímann án hennar í lífi mínu enda
kynntumst við þriggja ára gamlar.
Dóri frændi var bráðgreindur
maður og hafði mörg ólík áhuga-
mál eins og pólitík, skák og fót-
bolta og svo það að rækta vini sína
og fjölskyldu.
Dóri heyrði fremur illa, svo
mamma sagði alltaf að ég hækkaði
röddina ef ég bara sá Dóra til-
sýndar á götu.
HALLDÓR
ÞORGRÍMSSON
✝ Halldór Þor-grímsson fædd-
ist í Hraunkoti í Að-
aldal í S-Þingeyjar-
sýslu 24. maí 1920.
Hann lést 25. sept-
ember síðastliðinn
og fór útför hans
fram frá Húsavíkur-
kirkju 3. október.
Dóri var okkur Val-
borgu afar góður og
skemmtilegur frændi
og leyfði okkur tátun-
um ýmislegt sem
kannski ekki allir
hefðu þolað.
Herbergi Dóra
frænda varð ansi oft
griðastaður okkar
með dúkkulísurnar og
bjuggum við þar dög-
um saman. Fyrir
mörgum árum lagðist
Dóri í Víking, eða fór í
langt ferðalag til
Rússlands til að skilja
betur „kommúnismann“. Úr þess-
ari ferð kom Dóri með öndvegis
rauðar flauels Rússahúfur með
hvítum dúskum og færði okkur
Völlu að gjöf. Seinna meir mátti þó
aldrei minnast á að Dóri hefði ver-
ið kommúnisti og var það orð al-
gjörlega horfið úr hans orðabók.
Dóri kenndi mér að tefla og er
var hann ansi stoltur þegar stelp-
an vann einu sinni fjöltefli í skól-
anum.
Já margs er að minnast þá hug-
urinn reikar, en bernska sem við
lítum til baka til með góðum upp-
byggjandi minningum sem urðu
veganesti framtíðarinnar getum
við ekki fyllilega þakkað nokkurn
tímann.
Fjölskyldan á Brávöllum var
hornsteinar minnar bernsku fyrir
utan mitt æskuheimili og vil ég
votta þeim öllum mína dýpstu virð-
ingu og þakklæti fyrir bernsku- og
æskuminningar sem ég ekki vildi á
neinn hátt að hefðu verið öðruvísi
en þær eru því þær hafa gert mig
að því sem ég stend fyrir í lífinu í
dag.
Síðustu árunum eyddi Dóri í
Hvammi á Húsavík, heimili aldr-
aðra, og naut þar umhyggju
starfsfólksins ásamt umönnun og
ástúð frændfólks síns.
Það er ómetanlegt að eiga fag-
urt ævikvöld og skilja við sáttur
við sína ævi eins og Dóri gerði.
Guð blessi ykkur öll Dóri, Auð-
ur, Ásta og Alli.
Bryndís Torfadóttir.