Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mig langar að minnast Hilmars afa míns í nokkrum orð- um. Það fyrsta sem mér kemur í hug er þegar ég var lítill og fór í heimsókn í Melgerði á vet- urna þegar það var mikill snjór og ég fór upp á skúrana og hoppaði niður í snjóinn. Þá kom afi og sagði mér að passa mig að meiða mig ekki og nú síðast þegar ég, pabbi og Hilmar Hansson vorum að mála þakið í sumar hafði hann miklar áhyggjur af okkur og var alltaf að kalla upp á þak hvort þetta væri ekki komið nóg í kvöld; hann hugs- aði alltaf vel um okkur. Afi vildi gera allt fyrir alla en ef maður gerði eitthvað fyrir hann þurfti hann alltaf að borga það tífalt til baka. Þegar afi og amma komu um jólin vildi hann helst ekki opna pakkana á aðfangadagskvöld held- ur geyma þá og opna þá heima í Melgerði. Það fannst mér skrítið þegar ég var lítill en honum fannst nóg að lesa á kortin og þreifa á pökkunum. Ég hef haft þau for- réttindi að koma í hádegismat til þeirra afa og ömmu í þrjú sumur á næstum hverjum degi og alltaf HILMAR HAFSTEIN GRÍMSSON ✝ Hilmar HafsteinGrímsson fædd- ist í Reykjavík 5. apr- íl 1913. Hann andað- ist á Landspítala í Fossvogi 28. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 6. september. beið afi eftir mér og spurði hvort það hefði verið mikið að gera ef maður kom seinna enn venjulega. Ég á marg- ar góðar minningar um afa Hilmar sem nú er farinn, en hann mun lifa í minningum okkar um ókomna tíð. Guð blessi ömmu mína og gefi henni styrk í sínum veikind- um. Bjarki Már Gunnarsson. Mig langar í fáum orðum að minnast afa míns, hans afa Hilm- ars. Við áttum samleið í rúm þrjá- tíu ár. Fyrstu árin man ég ekki mikið eftir honum afa, en síðan koma minningarnar jafnt og þétt þegar ég kemst til vits og ára. Þeg- ar ég hugsa núna til baka gleðst ég yfir þeim minningum sem koma upp í hugann. Það eru aðeins góðar minningar sem ég á um hann afa Hilmar, enda var hann einstaklega góður maður. Þó að við afi höfum ekkert verið nánari en gengur og gerist var afi mér alltaf mjög ná- lægur og mér leið alltaf vel nálægt honum. Ég veit að það voru fleiri sem nutu þessarar nálægðar því afi var ávallt þar sem aðstoðar var þörf ef hann átti þess nokkurn kost, því hjálpsemi var eitt af því sem prýddi hann afa í ríkum mæli. Afi var maður sem tók daginn snemma og kom miklu í verk. Reglusemi og sjálfsagi hans til vinnu hefur án efa mótast af því hversu ungur hann þurfti að sýna ábyrgð og vinna, sem elstur í systkinahópnum, til að aðstoða móður sína við að halda heimili. Það kom því snemma í ljós hvern mann afi hafði að geyma. Síðar varð hans eigið heimili og fjöl- skylda það sem hann lifði fyrir. Hann bjó fjölskyldu sinni gott heimili í Melgerði ásamt henni ömmu. Það fannst öllum gott að koma í Melgerði. Ég hafði gaman af að koma í heimsókn og hlusta á afa segja frá því sem hann hafði upplifað um ævina, eða bara það sem hann var að fást við þá dag- ana. Hann var líka svo áhugasamur að sýna hvað hann var að fást við og það leyndi sér ekki hvað hann var stoltur þótt hann gerði kannski ekki mikið úr hlutunum sjálfur. Nú seinni árin vildi afi síður fara í langferðir, taldi sig oft ekki hafa heilsu í það. Ég minnist eins atviks er ég bauð afa og ömmu að keyra þau í Dalina, að vitja æskuslóða ömmu og heimsækja skyldfólkið. Daginn áður ætlaði afi alls ekki að fara með þannig að það leit út fyrir að við amma færum ein. Þegar ferðamorguninn rann upp og ég mætti í Melgerði stóð afi ferðbúinn á tröppunum, léttur og kátur, eins og hann hafi alltaf ætlað að fara með. Ekki veit ég hvað sneri hon- um, en ég hugsaði að þetta væri afa líkt, svona gat hann verið skemmtilegur. Elsku amma, það hlýtur að vera sárt að kveðja slíkan mann sem afi var, en það hefur líka verið gæfa að kynnast slíkum manni og fyrir það erum við öll þakklát. Hans æviverk er okkur öllum til eft- irbreytni. Guð varðveiti minn- inguna um góðan mann. Helgi Björn. Með söknuði langar okkur að kveðja ást- kæran ömmubróður, Salla, með þessum ljóð- um sem lýsa honum svo vel: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Betra hjarta, hreinni sál heldur en þína er vandi að finna, fögur áttu eftirmál innst í brjósti vina þinna. Sofðu, hvíldu sætt og rótt, sumarblóm og vor þig dreymi! Gefi þér nú góða nótt, Guð, sem meiri er öllum heimi. (G. Guðm.) Vésteinn, Kristján Salvar, Valgarð Bjartmar. SALVAR KRISTJÁNSSON ✝ Salvar Kristjáns-son fæddist á Ísa- firði 7. desember 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 27. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 9. október. Kær frændi minn og ömmubróðir, Salvar, er látinn eftir erfið veik- indi og ég reyni að verða ekki sorgmædd- ur af því að ég veit að hann er kominn til Himnaríkis. Þegar ég minnist allra sameiginlegu stundanna okkar, eink- um hinna síðustu, er við ræddum um trú okkar og dýrð á drottni Jesú Kristi og hve hann hjálpaði frænda mínum og styrkti síðasta spöl- inn hans hérna, hlýnar mér um hjartarætur. Fátækleg orð mín, einlæg og sönn, megna sín lítils en eiga að sýna hve vænt mér þótti um frænda minn. Þeim fylgja orð í bundnu máli sem er ætlað að fylla hinstu kveðju mína til elskulegs frænda enn frekar: Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta, gæfu, lán og marga daga bjarta. Nú er sál þín svifin heimi frá, sett til nýrra starfa Guði hjá. Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta. Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta. Blómgist þar um eilífð andi þinn innilegi vinur minn. (B.B.) Valgarð Bjartmar. Elsku hjartans vinur minn, þú áttir afmæli þann 11. september, hefðir orðið aðeins 71 árs ef þú hefðir lifað. Þú sem varst svo sprækur og heilsuhraustur. Nikki minn, þú varst einn af mínum bestu vinum. Það var ekkert sem þú vildir ekki fyrir mig gera. Manstu útgerðina hjá okk- ur, þorskhausana og ýsuböndin, þá skemmtum við okkur vel. Ekki síst þegar þú fórst að kenna „þessum aula“ að rífa þorskhausana rétt, en það væri eitt af því sem heyrði bráð- um sögunni til. Mikið varstu hissa þegar ég mundi nöfnin á hinum og þessum bitum, en það lærði ég af ömmu minni. 11. september hefðum við verið saman uppi í öðrum hvorum skálanum þínum, Ingólfsskála eða Trölla. Þar hefðum við spilað spilin sem við kenndum hvort öðru, verst var hvað við vorum bæði tapsár. Ég vona að áhyggjurnar hafi verið frá þér teknar þegar þú hvarfst á braut frá þessari jarðvist og nú hafir þú öðlast gleði og bjartsýni á ný. Hvað verður svo um allar skemmti- legu snjósleðaferðirnar okkar? Mér verður alltaf minnisstætt þegar skipulagt var þorrablót í Þúfnavallas- FRIÐRIK A. JÓNSSON ✝ Friðrik A. Jóns-son vélvirkja- meistari fæddist á Sauðárkróki 11. september 1930. Hann lést 5. júlí síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Sauð- árkrókskirkju 14. júlí. kála með tilheyrandi gleði. Auðvitað varst þú strax einn af þeim út- völdu, en mér alfarið bannaður aðgangur að þeirri skemmtun og stóð bara eftir með tárin í augunum. Ég varð ekki lítið hissa þegar þú birtist algallaður í eld- húsinu hjá mér um 11 leytið og sagðir: Ég gat ekki horft upp á hvað þú tókst þetta nærri þér Didda mín, enda er ekk- ert gaman þarna uppfrá. Ég fer núna, en vertu tilbúin kl. 11 í fyrramálið, þá sækjum við sleðann þinn, ég hef trú á því að það verði bjart og fínt veður fyrir okkur til að keyra um. Og þú komst á tilsettum tíma, áreiðanlegur eins og alltaf. Þetta varð dásamlegur dagur, þú kunnir örnefnin á því sem fyrir augu bar og mikið meira en það. Ég spurði þig einhverju sinni hvað „strákarnir“ hefðu sagt þegar þú raukst á sleðanum í myrkrinu frá Þúfnavöllum til byggða. Þú sagðist hafa sagt þeim að þú hefðir gleymt straumi á eldhúshellunni heima. Eitt- hvað þótti drengjunum þetta ósenni- leg skýring þar sem þú varst svo gæt- inn og ábyrgur alla þína tíð. Svo skellihlógum við að þessu öllu seinna yfir spilamennskunni, hún dróst stundum á langinn og við þurftum að tala svo mikið. Jæja, elsku Nikki minn, hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi allar góðar vættir vera með þér. Hittumst vonandi síðar. Hólmfríður Þórðardóttir. Elsku amma, ekki bjóst ég við því þegar ég, Alli og Helena heimsóttum þig í end- aðan júlí að jarðvist þinni væri að ljúka og ég mundi ekki sjá þig aftur. Þú varst nokkuð hress þennan júlídag og við ræddum um daginn og veginn eins og venjan var. Þú varst alveg sérstök kona, mikil handverksmanneskja og einstaklega dugleg við handavinnuna og eru margir afar fallegir munir til sem þú málaðir, svo sem dúkar og postulín. Mér þykir afskaplega vænt um mat- LAUFEY SIGURÐARDÓTTIR ✝ Laufey Sigurðar-dóttir fæddist 23. september 1914. Hún lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 3. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Eskifjarð- arkirkju 8. septem- ber. ardúk og punthand- klæði, gullfallega muni sem þú málaðir og gafst mér í afmælisgjöf. Missir þinn var mikill þegar elsku afi dó fyrir um þrem árum, því það var öllum ljóst sem til þekktu að hann var þín stoð og stytta í lífinu og mjög hjálplegur á heim- ilinu, sá hann að mestu um öll innkaup til heim- ilisins og margt fleira svo lengi sem ég man eftir mér. Það var alltaf gott að koma til ykkar þegar þið áttuð heima úti á Árbakka. Þú bakaðir alltaf allt þitt brauð og kökur sjálf og var alltaf tínt fram úr búrinu þar til borð svign- uðu undan kræsingunum þegar ég kom í heimsókn með börnin mín. Það var erfitt fyrir ykkur að yf- irgefa Árbakka og flytja inn á dval- arheimilið Hulduhlíð á Eskifirði. Það duldist engum að þú áttir afskaplega erfitt með að sætta þig við að búa ekki lengur á Árbakka enda hafði Ár- bakki verið heimili þitt til margra ára. Þú hlýtur að hafa verið stolt og ákveðin kona því þegar vandi knúði dyra hjá þér stóðu ættingjar þínir með útrétta arma tilbúnir að hjálpa og þótti mörgum miður að þá hjálp áttir þú erfitt með að þiggja. Ég vona að þú sért sátt og að þér líði vel þar sem þú ert núna stödd. Góður Guð geymi þig og afa okkar og dætur ykk- ar tvær sem hjá ykkur sitja sín á hvora hönd. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Sendi aðstandendum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Jóna Björg Kristjánsdóttir. Amma mín er farin til afa, þetta er hugsun sem róar okkur fjöl- skylduna á þessum erf- iða tíma. Hún náði þremur öldum blessunin; nítjándu, tuttugustu og tuttugustu og fyrstu öld. Aldrei JÖRÍNA GUÐRÍÐUR JÓNSDÓTTIR ✝ Jörína GuðríðurJónsdóttir fædd- ist í Blönduholti í Kjós 30. september 1900. Hún lést í Seljahlíð, vistheimili aldraðra, 4. septem- ber síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju 13. septem- ber. mátti hún aumt sjá, alltaf boðin og búin að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Á stríðsár- unum safnaði hún föt- um, mat o.fl. og sendi til vina sinna í Finn- landi og á hverju ári styrkti hún mæðra- styrksnefnd og fleiri góð félög sem unnu að málefnum fyrir þá sem minna máttu sín. Hún var kvenskörungur mikill og undirgefni var ekki hennar stíll, stjórnaði hún stóru heimili ásamt því að kenna og stunda nefndarstörf. Ég leit mjög upp til hennar og þegar ég varð ófrísk utan hjóna- bands kveið ég fyrir að segja ömmu frá því. Núna skil ég ekki hvað ég óttaðist en ég var yngri þá og hélt að kona sem fædd væri árið 1900 ætti erfitt með að skilja hvernig þjóðfé- lagið væri í dag. Amma óskaði mér hins vegar til hamingju og spurði mig ekki meira út í þetta. Hún hefur sjálfsagt hugsað með sér að ef ég vildi segja eitthvað meira um þetta myndi ég segja það. Níutíu ár voru á milli sonar míns, Styrmis, og ömmu minnar. Þegar Styrmir var lítill kallaði hann hana „ömmu með kókið“. Þetta kom til af því að amma og afi, þegar hann var á lífi, voru alltaf með kassa af kóki inni í skáp tilbúið fyrir börn og fullorðna þegar gesti bar að garði, að ógleymdri Mackintosh-dollunni. Það er með söknuði og virðingu sem ég kveð ömmu og ég veit að hún mun líta til með okkur sem eftir erum hérna megin. Brynja Kristjánsdóttir. EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðvikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skila- frests. Skilafrestur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.