Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BLÓMASKREYTINGAR lúta lög- málum náttúrunnar og tískunnar og í báðum tilvikum hefur hver árstíð sitt tiltekna stef. Sérhvert tískustef er jafnframt tengt straumum og stefnum í fata- og innanhússhönnun, auk þess sem því er ætlað að magna kenndir sem plöntur og blóm geta vakið með manninum. Þegar tískan er annars vegar er að öllu jöfnu hugsað langt fram í tímann (til dæmis frameftir 2002) og fullyrt er að eftirspurnin á næsta ári verði helst eftir skreytingum með glaðlegum og kraftmiklum mun- aðarblæ. Hin árstíðabundnu stef eru jafnan kynnt á Evrópuvísu og nýverið kom hollenski blóma- skreytingameistarinn Pujari Plattel hingað til lands og hélt sýnikennslu fyrir liðsmenn Félags blómaverslana. Plattel er meistari í blómaskreytingum og jafnframt í hópi þeim sem leggur línurnar í blómatískunni frá ári til árs. Náttúruleg efni, einfaldleiki og form sem fá að njóta sín Á heimasíðu hollenska Blóma- ráðsins segir að fjöldaframleiðsla hafi aukið sókn fólks í hluti með eilítið persónulegri blæ. „Hlutir eru settir í nýtt samhengi, hug- myndauðgin ræður ríkjum og lit- ir, form og mynstur koma á óvart,“ segir um framvinduna í blómaskreytingum. Einnig segir að lykilorð næsta vors verði ferskleiki og þjóðlegir tónar. Næsta sumar verður endursköp- unin í fyrirrúmi með handgert efni og endur- vinnslu að leiðarljósi. Þá skellur haustið á með skýrum útlínum og íburðarmeiri efniviði í andstæðum litum. Yf- irskrift þarnæsta vetr- ar er svo gersemar nátt- úrunnar, þar sem teflt er saman hrjúfleika og mýkt, felulitum og áber- andi skrauti. Nanna B. Viðarsdóttir, blómakona hjá Breiðholts- blómum, segir skreyt- ingar þar sem eitt blóm er uppistaðan verða áberandi í vetur. Höfuðstef vetrarins verða náttúruleg efni, einfaldleiki og form, með óvenjulegum tilbrigðum inni á milli, segir Nanna ennfremur, og nefn- ir dæmi þar sem blóma- skreytingameistarinn leik- ur sér með eitt blóm og stilkurinn er vafinn með einangrunarlímbandi, sem að öllu jöfnu er notað í rafvirkjun. „Skreytingar byggðar upp á einu blómi verða áberandi í vetur, einnig leikur að einföldum hlut- um sem settir eru í nýtt samhengi. Skreyta og breyta, eru einkunnarorðin. Jólaskreytingarnar munu einkennast af rómantík, dýpt og mýkt. Mikið verður af aukahlutum og glingri, krist- öllum, semelíu-steinum og vír og gyllti liturinn kem- ur aftur með alls kyns smádóti. Eiginlega er um að ræða tvenns konar aðferðir í vetur, það er stílhreint, einfalt og naumt annars vegar, og rautt og rómantískt hins vegar, jafnvel út í plómulitt og bleikt,“ segir hún. Vorið 2002 verður tileinkað þjóðlegum minnum og afturhvarfi til fortíðar, líkt og áður er getið, og nefnir Nanna útsaum og tré- klossa sem dæmi um hollenskan sveitarómantíkurstíl. „Næsta sumar er endursköp- unin aðalhugsunin og leikur að plastkenndum efnum,“ segir hún ennfremur. Aðventukransar eru árvisst skreytingarúrræði á mörgum heimilum í desember og segir Nanna ýmsa möguleika í boði í ár. „Eitt dæmi er einfaldur krans með 6–7 stjökum, vafinn með blöðum og skreyttur litlum epl- um. Annar möguleiki er aðventu- krans með austrænum blæ, eins og beint upp úr 1001 nótt,“ segir hún að síðustu. Skreytt, breytt og í nýju samhengi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Nýstárleg aðventuskreyting í hefðbundnum jólalitum. Einfalt og náttúrulegt en með óvæntu sniði; stilkar gerberu vafðir einangrunarlímbandi. Blómaskreytingameistarar hafa lagt línurnar í skreytingum komandi tíðar Gladíóla með laufblaði, skreytt litlum speglum. SAMTÖK verslunar og þjónustu gáfu nýlega út reglur um gjafakort til leiðbeiningar fyrir verslanir sem selja kort af því tagi eða láta fylgja með annarri vöru. Kemur fram í til- kynningu frá SVÞ að þar sem gjafa- kort verði æ algengari aukist hættan á fölsunum og misnotkun að sama skapi. Gjafakort er ávísun á verðmæti og oft stílað á handhafa. Því getur hver sá sem kemur í verslun með kortið keypt gegn framvísun þess. Ef kort- ið týnist á upphaflegur eigandi eng- an kröfurétt á verslunina. Annar möguleiki er því sá að kortið sé stílað á tiltekna persónu. Gildistími gjafa- korta er venjulega fjögur ár frá út- gáfu. Í 6. grein verklagsreglna við- skiptaráðuneytisins segir um gjafakort að almennur fyrningar- frestur á slíkum kröfum sé fjögur ár, samanber lög númer fjögur frá 1905. Í 5. grein verklagsreglna segir einn- ig að mikilvægt sé að kröfur vegna gjafakorta séu færðar í bókhald verslunar og að þær haldi gildi sínu gagnvart þeim sem útgefandi kann að framselja rekstur sinn til. Mögu- legt er að gildistíminn sé styttri og í slíkum tilvikum á gildistíminn að koma fram á gjafakortinu, auk þess sem láta á viðskiptavininn vita af því þegar kortið er keypt. Gildistími al- mennra gjafakorta ætti minnst að vera eitt ár, segir SVÞ ennfremur, og á útgáfudagur að koma fram á kortunum. „Ef verslun skiptir um eiganda verður að taka tillit til gjafa- korta sem ekki hafa verið innleyst. Hið sama á við ef útgefandi fram- selur öðrum verslunarreksturinn.“ Munið skilaréttarmerkin Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið gaf út verklagsreglur um skilarétt fyrir ári þar sem meðal annars er fjallað um gjafamerki. Þar kemur fram að hægt eigi að vera að fá gjafir merktar sérstöku merki í verslunum svo ekki þurfi að framvísa kassa- kvittun sé vöru skilað. Í jólaverslun skal miða við að varan sé afhent 24. desember og fá verslunareigendur frjálsar hendur með útfærsluna. Í sumum verslunum tíðkast að útfæra sérstök jólamerki, sem veita skila- rétt í tiltekinn dagafjölda eftir jól, til dæmis til 6. janúar. Um leið og reglurnar voru gefnar út komu út límmiðar með áletruninni skilaréttur – þinn réttur og teljast verslanir sem setja hann upp hafa skuldbundið sig til þess að fram- fylgja verklagsreglum ráðuneytis- ins. Telja Samtök verslunar og þjón- ustu það gæðavottun fyrir verslanir að taka upp reglurnar og nota skila- réttarmerkin. Þróunarfélag miðborgarinnar hefur komið á fót sameiginlegu gjafakorti fyrir verslanir og þjónustufyrirtæki í miðborginni. Reglur um gjafakort og gjafa- merkingar Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.