Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 9
FRAMKVÆMD EES-samningsins,
m.a. í ljósi fyrirsjáanlegrar fjölgunar
aðildarríkja ESB, var meðal þess
sem var til umfjöllunar á ráðsfundi
Evrópska efnahagssvæðisins sem
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-
herra sat í Lúxemborg á þriðjudag.
Af hálfu EFTA-ríkjanna var ítrek-
að mikilvægi þess að hefja undirbún-
ing samhliða stækkun EES í því
skyni að tryggja áframhaldandi eins-
leitni innan markaðarins. Ráðherrar
EFTA-ríkjanna lýstu ánægju með
yfirlýstan vilja ESB til að kanna leið-
ir til viðeigandi þátttöku EFTA-
ríkjanna þriggja í svonefndu Lissa-
bon-ferli, sem miðar að því að ESB
verði virkasta og samkeppnishæf-
asta efnahagssvæði heims árið 2010,
að því að fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Einnig var fjallað um þær
breytingar sem hafa orðið á ESB síð-
an EES-samningurinn var gerður og
hugsanleg áhrif misræmis á eins-
leitni innan markaðarins. EFTA-rík-
in lýstu af því tilefni yfir vilja til að
kanna með hvaða hætti hægt væri að
aðlaga lagalegan grundvöll samn-
ingsins breyttum aðstæðum. Loks
var ESB bent á að frjálsu vöruflæði
væri enn ábótavant vegna tolla á
sumar tegundir fisks og annarra
sjávarafurða frá EFTA-ríkjum. Það
væri ekki í samræmi við viðleitni
allra samningsaðila til að tryggja
einsleitni innan markaðarins.
Afleiðingar hryðjuverkanna í
Bandaríkjunum voru einnig til um-
fjöllunar, sem og öryggis- og varn-
armál í Evrópu. Ráðherrarnir voru
einhuga um aðgerðir gegn alþjóð-
legri hryðjuverkastarfsemi. Utan-
ríkisráðherra lagði í því sambandi
áherslu á mikilvægi aukins sam-
starfs ESB og Atlantshafsbanda-
lagsins og aðildarríkja þeirra.
Vilji til að aðlaga
lagagrunn breytt-
um aðstæðum
Í NÝRRI reglugerð fjármálaráð-
herra um skipulag opinberra fram-
kvæmda er mælt fyrir um ítarlegri
undirbúning framkvæmda en verið
hefur, skýrari áfangaskiptingu og
skýrara hlutverk og ábyrgð þeirra
sem sinna einstökum verkáföngum.
Reglugerðin er ávöxtur starfs nefnd-
ar sem ráðherra skipaði í ársbyrjun
til að fara yfir verklag við opinberar
framkvæmdir.
Í reglugerðinni er lögð áhersla á
ítarlegan undirbúning opinberrar
framkvæmdar og frumathugun. Með
frumathugun er átt við könnun á
þörfum sem leysa á og samanburð á
mögulegum lausnum. „Slík könnun
getur beint sjónum manna að öðrum
möguleikum en byggingu mannvirk-
is eins og t.d. leigu eða endurskipu-
lagningu starfseminnar,“ segir m.a. í
frétt frá fjármálaráðuneytinu. Segir
að með frumathugun sé umfang
framkvæmdar mótað og því sé vönd-
uð greining mikilvæg.
Þá mælir reglugerðin fyrir um
skýrari áfangaskiptingu sem tekur
til frumathugunar, áætlunargerðar,
verklegrar framkvæmdar og skila-
mats. Samkvæmt reglugerðinni
verður ekki heimilt að hefja áætlun-
argerð fyrr en fjármálaráðuneyti
hefur fallist á frumathugunina.
Framkvæmdin sjálf skal fara fram á
grundvelli áætlunargerðarinnar og
innan ramma hennar og skýr fyrir-
mæli eru um að fari verk út fyrir
samþykkt áætlun skuli leggja endur-
skoðaða áætlun fyrir fjármálaráðu-
neytið til samþykktar eða fram-
kvæmd stöðvuð að öðrum kosti.
Framkvæmdasýslan beri
ábyrgð á verklegri framkvæmd
Reglugerðin mælir einnig fyrir
um hlutverk og ábyrgð þeirra sem
sjá um einstaka áfanga verks. Eðli
máls samkvæmt komi margir að
mótun og gerð mannvirkja, bæði
stjórn og ráðgjöf, og mikilvægt sé að
ábyrgðarskil þeirra aðila séu skýr og
að alltaf fari saman fagleg og stjórn-
unarleg ábyrgð. Tekið er fram í
reglugerðinni að hlutaðeigandi ráðu-
neyti sjái um og beri ábyrgð á frum-
athugun og áætlunargerð. Fram-
kvæmdasýsla ríkisins beri síðan
ábyrgð á verklegri framkvæmd og
skilamati. Hún stjórni framkvæmd
og beri ábyrgð á að hún sé unnin á
grundvelli samninga við verktaka og
í samræmi við áætlanir ráðuneyta og
fjármálaráðuneyti hafi formlega fall-
ist á. Framkvæmdasýslu ber einnig
að sjá um eftirlit og upplýsa ráðu-
neyti reglulega um framvindu verks
og fjárhagslega stöðu. Kalla beri án
tafa eftir endurskoðun á áætlun ef
stefni í röskun á kostnaði.
Skipulag opinberra
framkvæmda
Mælt fyrir
um skýrari
ábyrgð
Eddufelli 2
sími 557 1730
Bæjarlind 6
sími 554 7030
Opið mán.–fös.
frá kl. 10–18 og lau. kl. 10–15.
Fullt af
nýjum vörum
Gleræting
Mjög fljótlegt í 3 einföldum skrefum
Festa stensilinn Bera kremið á Skola með vatni
ÓÐINSGATA 7 562-8448
Ný sending
Ullar- og kasmírkápur
Frakkar
Úlpur
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Fallegar
gjafavörur
Kr. 4.200
DUKA
Kringlunni 4-12, sími 533 1322.
Kr. 5.900
Kringlunni - sími 581 2300
VANDAÐUR DÖMU-
OG HERRAFATNAÐUR
Þýskir vetrarjakkar
Laugavegi 84, sími 551 0756
JAEGER
CASSINI
GISPA
Úrval af
peysum
Sprengitilboð - rýmum fyrir vörum
Handskorin roccoco húsgögn 40%—50% afsláttur.
Ljós, styttur, klukkur 20% afsláttur.
Handofnir dagdúkar og rúmteppi 20% afsláttur.
Ekta pelsar 50% afsláttur- tilvalin jólagjöf.
Verið velkomin.
Opið virka daga frá kl. 11—18 og laugard. frá kl. 11-16.
Sigurstjarnan,
Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin),
sími 588 4545.