Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NAUÐSYNLEGT er að marka heildarsýn í skipulags- málum Vatnsmýrarinnar og líta á miðborgina, Vatnsmýr- ina, þar með talið Háskóla- svæðið, og svæðið umhverfis Landspítala – háskólasjúkra- hús sem eina heild. Þetta kom meðal annars fram í máli þeirra sem fluttu erindi á fjölmennum morgun- verðarfundi Reykjavíkur- borgar og Borgarfræðaseturs sem haldinn var á Grand Hót- eli í gær. Vanda þarf valið Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir borgarstjóri fjallaði þar um framtíð Vatnsmýrarinnar og lagði áherslu á að uppbygging ætti að eiga sér stað í áföng- um og vanda þyrfti valið á þeirri starfsemi sem þar yrði. Rýmisfrek starfsemi ætti ekki heima þar en blönduð byggð íbúða- og atvinnuhús- næðis, menningar og afþrey- ingar í tengslum við þá stjórnsýslu og verslun og þjónustu sem er í miðbænum, ætti að skapa öfluga og líf- vænlega miðju eins og þekk- ist á höfuðborgarsvæðum er- lendis. Þá ætti aðstaða til útivistar að skipa stóran sess í slíkum kjörnum. Hún sagði Vatnsmýrina dýrmætt land sem yrði að nýta með það að markmiði að skapa sem mest- an virðisauka fyrir borgar- samfélagið í heild. Ingibjörg sagði ennfremur að skapa yrði Háskólanum aðlaðandi borgarumhverfi því hann gegndi lykilhlutverki í hinu nýja borgarhagkerfi sem nú væri að þróast. Taldi hún nauðsynlegt að nýta frjóar skipulagshugmyndir, aðferðir og reynslu erlendis frá og laga þær að íslenskum að- stæðum. Að lokum benti hún á að ekki væri spurning hvenær heldur hvort Vatnsmýrin yrði tekin undir byggð og vísaði þar til flugvallarins sem mikl- ar deilur hafa staðið um. Sagði hún nauðsynlegt að skapa sátt um framtíðarnotk- un svæðisins og sú umræða sem ætti sér stað í þjóðfélag- inu núna gegndi þar stóru og gagnlegu hlutverki. Suðurgata og Hringbraut kljúfa svæðið í sundur Páll Skúlason, rektor Há- skóla Íslands, tók undir orð borgarstjórans um að Vatns- mýrin ætti að verða hluti af miðju höfuðborgarsvæðisins. Hann ræddi nokkur atriði sem hann taldi mikilvæg til að framtíðaruppbygging Há- skólasvæðisins gæti orðið sem best yrði á kosið. Í fyrsta lagi lagði hann áherslu á nauðsyn þess að þétta byggð og með fyrirhuguðu Háskóla- torgi, sem verða ætti félags- og þjónustumiðstöð Háskól- ans, og vísindagörðum væri stigið stórt skref í þessa átt. Þá taldi hann brýna nauðsyn bera til að brúa með einhverj- um hætti þá gjá sem Suður- gata annars vegar og Hring- braut hins vegar mynduðu í þá heild sem Háskólasvæðið og miðbærinn ættu að skapa. Mikilvægi þess að tengja saman svæði Háskólans og Landspítala – háskólasjúkra- húss væri einnig mjög mikið og nauðsynlegt væri að tryggja landrými fyrir fram- tíðaruppbyggingu Háskóla- svæðisins. Páll benti á að í framtíðinni myndi fjöldi fólks sem sækir þjónustu til Há- skólans margfaldast, m.a. með tilliti til aukins vægis endurmenntunar í heiminum. Uppbygging í þremur áföngum Í máli Árna Þórs Sigurðs- sonar, formanns skipulags- nefndar Reykjavíkur, kom fram að ýmsir þættir lægju til grundvallar skipulagi er varð- aði Vatnsmýrina í þeirri vinnu við aðalskipulag borgarinnar sem nú stæði yfir. Væri þar þétting byggðar, umhverfis- og öryggismál, vísindagarðar og efling borgarinnar í alþjóð- legu samhengi m.a. haft að leiðarljósi. Sagði hann að á skipulags tímanum, frá 2004– 2024 væri uppbygging í Vatnsmýrinni fyrirhuguð í þremur áföngum sem stjórn- uðust að mörgu leyti af flutn- ingi flugvallarins af svæðinu sem fyrirhugaður er í áföng- um út skipulagstímann. Nán- ari kynning á skipulagsvinn- unni verður síðar í mánuðinum. Fornebu fyrirmynd að framtíðarsýn? Stefán Ólafsson, forstöðu- maður Borgarfræðaseturs, flutti erindi um þekkingar- þorpið sem fyrirhugað er að reisa í Vatnsmýrinni í tengslum við Háskólann. Gert er ráð fyrir að þorpið, eða vís- indagarðarnir, verði um 50.000 fermetrar að flatar- máli, staðsettir á lóð suðaust- an Háskólans. Í erindi sínu bar Stefán hugmyndir um ís- lenska vísindagarða saman við norskar, en á gamla flug- vallarsvæðinu í Fornebu í Ósló er í uppbyggingu þekk- ingar- og nýsköpunarsam- félag. Þar, líkt og fyrirhugað er í Vatnsmýrinni, er blönduð landnotkun lykilatriði, þar sem afþreyingu, menningu, íbúða- og atvinnuhúsnæði er að finna ásamt stórum græn- um svæðum. Stefán segir að hugsanlega megi líta á Forn- ebu-svæðið sem fyrirmynd að framtíðarsýn Vatnsmýrarinn- ar því þar séu ýmsar sameig- inlegar forsendur fyrir hendi. Þéttari byggð í öflugum kjarna Ljóst er að umræðan um Vatnsmýrina og skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu al- mennt er rétt að byrja og ýmsir möguleikar hugsanleg- ir. En í máli allra þeirra sem héldu erindi á fundinum var þekkingarsamfélag, þéttari byggð og nauðsyn þess að tengja Háskóla- og Landspít- alasvæðið miðborginni svo skapa mætti öflugan mið- svæðiskjarna, ofarlega á baugi. Framtíðarsýn í skipulagi og uppbyggingu miðborgarsvæðisins kynnt almenningi Morgunblaðið/Árni Sæberg Á fundinum um framtíð Vatnsmýrarinnar kom fram að nauðsynlegt er að líta á Háskólasvæðið og miðborgina sem eina heild en í dag skeri Suðurgata og Hringbraut þetta svæði í sundur. Lífvænleg og öflug borgarmiðja Vatnsmýrin FLESTIR grunnskólar borg- arinnar hafa sérkennara sem eiga að geta sinnt lestrar- greiningu fyrir börn sem grunur leikur á að eigi við lestrar- og stafsetningarerfið- leika, svo kallaða dyslexíu, að stríða. Þetta segir Arthur Morthens, forstöðumaður þjónustusviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, en bið- listar grunnskólanema eftir lestrargreiningu hjá Lestrar- miðstöð ná allt fram á næsta skólaár. „Á síðasta vetri voru mis- munandi áherslur á það í skól- unum hvort þessir sérkennar- ar, sem eru með sérþekkingu á málinu og hafa farið í gegnum hin ýmsu lestrargreinandi próf, ættu að framkvæma slíkt í heimaskóla eða hvort þeir ættu að senda nemendur til Lestrarmiðstöðvar þar sem Fræðsluskrifstofa Reykjavík- ur hefur greitt laun fyrir hálf- an starfsmann. Eftir viðræður við forstöðumann lestrarmið- stöðvar, Rannveigu Lund, hef- ur sú niðurstaða fengist að Lestrarmiðstöð verði ráðgef- andi fyrir sérkennara sem eru með lesturinn í Reykjavík þannig að sérkennararnir sjái um greininguna og að þeir geti borið sínar niðurstöður undir Lestrarmiðstöð og leitað ráð- gjafar til hennar,“ segir Arth- ur. Bréf um þetta breytta fyr- irkomulag var að sögn Arth- urs sent til skólastjórnenda í síðustu viku. „Það má gera ráð fyrir því að grunnskólanem- endur með einhvers konar örðugleika í lestri, séu á bilinu 8 til 9%, af þeim er meira en helmingur sem er fljótur að ná góðum tökum á lestri þrátt fyrir að hafa átt við erfiðleika í upphafi. Þrjú til fjögur pró- sent nemenda eiga svo við verulega örðugleika að stríða til lengri tíma og þurfa áfram- haldandi stuðning eftir grein- ingu,“ segir Arthur. Sérkennurum fækkar Spurður hvort sérkennarar hafi nægan tíma og skólarnir fjármuni til að taka að sér þetta aukna hlutverk segir Arthur það lengi hafa verið áhyggjuefni að sérkennurum hafi fækkað til muna í grunn- skólum borgarinnar. „Eftir því sem framhaldsskólunum hefur vaxið ásmegin fara reyndir sérkennarar úr grunnskólunum upp í fram- haldsskólana. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt en þýðir að end- urnýjun innan sérkennara- stéttarinnar er minni heldur en þörf er á – það fer ekkert á milli mála,“ segir Arthur og kveður þurfa að hvetja til verulegs átaks í þessum mála- flokki: „Sérstaklega hvað varðar tækni og þekkingu á því að vinna með þeim sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða, það er lestrargreiningu og markvissa vinnu með nem- endum eftir að dyslexía er greind.“ Í sumar og haust hefur Fræðslumiðstöð staðið fyrir námskeiðum í greinandi próf- um fyrir kennara. Þar hefur stofnunin að sögn Arthurs not- ið aðstoðar tveggja kennara við Kennaraháskóla Íslands. „Þessir kennarar eru nú að kynna lestrargreinandi próf sem við munum leggja fyrir alla nemendur í þriðja bekk grunnskóla Reykjavíkur síðar í haust. Það er framtíðin að fara í átak í lestri, að skólarnir verði sjálfum sér nógir um lestrarkennslu og lestrar- greiningu en geti leitað ráð- gjafar hvort sem er til Lestr- armiðstöðvar eða Fræðslu- skrifstofu Reykjavíkur,“ segir Þorsteinn. 18 almennar sérdeildir starfandi Í Lestrarmiðstöð Kenn- araháskóla Íslands er nú unnið að gerð greiningarprófs fyrir 14 ára unglinga en það nýtist einnig í framhaldsskólum og fyrir fullorðna. Hópur sér- kennara í samvinnu við Lestr- armiðstöð er auk þess kominn áleiðis með próf fyrir 10 ára nemendur. Einnig er í burð- arliðnum hjá Lestrarmiðstöð prófgerð í samstarfi við er- lenda rannsóknarmiðstöðvar þar sem sjö þjóðir taka þátt. Þetta samstarf getur haft margs konar gildi fyrir ís- lenskt skólastarf þar sem fengjust upplýsingar um hvernig íslenskum börnum gengur að ná tökum á lestri og stafsetningu fyrstu fjögur ár skólagöngunnar í samanburði við börn hinna þjóðanna sem taka þátt í verkefninu. Þessi samanburður byggist á sam- ræmdum prófum þar sem tækninni sem beitt er við fyr- irlögn prófanna á að auðvelda nákvæmar greiningar í skóla- starfi í kjölfar skimunarprófs menntamálaráðuneytis fyrir byrjendur. Í grunnskólum Reykjavíkur eru starfandi 18 almennar sér- deildir. Þær eru samkvæmt skilgreiningu Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur ætlaðar nemendum með alvarlega náms- og eða hegðunarerfið- leika, bæði nemendum í við- komandi skóla og úr ná- grannaskólum. Foreldrar sækja um skólavist á sérstök- um eyðublöðum sem sérstakt inntökuteymi fjallar um og af- greiðir umsóknir í apríl ár hvert. Breyttar áherslur Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur varðandi hlutverk sérkennara Skólarnir sjái sjálfir um lestrargreiningu Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.