Morgunblaðið - 11.10.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. OKTÓBER 2001 13
Nú býðst þér ótrúlegt
tækifæri til þessarar heillandi
borgar á ótrúlegu verði. Við
eigum 20 sæti í vikuferð, 8 nætur,
út þann 28. október, með heim-
flugi þann 5. nóvember. Gist á
Quality hótelinu, góðu 3ja stjörnu
hóteli sem hefur verið afar
vinsælt af farþegum Heimsferða
síðustu 2 árin.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 47.970
Flug, gisting á Quality Inn hótelinu
með morgunmat, skattar.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Forfallagjald kr. 1.800.
Síðustu sætin til Prag í október
Vikuferð til
Prag
28. október
frá kr. 49.970
Kynnisferðir með íslenskum
fararstjórum Heimsferða
LIÐIN eru rétt 10 ár í dag frá því Ís-
land hreppti heimsmeistaratitilinn í
brids í Yokohama í Japan í keppninni
um Bermúdaskálina. Þetta var í
fyrsta skipti sem Ísland vann slíkan
titil í hópíþrótt og vakti það að von-
um mikla athygli hér á landi og víð-
ar.
Íslenska liðið vann Pólverja í úr-
slitaleik sem stóð yfir í þrjá daga og
lauk 11. október 1991. Sýnt var beint
frá lokasprettinum í Sjónvarpinu
þótt þá væri enn mið nótt hér á landi
og eftir nokkurn taugatitring, því
Pólverjar náðu um tíma að saxa
verulega á forskot Íslendinga í leikn-
um, náðist titillinn í höfn.
„Ég man þetta ljóslega enn. Það
voru mörg skemmtileg augnablik á
þessum síðustu klukkutímum og í
heild var þetta spennandi og áhrifa-
rík reynsla. Það var þó e.t.v. mest
gaman fyrir okkur sem stóðum í eld-
línunni að finna stuðninginn að heim-
an og fá jákvæð viðbrögð frá kepp-
endum annarra þjóða og
forustumönnum alþjóðlegu brids-
hreyfingarinnar sem fögnuðu með
okkur,“ sagði Björn Eysteinsson, en
hann var fyrirliði og þjálfari íslenska
liðsins.
„Þessi úrslit vöktu athygli víða um
heim á sínum tíma og mörgum þótti
merkilegt að þessi litla eyja í Atl-
antshafi gæti státað af heims-
mistaratitli í liðakeppni. Ég man enn
þegar breskur blaðamaður sagði
mér stoltur frá því nokkrum dögum
síðar að hann hefði komið frétt á for-
síðu Daily Telegraph í fyrsta skipti á
ferlinum og það segir manni að þetta
hefur þótt talsvert afrek,“ sagði
Björn.
Gríðarlegur tími sem
fer í undirbúning
Auk hans voru í íslenska liðinu Að-
alsteinn Jörgensen, Guðmundur Páll
Arnarson, Guðlaugur R. Jóhanns-
son, Jón Baldursson, Þorlákur Jóns-
son og Örn Arnþórsson. Þetta lið
spilaði aldrei óbreytt framar fyrir
hönd Íslands þótt nokkrir liðsmenn
hafi spilað í íslensku landsliði síðan.
Íslendingar hafa ekki komist aftur í
keppnina um Bermúdaskálina en
ágætis árangur hefur náðst í öðrum
mótum.
„Okkur hefur ekki tekist að keyra
á þessum sömu mönnum sem gerðu
garðinn frægan fyrir áratug. En það
fer gríðarlegur tími í undirbúning ef
ná á árangri og ég tel að þeir sem
fóru til Yokohama séu búnir að
leggja sitt af mörkum til þjóðarinnar
og rúmlega það. Hjá bestu brids-
þjóðum heims eru landsliðsmennirn-
ir atvinnumenn en því er ekki til að
dreifa hjá okkur. Ég held að það sé
ekki hægt að gera afrekskröfur til
okkar bestu manna fyrr en komið er
til móts við þá með einhverjum
hætti,“ sagði Björn.
Heldur virðist hafa dregið úr
bridsáhuga á síðasta áratug og
Björn segir að samkeppnin um at-
hyglina sé vissulega gríðarleg.
„Maður vildi sjá að Bridssamband
Íslands setti meiri metnað í ung-
lingastarf og vinni þar með mark-
vissum hætti. Það er raunar ætlunin
að halda lítið bridsmót í tilefni tíma-
mótanna í dag, þar sem dyggir vel-
unnarar og stuðningsaðilar brids-
hreyfingarinnar koma við sögu og
láta afraksturinn renna til unglinga-
starfs bridssambandsins,“ sagði
Björn.
Mótið verður haldið milli klukkan
17-19 á Grand Hóteli í Reykjavík í
dag og keppa heimsmeistararnir sjö
þar við fulltrúa fjölmiðla og annarra
fyrirtækja.
Heimsmeistararnir hampa Bermúdaskálinni. Frá vinstri eru Björn Eysteinsson, Þorlákur Jónsson, Jón Bald-
ursson, Örn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson, Aðalsteinn Jörgensen og Guðmundur Páll Arnarson.
10 ár liðin frá því Ísland
hreppti Bermúdaskálina
BOÐAÐAR skattalækkanir og
breytingar á reglum um verðbólgu-
reikningsskil hafa mismunandi áhrif
á hagnað og skattgreiðslur nokkurra
fyrirtækja sem skráð eru á Verð-
bréfaþing, skv. grófum útreikning-
um sem greiningardeild Búnaðar-
bankans hefur gert og birtir eru á
vefsíðu bankans. Við útreikningana
er miðað við að skattabreytingarnar
hefðu verið í gildi árið 2000 og eru
skoðuð sérstaklega áhrif breyting-
anna á hagnað fyrirtækjanna eftir
skatta og heildarbreytingu opin-
berra gjalda þeirra (sjá töflu).
Bent er á að breyting opinberra
gjalda sýnir breytingar á fjár-
streymi frá rekstri og þar með áhrif
á verðmæti fyrirtækjanna.
Skattar Landsbankans
lækka um 184 millj. kr.
Samkvæmt yfirlitinu lækka opin-
ber gjöld margra fyrirtækja veru-
lega og töluverður mismunur verður
á reiknuðum hagnaði þeirra eftir
breytinguna. Þannig lækka skattar
Landsbankans um 184 millj. kr. og
hagnaður bankans eftir skatta hefði
verið 193 millj. kr. hærri ef skatta-
breytingarnar hefðu verið í gildi árið
2000. Opinber gjöld Kaupþings
lækka um 124 millj. kr., Olíufélags-
ins um 259 millj. kr. og Eimskips um
168 millj. kr., miðað við þessar for-
sendur. Opinber gjöld Búnaðar-
bankans myndu hins vegar aukast
um 42 millj. og Íslandsbanka um 59
millj. kr. en bent er á að hagnaður Ís-
landsbanka var óvenjulítill á árinu
2000 vegna endurmats á skulda-
bréfaeign. Rekstur ársins 2001 gefi
betri mynd af áhrifum skattbreyt-
inganna bæði hvað Íslandsbanka og
Búnaðarbanka varðar. Þannig geri
áætlanir Íslandsbanka fyrir árið
2001 ráð fyrir 5 milljarða hagnaði
fyrir skatta þannig að breytingar í
skattamálum í ár myndu þýða um
400 milljónum króna lægri skatta
bankans, að mati greiningardeildar
Búnaðarbankans.
Lítil áhrif tekjuskatts-
lækkunar á sjávarútveg
Áhrif lækkunar tekjuskattspró-
sentunnar úr 30% í 18% á sjávarút-
vegsfyrirtæki almennt verða hins
vegar lítil í bráð að mati greining-
ardeildarinnar. Bent er á að rekstur
margra sjávarútvegsfyrirtækja hafi
verið erfiður undanfarin ár og félög-
in eiga mikið uppsafnað skattalegt
tap. Við síðustu áramót nam upp-
safnað skattalegt tap Samherja og
ÚA tæplega 2 milljörðum og Granda
og HB tæplega 900 millj. kr.
1,7 milljarða hærri trygg-
ingagjöld atvinnuveganna
Ekki liggja fyrir gögn um hvaða
áhrif skattabreytingarnar munu
hafa á atvinnugreinarnar í landinu.
Nýjustu upplýsingar Þjóðhagsstofn-
unar um atvinnuvegina eru byggðar
á athugun á ársreikningum fyrir-
tækja frá 1997. Séu þessar upplýs-
ingar um launagreiðslur og eigið fé
atvinnuveganna framreiknaðar til
ársins 2001 má ætla, skv. lauslegum
útreikningum sem gerðir hafa verið,
að tryggingagjöld atvinnuveganna
myndu aukast um nálægt 1,7 millj-
arða kr. Eignarskattar lækka hins
vegar um ríflega tvo milljarða skv.
þessum útreikningum. Nemur mis-
munur hærra tryggingagjalds at-
vinnuveganna og lægri eignarskatta
því um 400 millj. kr. í lægri gjöldum
atvinnuveganna ef byggt er á þess-
um framreiknuðu upplýsingum.
Tryggingagjald er greitt af
greiddum vinnulaunum í landinu.
Skv. upplýsingum Ríkisskattstjóra
voru greiðendur tryggingagjalds
rúmlega 10.100 á síðasta ári. Al-
mennt tryggingagjald er 5,23% og til
viðbótar bætist við 0,65% trygging
vegna launa sjómanna. Séu launa-
greiðslur sjávarútvegsins (útgerðar
og fiskvinnslu) 1997 framreiknaðar
til ársins 2001 nema þær tæplega 43
milljörðum kr. Miðað við þessar for-
sendur má ætla að tryggingagjald
sjávarútvegsins af launum myndi
aukast um nálægt 250 millj. kr.
vegna hækkunar gjaldsins um
0,77%. Framreiknað eigið fé sjávar-
útvegsins nemur tæpum 52 milljörð-
um kr. og lækka eignarskattar sjáv-
arútvegsins skv. því um 440 millj. kr.
vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar
miðað við þessar forsendur. Mis-
munur hærra tryggingagjalds og
lægri eignarskatta nemur um 190
millj. kr. í lægri gjöldum sjávarút-
vegsins.
Til samanburðar eru framreiknað-
ar launagreiðslur verslunarfyrir-
tækja 1997 um 43,7 milljarðar kr. að
núvirði skv. þessum útreikningum.
Hækkun tryggingagjalds um 0,77%
hefði skv. þessum forsendum í för
með sér tæplega 340 millj. kr. hærri
tryggingagjöld verslunarinnar.
Framreiknað eigið fé verslunarinnar
nemur ríflega 60 milljörðum kr. Mið-
að við þá fjárhæð myndu eignar-
skattar verslunarinnar lækka um
rúmlega 100 millj. kr. við skatta-
breytingarnar. Mismunurinn af
hækkun tryggingagjalds og lækkun
eignarskatta í versluninni er skv.
þessum útreikningum um 50 millj-
ónir kr.
Boðaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á sköttum og reikningsskilum fyrirtækja
Mismunandi áhrif á fyrir-
tæki og atvinnugreinar
!
"
#
$
%#&
'
&
(
)*
+ !,"-
!,
./012
344
./.53
267
781
.80
468
765
255
10
754
.00
668
9162
9122
9704
933.
4.2
6.
920.
67
9.5
570
.23
.17
6.
948
9..
9.4
83
26
.0
44
.2
40
.2
9.57
9201
92.8
91
9741
6
923
.8
,
/
:;
<
:;
&
(:
;$
Skattalækkanir og breytingar á reglum um
verðbólgureikningsskil hafa mismunandi
áhrif á hagnað og skattgreiðslur fyrirtækja.
Lækkun eignarskatta og hækkun trygg-
ingagjalds koma einnig mismunandi út
gagnvart einstökum atvinnugreinum.
omfr@mbl.is