Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 1
238. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. OKTÓBER 2001 LEIÐTOGI fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings frestaði í gær frekari fundum fram yfir helgi og verður tíminn notaður til að kanna hvort miltisbrandsgró eru í húsakynnum deildarinnar. Skýrt hafði verið frá því að um 33 starfsmenn í skrif- stofum Toms Daschles, leiðtoga öld- ungadeildarinnar, hefðu greinst með sýkilinn. Áður hafði verið greint frá því að duft með miltisbrandi hefði verið í bréfi sem sent var Daschle. Skömmu eftir að Dennis Hastert, forseti fulltrúadeildarinnar, hafði skýrt frá ákvörðuninni um lokunina, sem á sér fá fordæmi í sögu landsins, sagði Daschle að hluti starfsliðs öld- ungadeildarinnar yrði sendur heim til að hægt væri að rannsaka þrjú hús er deildin notar. Hins vegar myndi fundum verða haldið áfram en utanríkismál eru á verksviði deild- arinnar. „Við töldum best að tryggja ör- yggi með því að láta fara fram alls- herjarleit,“ sagði Hastert. Hann sagði að grunsamlegur böggull hefði verið fjarlægður af skrifstofu hans á fjórðu hæð þinghússins, Capitol, og yrði rannsakað hvort í honum væru miltisbrandssýklar. Væri skrifstofan í sóttkví. Öldungadeildarþingmaður- inn Russ Feingold sagði að tveir af starfsmönnum hans hefðu greinst með sýkilinn en skrifstofur hans liggja við hliðina á skrifstofum Daschles í svonefndri Hart-bygg- ingu þingdeildarinnar. Mörg þúsund manns vinna hjá Bandaríkjaþingi, meira en þúsund manns gengust undir læknisskoðun í gær. Tommy Tompson, heilbrigðis- málaráðherra Bandaríkjanna, lýsti í yfirheyrslu hjá þingnefnd í gær at- burðunum sem árás. „Það er engin spurning að um mjög alvarlega til- raun til að eitra fyrir fólk með milt- isbrandi er að ræða,“ sagði ráð- herrann. George Pataki, ríkisstjóri í sambandsríkinu New York, skýrði í gær frá því að rannsókn sem gerð hefði verið á skrifstofu hans á Man- hattan hefði gefið sterklega til kynna að þar væri miltisbrandur en kanna þyrfti sýnin betur. Miltisbrandur er meðhöndlaður með lyfjum og er af- brigðið sem fannst í þinghúsinu læknanlegt, að sögn Johns Parkers, undirhershöfðingja hjá rannsókna- stöð hersins í Maryland. Stöðin gerði kannanir á miltisbrandsgróum er fundust í öndunarfærum hjá starfs- fólkinu. Mikil tækniþekking að baki Michael Powers, sérfræðingur hjá bandarískri stofnun sem annast varnir gegn sýkla- og efnavopnum, sagði að ef til vill hefðu fleiri en einn aðili verið að verki í sýklaárásunum vestra. En mikill vandi væri að fram- leiða sýkla sem væru jafn áhrifaríkir og fundist hefðu í duftinu í umræddu bréfi til Daschles. Til þess þyrfti „mikla tækniþekkingu“ eða sam- band við hóp sem réði yfir slíkri þekkingu. Um óvenju fíngert og hreinræktað afbrigði er að ræða og sagði Richard Spertzel, sérfræðing- ur sem á sínum tíma vann fyrir nefnd Sameinuðu þjóðanna er rannsakaði sýklavopnaáætlun Saddams Huss- eins Íraksforseta, að hann vissi ekki um fleiri en fimm menn í öllum Bandaríkjunum sem gætu framleitt jafn hreinræktað afbrigði miltis- brands. Þúsundum starfsmanna Bandaríkjaþings skipað að mæta ekki til vinnu í bili Fulltrúadeild lokað eftir skipulagða sýklaárás Washington. AFP, AP. AP Lögreglumaður á verði fyrir utan skrifstofur öldungadeildarþingmannsins Russ Feingolds en þeim hefur verið lokað og settar í sóttkví. Miltisbrandsbakteríur fundust á þremur starfsmanna hans. Sérfræðingar telja að hryðju- verkamenn geti ekki framkvæmt slíka árás án stuðnings ríkis  Engin hætta/2  Hertar aðgerðir/30 Land- hernaður líklega yf- irvofandi TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, gaf í skyn í gær, að landhern- aður væri yfirvofandi í Afganistan og útilokaði, að nokkuð yrði dregið úr loftárásum á hernaðarmannvirki tal- ibana og hryðjuverkasveita Osama bin Ladens. Blair sagði á þingi í gær, að með loftárásunum hefði hernaðarmáttur talibana og hryðjuverkasveita bin Ladens verið stórskertur og nú „er- um við að verða tilbúnir til annarra hernaðaraðgerða gegn þeim“. Er það túlkað svo, að landhernaður sé yfirvofandi. Í því sambandi er bent á, að mjög fjölmennt lið bandarískra sérsveitamanna hefur verið flutt um borð í flugmóðurskipið USS Kitty Hawk. Íranska ríkisútvarpið sagði raunar í gær, að bandarískt fót- göngulið hefði stigið á land úr þyrl- um nálægt Kandahar í gær en það hefur ekki verið staðfest. Í ræðu sinni í gær vísaði Blair á bug óskum sumra hjálparstofnana um að hlé yrði gert á loftárásunum og sagði, að mestu skipti að létta oki talibanastjórnarinnar af Afgönum sem fyrst. Sagði hann, að yrði bin Laden ekki stöðvaður, mætti búast við enn fleiri hryðjuverkum. Árás á herlið talibana við Kabúl Bandarískar orrustu- og sprengjuflugvélar réðust í fyrsta sinn í gær á víghreiður talibana fyrir norðan Kabúl, höfuðborg Afganist- ans, en talið er, að þeir kæri sig ekki um, að Norðurbandalagið taki borg- ina fyrr en samið hefur verið um samsetningu nýrrar stjórnar í Afg- anistan. Árásirnar í gær voru heldur ekki harðar og talsmenn Norður- bandalagsins gerðu lítið úr þeim og sögðu, að „nokkrar sprengjur“ breyttu engu. Talsmaður talibana sagði í gær, að meira en 20 manns hefðu fallið í árásum Bandaríkjamanna á Kand- ahar í fyrrinótt, þar af heil fjöl- skylda. London. AP, AFP. Áhyggjur af yfirtöku Þórshöfn. Morgunblaðið. LÍKLEGT er, að það dragist eitt- hvað að koma á fót færeyskum verð- bréfamarkaði vegna deilna um teng- ingu hans við íslenska markaðinn. Unnið hefur verið að því í mörg ár að koma upp verðbréfamarkaði í Færeyjum og hefur bankastjórinn Sigurd Poulsen farið þar fremstur í flokki. Vill stjórn fyrirtækisins, sem staðið hefur að undirbúningnum, tengja hann beint við íslenska verð- bréfamarkaðinn en margir aðrir ráða eindregið frá því. Jørn Astrup Hansen, bankastjóri Føroya Banka, segist til dæmis óttast, að Íslend- ingar muni kaupa upp mörg fær- eysk fyrirtæki gefist þeim kostur á því. Færeyjar ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýsti í gær yfir „miskunnar- lausu stríði gegn hryðjuverkamönn- um“ vegna morðsins á Rehevam Zeevi, ferðamálaráðherra í ísraelsku ríkisstjórninni. Sagði hann, að Yass- er Arafat, leiðtogi Palestínumanna, bæri í raun ábyrgð á morðinu. Hefur það verið fordæmt víða og Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að ástandið í Miðausturlöndum væri „mjög alvar- legt“. Óttast er, að viðbrögð Ísraela við morðinu geti orðið mjög heiftar- leg. Zeevi var skotinn við dyrnar að hótelherbergi sínu í Austur-Jerúsal- em og þar kom kona hans að honum í blóði sínu. Hefur Alþýðufylkingin fyrir frelsun Palestínu lýst morðinu á hendur sér og segir það svar við morði Ísraela á leiðtoga hreyfingar- innar fyrir tveimur mánuðum. „Við munum heyja miskunnar- laust stríð gegn hryðjuverkamönn- um,“ sagði Sharon, sem kvað Arafat bera fulla ábyrgð á morðinu. Uzi Landau, öryggisráðherra Ísraels, hvatti til, að Ísraelar gerðu Arafat þá úrslitakosti, að annaðhvort afhenti hann morðingjann eða morðingjana áður en dagurinn væri úti eða Ísrael- ar gripu til sinna eigin ráða. Ísr- aelsstjórn kom saman á fund í gær og búist var við, að þar yrðu hugs- anlegar hernaðaraðgerðir gegn Pal- estínumönnum ræddar. Ísraelsstjórn, sem slakaði á ferða- takmörkunum á Vesturbakkanum fyrr í vikunni, herti þær aftur í gær og hún hefur meinað Arafat að nota flugvöllinni í Gaza. Arafat hefur fordæmt morðið á Zeevi en hann hefur áður varað Ísr- aela við þeirri stefnu að myrða helstu andstæðinga sína meðal Palestínu- manna. Það myndi aðeins leiða til meira ofbeldis. Arafat hefur fyrir- skipað, að þeir, sem bera ábyrgð á morðinu, verði handteknir. Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær, að ástandið í Miðausturlöndum væri nú „mjög al- varlegt“ enda hefur stórlega dregið úr líkum á friðarviðræðum milli Ísr- aela og Palestíunumanna. George. W. Bush, forseti Bandaríkjanna, for- dæmdi í gær morðið á Zeevi en skor- aði jafnframt á Ísraela og Palestínu- menn að halda friðarumleitunum áfram. Zeevi, sem myrtur var í gær, var á leið út úr ísraelsku ríkisstjórninni ásamt flokki sínum. Hann var kunn- ur fyrir ofstækisfullt hatur á Palest- ínumönnum og vildi meðal annars reka þá alla burt frá Vesturbakkan- um og Gaza. Ráðherra ferðamála í ísraelsku ríkisstjórninni myrtur í Austur-Jerúsalem Ótti við heiftar- leg viðbrögð  Myrti ráðherra/28 Jerúsalem, London, Washington. AP, AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.