Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.10.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKA-menn unnu sinn fyrsta sigur á Íslandsmótinu / B3 Árni Gautur með stórleik gegn Juventus / B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F TÓMAS Ingi Olrich, formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, og Magnús Stefánsson, varafor- maður nefndarinnar, voru í skrifstofubyggingu bandarískra öldungadeildarþingmanna í Wash- ington á mánudag þegar í ljós kom að miltisbrand- ur hefði borist í bygginguna með bréfi stíluðu á Tom Daschle, talsmann demókrata í öldungadeild- inni. Bréfið barst á skrifstofu Daschles á föstudag en miltisbrandur greindist í því á mánudag, sama dag og íslensku þingmennirnir tveir voru í bygging- unni á fundi með bandaríska öldungadeildarþing- manninum Ted Stevens. Með þingmönnunum í för var einnig Einar Farestveit, ritari utanríkismála- nefndar Alþingis. „Ég hafði samband við íslensk heilbrigðisyfir- völd og við förum í rannsókn þegar við komum heim til Íslands,“ segir Tómas Ingi Olrich í samtali við Morgunblaðið. „Ég legg þó áherslu á að engin ástæða sé til að ætla að nein hætta sé á ferðum vegna þessa.“ Eins og fram hefur komið í fréttum frá Banda- ríkjunum var í gær staðfest að um 30 starfsmenn á skrifstofu öldungadeildarþingmannsins Daschles hefðu greinst með miltisbrandssýkilinn auk tveggja lögreglumanna. Í kjölfarið var því ákveðið að loka sölum fulltrúadeildar þingsins í fimm daga en öldungadeildin mun þó halda áfram störfum. Að sögn Tómasar Inga fór íslenska sendinefnd- in hvorki inn á skrifstofu Daschles né í pósthús byggingarinnar þar sem miltisbrandurinn fannst. Jafnframt tekur hann fram að engin miltis- brandsgró hafi fundist í loftræstikerfi hússins eins og menn hafi óttast í fyrstu. „Byggingin var ekki rýmd á mánudag en hins vegar féll niður fyrirhugaður fundur okkar í dag [miðvikudag] við formann sendinefndar Banda- ríkjaþings hjá NATO, Douglas Bereuder, vegna þess að ákveðið var að loka skrifstofum fulltrúa- deildarinnar,“ segir Tómas Ingi en Bereuder er þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Tómas Ingi, Magnús og Einar héldu af stað til Íslands frá Bandaríkjunum í gærkvöldi og voru væntanlegir til landsins í dag. Íslenskir þingmenn í húsi öldungadeildarinnar er miltisbrandur fannst „Engin hætta á ferðum“ Magnús Stefánsson Einar Farestveit Tómas Ingi Olrich UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Trygg- ingastofnun ríkisins hafi verið óheim- ilt að hafna bótakröfu einstaklings vegna slyss sem hann varð fyrir á leið til vinnu, en TR synjaði umsókn hans um slysabætur á þeirri forsendu að slysið hefði ekki átt sér stað á beinni og eðlilegri leið milli heimilis og vinnustaðar. Málið var kært til úr- skurðarnefndar almannatrygginga sem einnig hafnaði greiðslu bóta. Í áliti sínu bendir umboðsmaður Alþingis á að í lagaákvæðum sé ekki að finna áskilnað um beina leið milli vinnustaðar og heimilis. Fallist er á að áskilja verði nokkur tengsl milli ferða við vinnu og framkvæmd henn- ar, en hins vegar yrði að meta í hverju tilviki fyrir sig hvað teldist eðlileg leið og því ekki unnt að fullyrða fyrirfram að frávik frá beinni leið sem starfs- maður færi, leiddi til þess að ekki væri um bótaskyldu að ræða. Samkvæmt áliti umboðsmanns er það áhersluatriði hversu nauðsynlegt var fyrir hinn tryggða að komast á milli heimilis og vinnu. Af þeim sök- um þyrftu umrædd stjórnvöld að sjá til þess að upplýsa á fullnægjandi hátt um ástæður þess að viðkomandi hefði ekki verið „á beinni leið“ sam- kvæmt framlögðum gögnum af hans hálfu. Umboðsmaður hefur því beint því til úrskurðarnefndar almanna- trygginga að taka málið fyrir að nýju og haga þá meðferð í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í álit- inu. Trygginga- stofnun óheimilt að hafna bótakröfu Umboðsmaður Alþingis LANDLÆKNIR boðaði formann og framkvæmdastjóra Sjúkraliðafélags Íslands á sinn fund í gær til að ræða stöðu sjúklinganna og framtíð stétt- ar sjúkraliða en í fyrradag átti hann samskonar viðræður við forstöðu- menn Landspítala – háskólasjúkra- húss. Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir að embættið hvorki vilji, eigi né geti skipt sér af kjarasamningum, en boðað hafi verið til fundanna vegna mála sem snertu embættið. Annars vegar vegna stöðu sjúkling- anna í vinnudeilum af þessu tagi og í öðru lagi vegna stöðu stéttar sjúkra- liða. Landlæknir segir að aðgerðum á sjúkrahúsum hafi verið frestað og sums staðar sitji heimahjúkrun á hakanum en ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. Hann segir ennfremur að þar sem hlutverk landlæknis sé líka að hafa umsýslu með starfi og starfsaðstöðu heilbrigðisstétta hafi hann áhyggjur af stéttinni sjálfri. Hann hafi viljað láta forystuna vita af því og taka þátt í væntanlega sömu áhyggjum og for- ystan hljóti að hafa. Ekki sé aðeins um verkfall að ræða heldur líka upp- sagnir um 140 sjúkraliða. Um sé að ræða talsverða blóðtöku fyrir stétt- ina komi þessir einstaklingar ekki til vinnu aftur og horfa þurfi til þess hvernig mæta skuli svona vanda- málum. Margir þessara sjúkraliða hafi starfað á sömu deildum árum saman og orðnir afskaplega vel að sér í sínum störfum, en ekki sé auð- hlaupið að finna fólk til að annast þessa sjúklinga jafnvel. Sigurður áréttar að landlæknis- embættið hafi ekki áhrif á gang kjarasamninga, en engum sé sama um ríkjandi stöðu og mikilvægt sé að í svona máli skipti miklu máli að leita lausna sem fyrst. Sjúklingarnir séu andlagið í svona kjaradeilum og það sé öðruvísi andlag en fólk sem geti ekki keypt sér tískuvörur í búð, keypt sér bensín eða flogið á milli staða vegna kjaradeilna. Sjúklingar séu hópur sem eigi einna erfiðast með að bera hönd fyrir höfuð sér þegar kjaradeilur af þessu tagi komi niður á þeim og þess vegna liggi enn meiri ábyrgð á aðilum deilunnar að leysa hana sem fyrst. Öðru þriggja daga verkfalli sjúkraliða lauk á miðnætti, en næsti samningafundur milli ríkisins og sjúkraliða verður í húsakynnum rík- issáttasemjara í dag. Staða sjúklinga og sjúkraliða áhyggjuefni Landlæknir boðar sjúkraliða og viðsemjendur þeirra á fund ÁSTANDIÐ í heimahjúkrun var ekki gott fyrri hluta vikunnar vegna verkfalls sjúkraliða. Að sögn Þórunnar Ólafsdóttur, hjúkrunarforstjóra Heilsugæsl- unnar í Reykjavík, er nauðsynlegt að finna lausn á deilunni því hún trufli alla eðlilega starfsemi, en sjúkraliðar gegni mikilvægu hlut- verki í heimahjúkrun og hafi alltaf gert. Þórunn Ólafsdóttir segir að á vegum Heilsugæslunnar í Reykjavík séu um 1.500 manns í heimahjúkrun í Reykjavík, Kópa- vogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnar- nesi og með hverri verkfallshrinu minnki þol skjólstæðinganna. Ástandið bitni líka á aðstandend- um, því þeir hafi þurft að hlaupa í skarðið varðandi eftirlit og aðstoð við athafnir daglegs lífs eins og að hjálpa fólki á fætur, við böðun, lyfjagjöf og fleira. Hins vegar hafi fengist undanþágur frá verkfalli vegna þeirra sem séu mikið veikir eða vegna þeirra sem eigi enga að og hafi allt að átta sjúkraliðar ver- ið á undanþágum á dag. Aldraðir og fatlaðir þurfa helst heimahjúkrun Í heimahjúkrun á vegum Heilsugæslunnar í Reykjavík eru 34 stöðugildi og hafa um 45 til 50 sjúkraliðar sinnt þeim, að sögn Þórunnar. Hún segir að í heima- hjúkruninni séu fyrst og fremst aldraðir og fatlaðir skjólstæðing- ar og finni þeir vel fyrir verkfall- inu. Röskunin sé mikil því þegar starfsemin hafi verið að komast í samt lag eftir fyrsta þriggja daga verkfallið hafi annað tímabundna verkfallið skollið á. Aðstandendur geti brugðist við í ákveðinn tíma en staðan verði stöðugt flóknari eftir því sem ástandið vari lengur. Heimahjúkrun í lamasessi TÓNLEIKAR Emilíönu Torrini voru haldnir í gærkvöldi í Lista- safni Reykjavíkur og voru meðal fyrstu tónleika Iceland Airwaves- tónlistarhátíðarinnar sem nú stendur yfir hér á landi. Á tónleik- unum komu einnig fram hljóm- sveitin Citizen Hope frá Bandaríkj- unum og íslenska söngkonan Védís Hervör. Emilíana hefur undanfarið verið á tónleikaferðalagi um Bandaríkin og mun dvelja hér í tíu daga. Framundan er vinna hjá söngkon- unni við nýja breiðskífu, sem koma mun í kjölfarið á plötunni Love in the time of science, sem út kom í nóvembermánuði 1999.Morgunblaðið/Árni Sæberg Emilíana Torrini á tónleikum 21 tonn af svartfugli selt á fiskmörkuðum / C1 Markaðurinn mettaður / C8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.