Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 12

Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði á Alþingi í gær að mik- ilvægt væri að vel tækist til með samninga þegar stækkun Evrópu- sambandsins kæmi til framkvæmda. Samningar um fríverslun við um- sóknarlöndin tólf myndu falla úr gildi við aðild þeirra að ESB og þá þyrfti að semja við sambandið um það hvað við tæki. Halldór sagði einnig að óvissa væri um endurskoðun EES- samningsins en hann vildi ekki sam- þykkja að ágreiningur væri við Norð- menn um hvernig standa skyldi að málinu. Halldór sagði í svari við fyrirspurn- um Rannveigar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingar, að hætta væri á að markaðsaðgengi íslenskra fyrirtækja fyrir ýmsar sjávarafurðir myndi versna þegar þau tólf lönd, sem sótt hafa um aðild að ESB, gengju í sambandið. Samkeppnis- staða okkar gagnvart samkeppnisað- ilum innan ESB gæti sömuleiðis versnað, auk þess sem það hefði vafa- laust slæm áhrif einnig ef öll umsókn- arlöndin tækju upp hina sameigin- legu evrópsku mynt. „Hér á Ísland mikilla hagsmuna að gæta því að sum þessara landa voru eitt sinn, og hafa alla burði til þess að verða aftur, mikilvægur markaður fyrir ýmsar sjávarafurðir,“ sagði Halldór. „Á hinn bóginn eru viðskipt- in lítil um þessar mundir og stafar það af þeim samdrætti sem þessi lönd hafa mætt við aðlögun sína að frjáls- um markaðsaðstæðum. Hér þarf því að finna sanngjarna lausn í samning- um við ESB, þar sem meðal annars er tekið tillit til tapaðra sóknarfæra á þessum mikilvægu mörkuðum.“ Halldór kvaðst margoft hafa lýst áhyggjum sínum yfir því hve mark- aðsuppbygging Íslendinga hefði verið takmörkuð í þeim löndum sem nú sækja það fast að fá aðild að ESB. „Norðmönnum hefur orðið betur ágengt og hafa til dæmis um 50 pró- sent af fiskmarkaðnum í Póllandi, á meðan Ísland hefur aðeins 1 prósent. Vafalítið hafa þeir haft að leiðarljósi að þessi markaðssókn gæti reynst þeim gagnleg í samningaviðræðum við ESB þegar þessi ríki hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu.“ Boðið að taka þátt í Evrópuráð- stefnu eftir margra ára baráttu Sagði Halldór að utanríkisráðu- neytið hefði boðið útflytjendum til samstarfs til að bæta okkar markaðs- hlut. Hér dygði hins vegar skammt vilji stjórnvalda, mikilvægt væri að ís- lenskir útflytjendur skoðuðu vel sóknarfæri á þessum mörkuðum. „Fjölgun aðildarlanda mun gera rekstur samningsins um evrópska efnahagssvæðið þyngri í vöfum og verður að mæta því með aukinni ár- vekni og framtaki.“ Halldór sagði staðreyndina þá að Evrópusambandið hefði æ minni tíma og áhuga á að ræða málefni EES- samningsins. Íslendingar ættu oftar en ekki erfitt með að fá aðgang að þeim fundum á vettvangi ESB þar sem teknar væru ákvarðanir sem snertu okkar hagsmunamál. Tók hann sem dæmi að um árabil hefði verið barist fyrir því að fá aðgang að svonefndri Evrópuráðstefnu um framtíð Evrópu. Nýlega hefði Íslend- ingum og hinum EFTA-löndunum í fyrsta skipti borist boð um þátttöku og myndu íslensk stjórnvöld auðvitað taka því boði þó að þau hefðu ekki verið undir það búin, en ráðstefnan hefst á laugardag. Um endurskoðun EES-samnings- ins sagði Halldór það mál síður en svo auðvelt úrlausnar, m.a. vegna áhuga- leysis ESB. Framkvæmdastjórnin hefði þó lýst hugsanlegum vilja til „takmarkaðrar tæknilegrar aðlögun- ar samningsins“. Kvaðst hann hins vegar ekki bjartsýnn á að takast myndi að tryggja aðgang Íslands að stofnunum sambandsins. Halldór sagði ljóst að bæði Ísland og Noregur vildu ná fram leiðréttingu á samningnum. Ekki væri þó hægt að tala um ágreining á þessu stigi þótt ríkin hefðu e.t.v. ólíkar áherslur. Utanríkisráðherra segir árvekni og framtakssemi þurfa við stækkun ESB Mikilvægt að vel takist til í samningum við ESB Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Halldór Ásgrímsson (t.h.) sat ásamt Páli Péturssyni fyrir svörum á Alþingi í gær. SIÐANEFND Blaðamannafélags Íslands telur fréttastofu sjónvarps hafa brotið fimmtu grein siðareglna blaðamanna þegar hún þáði boð stjórnvalda í Ísrael um að senda fréttamann til landsins í vor sem leið. Fréttamaðurinn sem fór í ferð- ina, Ólafur Sigurðsson, telst hins vegar ekki hafa brotið siðareglurn- ar, að því er fram kemur í úrskurði siðanefndar. Fellst nefndin ekki á að hlutdrægni hafi gætt í frétta- pistlum Ólafs frá Ísrael. Brot fréttastofu sjónvarps er al- varlegt, að mati siðanefndar. Lætur hún þess jafnframt getið að öll með- ferð fréttastofunnar á þessu máli, bæði gagnvart kærendum og siða- nefnd, hafi ekki verið til fyrirmynd- ar, þó að það varði ekki við siða- reglur. Er þar vísað til þess að nokkur dráttur varð á því að frétta- stofan gerði siðanefnd grein fyrir því, að hún kysi að svara ekki kæru félagsins Ísland-Palestína, en félag- ið taldi umfjöllun Ólafs úr ferðinni hafa verið „nánast einhliða áróður í þágu gestgjafans“. Svaraði Ríkisútvarpið heldur aldrei kærendum og sendi þeim ekki tvær bókanir, sem gerðar voru í útvarpsráði um málið á fundi 5. júní, í kjölfar þess að Ólafur lagði greinargerð um málið fyrir útvarps- ráð. Í 5. grein siðareglna blaðamanna segir að blaðamaður skuli varast að lenda í hagsmunaágreiningi og að hann skuli fyrst og síðast gæta hagsmuna lesenda og sóma blaða- mannastéttarinnar í hverju því sem hann taki sér fyrir hendur í nafni starfs síns. Segir í úrskurði siðanefndar að boðsferðir til handa fréttamönnum séu sjálfkrafa til þess fallnar að skapa hagsmunaágreining, en fréttastofa sjónvarps greiddi far- gjöld til Ísraels en Ísraelsmenn dvalarkostnað. Þegar um blóðug átök sé að ræða, líkt og á við í Mið- Austurlöndum, eigi að liggja í aug- um uppi hvað boðsferðir séu vara- samar. „Það verður ekki séð af gögnum málsins að fréttastofa sjónvarps hafi hugleitt þá hlið þessa máls og eftir því sem næst verður komist af sömu gögnum kemur hún engum vörnum við. Ákvæði fyrsta málslið- ar 5. greinar hafa því verið brotin,“ segir í úrskurðinum. Siðanefndin segist hins vegar ekki fallast á þá skoðun kærenda að hlutdrægni hafi gætt í fjórum pistl- um fréttamannsins frá Ísrael eða að hann hafi gerst brotlegur við þriðju grein siðareglna, þ.e. að umfjöllun hans hafi valdið fólki af palestínsk- um uppruna hér á landi óþarfa sárs- auka og vanvirðu. Fyrst pistlarnir geta ekki talist hlutdrægir Segir siðanefndin að málstað beggja aðila hafi verið gerð nokkur skil í pistlunum og að Ólafur hafi að mikilsverðu leyti látið í ljósi efa- semdir um málflutning gestgjafa sinna. Ísraelsmenn tali að vísu mun meira í pistlunum en Palestínu- menn en að þá sé þess að gæta að það sem maður segir í áróðursskyni þurfi ekki alltaf að þjóna málstað hans. „Fyrst pistlarnir geta ekki talist hlutdrægir,“ segir í úrskurðinum, „eru þeir naumast til þess fallnir að valda þeim sem hlut eiga að máli, til dæmis hér á Íslandi, óþarfa sárs- auka, það er að segja sársauka um- fram þann sem allur fréttaflutning- ur af slíkum átökum kann að valda.“ Umdeild boðsferð fréttastofu sjónvarps til Ísraels Talin brot á siða- reglum blaðamanna Ekki fallist á að hlutdrægni hafi gætt í umfjöllun SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra sagði á Alþingi í gær að hún hygðist vísa því til réttar- farsnefndar að kanna hvort, og þá með hvaða hætti, unnt væri að breyta aðfararlögum til þess að ein- falda innheimtu á úrskurðum sýslu- manna um aukin meðlög, sérfram- lög eða menntunarframlög. Kom fram í máli hennar að á undanförn- um fimm árum hefðu verið kveðnir upp í landinu 124 úrskurðir um aukið meðlag. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Samfylkingar, hafði borið upp fyrirspurn til ráðherrans um meðlagsgreiðslur í landinu. Spurði hún m.a. um vanskil meðlags- greiðslna en Margrét sagði dæmi um að konur gætu ekki sótt með- lagsauka, sem þær þó ættu rétt á, vegna þess kostnaðar sem því fylgdi. Sólveig tók fram að mun algeng- ara væri að foreldrar semdu um aukið meðlag með börnum heldur en að úrskurða þyrfti um það. Sagði hún útilokað að svara með óyggjandi hætti spurningu þing- mannsins um skil á tvöföldum með- lagsgreiðslum, eða hver væri heild- arupphæð vanskila meðlags- greiðslna. Sagðist Sólveig telja að Íslend- ingar byggju við gott fyrirkomulag í þessum málum en að hún væri reiðubúin til að leggja til breytingar á aðfararlögum, ef á daginn kæmi að bæta mæti kerfið. Lýsti Margrét Frímannsdóttir ánægju sinni með þau svör ráðherrans. Kannað verði hvort einfalda megi innheimtu UNNIÐ hefur verið að heildar- endurskoðun laga um atvinnu- réttindi útlendinga í félagsmála- ráðuneytinu og gerir Páll Pétursson félagsmálaráðherra ráð fyrir að leggja frumvarpið fljótlega fram á Alþingi. Mun frumvarpið m.a. fela í sér örugg- ari tryggingar til handa útlend- ingum fyrstu 6 mánuðina sem þeir dvelja í landinu og aukin áhersla verður lögð á að þeir sem hingað koma til að vinna fái upplýsingar um íslensku- kennslu, samfélagsfræðslu, rétt- indi sín og skyldur. Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingar, hafði lagt fram fyrirspurn til fé- lagsmálaráðherra um réttar- stöðu erlendra kvenna sem vinna á einkaheimilum. Vísaði hún til þess að Evrópuráðið hefði hvatt til umræðu um þessi mál í aðildarríkjum ráðsins. Erlendar konur góðar til kynbóta Margrét spurði hvað liði starfi nefndar sem félagsmálaráð- herra skipaði og sem ætlað var að kanna aðstæður, réttarstöðu og skyldur kvenna sem hingað koma til að vinna á einkaheimil- um. Sagði Páll að vinnu nefnd- arinnar hefði að vísu ekki undið fram sem skyldi en að henni væri ætlað að skila tillögum til úrbóta fyrir 1. maí á næsta ári. Ráðherrann sagði mörg dæmi þess að erlendar konur, sem hingað kæmu til starfa, ílentust í landinu. Vafalaust væru þær mjög til kynbóta. „Það þarf ekki annað en koma á hestamanna- mót til að sjá hvurslags kvenna- blómi hefur sótt okkur heim á undanförnum árum,“ sagði hann. Lög um atvinnu- réttindi í endur- skoðun ÞINGFUNDUR hefst í dag kl. 10.30. Meðal mála á dagskrá er önnur umræða um bráða- birgðalög er varða bótaábyrgð vegna tjóns af notkun loftfars vegna hernaðaraðgerða, hryðjuverka eða áþekkra at- vika. Ennfremur verður rætt um málefni aldraðra og þá er frumvarp til laga um lögleið- ingu ólympískra hnefaleika sömuleiðis á dagskrá fundar- ins. Bráða- birgðalög á dagskrá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.