Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 26

Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málþing haldið á Hótel Loftleiðum laugardaginn 20. október kl. 10-13 á vegum Astma- og ofnæmisfélagsins Dagskrá: Fundarstjórn: Þór Jónsson Kl. 10.00 - 10.10 Ofnæmissjúkdómar á Íslandi Davíð Gíslason Kl. 10.20 - 10.30 Ofnæmissjúkdómar og skólinn Björn Árdal Kl. 10.40 - 10.50 Lyfjaofnæmi Sigurveig Þ. Sigurðardóttir Kl. 11.00 - 11.10 Atópískt exem og fæðuofnæmi Sigurður Kristjánsson Kl. 11.20 - 11.40 Kaffi Kl. 11.40 - 11.50 Ofnæmislost Unnur Steina Björnsdóttir Kl. 12.00 - 12.10 Ónæmisgallar og ofnæmi Björn Rúnar Lúðvíksson Kl. 12.20 - 13.00 Staða astma- og ofnæmissjúklinga Pallborðsumræður: Dagný Lárusdóttir (formaður Astma- og ofnæmisfélagsins), Davíð Gíslason, fulltrúi frá landlækni, Tryggingastofnun ríkisins, íþróttafræðingur og Kolbrún Einarsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir ! Æskilegt að skrá sig í síma 552 2153 eða ao@ao.is Daglegt líf með astma og ofnæmi Aðga ngur ókeyp is ao NEYTENDUR SPRON hefur sett á lagg- irnar nýjan vef, www.hag- ur.is, sem hugsaður er sem hjálpartæki í fjármálum heimilisins. Hægt er að setja inn upplýsingar um tekjur, útgjöld, skuldir og eignir og fá þannig glögga mynd af fjárhagsstöðunni og skipuleggja um leið fjár- málin betur, segir í tilkynn- ingu frá SPRON. Á vefnum má einnig finna leiðir til þess að létta greiðslubyrði sína og auka ráðstöfunartekjur. Gott er í upphafi að byrja á að fylla út tekjuhlutann og að því búnu er notandinn leiddur áfram með leiðbein- ingum um næstu skref. Þegar búið er að slá inn allar upplýsingar um stöðu skulda og eigna birtast upp- lýsingar um fjármálastöðu sem auð- velt á að vera að lesa úr. Meðal þess sem hægt er að gera á vefnum er að skipuleggja sparnað, endurmeta lántöku og greiðslubyrði lána, setja sér markmið í útgjöldum, reikna út áhrif nýrrar lántöku á fjárhaginn, meta eignastöðu sína, vista niðurstöður og breyta forsend- um á síðari stigum og óska eftir ráð- leggingum þjónustufulltrúa. Ekki er tekið gjald fyrir aðgang að fjármálavefnum og er hann opinn öllum. Einnig er að finna á heimasíðunni tenglasíðu með fjölda vefja þar sem er að finna upplýsingar fyrir fólk í húsnæðisleit, svo sem um leitarvél- ar, húsbréfakerfið, lán, greiðslumat, lög og reglur, sem og fasteignafrétt- ir og gátlista sem gott er að styðjast við þegar haldið er út í húsnæðis- kaup. Jafnframt er þar að finna vefi með upplýsingum um leigumarkað- inn. Allar upplýsingar eru vistaðar undir nafni og má taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í hvert sinn sem farið er inn á vefinn, samkvæmt upplýsingum frá SPRON. Hagur.is er nýr vefur SPRON þar sem fólk getur komið reglu á fjármálin. Nýtt hjálpar- tæki í fjármál- um heimilisins Vefur handa þeim sem vilja vita hvar þeir standa RÍKISSTJÓRN Verkamanna- flokksins í Noregi sagði af sér í gær og hefur Kjell Magne Bonde- vik, leiðtogi Kristilega þjóðar- flokksins, fallist á að mynda nýja stjórn borgaraflokkanna. Býst hann við að leggja fram ráðherra- lista hennar á morgun, föstudag. Verkamannaflokkurinn beið mikinn ósigur í þingkosningunum 10. september og Jens Stolten- berg, fráfarandi forsætisráðherra, lagði til, er hann afhenti Haraldi konungi lausnarbeiðnina, að Bondevik tæki að sér stjórnar- myndun. Hefur hann fallist á það en að nýju stjórninni munu standa Hægriflokkurinn, Venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn. Munu þeir njóta óbeins stuðnings Fram- faraflokksins. Stjórnarflokkarnir, einkum Hægriflokkurinn, unnu ekki síst sigur í kosningunum út á loforð um miklar skattalækkanir en þær á að fjármagna að mestu leyti með arð- inum af olíuvinnslunni. AP Jens Stoltenberg tilkynnir afsögn sína á norska þinginu. Bondevik myndar ríkisstjórn þriggja flokka í Noregi Stoltenberg segir af sér Ósló. AFP. FORSÆTISRÁÐHERRA Rúmeníu, Adrian Nastase, hefur fordæmt áform yfirvalda í Piatra Neamt í norðausturhluta landsins um að koma sígaunum fyrir á sérstöku af- girtu svæði utan við borgina. Ion Rotaru, borgarstjóri í Piatra Neamt, kunngerði í síðustu viku áform um að breyta kjúklingabú- garði í útjaðri borgarinnar í íbúða- svæði fyrir um 500 sígauna, sem búa nú í húsnæði í eigu borg- Sígauna í sérhverfi arinnar. Rotaro gaf fyrst til kynna að hverfið yrði girt af með háum vegg, en sagði síðar að girðing, sem þegar umkringir svæðið, yrði látin duga. Forsætisráðherrann Nastase for- dæmdi þessi áform í viðtali við dag- blaðið Adevarul á þriðjudag. Sagði hann þau ganga í berhögg við til- raunir til að samlaga sígaunana rúmensku samfélagi og forsvars- menn sígauna og mannréttinda- samtaka tóku í sama streng. Margir embættismenn í öðrum rúmenskum borgum luku hins vegar lofsorði á áform Rotarus og lýstu yfir áhuga á að hrinda svipuðum aðgerðum í framkvæmd í eigin byggðarlögum. Rotaru varði áform sín með því að sígaunarnir í Piatra Neamt hefðu gereyðilagt þær bæjarblokkir sem þeir hefðu haft búsetu í og að núverandi bústaðir þeirra uppfylltu ekki hreinlætiskröfur. Búkarest. AP. Þrír farast í slysi í Danmörku ÞÉTT þoka er talin hafa verið orsök þess að samtals 12 bílar rákust saman rétt við jarðgöng sem tengja saman dönsku eyjarnar Láland og Falstur í gærmorgun. Þrír létu lífið og a.m.k. tíu slösuðust alvarlega en eldur kom upp í mörgum bílanna. Þá voru þrír fluttir á sjúkrahús með taugaáfall. Slysið varð með þeim hætti að vörubíll sem farið hafði fremstur í bílalest sem fór í gegnum Guldborg- sund-göngin hægði skyndilega ferð- ina þegar hann hafði ekið um 50 metra frá göngunum, en skyggni var mjög slæmt. Við það ók annar vöru- bíll aftan á þann fremsta og þriðji vörubíllinn, sem var að flytja svín á fæti, skall síðan á hinum tveimur. Í kjölfarið komu níu fólksbílar sem allir rákust á bílana fyrir framan. Eldur kom upp í svínaflutningabílnum og mörgum fólksbílum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.