Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 31

Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 31 VERSLUN OG SVÆÐISSKIPULAG Ráðstefna á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 23. október kl. 8:15 Nýir straumar í viðskiptaháttum Samkeppni og borgarskipulag 8:15 Skráning 8:30 Opnun ráðstefnu: Ari Skúlason, framkvæmdastjóri Aflvaka hf. Ávarp: Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra 8:40 Does New Economy = New Commerce?: Retailing in the 2000s John A. Dawson, prófessor við Edinborgarháskóla 9:20 Breytingar á samkeppnisstöðu verslunar á Íslandi og viðbrögð við þeim. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor við Háskóla Íslands 9:50 Kaffihlé. 10:10 Retail Competition, Regulation and the Consumer Ian Clarke, prófessor við Lancasterháskóla 10:50 Borgarsamfélag og öflugt atvinnulíf - Á hverju ætlum við að lifa? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkurborgar 11:30 Samantekt: Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu Þátttaka tilkynnist á t-pósti til arnar@aflvaki.is eða í síma 563 6600 Þátttökugjald 5.000 kr. Þú átt það besta eftir Origins kynnir Grin from Year to Year Styrkir húðina og eykur ljómann Þegar Tíminn hittir Móður nátt- úru virðast árin fljúga hjá. Kín- verskur elexír, Centella Asiatica, gefur húðinni aukna orku og eyk- ur um leið þéttleika og teygjan- leika hennar og dregur fram æskuljómann. Sojabaunir og hrísgrjónaklíðsolíur draga úr fínum línum svo húðin verður lífleg en ekki þreytuleg. Með reglulegri notkun lifir húðin löngu og góðu lífi. Húðin lítur betur út dag eftir dag. Origins ráðgjafar verða í Lyfju Smáralind í dag, fimmtudag, á morgun föstudag og laugardag frá kl. 13—17. Smáralind - Sími 530 5800 EMBÆTTISMENN í bandaríska varnarmálaráðuneytinu segja að loftárásirnar á Afganistan hafi dreg- ið mestan hernaðarmátt úr talibön- um og gert hersveitum andstæðinga þeirra kleift að sækja fram til út- jaðra borgarinnar Mazar-e-Sharif í norðurhluta landsins. Talibanar sögðu í gær að tugir óbreyttra borg- ara hefðu fallið í árásum banda- manna í fyrrinótt og gærmorgun. Leiðtogar Norðurbandalagsins sögðust í gær vera komnir í aðeins nokkurra km fjarlægð frá miðborg Mazar-e-Sharif, sem stendur við mikilvægar samgönguleiðir, og kváðust vera að búa sig undir loka- sókn til að ná borginni á sitt vald. Bandaríkjaher hefur gert ítrekað- ar loftárásir á stöðvar talibana við borgina, en fall hennar myndi veita Norðurbandalaginu yfirráð yfir mestum hluta Norður-Afganistans. Það gæti einnig leitt til þess að bandalagið næði undir sig Herat, stærstu borginni í vesturhluta lands- ins. Bandarískar herflugvélar sprengdu fyrr í vikunni upp fjar- skiptastöð talibana þar. „Ég tel að árásirnar sem við höf- um gert á síðustu níu dögum hafi valdið talibönum miklum skakkaföll- um,“ sagði Gregory Newbold, yfir- maður í landgönguliði Bandaríkja- hers, á fréttamannafundi í varnar- málaráðuneytinu, Pentagon. „Ég tel að mestur hernaðarmáttur hafi verið dreginn úr talibönum.“ Segja tugi hafa fallið á tveimur dögum Talibanastjórnin fullyrti í gær að tugir óbreyttra borgara hefðu fallið í loftárásum bandamanna í gærmorg- un og fyrradag, þar af 47 í borginni Kandahar. Fregnir um mannfall hafa ekki verið staðfestar. Bandarískar herþotur gerðu árás- ir á eldsneytisgeyma talibanahersins við Kabúl í gær, með þeim afleiðing- um að miklir eldar blossuðu upp. Fregnir hermdu að sprengja hefði hafnað á drengjaskóla í borginni, en ekki sprungið. Þá fullyrtu talibanar að sjö óbreyttir borgarar hefðu týnt lífi er Bandaríkjaher sprengdi upp tvo vörubíla nálægt Kandahar á þriðjudag. Segja mestan hernaðarmátt úr talibönum Kabúl, Washington. AFP, AP, The Washington Post. Reuters Reykjarsúla rís upp af rústum eldsneytisgeyma talibana við Kabúl, sem bandarískar herflugvélar gerðu árásir á í gær. Embættismenn í Bandaríkjunum um loftárásirnar á Afganistan Enn of snemmt að meta áhrifin ALAN Greenspan seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna sagði í gær að enn væri of snemmt að leggja mat á það tjón sem hryðjuverkaárásirnar á Banda- ríkin hafa unnið á bandarískum efnahag. Hann sagði hins vegar að efnahagur Bandaríkjanna væri traustur og til langs tíma væru horfur góðar. Greenspan sagði þegar hann flutti skýrslu fyrir bandarískri þingnefnd, að seðlabankinn hefði tvívegis lækkað stýrivexti frá því árásirnar voru gerðar. Hann upplýsti ekki um áform bankans á næstunni en margir hagfræðingar telja að seðla- bankastjórnin muni lækka stýrivexti sína enn frekar á næsta reglulega fundi sem haldinn verður 6. nóvember. Greenspan benti á að ýmis jákvæð merki væru sjáanleg. Þannig hefði efnahagurinn rétt úr kútnum eftir áfallið sem árásirnar ollu, hagstæð kjör sem bílaframleiðendur byðu nú, hefðu t.a.m. leitt til þess að bílasala tók kipp. BANDARÍSKU flugfélögin Cont- inental, American og United Air- lines hafa styrkt dyr á flugstjórn- arklefum í mörgum véla sinna í kjölfar hryðjuverkanna 11. septem- ber. Bandaríska samgönguráðuneytið gaf fyrir tveimur vikum út tilskipun til flugfélaga um að styrkja dyr á flugstjórnarklefum véla sinna innan 90 daga. Continental hefur þegar gert slíkar ráðstafanir í 224 af 336 vélum sínum, American býst við að ljúka breytingunum á 712 vélum sínum og 167 vélum TWA í byrjun nóvember og United hefur þegar styrkt dyrnar í 450 flugvélum af 600. Styrkja dyr á flugstjórnarklefum Houston. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.