Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 35

Morgunblaðið - 18.10.2001, Side 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 35 Einvalalið ungra listamanna skapar heillandi sýningu sem hlotið hefur frábæra viðtökur óperugesta. Vegna mikillar aðsóknar hefur verið ákveðið að bæta við örfáum sýningum í nóvember - sjá nánar í auglýsingadálki Óperunnar á leikhússíðu. Vakin er athygli á gestasöngvurum: - Arndís Halla Ásgeirsdóttir í hlutverki næturdrottningar- innar 26. og 28. október. - Bjarni Thor Kristinsson í hlutverki Sarastrós 2. og 3. nóvember. Athugið breytilegan sýningartíma. Gefðu þig ævintýrinu á vald! – töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar DRENGIRNIR ÞRÍR Sími miðasölu: 511 4200 Regína Unnur Ólafsdóttir stundar nám við Söngskólann í Reykjavík. Hún er félagi í Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju og stundar auk þess nám við Kvennaskólann í Reykjavík. Dóra Steinunn Ármannsdóttir er í söngnámi við Söngskólann í Reykja- vík. Hún er félagi í Gradualekór Lang- holtskirkju og Graduale Nobili og stundar nám í Menntaskólanum við Sund. Hún söng hlutverk Stúlkunn- ar í barnaóperunni Stúlkan í vitanum í Íslensku óperunni haustið 2000. Árný Ingvarsdóttir lauk 8. stigs prófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík á síðastliðnu vori. Hún er félagi í Graduale Nobili og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY) SÍMI 533 3109 ATH! Nýr opnunartími: Mán.-fös. kl. 12-18, lau. kl. 10-16 FIMMTUDAGSTILBOÐ Barna kuldaskór Teg.: SAB5209 Stærðir: 25-30 Litur: Blár Verð áður 4.995 Verð nú 2.995 Barna sandalar (í leikskólann) Teg.: SAB6429 Stærðir: 19-26 Litir: Rauðir og bláir Verð áður 2.495,- Verð nú 1.495 Kammermúsíkklúbburinn, hinn bjargtrausti útvörður innsta kjarna tónlistar á hjara veraldar í 20 ár ef ekki meira, efndi sl. sunnudag til 2. tónleika vetrarins á sínum fasta stað, Bústaðakirkju. Það er jafnan hjartahlýjandi að sjá óbilandi tryggð fylgismanna klúbbsins birt- ast við fjölmenna aðsókn á öllum tónleikum hans, og væri óskandi ef sá brennandi áhugi næði einnig að skila sér áfram til yngri kynslóða. Í þeim efnum virðist hins vegar sem kynningarstjórar og verkefnavelj- endur klúbbsins mætti hvað og hverju fara að taka sig á. Óperukóngurinn Verdi lézt fyrir 100 árum og þótti hlýða að minnast þess, þrátt fyrir að úr fáu væri að velja frá höfundi er reit aðeins eitt ósungið tónverk um ævina af fullri stærð. Það var strengjakvartettinn í e-moll; að sögn saminn 1873 meðan Guiseppe beið þess að Aídu-príma- donnan Teresa Stolz næði sér úr veikindum fyrir frumflutning óper- unnar í Napólí. Verdi kvað vanur að segja að „Þjóðverjum“ væri bezt látin eftir kammertónlistin, en engu að síður hafði hann sig í að reyna við þessa kröfuhörðu grein þegar loks gafst tóm til. E.t.v. líka vegna þeirr- ar einkennilegu framboðsþurrðar á strengjakvartettum er gætti um miðja öldina. Sem „frumraun“ er ekki hægt að segja annað en að vel hafi til tekizt. Hinn sextugi Verdi sýnir áberandi meira vald á són- ötuformi og fúgu en ætla mætti manni er eingöngu fékkst við óp- erusmíðar, og liggur reyndar stund- um við að ofgert sé í úrvinnslu. Samt sem áður er yfir heildinni elskulegt yfirbragð hljómskálatón- listar, þótt kunni e.t.v. frekar að stafa af því hvað tónstíll tímans lifði lengi eftir í léttfættum alþýðuút- færslum skemmtigarðaspilverka og hótelsveita. Camerarctica kvart- ettinn lék margt vel, en kannski af fullmikilli varfærni, auk þess sem dýnamíkin, hér sem síðar, hefði mátt vera mun stórgerðari og áherzlur kraftmeiri, einkum til ágóða fyrir öftustu sætaraðir. Hinn að mörgu leyti fallegi hljómburður Bústaðakirkju jafnar og mýkir að virðist svo hljóðfæraslátt á leiðinni frá altarispalli, að það sem þar hljómar snarpt og sviptingaríkt, straujast mikið til út þegar aftar dregur. Aðeins meira líf var yfir flutningi 10. strengjakvartett Dmitris Sjos- takovitsjar frá 1964, þó að fyrr- nefndir agnúar varðandi dýnamík, áherzlur og kraft stæðu iðulega í veginn fyrir þann „intensífa“ blóð- hita sem verkið býður upp á og sem hlustendur hafa margir eflaust mætt með í eyrum frá snilldartök- um kvartetthópa á við Borodin, Beethoven og Sjostakovitsj af hljómdiski. Hjá jafnósanngjarnri viðmiðun má samt segja að furðu- margt hafi komið vel út í meðferð Camerarctica, þegar ungur aldur hópsins er hafður í huga og aðstæð- ur til strengjakvartettspilamennsku á Íslandi almennt. Í „blautari“ ak- ústík og meiri nálægð er ekki að efa, að biksvarti húmorinn í Allegretto furioso (II.) hefði getað kreist fram töluvert meiri gæsahúð en raun bar vitni, en senza vibrato passacaglíu- söngur Andante þáttarins (III.) skilaði sér þó af melódískum þokka. Aftur á móti fannst manni vanta áþreifanlega meiri dulúð, grimmd og snerpu í báðum útþáttum. Þekktast hinna fjögurra píanó- tríóa Antonins Dvoráks, Op. 90 í e- moll auðkennt „Dumky“, var síðast á dagskrá, gegnsýrt seiðandi tékk- neskum danshryn í merg og bein. Hér bar af tindrandi fínstilltur pí- anóleikur Arnar Magnússonar í aðdáunarvert góðu styrksamvægi við strengina, og var þessi ljúffenga tónsmíð víða hið mesta eyrnakon- fekt í fáguðu samspili þeirra þre- menninga, þrátt fyrir fáeina mis- hreina strengjastaði, ýmist í tvígripum eða á hæsta hluta tón- sviðsins. Með fágaðri varfærni TÓNLIST B ú s t a ð a k i r k j a Verdi: Strengjakvartett í e. Sjostakovitsj: Strengjakvartett nr. 10 í As Op. 118. Dvorák: Dumky- tríóið Op. 90. Camerarctica (Hildigunnur Halldórsdóttir, Sig- urlaug Eðvaldsdóttir fiðlur; Guðmundur Kristmundsson víóla; Sigurður Halldórsson selló; Örn Magnússon píanó). Sunnudaginn 14. október kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson Á UNDANFÖRNUM árum hafa komið nokkrar kvikmyndir, byggðar á tölvuleikjum, allt frá Super Mario Bros (’93), til Lara Croft: Tomb Raid- er, fyrr í sumar. Í Final Fantasy, jap- anskri mynd, sem leikstýrt er af Hiro- nohu Sakaguchi, höfundi samnefndra tölvuleikja, halda menn sig við formið. Engin lifandi vera birtist á tjaldinu, aðeins raddsettar teiknimyndafígúr- ur, í ósköp venjulegri sögu af illu og góðu. Final Fantasy gerist í náinni framtíð, svokallaðir „draugsar“, sem menn álíta geimverur, hafa tekið yfir jarðkringluna, sem er rjúkandi rúst. Nokkrar ofurhetjur, ásamt slangri af öðrum, venjulegum mannverum, hí- rast undir varnarþökum örfárra stór- borga. Aðalkempan, „dúfan“, dr. Aki Ross (Ming-Na) er á sálnaveiðum til vinna lokabardagann við draugsana, Hein hershöfðingi (James Woods), haukurinn í herstjórn mannkynsins, er hinsvegar spenntari fyrir gjöreyð- ingarvopni sem verið er að fullkomna, í úrslitaglímuna. Síðan fer allt í háa- loft. Gallinn er sá að myndin er þreyt- andi fyrirsjáanleg og tölvuteikning- arnar, þótt nákvæmar séu, eru lífvana tölvugrafík og yfir öllu er hvimleiður grámyglutónn, vafrandi á mörkum lífs og dauða. Vissulega á umhverfið að vera hráslagalegt og veikburða, vistvænn áróður, afsakar að nokkru leyti móskuna. Höfundarnir gæta sín þó ekki og fara langt yfir velsæmis- mörkin, ekki síst þar sem Japanarnir eru gjörsamlega rúnir gamansemi af nokkru tagi og samtöl og andrúmsloft allt líkast því sem maður sé í dauðs manns gröf. Það má til sanns vegar færa að tölvuleikir eru almennt steingeldir hvað allan húmor snertir, því þá ekki að sækja þessa „skemmtun“ á sínar réttu heimaslóðir? Tölvuvædd grafík- in bjargar því sem bjargað verður. Í litlausum, lífvana heimi KVIKMYNDIR S m á r a b í ó , K r i n g l u - b í ó , B o r g a r b í ó A k - u r e y r i , N ý j a b í ó K e f l a v í k Leikstjóri: Hironohu Sakaguchi. Handritshöfundur: Al Reinert, Jeff Vintar. Tónskáld: Elliot Gol- denthal. Kvikmyndatökustjóri: Tölvuunnin teiknimynd. Aðalradd- setningar: Ming-Na, Alec Baldwin, Ving Rhames, Steve Buscemi, Donald Sutherland, James Woods, Keith David, Jean Simmons. Sýningartími 110 mín. Japönsk. Columbia. 2001. FINAL FANTASY Sæbjörn Valdimarsson „Gallinn er sá að myndin er þreytandi fyrirsjáanleg.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.