Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 42
MENNTUN 42 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ M álefni Leikfélags Íslands hafa ver- ið talsvert áber- andi í fjölmiðlum undanfarna daga. Staða félagsins er slæm, skuldir eru um 140 milljónir og stefnir í rekstrarstöðvun ef ekki kemur nýtt fjármagn inn í félagið frá op- inberum aðilum og úr atvinnulíf- inu. Leikfélag Íslands hefur stillt málum þannig upp að ef það fái aukinn stuðning frá Reykjavík- urborg og mennta- málaráðu- neytinu á næstu 5 árum þá sé félaginu borgið, rekst- ur þess tryggður og skuldabagg- inn náist niður. Aðalvandi for- svarsmanna félagsins undanfarna daga hefur verið sá að borgar- stjóri og menntamálaráðherra hafa ekki verið til viðtals um mál- efni félagsins. Menntamálaráð- herra kannaðist ekki við að neinar samningaviðræður væru í gangi og tók þannig til orða að hann teldi „að rekstur Leikfélags Ís- lands sé með þeim hætti að ekki sé skynsamlegt að leggja í hann meira opinbert fé að óbreyttu“. (Mbl. 9.10.’01) Borgarstjóri hefur vísað til þess að í gildi sé samningur um fjár- stuðning til þriggja ára milli borg- arinnar og Leikfélags Íslands sem gerður var sl. vor. Talsmenn Leikfélags Íslands hafa sagt að þeir væru ekki að falast eftir meira fé frá Reykjavíkurborg að sinni, þeir vildu hins vegar fá menntamálaráðuneytið að borð- inu líka og gera þríhliða samning þar sem hvor aðili um sig legði til tíu milljónir í upphafi og síðan færi sú upphæð stighækkandi þar til í lok samningstímans væri hún orðin 20 milljónir frá hvorum. Vandi Leikfélags Íslands er sá að ná þessum aðilum ekki að samningaborðinu. Má leiða líkur að því að almennar pólitískar for- sendur ráði þar nokkru, borg- arstjórnarkosningar eru fram- undan í vor og erfitt að sjá fyrir sér að þessir pólitísku andstæð- ingar vilji sameinast um ákveðið málefni á þessum tímapunkti. Þó er sú skýring kannski langsóttari en að báðir aðilar telji einfaldlega nóg að gert. Nú verði Leikfélag Íslands að sjá um sig sjálft. Ein meginröksemd Leikfélags Íslands hefur verið að það hafi notið lítils opinbers stuðnings frá upphafi. Félagið hafi nánast ein- göngu aflað sér tekna með miða- sölu og með stuðningi atvinnulífs- ins. Þó hefur komið fram að Flugfélagið Loftur og Leikfélag Íslands hafa frá upphafi fengið samtals um 35 milljónir frá ríki og borg, í peningastyrkjum, starfs- launum og vinnuframlagi og er þá ótalinn húsaleigustyrkur Reykja- víkurborgar til félagsins í formi endurgjaldslausra afnota af Iðnó. Þetta eru í sjálfu sér ekki miklir peningar en eigi að síður er þetta meira en nokkurt annað sjálfstætt starfandi leikhús hefur fengið í sinn hlut á sama tíma ef undan er skilið Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör. Leikfélag Íslands hefur allar götur verið kröfuhart á athygli og farið fram með miklum krafti í fjölmiðlum þegar eitthvað hefur staðið til á þess vegum. Því að hvaða skoðun sem menn hafa á starfsemi Leikfélags Íslands og framlagi þess til íslenskrar leik- listar á undanförnum árum er ljóst að ekkert leikfélag hefur náð með tærnar þar sem LÍ hefur hælana í fjölmiðlaumfjöllun. Það er kúnst útaf fyrir sig. Á undanförnum dögum hefur mátt sjá hversu tvíbentur þessi fjölmiðlaaðgangur getur verið. Talsmenn Leikfélags Íslands hafa birst í öllum fjölmiðlum og gert borgarstjóra og mennta- málaráðherra endurtekin tilboð en gagntilboðin hafa látið standa á sér. Ekki er óeðlilegt að talsmenn Leikfélags Íslands leiti allra ráða til þess að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri og líklega yrðu þeir manna fegnastir ef Reykja- víkurborg og Menntamálaráðu- neytið vildu semja við þá án milli- göngu fjölmiðla. Örvænting þeirra er skiljanleg enda alvöru- mál að sitja uppi með 140 millj- ónatap eftir sjö ára starf. Það er til marks um ákveðni þeirra og staðfestu að þeir leita allra leiða til þess að ná landi. Menn spyrja sig engu síður hvernig hægt sé að koma sér í þessa stöðu þegar 35 milljónir af opinberu fé ásamt endurgjaldslausu húsnæði hafa verið lagðar fram, að ónefndu hlutafé og styrkjum frá atvinnu- lífinu. Nefna má að Möguleik- húsið sem notið hefur lítilla styrkja á þeim 11 árum sem það hefur starfað hefur náð að kaupa sitt leikhús við Hlemm og halda úti öflugri starfsemi án þess að safna nokkrum skuldum. Kaffi- leikhúsið hefur einnig starfað í samræmi við fjárhagsforsendur sínar og skuldar engum neitt og hið sama má segja um Hafn- arfjarðarleikhúsið sem skipulegg- ur starfsemi sína út frá þeim pen- ingum þegar eru í hendi. Þegar allt kemur til alls virðist þetta vera spurning um að sníða sér stakk eftir vexti og þrátt fyrir að Leikfélag Íslands hafi verið áberandi og öflugt í leikhúslífinu undanfarin ár hefur það greini- lega farið fram úr sjálfu sér og gert sér óraunhæfar hugmyndir um rekstrarmöguleika sína. Nú blasir bláköld staðreyndin við að leikhús verður ekki rekið á Ís- landi án öflugs opinbers stuðnings og kemur það tæpast mjög á óvart. Sníða stakk að vexti Þrátt fyrir að Leikfélag Íslands hafi verið áberandi og öflugt í leikhúslífinu undanfarin ár hefur það greinilega farið fram úr sjálfu sér og gert sér óraunhæfar hugmyndir um rekstr- armöguleika sína. VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is MBA-nám/Væntanlegir MBA-nemendur á Íslandi geta valið um nám í þessum viðskiptafræðum í tveimur háskólum. Há- skóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa báðir verið að Mælikvarði til að velja nám í háskólum  Háskólinn í Reykjavík býður nemendum alþjóðlegt MBA-nám.  Háskóli Íslands leggur sérstaka áherslu á íslenskar aðstæður. Skilgreining: MBA-nám Háskóla Íslands er hagnýtt og vandað stjórnunar- og viðskipta- fræðinám á meistarastigi fyrir stjórn- endur og verðandi stjórnendur. Námið skiptist í kjarna og valnámskeið, auk loka- verkefnis. Ellefu yfirgripsmikil námskeið mynda kjarn- ann. Valnámskeiðin eru tíu talsins og nemendur velja þrjú eða fjögur valnámskeið. Með valnámskeiðunum og loka- verkefni geta nemendur lokið MBA gráðu með ákveðinni sérhæfingu, t.d. í árangursstjórnun, fjármálum, mann- auðsstjórnun, reikningshaldi, rekstrarstjórnun eða þekk- ingarstjórnun. Alþjóðlegt samstarf: Háskóli Íslands er í víðtæku alþjóðlegu samstarfi og viðskipta- og hagfræðideild hefur gert samstarfssamninga við fjölda skóla víða um heim sem nýtast við þróun MBA námsins. Sérstök rækt er lögð við að fá góða erlenda gestafyrirlesara til Íslands, sjá www.mba.is. Námið er jafnframt skipulagt og þróað með hliðsjón af MBA námi erlendis, m.a. MBA námi í Viðskiptaháskólanum í Kaup- mannahöfn og MBA námi Háskólans í Edinborg. Einnig er höfð hliðsjón af kröfum þeirra aðila, t.d. AMBA, sem taka að sér að votta MBA nám og stefnt er að slíkri vottun um leið og reglur leyfa það. MBA námið og hópur nem- enda eru að skipuleggja og undirbúa tveggja vikna náms- ferð til Singapore, Malasíu og Japan í janúar 2002. Áhersla  Aðlögun að íslensku atvinnulífi á öllum sviðum, t.d. við nálgun viðfangsefna, umræðu í tímum, verkefnavinnu og gegnum fyrirtækjaheimsóknir. Sérstök áhersla er á ra- undæmi þar sem verkefnavinna nemenda miðar að því að leysa aðsteðjandi vanda íslenskra fyrirtækja. Áhersla er á samtvinnun náms og vinnu.  Gestafyrirlesarar erlendis frá. Í náminu er lögð mikil áhersla á að fá færustu einstaklinga, fræðimenn og stjórn- endur, erlendis frá til að vera með innlegg í námskeiðin. Umsjón og kennsla eru í höndum fastra kennara í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, en einnig koma að MBA náminu færustu einstaklingar úr öðrum deildum Háskóla Íslands og úr atvinnulífinu. Áhersla er á mikil samskipti og aðlögun að óskum nemenda.  Hagnýting tækninnar felst m.a. íöflugu rafrænu kennsluumhverfi og fartölvunotkun nemenda og kennara í kennslu sem og utan kennslutíma. Í kennslu eru nem- endur sítengdir við Netið, þeir hlaða niður gögnum frá kennara og vinna glósur sínar beint í rafrænt form.  Sjálfstæði, fagmennska og sveigjanleiki eru grundvall- aratriði í MBA náminu. Sérstök áhersla er á virka og gagnrýna umræðu, hópstarf og færni í miðlun upplýsinga, hvort heldur er skriflega eða munnlega. Lykilatriði er að MBA námið í Háskóla Íslands standist ávallt samanburð eða sé betra en MBA nám í öðrum sam- bærilegum skólum. Lengd náms: Námstíminn er 18 kennslumánuðir yfir 20 mánaða tímabil. Vinnan í náminu dreifist á fjögur misseri. MBA námið svarar til 45 eininga háskólanáms á meistarastigi. Hverjum ætlað: Markhópur námsins er stjórnendur og verðandi stjórn- endur í íslensku viðskiptalífi, sömuleiðis þeir sem ætla sér langt í sérfræðistörfum á sviði rekstrar og stjórnunar. Núverandi hópur er samansettur af einstaklingum á aldrinum 33–58 ára. Efri- og millistjórnendum, ásamt sér- fræðingum með mikla starfsreynslu. Menntunarstig nem- enda er frá BA/BS og upp í PhD. Bakgrunnur er ólíkur m.a. úr verkfræði, tölvunarfræði, leiklist, tungumálum, lögfræði, lyfjafræði, kennarastétt, hjúkrun, heimspeki, samskiptafræði, viðskiptafræði, iðn- hönnun og fjölmiðlafræði. Inntökuskilyrði: MBA-námið er ætlað fyrir ein- staklinga, stjórnendur og sérfræðinga sem lokið hafa háskólaprófi í ein- hverju fagi. Þriggja ára starfsreynsla er forsenda fyrir inngöngu og gerð krafa um að nemendur rökstyðji sér- staklega hvers vegna þeir vilji leggja stund á MBA nám. Að auki er óskað eftir umsögnum um nemendur. Námsgreinar: Skipulagsheildir og stjórnun, Rekstrarhagfræði og starfsumhverfi, Greining viðfangsefna og ákvarðanir, Rekstrarstjórnun I, Reikningshald, Markaðsfræði, Fjár- mál I, Samskipti og hvatning, Stefnumiðuð stjórnun, Frumkvöðlar og nýsköpun, Alþjóðaviðskipti. Val: Mann- auðsstjórnun, Fjármál II, Rekstrarstjórnun II, Verk- efnastjórnun og ráðgjöf, Greining og túlkun ársreikninga, Þekkingarstjórnun, Fjármálamarkaðir, Stjórnendabók- hald, Mat á árangri, Markaðsgreining og ákvarðanir. Kennslutungumál: Íslenska og enska Skólagjöld: Gjald fyrir kennslu 2000-2002 er 1.250.000 kr. sem greiðist í fimm áföngum. Fartölva kostar um 200.000 kr. Bókakostnaður er nálægt 180.000 krónum í náminu í heild. Námsferð (nú Asíuferð) er ekki skylda en reikna má með kostnaði fyrir þá sem fara í ferðina. Námið er lánshæft. Umsóknir: Allar upplýsingar fyrir umsækjendur eru á vefsíðu námsins www.mba.is og þar verður hægt að nálgast eyðu- blöð í góðum tíma fyrir lok umsóknarfrests, sem verður í apríl eða maí 2002. Námið verður kynnt kl. 14 í húsi End- urmenntuar HÍ á laugardaginn (20/10). Vinna með náminu: Nemendur verða að gera ráð fyrir um 25–35 klst. vinnu- framlagi í námið á viku, hluta þess tíma má samnýta með vinnu – þ.e. vinnustaðatengdri verkefnavinnu. Skipulag námsins miðar að því að nemendur geti unnið fulla vinnu með náminu, en ljóst er að verulegur hluti af frítíma nemenda fer í námið. Rétt er að undirstrika að fyrsta önnin er langerfiðust því þá er verið að aðlaga lífsmátann skólastarfinu, læra að læra aftur, aðlagast álagi, o.s.frv. Hvenær kennt: Kennsla er tvisvar í viku, frá kl. 16–20, aðallega á mánu- dögum og fimmtudögum. Hvert námskeið er 36 kennslu- stundir og við það bætast aukatímar og viðtalstímar eftir þörfum. Fyrirtækjaheimsóknir eru jafnan á mið- vikudögum frá kl. 17–19. Viðtalstímar kennara og auka- tímar eru oft á laugardögum og í einhverjum tilfellum er farið úr bænum í 1 eða 2 daga. Lokaverkefnið: Útfærsla á lokaverkefni fer fyrst og fremst eftir óskum hvers nemanda. MBA námið leggur þó áherslu á raun- verkefni þar sem viðfangsefnið er mál sem miðar að því að auka þekkingu og árangur í stjórnun og rekstri á Íslandi. Nemendur fá leiðbeiningu frá kennara, hafa aðgang að rannsóknarsetri meistaranema í viðskiptafræði og hafa tækifæri til að vinna verkefnið í tengslum við Viðskipta- fræðistofnun Háskóla Íslands. Fjöldi nemenda: Skipulag MBA námsins gerir ráð fyrir að nemendur séu á bilinu 45–55 hverju sinni. Nemendur MBA námsins 2000–2002 eru 45 talsins. Runólfur S. Stein- þórsson er for- stöðumaður MBA-náms í HÍ. Háskóli Íslands
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.