Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 45

Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 45 AÐSTOÐ í húsnæð- ismálum er hluti af fé- lagslegu kerfi okkar og er ætlað að jafna þann tekjumun sem mynd- ast í samfélaginu af ýmsum ástæðum. Það er eins og þjóðfélag okkar hafi í áranna rás hugsað þessa aðstoð sem neyðaraðstoð til ákveðins hóps fólks sem þarfnaðist hennar með því hugarfari að þar með væri þetta fólk endanlega afgreitt. Við settum upp kerfi til að halda utan um þetta húsnæði og gáfum íbú- unum allt að 40 ár til að koma upp sínum börnum og að þeim tíma liðn- um taldist húsnæðið upp greitt og eign íbúanna. Ef aðstæður fólks breyttust gat fólkið skilað inn íbúð- unum og fengið stærra félagslegt húsnæði eða flutt sig yfir í leigu- eða eignarhúsnæði á almennum mark- aði. Í lýsingunni hér að ofan finnst mér ekki lögð nægilega mikil áhersla á að félagsleg aðstoð er aðstoð til sjálfs- hjálpar. Gamla verkamannaíbúða- kerfið virðist ekki hafa gert ráð fyrir að erfiðleikar væru tímabundnir. Fólk var sett inn í kerfi sem hélt því í ákveðnum klafa sem ekki var hægt að komast út úr nema efnahagslegt kraftaverk kæmi til. Með setningu nýrra húsnæðislaga, frá 1998, varð gagnger viðhorfsbreyting varðandi þessa aðstoð. Sá sem naut aðstoð- arinnar var ekki lengur fangi kerf- isins. Fólki var loksins treyst til að ákveða stöðu sína sjálft. Nú getur það ákveðið hvenær eða hvort það flytur búferl- um, stækkar við sig eða minnkar, og það allt án þess að spyrja kóng eða prest. Jafnjákvætt og hið nýja húsnæðiskerfi er þá hefur verið gerð lítil en afdrifarík yfirsjón. Þeir sem eru með eign- arhúsnæði samkvæmt gamla kerfinu njóta ekki þess frelsis sem nýja kerfið býður upp á. Hins vegar eru þeir sem keyptu með kaup- leigusamningi ekki bundnir sömu takmörkunum. Þetta er svo augljós mismunun að hér hlýtur að vera um yfirsjón að ræða. Reyndar var inni í lögunum bráða- birgðaákvæði sem veitti sveitar- stjórnum heimild til að stytta for- kaupsrétt sveitarfélaga á félagslegum eignaríbúðum. Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar tók nýjum lög- um um viðbótarlán fagnandi og ákvað að í Hafnarfirði skyldu allir jafnir og allir frjálsir hvar sem þeir voru staddir í húsnæðiskerfinu. Ákveðið var að íbúarnir þyrftu ekki að skila íbúðum inn á svokölluðu skilaverði heldur gætu eigendurnir selt íbúðirnar á almennum markaði og með einni samþykkt var aflétt klafa stéttaskiptingar og þurfta- hópaviðhorfa. Nú skyldi maður ætla að ráðamenn þjóðarinnar lyftu allir upp einum rómi gagnvart þeim anda frelsis jafnréttis og bræðralags sem ríkti í Hafnarfirði en það var öðru nær. Hafnarfjörður var að snuða kerfið. Hafnfirðingar urðu að vonum steinhissa þar sem þeir héldu að fé- lagslegu kerfi væri ætlað að hjálpa fólki til sjálfshjálpar í stað þess að hneppa það í fjötra. Nú lítur út fyrir það að Hafnfirðingar verði krafðir um endurgreiðslur á því fé sem þeir hafa eftirlátið þeim sem átti að að- stoða. Ef fer fram sem horfir þá getur eigandi félagslegrar eignaríbúðar skilað íbúð sinni inn og fær þá end- urgreitt skilaverð sem er mun lægra en markaðsverð. Síðan þarf hann að kaupa aðra íbúð, mun dýrari, á frjálsum markaði. Sveitarfélagið sel- ur svo íbúðina sem hann skilaði inn og fær fyrir hana markaðsverð. Hverjum er verið að hjálpa? Í fjötrum félags- legrar aðstoðar Árni Þór Hilmarsson Húsnæðismál Nú lítur út fyrir það, segir Árni Þór Hilmarsson, að Hafnfirðingar verði krafðir um endur- greiðslur á því fé sem þeir hafa eftirlátið þeim sem átti að aðstoða. Höfundur er framkvæmdastjóri fjöl- skyldusviðs Hafnarfjarðarbæjar. KYNNING Sólveig Einardóttir verður með húðgreiningartölvuna í Söru, Bankastræti, fimmtudag og föstudag og veitir faglega ráðgjöf. Ármúla 21 - 108 Reykjavík - Sími 533 2020 Tilboð á hreinlætistækjum o.fl. 20%-50% afsláttur Engjateigi 5, sími 581 2141

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.