Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 18.10.2001, Qupperneq 46
UMRÆÐAN 46 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ  Ársalir- fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. EINBÝLI / TVÍBÝLI STIGAHLÍÐ Glæsilegt nýtt einbýlishús ásamt bíl- skúr. Heitur pottur í garði. Húsið er laust strax. Sjón er sögu ríkari. Nánari uppl. á skrifst. Blómvangur - Hf. Vorum að fá í einkasölu fallegt einbýlis- hús með stórum 60 fm bílskúr, allt á einni hæð. Verð 22,5 m. Hraunbær raðhús m. bílskúr Til sölu 144 fm raðhús á einni hæð ásamt bílskúr. Verð 16,5 m. Barðastaðir Nýtt og fallegt einbýlishús með inn- byggðum bílskúr, alls 209 fm. Til af- hendingar tilbúið að utan og fokhelt að innan. Hagstætt verð. Fjallalind Til sölu vandað og fallegt 126 fm par- hús ásamt bílskúr á útsýnisstað í Kópa- vogi. Verð 21 m. Ólafsgeisli - Grafarholti Nýtt og glæsilegt einbýlishús með inn- byggðum bílskúr á mjög fallegum út- sýnisstað rétt við fallegasta golfvöll landsins. Verð 18,9 m fullbúið að utan en fokhelt að innan. Teikningar á skrif- stofunni. RAÐ- OG PARHÚS Helgubraut - Kópavogi Fallegt og vandað raðhús m/aukaíbúð í kjallara. Til afhendingar strax. 4RA TIL 7 HERB. Breiðavík Til sölu rúmgóð 120 fm ný íbúð á 3ju hæð í litlu fjölbýli. Bílskúr fylgir. Íbúðin er vandlega innréttuð, en gólfefni velur kaupandi. Hraunbær Falleg 5 herbergja íbúð á 1. hæð. Auka- herb. í kjallara fylgir. Suðursvalir. Rauðalækur Falleg 4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Verð 12,4 m. Laus strax. 2JA TIL 3JA HERB. Leirubakki Ágæt 3ja-4ra herb. íbúð á 3. hæð með suðaustursvölum. Aukaherb. í kjallara fylgir. Gullsmári - Kópav. Gullfalleg 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi. Verð 12 m. Áhv. 5,2 m. Sóltún Ný og ákaflega vönduð 110 fm íbúð á 1. hæð með sérinngangi. Verð 15,9 m. Hraunbær Ágæt 3ja herb. íbúð á 1. hæð m. sér- inngangi. Verð 9 m. Áhv. 5,2 m. ATVINNUHÚSNÆÐI Funahöfði Til sölu 757 fm iðnaðar- og skrifstofu- húsnæði. Góð aðkoma og bílastæði. Dalvegur - Kópav. Til sölu gott atvinnuh., 280 fm, að hluta í leigu. Verð 22 m. Ágæt langtímalán áhv. allt að 14 m. Auðbrekka - Ca 200 fm til sölu á 2. hæð. Góð vöruhurð. Mjög hagstætt verð. Einkasala Nýtt og glæsilegt atv. húsnæði alls 300 fm með tveimur háum innkeyrsluhurð- um. Áhv. langtímalán kr. 22 m. Laugavegur til sölu eða leigu 80 fm gott skrifstofuhúsnæði með sér- inngangi. Verð 8,5 m. Dragháls 255 fm á jarðhæð með lofth. allt að 7 m. og 210 fm á 2. hæð til leigu. Grandavegur Til sölu fyrir fjárfesta 296 fm verslunar- húsnæði á jarðhæð, þar sem rekinn er söluturn, sólbaðstofa og nuddstofa. Hagst verð. Fyrir fjárfesta við Langarima Tvær til þrjá einingar sem allar eru í út- leigu. Lyngháls Nýtt og glæsil. verslunar- og skrifstofu- hús til sölu eða leigu, alls 5.000 fm. Skiptanlegt í smærri einingar. Smiðjuvegur Til sölu 600 fm iðnaðarhúsnæði með góðri aðkomu og háum innkeyrslu- hurðum Eyjarslóð Til sölu eða leigu 625 fm húsnæði á tveimur hæðum. Hvor hæð getur leigst sér. Garðatorg - Garðabæ Til sölu 117 fm gott verslunarpláss í verslunarmiðstöð. Getur passað fyrir margskonar starfsemi. Laust strax. Furugerði Til sölu eða leigu 442 fm vandað skrif- stofuhúsnæði. Góð bílastæði. Gullteigur - fyrir fjárfesta 142 fm verslunarhúsnæði í þessu gróna og vinsæla hverfi. Teikningar að tveim- ur íbúðum fylgja. Langtíma leigusamn- ingur í boði. FYRIRTÆKI Gott iðnfyrirtæki í smíði hurða og glugga til sölu. Fyrirtækið er rekið í eig- in húsnæði á Höfðanum. www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9 - 17.30 og sunnud. frá kl. 11 - 13 Guðrúnargata - m. bílskúr Nýkomin vönduð mikið endur- nýjuð 4ra herb.108 fm sérhæð með sérinngangi á miðhæð í fallegu þríbýli í norðurmýrinni ásamt bílskúr. Endurn. gler, gólfefni og fl. 2 svefnherbergi og tvær stofur, lítið mál að hafa 3 svefnherb. Suðursvalir. Rúmgott eldhús með borðkrók. Parket. Vönduð eign á frábærum stað. Áhv. 3,8 m. Verð 14,5 m. 5571 Espigerði - lyftuhús Vönduð ca 140 fm íb. á 4. og 5. hæð í þessu fallega lyftuhúsi. Rúmgóðar stofur. Tvennar sval- ir. Glæsilegt útsýni. Húsvörður sér um allt í sameign. Hússjóður aðeins kr. 9.000. Verð 17,9 millj. STEFNUMÖRKUN á landsfundi Sjálfstæð- ismanna um frekari skattalækkanir á stór- fyrirtæki og stóreigna- menn sýnir ljóslega hverjir eru skjólstæð- ingar flokksins. Stuðn- ingsmenn gjafakvótans höfðu líka sigur, – sér- hagsmunir gegn al- mannahagsmunum urðu ofaná. Með þessu var endanlega staðfest að þeir eiga ekki heima í þessum flokki sem vilja með ábyrgum hætti ná fiskveiðiheimildunum frá gjafakvótaeigend- um og skila þeim aftur í sameign þjóð- arinnar allrar. Það vakti líka athygli að svo lágt hefði verið lagst að kalla aðalumhverfissinna flokksins hryðju- verkamann en hann hefur opinber- lega sagt niðurstöðu landsfundarins í orku- og iðnaðarmálum vera nöturleg skilaboð til sjálfstæðismanna og ann- arra landsmanna sem hafa haft um- hverfisverndarsjónarmið að leiðar- ljósi. Samfylkingin höfuðandstæð- ingur Sjálfstæðisflokksins Aðalfréttin af landsfundinum var þó sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilgreint höfuðandstæðing sinn. Foringjanum fannst óþægilegt að ræða um gengi krónunnar, hæstu vexti í heimi og þá vaxandi verðbólgu sem efnahagsstefna hans hefur fram- kallað. Þeim kafla sleppti því foring- inn en eyddi þessi í stað löngum kafla í fúkyrði og dylgjur um formann Sam- fylkingarinnar. Það sem Össur hafði unnið til saka var að benda á veikleik- ana í fjármálastjórn foringjans. For- maður Samfylkingarinnar hafði sagt foringjanum til syndanna varðandi efnahagsstjórn ríkisstjórnar hans og hæpnar forsendur fjárlaga og stutt mál sitt gögnum og rökum frá Þjóð- hagsstofnun. En Davíð þolir ekki Öss- ur eða Þjóðhagsstofnun af því að hann vill ekki heyra sannleikann um að efnahagsstefna hans steyti á skeri. Allir á svartan lista Allir fá fyrir ferðina sem mótmæla, úr- skurða eða segja sann- leikann um stefnu for- ingjans. Þeir skulu sko komast að því hvar Dav- íð keypti ölið og finna hver hefur valdið. Þeir fara á svartan lista. Hæstiréttur, ef hann dæmir ekki rétt, Ör- yrkjabandalagið fyrir að gagnrýna kjör og að- búnað fatlaðra, Skipu- lagsstofnun fyrir að úr- skurða í umhverfismálum í and- stöðu við stefnu foringjans, biskup fyrir að tala um fátækt og neyslu- hyggju, prestur fyrir að skrifa smá- sögu sem foringjanum fannst ekki skemmtileg, fréttastjórar ríkisfjöl- miðla ef flokkur foringjans tapar kosningum, Þjóðhagsstofnun ef hún spáir í andstöðu við hugmyndir for- ingjans o.s.frv. Össur stendur sig vel að vera kominn í þennan hóp, sem býður valdinu birginn og lætur það ekki vaða yfir sig á skítugum skónum. Minn ágæti formaður á þakkir skildar fyrir kröftugan og rökfastan mál- flutning gegn höfuðandstæðingi Sam- fylkingarinnar sem er Sjálfstæðis- flokkurinn. Bjóða valdinu birginn Jóhanna Sigurðardóttir Höfundur er alþingismaður. Stjórnmál En Davíð þolir ekki Össur eða Þjóðhags- stofnun, segir Jóhanna Sigurðardóttir, af því að hann vill ekki heyra sannleikann um að efnahagsstefna hans steyti á skeri. ÞAÐ hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að umboðs- maður Alþingis hefur skilað áliti þar sem hann segir stjórn LÍN ekki fara að lögum við ákvarðanatöku sína. Þetta er raunar í þriðja sinn á árinu sem umboðsmaður kemst að þeirri nið- urstöðu. Umfjöllun um þetta mál hefur réttilega verið mikil, ekki síst í ljósi viðbragða stjórn- ar LÍN undir forystu stjórnarformannsins Gunnars I. Birgissonar. Móðir sótti um undanþágu Umboðsmaður gagnrýnir ákvörðun um að veita ekki und- anþágu frá endurgreiðslu náms- lána, en sú ákvörðun var ekki tek- in í samræmi við lagaákvæði. Í málinu sem um ræðir sótti námsmaður um undanþágu frá endurgreiðslu námslána vegna umönnunar barns. Í lögum stend- ur að heimilt sé að veita und- anþágu frá endurgreiðslu náms- lána, m.a. vegna umönnunar barns. Stjórn LÍN og málsskotsnefnd bættu hins vegar við því skilyrði að barnið þyrfti að hafa verið al- varlega veikt. Ekkert slíkt skilyrði er að finna í lögunum. Á grundvelli þess að barnið hafði ekki verið al- varlega veikt var umsókn náms- mannsins hafnað, að því er virðist án frekari athugunar. Þetta verða að teljast vafasöm vinnubrögð. Enginn ágreiningur í stjórn LÍN Eftir því var tekið að Gunnar I. Birgisson, stjórnarformaður LÍN, sagði í Morgunblaðinu á dögunum að hann teldi stjórn LÍN ekki hafa brotið lög og að ákvörðun um að synja beiðni námsmannsins hefði verið „samþykkt sam- hliða í stjórninni og enginn ágreiningur um þetta mál“. Þar kemur einnig fram að Gunnar segist undrast að Stúdentaráð fagni áliti umboðsmanns þar sem fulltrúi Stúd- entaráðs í stjórn Lánasjóðsins hafi á sínum tíma samþykkt að synja beiðni náms- mannsins. Það hlýtur að vekja athygli stúdenta við Háskóla Íslands að stjórnarformaður LÍN segi engan ágreining hafa verið um það að synja beiðni námsmannsins. Eft- irtektarvert er að Gunnar segir að hagsmunafulltrúi stúdenta og stúdentaráðsliði Röskvu hafi sam- þykkt að synja beiðni námsmanns- ins. Umboðsmaður Alþingis hefur nú sagt að sú ákvörðun að synja beiðni námsmannsins fari gegn lögum. Verður að telja það alvar- legt að fulltrúi Röskvu var sam- þykkur ákvörðun sem reyndist lögbrot gegn námsmanni. Ekki síst verður málið alvarlegt þegar litið er til þess að formaður Stúdentaráðs hefur gagnrýnt stjórn LÍN harðlega eftir að úr- skurður umboðsmanns Alþingis var birtur. Það er ótrúlegt að fulltrúi Röskvu í stjórn lánasjóðsins sé sekur um að taka þátt í því að brjóta lög á námsmönnum. Enn ótrúlegri er sá tvískinnungur að gagnrýna svo stjórn lánasjóðsins þegar liggur fyrir að um lögbrot var að ræða, lögbrot sem hags- munafulltrúi stúdenta studdi. Áfellisdómur yfir Röskvu Formaður Stúdentaráðs hefur ekki svarað ummælum Gunnars I. Birgissonar. Ummæli Gunnars I. Birgissonar eru þess eðlis að það vekur undrun að formaður Stúd- entaráðs sjái ekki ástæðu til að svara þeim og neita þeim. Formað- ur Stúdentaráðs hefur sagt úr- skurð umboðsmanns Alþingis þungan áfellisdóm yfir LÍN. Hann gleymir að nefna það að úrskurð- urinn er ekki síður áfellisdómur yfir Röskvu ef rétt er. Vaka hefur bent á það að margt í háskólasamfélaginu er óhagstætt námsmönnum með börn. Það er ekki aðeins innan veggja skólans sem foreldrar í námi glíma við vandamál heldur þurfa forystu- menn hagsmunabaráttu stúdenta að vera á verði. Það er ljóst að Röskva brást umræddu foreldri. Vaka mun halda áfram baráttu sinni fyrir foreldra í Háskóla Ís- lands og telur að álit umboðs- manns staðfesti málflutning Vöku um að margt þurfi að bæta til að staða foreldra í námi verði sann- gjörn. Er álit umboðsmanns Alþingis áfellisdómur yfir Röskvu? Þorbjörg Gunnlaugsdóttir LÍN Verður að telja það al- varlegt, segir Þorbjörg Gunnlaugsdóttir, að fulltrúi Röskvu var sam- þykkur ákvörðun sem reyndist lögbrot gegn námsmanni. Höfundur er oddviti Vöku. Dúkar og teppi Ármúla 23, sími 533 5060
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.