Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 18.10.2001, Síða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 53 ✝ Guðríður ÓlafíaJóhannsdóttir fæddist á Akranesi 13. september árið 1961. Hún lést á heimili sínu 10. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Stef- ánsson, f. 31.10. 1912, d. 12.8. 1989, og Guðbjörg Ell- ertsdóttir, f. 8.9. 1925, d. 1.7. 1991. Systkini Guðríðar eru: Hörður Magn- ússon, f. 21.3. 1954, d. 17.2. 1973, og Ólafía Guðrún, f. 17.11. 1964. Hinn 16. maí 1981 giftist Guð- ríður Ægi Magnús- syni, f. 1.8. 1957. Börn þeirra eru: Hörður, f. 19.2. 1982, Magnús, f. 14.7. 1985, og Guð- björg, f. 9.9. 1993. Guðríður út- skrifaðist sem sjúkraliði árið 1980 og vann á Sjúkrahúsi Akra- ness. Útför Guðríðar fer fram frá Akra- neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Elsku systir. Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. Unga konu sem á að vera í blóma lífsins. Tekin burt frá eiginmanni og þremur börnum. Maður skilur ekki alltaf tilganginn í lífinu, en minninguna um þig tekur enginn frá okkur. Við vorum einstaklega samrýndar systur. Ég leit alltaf upp til þín og gerði ævinlega eins og þú. Við ólumst upp á yndislegu heimili, þar sem var dekrað við okkur og okkur kennt að hugsa alltaf vel hvor um aðra og það gerðum við svo sannarlega alla tíð. Þú varst einstaklega myndarleg húsmóðir og einstök hannyrðakona. Körfugerðin þín fór ekki fram hjá neinum og þar var listamaður að störfum. Alltaf var allt óaðfinnanlegt hjá þér, enda varstu meyja, sem ger- ir allt sem hún tekur sér fyrir hendur fullkomið. Það gerðir þú einnig þeg- ar þú greindist með krabbamein, að- eins 32 ára gömul. Þú barðist eins og hetja í átta ár við þessi erfiðu veik- indi, erfiðar lyfjameðferðir, geisla og skurðaðgerðir. Það hentaði þér ekki að liggja veik í rúminu og eyða tím- anum til einskis. Þú nýttir þinn tíma ótrúlega vel þrátt fyrir að vera fár- veik. Nei, þú ætlaðir aldrei að gefast upp. Alltaf fékk maður kraft frá þér þegar maður var alveg að bugast. Þú varst einstök kona og ég var heppin að vera systir þín. Elsku Gurra, ég veit þú verður alltaf hjá okkur. Blessuð sé minning þín. Þín systir, Ólafía Guðrún. Ég ætlaði að skrifa þér. Undan- farna daga hefur togast á í mér löngum mín að hitta þig, hræðslan við að sjá hvernig krabbameinið hafði leikið þig og að virða þá ákvörð- un þína að vilja helst ekki hitta nokkra aðra en þína allra nánustu þessa síðustu daga. Ég vildi láta þig vita að ég hugsaði til þín, barnanna þinna, Ægis og Lóu systur þinnar á hverjum degi og bað guð að gefa ykkur öllum styrk fyrst þetta þurfti að fara svona. Ég vildi láta þig vita að mér þótti vænt um þig og að ég dáð- ist að dugnaði þínum og æðruleysi. En vonandi fannstu þetta og vissir. Svo varstu farin en ég ætla samt að skrifa. Ég man vel fyrst þegar við hitt- umst. Það var haustið 1983. Ég var nýflutt á Sunnubrautina og gekk nið- ur götuna með son minn á öðru ári. Þegar ég gekk fram hjá Sunnubraut 20 sá ég lítinn hrokkinhærðan glókoll við sandkassa og þú, há og grönn, komst gangandi frá snúrunni með bala í fanginu. Við vorum báðar ný- fluttar í götuna og báðar með frum- burði okkar fædda í febrúar 1982. Í þessari lokuðu götu áttum við síðan eftir að ala börnin okkar upp saman. Hörður og Jói léku sér saman alla daga, mokuðu sand, hjóluðu á þrí- hjólunum sínum og keyrðu bílana sína á meðan við sátum og spjölluð- um með prjónana í höndunum og fylgdumst með þeim vökulum aug- um. Næstu þrjú árin bættust Steini, Maggi og Hallbera í hópinn. Fótbolt- inn kom til sögunnar, hjólin stækk- uðu og um leið radíusinn frá Sunnu- brautinni og skólagangan hófst. Við vorum samstiga í barnauppeldinu, sömu reglur giltu á báðum heimilun- um um flest. Börnin okkar léku sér saman inni eða úti flesta daga og við litum inn hvor hjá annarri. Helsti munurinn var þó kannski sá að hjá þér fékk maður alltaf eitthvað heimabakað og gott með kaffinu á meðan kexið og brauðið úr Einars- búð var á borðum hjá mér enda var viðkvæðið oft á mínu heimili: ,,Af hverju gerir þú ekki snúða eins og Gurra?“ Árin liðu í sátt og samlyndi og fyr- ir átta árum eignaðist þú litla sól- argeislann þinn hana Guðbjörgu. Þú sinntir henni af sömu ást og um- hyggju og drengjunum þínum en hún var stelpan þín og þú elskaðir að punta þessa litlu rófu. Þú saumaðir og prjónaðir endalaust á hana og lést alls kyns skraut og teygjur í ljósa hárið hennar og það sama var gert fyrir dúkkurnar. Og þá kem ég að því sem vakti mér alltaf jafn mikla furðu. Ég veit ekki hvernig þú fórst að því að koma öllu því í verk sem þú gerðir. Þú varst listakona í höndunum og við Gísli og börnin okkar þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þess. Þú saumaðir, prjónaðir og bjóst til körfur og lampa allt fram á síðasta dag. Og það sem þú gerðir var allt framúrskarandi vel gert og smekklegt. Þú og Ægir voruð samstiga í að gera heimilið ykkar eins fallegt og raun ber vitni. Það var alveg sama hvenær sólarhringsins komið var til ykkar, alltaf voru allir hlutir á sínum stað og allt skínandi hreint, jafnt úti sem inni. Nú á ég ekki oftar eftir að koma við hjá þér á leiðinni heim úr vinnunni og fá snúðana þína, sitja hjá þér dálitla stund og ræða við þig um börnin okkar, dást að blómunum þín- um eða því nýjasta sem þú varst að búa til. Lífið er ekki alltaf sann- gjarnt, það fékkst þú og fjölskylda þín svo sannarlega að reyna. Þú varst hetja á þinn hæga og hljóðláta hátt og minningin um þig á eftir að fylgja okkur öllum. Takk fyrir allt, elsku Gurra. Elsku Ægir, Hörður, Maggi, Guð- björg og Lóa. Megi minningin um góða konu, mömmmu og systur fylgja ykkur alla tíð og gefa ykkur styrk. Hallbera. Í dagsins önnum dreymdi mig þinn djúpa frið og svo varð nótt. Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt þeim svefni enginn rænir þig. En samt var nafn þitt nálægt mér og nóttin full af söngvaklið svo oft, og þetta auða svið bar ætíð svip af þér. Og þungur gnýr sem hrynji höf mitt hjarta lýstur enn eitt sinn: Mín hljóða sorg og hlátur þinn, sem hlutu sömu gröf. (Steinn Steinarr.) Elsku Gurra. Með sorg í hjarta sest ég niður og skrifa kveðjuorð til þín. Í mínum huga ert þú hetjan sem barðist áfram af miklum sjálfsstyrk, með vonina og trúna á lífið að leið- arljósi. En nú er langri baráttu lokið, hvíld fengin. Oft hef ég beðið hann Guð minn að þú mættir sigra í baráttu þinni við vágestinn mikla. En svo átti ekki að verða. Það er mín trú að Guð hafi tekið þig til sín í ljósið þar sem engar þjáningar eru og umvefji þig nú með kærleika sínum. Margar kærar minningar á ég um kynni okkar sem staðið hafa um 20 ára skeið. Farsælt og gott samstarf á E-deildinni, gleðistundir í starfi og leik. Vaktirnar okkar saman þar sem oftast var glatt á hjalla, engin logn- molla enda báðar orðhvatar konur og vildum hafa hlutina á hreinu. Svo heimsóknir mínar til þín á Sunnu- brautina sem gáfu mér mikið. Þú hafðir góða nærveru. Og ekki kom maður að tómum kofunum, kræsing- ar reiddar fram og vel veitt. Þá var spjallað og mikið hlegið. Síðast kom ég til þín í vor, þú varst svo vongóð og glöð að sjá og þegar ég kvaddi þig bar ég þá von í brjósti að nú væru bjartari tímar framundan. Ég þakka þér samfylgdina og hann Sveinbjörn minn þakkar þér hlýhug og velvild á liðnum árum og sérstaklega gjöfina til litla Benedikts fyrir stuttu. Minning þín lifir. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Ægir, Hörður, Magnús, Guðbjörg, Lóa og fjölskylda. Guð gefi ykkur huggun og styrk og lýsi ykkur veginn áfram. Hafdís Hákonardóttir. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (Tómas Guðm.) Fallegir haustdagar hafa glatt okkur undanfarnar vikur. Náttúran skartar fallegum haustlitum og rökkrið færist yfir. Við kveikjum á kertum til að lýsa upp skammdegið. Þetta var uppáhaldsárstíminn henn- ar Gurru okkar sem við kveðjum í dag. Minningarnar streyma fram, minningar um liðnar samverustundir í litla prjónaklúbbnum okkar, sem við erum í ásamt Lóu systur hennar. Minningar frá notalegum kvöld- stundum þar sem setið var með prjónana og spjallað. Farið var á ým- is handavinnunámskeið þar sem und- irstöðatriðin voru lærð, og Gurra sá svo um að halda hópnum við efnið. Eftir námskeið í körfugerð varð mik- il breyting á klúbbstarfseminni, talað um körfur og gerðar körfur undir handleiðslu Gurru. Hún var óþreyt- andi að búa til nýjar gerðir og miðla til okkar hinna. Farið var í menning- ar- og sumarbústaðaferðir, og minn- umst við sérstaklega sumarbústaða- ferðarinnar í maí sl. Þar lék Gurra á als oddi. Nú er átta ára hetjulegri baráttu lokið, baráttu sem Gurra háði á ótrú- legan hátt, en ekki var alltaf hægt að sjá að þar færi sjúk kona. Er skemmst að minnast afmælisdagsins hennar 13. sept. sl. er hún hélt upp á fertugsafmæli sitt, þar sem hún tók á móti gestum geislandi af gleði, og þannig minnumst við hennar. Nú er elsku Gurra komin í faðm foreldra, bróður og annarra ástvina. Við kveðjum þig með virðingu og þökk og óskum þér blessunar í ríki ljóss og friðar. Elsku Ægir, Hörður, Maggi, Guð- björg og Lóa, við sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur á þessum erfiðu tímum. Guðrún, Margrét og Olga. Í dag verður til moldar borin Guð- ríður Jóhannsdóttir sjúkraliði sem andaðist miðvikudaginn 10. október s.l. Guðríður hóf störf sem sjúkraliði á Sjúkrahúsi Akraness á árinu 1980 og starfaði í um tvö ár. Hún hóf aftur störf 1988 og starfaði samfellt þar til hún lét af störfum vegna veikinda. Mestan sinn starfsaldur starfaði hún á Hjúkrunar- og endurhæfing- ardeild en síðustu tvö árin vann hún á Handlækningadeild. Guðríður var alla tíð mjög metnaðarfull og vand- virk í sínum störfum. Öll störf sem hún tók að sér leysti hún af sérstakri natni og fagmennsku. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hjúkrun og hafði ætíð þarfir skjólstæðinga sinna í fyrirrúmi. Hún hafði gaman af að ræða um fagleg málefni og kom sín- um sjónarmiðum vel fram. Er henn- ar nú sárt saknað af samstarfsmönn- um sínum. Guðríður var mikill listamaður í sér. Það var nánast sama hvað hún tók sér fyrir hendur, það varð allt að fallegum munum. Í mörg ár prjónaði hún gullfallegar peysur en hin síðari ár vann hún mikið af körfum og öðr- um munum úr basti. Það eru margir sem munu ylja sér við minningarnar um hana með því að horfa á þessa fal- legu muni í framtíðinni. Guðríður veiktist af þeim sjúk- dómi sem dró hana til dauða fyrir um átta árum síðan. Saga hennar er saga mikillar baráttukonu. Hún ætlaði að sigrast á sjúkdómi sínum en varð að láta undan. Hún átti góð ár, eftir að hún veiktist fyrst, og nýtti þau vel með fjölskyldu sinni. Hún ásamt eig- inmanni sínum bjó börnin vel undir framtíðina og hugsaði ætíð um hag þeirra. Hún var ákveðin í því að halda upp á fjörutíu ára afmæli sitt og gerði það í hópi fjölskyldu, vina og samstarfsmanna. Hún vildi vera heima á sínu heimili þar til yfir lyki og gerði það með aðstoð eiginmanns, systur og vina því hún lést á heimili sínu eins og hún hafði sjálf óskir um. Guðríður átti góðan eiginmann og börn sem stóðu vel við bakið á henni þegar mest á reyndi. Hún átti einnig góða systur sem aðstoðaði hana eftir megni allt þar til yfir lauk. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hversu vel þær systur unnu ætíð saman af umhyggju og virðingu hvor fyrir annarri. Ég votta Lóu og henn- ar fjölskyldu samúð mína. Við sem unnum með Guðríði höf- um misst góðan samstarfsfélaga og vin en missirinn er mestur hjá eig- inmanni hennar og börnum. Ég votta þeim mína dýpstu samúð á erfiðum tímum. Steinunn Sigurðardóttir. Hin mesta gæfa hvers manns á jörð er hvorki af afli né auði gjörð. Hún felst í orðum eins fátæks manns og ennþá gilda þau orðin hans. – Að vera öðrum sem aðrir þér og himnaríki er í hjarta þér að glæða vonir og græða sár að þerra af hvarmi hin þyngstu tár. (Ingólfur Jónsson frá Prestbakka.) Enn og aftur erum við minnt á hverfulleika þessa lífs og aldrei get- um við skilið hvers vegna elskuleg eiginkona, ástrík móðir, systir og vinnufélagi fær illvígan sjúkdóm og deyr í blóma lífsins. Í öllum sínum veikindum sýndi Gurra slíkt fádæma æðruleysi að ég sem þessar línur rita hef sjaldan kynnst öðru eins. Á einhvern ótrúlegan hátt gat hún miðlað okkur hinum af sinni eðlislegu hógværð og meðfæddu lítillæti ein- hverjum óskilgreindum innri styrk sem fékk mann til að hugleiða hversu þakklát við megum vera fyrir að vera heilbrigð og geta sinnt hinu daglega amstri hversdagsins. Auðvitað koma líka daprar stundir, það vitum við vel, en örlög sín gat hún rætt af skyn- semi án allrar reiði eða biturðar. Gurra var vinnufélagi okkar á handlækninga-, fæðingar- og kven- sjúkdómadeild Sjúkrahúss Akraness í tvö ár. Hún hafði valið sér starf þar sem allir hennar eðlislægu kostir nutu sín vel. Öllum störfum sínum sinnti hún af stakri alúð og sam- viskusemi, var mjög bóngóð, ljúf og elskuleg í viðmóti við alla. Einnig var hún góður vinur og félagi þess utan og minnumst við nú margra góðra stunda bæði í starfi og leik, seinast í fertugsafmæli hennar 13. september sl. Heimili hennar og Ægis ber henn- ar högu höndum fagurt vitni. Hún var sannur fagurkeri sem hafði yndi af listmunum og hafði frábært lita- og formskyn og ekki var óreiðan eða draslið á þeim bæ. Margir eiga hag- anlega fléttaðar körfur af ýmsum stærðum og gerðum eða lampa úr basti sem eru allt listmunir sem bera vandvirkni hennar og hagleik fagurt vitni, eða eins og hún sagði sjálf þá var henni kennt í æsku að gera alla hluti vel og það gerði hún svo sann- arlega. Á kveðjustund viljum við vinnu- félagar hennar þakka af heilum hug ljúfa samfylgd sem auðgaði líf okkar allra.Við vitum að það er ekkert í myrkrinu sem ekki er líka í ljósinu. Eiginmanni, börnum og kærleiks- ríkri systur biðjum við guðs bless- unar og styrks á sorgarstundum. Guðjóna Kristjánsdóttir og samstarfsfólk á B- og C-deild. Elsku Gurra. Það er okkur sárt að kveðja þig í hinsta sinn. En við trúum því að nú líði þér vel eftir löng og erf- ið veikindi. Þú varst ótrúleg í baráttu þinni og við gátum ekki annað en dáðst að dugnaði þínum. Alltaf varstu hress og skemmtilegt var að vera í návist þinni. Þú sást ýmsar spaugilegar hliðar á tilverunni og þú varst alltaf til í sakleysislegt sprell og óhætt er að segja að þú hafir verið einn af þeim karakterum sem lífga upp á tilveru okkar. Þú varst með eindæmum myndarleg í höndunum. Allt lék í höndum þínum hvort heldur var prjónaskapur, körfugerð eða annað. Eftir þig liggja ýmis stór- glæsileg handverk sem prýða mörg heimili hér í bæ. Að þú skulir vera farin er enn eitthvað svo óraunveru- legt og ótrúlegt, þótt við vissum fyrir nokkru að hverju stefndi. Við kveðjum þig með sorg og söknuði og þökkum þér fyrir ljúf kynni og gott samstarf. Blessuð sé minning þín. „Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorg- mæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran.) Elsku Ægir, Hörður, Magnús, Guðbjörg, Lóa og aðrir aðstandend- ur. Megi algóður Guð styrkja ykkur og styðja í ykkar miklu sorg. Samstarfsfólk á E-deild Sjúkrahúss Akraness. Vaknar líf um haust dafnar vel og blóma ber veitir öðrum hlýju. Deyr líf um haust blómin falla, dimma fer en minningin um þig veitir gleði að nýju. Við vottum aðstandendum innileg- ustu samúð. Guðrún og Ólafía Björnsdætur. Kveðja frá árgangi 1961 Guðríður Ólafía Jóhannsdóttir, skólasystir okkar, er fallin frá langt fyrir aldur fram. Í langan tíma hefur Gurra barist við illvígan sjúkdóm sem að lokum náði yfirhöndinni. Gurra var glæsileg kona, alltaf hress og kát, og þó að heilsan hafi ekki alltaf verið góð vildi hún sem minnst úr því gera. Strax í barna- skóla kom myndarskapur hennar í ljós í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur, einsog t.d. hannyrðir henn- ar. Gurra hafði mikið að gefa öðrum og það kom engum á óvart að hún valdi sér að ævistarfi umönnun sjúkra og lærði til sjúkraliða. Hún starfaði á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Gurra var mikil húsmóðir og gest- risin og lét sér annt um gesti sína. Þó var heimilið og fjölskyldan mikilvæg- asti hlekkurinn í lífi hennar. Gurra og Ægir maður hennar eignuðust þrjú börn, Hörð, Magnús og Guð- björgu, og sjá þau nú á eftir góðri eiginkonu og móður. Ægi og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa, styrkja og vernda þau. Sumt fólk kemur inn í líf okkar og fer. Aðrir staldra við og skilja eftir „fótspor“ í hjartanu og við verðum aldrei söm. GUÐRÍÐUR ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.