Morgunblaðið - 18.10.2001, Page 66

Morgunblaðið - 18.10.2001, Page 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTLIÐIÐ haust hélt Still- uppsteypa í ferð um Bandaríkin með tríóinu TV Pow. Á hverjum tónleikum höfðu sveitirnar það fyrir sið að hittast á sviðinu eftir að þær höfðu lokið leik sín- um hvor fyrir sig og spinna tónlist af fingrum fram í fimmtán mínútur. Úrval af þeim spuna var síðan tínt saman á þá plötu sem hér er gerð að umtalsefni. Skammt er síðan hér var fjallað um afbragðsskífu Stilluppsteypu, Stories Part Five, en We Are Everyone in the Room er lítt síðri. Hún er að vísu ekki eins heilsteypt og fyrrnefnda platan og ber þess óneitanlega merki að vera samtíningur af spunaköflum en á móti kemur að hún er býsna ævintýraleg. Fyrsta lag plötunnar, Michigan Impossible, er ágætt dæmi um það, mun fjörlegra en margt það sem Still- uppsteypa hefur gert á undanförnum árum, hljóðaheimur fjölbreyttari og menn ófeimnir við að láta gamminn geisa, hvort sem það er með ójarð- neskum stunum eða geðveikislegum hljóðbútum úr þýsku sjónvarpi/út- varpi. Annars er stemmningin í lögunum mjög ólík; For Starters We Have Nothing Conclusive er þrungið spennu og ógn en International Starving Artists er aftur á móti hlý- legt og viðkunnanlegt; frábært lag. Samstarfið hefur gefist vel því plat- an er allfrábrugðin því sem þeir Still- uppsteypufélagar hafa verið að fást við á síðustu skífum, hljóðin fjöl- breyttari og þótt þau gangi ekki alltaf upp, heyr til að mynda hljóðin sem færast á milli rása í This Place Looks Like Flint or Double Ass …, er nið- urstaðan mjög skemmtileg skífa fyrir þá sem á annað borð hafa gaman af tónlist sem er hugsanlega ekki tónlist. Tónlist Tónleika- spuni Tónlist Geisladiskur STILLUPPSTEYPA & TV POW We Are Everyone in the Room með Still- uppsteypu og TV Pow. Stilluppsteypu skipa þeir Sigtryggur Berg Sigmarsson, Heimir Björgúlfsson og Helgi Þórsson. Í TV Pow eru Todd Carter, Brent Gutzeit og Michael Hartman. Lögin á skífunni eru eftir alla. Erstwhile Records gefur út 2001. 12 tónar dreifir. Árni Matthíasson Stilluppsteypumenn stilla sér upp með TV Pow. FASTEIGNIR mbl.is                               !"  " #$% && )2  )&" ' (  ) *  ' +  '  " ?!     )%A        )* &     " ,- .  '  *       " /0  12# 1$$" 333"'" ' 4*   5  #4##&&%  )# #*" ))45& #5#&&&% )0#&*&   ' 4*   6     )%#&&&%  )$ #*" )4###% #55& &&" !5##&&&  '  7   )$#0 8' 9 : " 333" ";  Blástur í kvöld kl. 19:30 í Háskólabíói á morgun, föstudag, kl. 19:30 í Háskólabíói Grænáskriftaröð AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Sergej Prokofjev: Klassíska sinfónían Wolfgang Amadeus Mozart: Sinfonia Concertante K. 297 Antonin Dvorak: Sinfónía nr. 8 Það verður sannkölluð hátíðarstemmning í Háskólabíói í kvöld og á morgun því þá heldur Blásarakvintett Reykjavíkur upp á 20 ára starfsafmæli sitt. Og tónskáldin eru ekki af verri endanum: Prokofjev, Mozart og Dvorak. Góða skemmtun. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikarar: Blásarakvintett Reykjavíkur M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN                         ! "    #$%&'()'%*+&&,-*+$&,. BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Frums. Lau 20. okt kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI 2. sýn. su 21.okt. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. okt. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nóv kl. 14 - UPPSELT Su 4. nóv kl. 14 - NOKKUR SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 19. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK Frumsýning fi 25.okt. kl. 20 - UPPSELT 2. sýn fö 26. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett 2. sýn fi. 18. okt. kl. 20 - UPPSELT 3 sýn fö 19. okt. kl 20 - UPPSELT 4. sýn lau 27. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 5. sýn su 28. okt. kl. 20 - NOKKUR SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Fö 19. okt. kl. 20 - UPPSELT 20/10 og 21/10 í Vestmannaeyjum kl. 21 Fi 25. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 27. okt. á Sauðárkróki kl. 21 DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Frumsýning lau 27. okt kl. 20 - UPPSELT 2. sýn fi 1. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI 3. sýn lau 3. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Leikfélag Mosfellssveitar Brúðkaup Toný og Tinu í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Guðný María Jónsdótir Frumsýn. fös. 19. okt. kl. 20.00 2. sýn. sun. 21. okt. kl. 18.00. 3. sýn. fim. 25. okt. kl. 20.00. 4. sýn. sun. 28. okt. kl. 20.00. 5. sýn. fös. 2. nóv. kl. 20.00. 6. sýn. lau. 3. nóv. kl. 20.00. Villt ítölsk veisla Upplýsingar og miðapantanir í síma 566 7788 kíktu á www.leiklist.is    ' ) < 42  )&#4=>>/7 #&2  )##4@A6 /B? ##2 )0)&=>>/7 #)2  )$# =>>/7 #52 )  )&C=/ /B? #*2  5  #4C=/ /B? #%2 4  )&C=/ /B? #02  ##  # C=/ /B? C?5"       0  B    ! #%(#4      !2 "   . #&(#4  /0  D 1#$$ ÞAÐ ER von á fjölda amerískra jaðarrokksgesta sem og annarra í haust í boði Kidda kanínu og félaga í grasrótarvininni Hljómalind og er það kærkomið að vanda. Á vaðið riðu gamlir og góðir gest- ir sem komu í heimsókn fyrir rétt um ári, skrýtirokksveitin Trans Am og með í för í þetta sinnið kumpánar þeirra úr hinni skemmtilega nefndu sveit, The Fucking Champs. Er skemmst frá því að segja að tónleikar þessir voru heldur en ekki í rokk- vænni kant- inum og það reyndar í þunga- rokksvænni kantinum. Maður er farinn að verða gíraður inn á angurvær og sefandi síðrokks- síðkvöld sem geta stundum tekið á taugarnar; sérstaklega ef tilhlýð- andi sveitir eru ekki að standa sig. En nei, þetta kvöld var eitthvað ann- að og tilbreytingin kærkomin. Það er ekki síst að þakka sudda- rokksveitinni Graveslime (nafnið ætti að segja eitthvað) sem lét eins og ferskur andvari í eyrum eða kannski öllu heldur sem bölmóðs- legur norðangarri. Graveslime léku þungt rokk undir sterkum áhrifum frá Melvins, áströlskum „psycho“- rokksveitum eins og Lubricated Goat og bandarískum jaðarrokksút- gáfum eins og Touch & Go og Amphetamin Reptile. Stór og ýkt þungarokksstef; hávaði og hreint rokk og ról. Í hringiðu harðkjarna og síðrokks benda Graveslime slím- ugum en ákveðnum putta á aðra og spennandi valkosti. Frábær frammi- staða hjá piltunum! Ég á erfitt með að átta mig á því hvert Kuai eru að fara með tónlist sinni. Ósunginn rokkbræðingur, skreyttur þungarokki, djassi og ýmsu öðru. Uppbygging og úr- vinnsla á lögum var oft keimlík og undarlegur vinnslubragur á öllu saman. The Fucking Champs voru næstir og komu undirrituðum í opna skjöldu. Nú var komið að sígildum þungarokksæfingum, enn eina ferð- ina, og nú voru Iron Maiden, Mega- deth, Testament og ámóta sveitir skotspónninn. Mann grunar sterk- lega að hér séu menn með tungu upp við tönn; þ.e. grínið sé aðall fremur en hitt. Tvítóna, sígildur gít- arleikurinn fyllti salinn; einhverjum til furðu líkast til, en svo sannarlega flestum til mikillar skemmtunar. Eini gallinn var að sveitin var held- ur lengi að. Trans Am luku svo kvöldinu og það með bravúr eins og vænta mátti. Trans Am spila í raun stórfurðulega tónlist og stinga þægilega í stúf við annað síðrokk sem nýtur vinsælda um þessar mundir. Ekki er síst að þakka hugmyndaríkri notkun hljóð- og raddgervla og skemmtilega kæruleysislegu viðhorfi liðsmanna til tónlistarinnar; nokkuð sem gerir að verkum að daufleiki eða leiðindi eru víðsfjarri er Trans Am koma í bæinn. Á heildina litið einkenndist kvöld- ið af miklu gríni, miklu gamni, miklu rokki og miklu róli. Ekki er hægt að kvarta undan slíku, ó nei! Tónlist Í villtum transi Tónlist Gaukur á Stöng HLJÓMLEIKAR Fyrsti liðurinn í Vetrardagskrá Hljóma- lindar. Aðrir tónleikar Trans Am og The Fucking Champs, 11. október 2001. Einnig komu Graveslime og Kuai fram. Arnar Eggert Thoroddsen Gítarleikari The Fucking Champs fór á kostum. Morgunblaðið/Palli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.