Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 1
268. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 22. NÓVEMBER 2001
TALIBANAR hétu í gær að verjast
áfram í Kandahar og nálægum hér-
uðum og sögðust síðar mundu ráðast
þaðan og leggja undir sig allt Afgan-
istan. Tommy Franks hershöfðingi,
sem stýrir hernaði Bandaríkjanna,
sagði hins vegar á fréttamannafundi í
Úsbekístan, að ekki yrði látið staðar
numið fyrr en stjórn talibana og al-
Qaeda, hryðjuverkasamtök Osama
bin Ladens, hefðu verið upprætt.
CNN sagði í gærkvöld, að talibanar í
Kunduz hefðu fallist á uppgjöf.
Syed Tayyad Agha, talsmaður
Mohammed Omars, leiðtoga talib-
ana, sagði, að talibanar hefðu á að
skipa fjölmennu og vel þjálfuðu liði,
sem gæti varið Kandahar og ná-
grenni og síðan sótt þaðan til annarra
héraða. Vísaði hann á bug tillögum
um, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu
milligöngu um friðarsamninga og
sakaði þær um að standa með Banda-
ríkjunum. Tommy Franks herhöfð-
ingi lagði hins vegar áherslu á, að
ekkert lát yrði á hernaðinum gegn
talibönum og liðsmönnum bin Lad-
ens fyrr en samtök þeirra hefðu verið
upprætt.
„Við munum sjá til þess að Kand-
ahar falli og Kunduz í norðurhlutan-
um verður tekin einhvern næstu
daga,“ sagði hann.
Árás á Kunduz frestað
Talibönum, sem verjast enn í
Kunduz, var í gær gefinn
sólarhringsfrestur til að gefast upp.
Mikill straumur flóttamanna er frá
borginni og er haft eftir þeim, að
brátt verði aðeins „arabísku taliban-
arnir“ eftir, en svo eru útlendingarnir
í liði talibana og al-Qaeda kallaðir.
CNN-fréttasjónvarpsstöðin sagði í
gærkvöld, að talibanar í Kunduz
hefðu samþykkt að gefast upp en enn
væri verið að ræða uppgjafarskil-
málana. Áður hafði verið haft eftir
einum foringja talibana, að þeir væru
reiðubúnir að gefast upp undir umsjá
Sameinuðu þjóðanna en talsmaður
samtakanna sagði í fyrradag, að þau
gætu ekki haft milligöngu um það.
Hann skoraði hins vegar á alla aðila
að forðast blóðbað, sem margir óttast
að geti orðið láti Norðurbandalagið
til skarar skríða gegn borginni.
Hugsanlegt að bin Laden
komist úr landi
Talibanar sögðu í gær, að þeir
hefðu enga hugmynd um hvar bin
Laden væri niðurkominn og Richard
Myers, hershöfðingi og formaður
bandaríska herráðsins, viðurkenndi,
að erfiðlega gengi að hafa uppi á hon-
um. Sagði hann hugsanlegt, að hon-
um tækist að komast frá Afganistan
en hann yrði eltur hvert sem hann
færi. Younis Qanooni, innanríkisráð-
herra Norðurbandalagsins, sagði í
gær, að bin Laden ætti sér einnig
fylgsni í Pakistan en fullyrti þó, að
hann væri nú í felum í suðurhluta
Afganistans. Brást Pakistanstjórn
ókvæða við yfirlýsingunni og sagði
hana út í hött.
Sádi-arabíska dagblaðið Al-Watan
segir, að bin Laden hafi sagt nánustu
samstarfsmönnum sínum, að hann
væri að upplifa sína síðustu daga og
fyrirskipaði þeim og jafnvel sonum
sínum að skjóta sig fremur en að
hann félli Bandaríkjamönnum í hend-
ur.
Nokkur hundruð bandarískra sér-
sveitarmanna leita að bin Laden í
fjallahéruðunum fyrir austan Kand-
ahar og bandarísk herskip eru einnig
farin að stöðva og leita í pakist-
önskum flutningaskipum eftir að þau
hafa látið úr höfn.
Ákveðið hefur verið, að ráðstefna
SÞ um framtíðarskipan mála í Afgan-
istan verði í Bonn en ekki í Berlín, en
hún hefst á mánudag.
Talibanar ákveðnir í
að verjast í Kandahar
Kabúl, Khanabad. AP, AFP.
Sagðir hafa samþykkt að
gefast upp í borginni Kunduz
Íbúar Kunduz/24
NÚ ER talið, að um 3.900 manns
hafi látið lífið í hryðjuverkaárás-
inni á World Trade Center í New
York 11. september sl., en í fyrstu
var jafnvel talið að um 7.000
manns hefðu farist.
Samkvæmt tölum frá New
York-borg hafa verið borin kennsl
á 634 lík, en 3.275 manns er sakn-
að. Ekki er ólíklegt, að talan eigi
eftir að lækka. Athuganir AP-
fréttastofunnar sýna að 2.772 hafi
látist í New York og 2.996 ef árás-
in á Pentagon er talin með.
Hryðjuverkaárásin á World Trade Center
Tala látinna 3.900
New York. AP.
SERGEI Ívanov, varnarmálaráð-
herra Rússlands, sagði í gær, að
rússneska stjórnin vildi fá „tillögu-
rétt“ innan NATO og einnig rétt til
að hafa áhrif á ákvarðanir banda-
lagsins. Gaf hann þessa yfirlýsingu
skömmu áður en George Robertson,
framkvæmdastjóri NATO, kom til
viðræðna við rússneska ráðamenn í
Moskvu.
Ívanov sagði, að leysa ætti upp
samstarfsráðið, sem NATO og Rúss-
ar stofnuðu 1997, og koma á nýju fyr-
irkomulagi þar sem litið væri á
Rússa sem jafningja.
„Tillaga okkar er í hnotskurn sú,
að tekinn verði upp nýr háttur í sam-
skiptum okkar við aðildarríki
NATO; að þau verði á jafnréttis-
grundvelli og við fáum þar tillögu-
rétt og rétt til að hafa áhrif á ákvarð-
anir bandalagsins,“ sagði Ívanov.
Samskipti Rússa og NATO hafa
batnað mikið á síðustu árum og eink-
anlega eftir hryðjuverkin í Banda-
ríkjunum og órofa samstöðu Rússa
með vestrænum ríkjum í baráttunni
gegn hryðjuverkamönnum. Tilgang-
urinn með ferð Robertsons til
Moskvu er að gera samskiptin enn
nánari og mun hann meðal annars
ræða við rússneska ráðamenn um til-
lögur Tony Blairs, forsætisráðherra
Bretlands, en hann hefur lagt til, að
samstarfsráðið verði lagt niður en
bein áhrif Rússa innan NATO aukin
í staðinn. Hann leggur þó ekki til, að
Rússar fái beina aðild.
Fagna tillögum Blairs
Rússneskir embættismenn hafa
fagnað tillögum Blairs og Ívanov
sagði í gær, að stjórnvöld væru að
skoða þær „af mikilli athygli“.
Haft er eftir bandarískum emb-
ættismanni, að rætt sé um, að Rúss-
ar fái bein áhrif innan NATO á ýms-
um sviðum, til dæmis hvað varðar
baráttuna gegn hryðjuverkamönn-
um, sameiginlega herþjálfun og bar-
áttuna gegn útbreiðslu kjarnavopna.
„NATO er mikilvægur bandamað-
ur okkar í baráttunni gegn nýjum
ógnunum og Rússar eru reiðubúnir
að taka upp nána samvinnu við
bandalagið á þeim vettvangi,“ sagði
Alexander Jakovenko, talsmaður
rússneska utanríkisráðuneytisins, í
viðtali við fréttastofuna Itar-Tass í
gær.
Talið er, að aukin áhrif Rússa inn-
an NATO muni draga úr andstöðu
þeirra við inngöngu Eystrasaltsríkj-
anna í bandalagið en hún hefur verið
mikil innan heraflans og meðal
margra þingmanna.
Rússar vilja nána samvinnu við Atlantshafsbandalagið
Vilja ákvörðunarrétt
á vettvangi NATO
Moskvu. AFP.
SLÖKKVILIÐSMENN börðust í
gær við að koma í veg fyrir að um
1.800 tonn af saltpéturssýru lækju
út í Rínarfljót skammt frá Duisburg
frá hollenska skipinu Stolt Rotter-
dam. Talið er, að um 16 tonn af salt-
péturssýru hafi fyrst lekið úr einum
tanka skipsins og safnast fyrir milli
hans og byrðingsins. Þar olli hún
því, að í skipinu kviknaði og síðan
át hún sig í gegnum stálbyrðinginn
og út í fljótið. Hér er unnið að
slökkvistörfum en síðan átti að
dæla sýrunni yfir í önnur skip.
Reuters
Mengunarslys á Rín
POUL Nyrup Rasmussen, fráfar-
andi forsætisráðherra Danmerkur,
afhenti í gær Margréti drottningu
afsagnarbréf sitt og stjórnarinnar
og lagði til, að Anders Fogh Rasm-
ussen, leiðtoga Venstre og sigurveg-
ara kosninganna í fyrradag, yrði fal-
in stjórnarmyndun. Hefur hann
þegar hafist handa við hana en seg-
ist ætla að taka sér þann tíma, sem
hann þarf. Víst er, að Venstre og
Íhaldsflokkurinn verða í næstu
stjórn og hugsanlega Kristilegi þjóð-
arflokkurinn. Ef meirihlutastjórn
hægrimanna á að verða að veruleika
þarf hún að njóta stuðnings Danska
þjóðarflokksins, sem einnig vann
góðan sigur út á andúð sína á inn-
flytjendum, og Pia Kjærsgaard, leið-
togi hans, sagði í gær, að nú hefði
flokkurinn „góða stöðu“. Myndin er
af Poul Nyrup Rasmussen fyrir
framan Amalienborg að loknum
fundi með drottningu.
AP
Tekið til við
stjórnar-
myndun
Stjórnarforysta/26