Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 30
LISTIR 30 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bóknám til stúdentsprófs: Félagsfræðibraut  Málabraut  Náttúrufræðibraut Nám á bóknámsbrautum leggur góðan grunn að framhaldsnámi í félags- vísindum, hugvísindum, tungumálum, raunvísindum og fleiri greinum. Listnám: Fata- og textílhönnun. Myndlist: Í listnámi, sem er 3ja ára nám, er unnt að bæta við áföngum til stúdents- prófs. Námið veitir góðan undirbúning undir framhaldsnám á listasviði og í hönnun. Starfsnám: Markaðsbraut  Íþróttabraut  Uppeldisbraut  Viðskiptabraut Í starfsnámi, sem er 2ja-3ja ára nám, er einnig unnt að bæta við áföngum til stúdentsprófs. Viðskipta- og markaðsbrautir veita undirbúning undir nám og störf í viðskiptalífinu en íþrótta- og uppeldisbrautir undirbúa nemendur undir nám og störf að uppeldis-, íþrótta- og félagsmálum. Almennt nám: Almenn braut: Fyrir nemendur sem eru óákveðnir eða uppfylla ekki inntökuskilyrði inn á aðrar brautir. Kjörsvið - Mjög fjölbreytt nám! Nemendur velja sér kjörsviðsgreinar merktar ákveðnum brautum. Flytja má greinar að ákveðnu marki á milli brauta. Kjörsviðin bjóða upp á mikla sérhæfingu og dýpkun í námi. HG-hópur. Skólinn býður upp á sérstaka þjónustu á bóknáms- og listnámsbrautum fyrir nemendur með góðar einkunnir úr 10. bekk. HG-nemendur fá góða stundatöflu og geta flýtt námi sínu. Tölvubúnaður: Nemendur fá greiðan aðgang að nýjum og fullkomnum tölvubúnaði í skólanum og fer mikill hluti kennslunnar fram með tölvum. Fjarkennsla og fjarnám í FG. Frá og með vorönn 2002 er boðið upp á fjarkennslu í bóklegum greinum í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Innritun fyrir vorönn 2002 lýkur 8. janúar 2002. Allar nánari upplýsingar um áfanga í boði, verðskrá o.fl. eru einnig á heimasíðu skólans: fg@fg.is. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu skólans. Góð aðstaða til náms! Í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eru 550-600 nemendur og 60-70 starfs- menn. Skólinn starfar í nýju og glæsilegu húsnæði með góðum kennurum og fullkomnum kennslubúnaði, s.s. öflugum tölvum og góðri lesaðstöðu. Vegna mikillar aðsóknar að skólanum er mikilvægt að allar umsóknir verði sendar í tæka tíð beint til Fjölbrautaskólans í Garðabæ, við Skóla- braut, 210 Garðabæ. Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8.00-16.00. Símanúmerið er 520 1600. Netfang: fg@fg.is Þeir sem þess óska geta fengið send umsóknareyðublöð. Umsóknir þurfa að berast skólanum eigi síðar en 3. desember nk. Umsóknum skal fylgja staðfest ljósrit af grunnskólaprófi. Nemendur með nám úr öðrum framhaldsskólum þurfa að staðfesta það með viðurkenndum prófgögnum. Umsóknareyðublöð eru einnig á heimasíðu skólans. Heimasíða: http://www.fg.is Námsráðgjafar og stjórnendur eru til viðtals og aðstoða nemendur við námsval. Upplýsingar um inntökuskilyrði á einstökum brautum eru á heimasíðu skólans. Hringið og fáið sendan upplýsingabækling um skólann! Skólameistari. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ við Skólabraut, 210 Garðabær, sími 520 1600, fax 565 1957 vefslóð: http:www.fg.is, netfang: fg@fg.is Innritun fyrir vorönn 2002 er hafin Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8—16. Innritun lýkur 3. desember. Steinn Steinarr – Leit að ævi skálds, síðara bindi, er komin út, eftir Gylfa Grön- dal. Fyrra bindið var tilnefnt til Ís- lensku bók- mennta- verðlaunanna. Í kynningu segir m.a.: „ Það var ekki fyrr en Gylfi Gröndal tók sér fyrir hendur að kanna ævi Steins Stein- arrs að nýjar heimildir komu fram sem gerðu kleift að varpa ljósi á raunveru- leg ævikjör skáldsins, ljóð hans, ástir og ævintýri. Í leitirnar hefur komið kveðskapur eftir Stein sem ekki hefur birst áður, afmæliskvæði til Þórbergs Þórðarsonar og Guðmundar Sigurðs- sonar og margt fleira. Persónuleiki Steins Steinars, meinleg fyndni hans, kerskni og kaldhæðni.“ Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 380 bls. auk 32 litprentaðra mynda- síðna. Skaparinn gerði kápu en mál- verk Þorvaldar Skúlasonar af Steini prýðir forsíðuna. Verð: 4.980 kr. Ævisaga Sögur, leikrit, ljóð er safn frumsam- inna verka og þýð- inga Geirs Krist- jánssonar. Bók þessi geym- ir tólf sögur eftir Geir, svo og tvö leikrit, flestallar ljóðaþýðingar hans, auk sagna og minningabrota eftir rússnesku meistarana. Í upphafi bókar lýsir Þorgeir Þorgeirson kynnum sínum af Geir og metur þátt hans í ís- lenskri menningarsögu, en í lok bókar ritar Árni Bergmann grein um Rúss- land skáldskaparins eins og það birt- ist í þýðingum hans. Loks er í bókinni ritaskrá Geirs Kristjánssonar. Þor- valdur Kristinsson valdi efnið og ann- aðist útgáfuna. Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 412 bls., prentuð í Svíþjóð. Verð: 4.490 kr. Ritsafn Reisubók Guð- ríðar Sím- onardóttur er heimildaskáld- saga skráð af Steinunni Jóhann- esdóttur. Í kynningu segir m.a.: „Árið 1627 átti Tyrkjaránið í Vestmannaeyjum, sér stað, þegar um 400 Íslendingar voru hnepptir í þrældóm í Barbaríinu. Ein í hópnum var Guðríður Sím- onardóttir. Steinunn Jóhannesdóttir rekur sögu Guðríðar þar til hún kemst aftur til Íslands mörgum árum síðar. Getið er fjölda annarra hernuminna Ís- lendinga í heimi araba og íslams á 17. öld.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 500 bls., prentuð í Odda. Verð: 4.990 kr. Skáldsaga Blátt tungl er sakamálasaga eftir Árna Þór- arinsson og sjálf- stætt framhald af fyrri tveimur bók- um Árna um Einar blaðamann, Nótt- in hefur þúsund augu og Hvíta kan- ínan. Í Bláu tungli er ýmislegt leitt til lykta sem upphófst þar. Í kynningu segir m.a.: „Það eru jól- in, hátíð ljóss og friðar og Einar blaða- maður er kominn í sparifötin að kvöldi jóladags. Hann er að fara í hangikjöt til pabba og mömmu ásamt Gunnsu dóttur sinni þegar fréttaþulur útvarps- ins segir frá mannshvarfi sem kemur óþægilega við hann og hann sér sig knúinn til að grafast frekar fyrir um.“ Útgefandi er Mál og menning. Bók- in er 240 bls., prentuð í Svíþjóð. Ámundi Sigurðsson hannaði kápu. Verð: 4.290 kr. Skáldsaga SMÁSAGNASAFNIÐ Nokkrir góð- ir dagar án Guðnýjar eftir Davíð Oddsson er nú komið út í þýskri þýðingu hjá Steidl Ver- lag sem meðal annars gefur út verk Halldórs Laxness, Guð- bergs Bergs- sonar og Günt- ers Grass. Bókin nefnist í þýðingu Morits Kirsch Schöne Tage ohne Gudny. Smásagnasafnið kom út hjá Vöku-Helgafelli 1997. Smásögur Davíðs koma út í Þýskalandi Davíð Oddsson FYRIRLESTURINN Matthías Jochumsson á Suðurlandi verður hald- inn í Húsinu á Eyrar- bakka í kvöld kl. 20.30. Þar mun sagnfræðingur- inn og rithöfundurinn Þórunn Valdimarsdóttir fjalla um skáldið sr. Matthías Jochumsson sem prestur var í Odda árin 1881–1887. Þórunn Valdimarsdóttir er sagnfræðingur og rithöfundur í ReykjavíkurAkademí- unni og hefur gefið út fjölmargar bækur, bæði skáldverk og sagnfræði- leg rit. Hún vinnur nú að ritun ævisögu Matthías- ar Jochumssonar. Fyrirlesturinn er ann- ar hluti af þremur í fyr- irlestraröðinni Byggð og menning sem Byggða- safn Árnesinga heldur í samvinnu við ReykjavíkurAka- demíuna. Fyrirlestur um Matthías Jochumsson Matthías Jochumsson FULLTRÚAR Nemendasam- bands Menntaskólans að Laugar- vatni færðu Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra eintak af sögu skólans sem út kom fyrr á þessu ári. Bókin er skrifuð af Margréti Guðmundsdóttur og Þorleifi Ósk- arssyni. Í bókinni er rakin saga skólans allt frá upphafi hans innan héraðsskólans að Laugarvatni til stofnunar árið 1953 og áfram til aldarloka. Bókin er rituð að frum- kvæði Nemendasambands Menntaskólans að Laugarvatni og m.a. styrkt af gömlum nemendum skólans en um árabil hafa afmæl- isárgangar, júbílantar, gefið fé til ritunarinnar. Mörg fyrirtæki og stofnanir styrktu útgáfuna, þar á meðal menntamálaráðuneytið. Morgunblaðið/Ásdís Guðni Olgeirsson, Jón Þorsteinn Oddleifsson og Kristín Þóra Harð- ardóttir afhenda Birni Bjarnasyni eintak af Sögu Menntaskólans að Laugarvatni. Birni Bjarna- syni færð bókargjöf LISTAMENN hafa löngum ver- ið uppteknir af ástinni en ástin og lífið eru einmitt viðfangsefni Birgis Sigurðssonar á sýningunni í Straumi. Um er að ræða innsetningu í tveimur hlutum. Úti á miðju gólfi standa ljósaperur á stöngum upp úr moldarhrygg. Þær rísa mishátt upp þannig að bylgjuform mynd- ast. Á endavegg eru svo þrjár ljós- myndir prentaðar á gegnsætt efni. Undir myndunum er annar mold- arhryggur og flúorljós sem lýsa myndirnar upp. Samkvæmt listamanninum tákn- ar verkið með ljósaperunum „lífs- kraftinn á leið upp úr jörðinni“. Engin sýningarskrá er á staðnum né upplýsingar um listamanninn og verk hans og því fást upplýsing- arnar aðeins ef listamaðurinn er sjálfur á staðnum. Að nota ljósaperur að koma upp úr mold er svo sem viðunandi út- færsla á lífskrafti á uppleið, en ég er viss um að hægt er að gera bet- ur. Þessi uppstilling minnir of mik- ið á jólaskreytingu. Ljósmyndirnar eru allar af pör- um. Það athyglisverðasta við þær er að pörin eru öll óhefðbundin, þ.e. tvö þeirra eru samkynhneigð og það þriðja er saman sett af ís- lenskri konu og manni af erlendu bergi brotnum. Óhefðbundin pör er athyglisvert þema sem Birgir mætti vinna með áfram. Heildaryfirbragð sýningarinnar er fallegt og notalegt en í framtíð- inni mætti listamaðurinn kafa dýpra í viðfangsefni sín. Frá sýningu Birgis Sigurðssonar, Ástin og lífið. Ástarkraftur MYNDLIST Listamiðstöðin Straumur Opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 18–21 og um helgar frá kl. 14–18. Til 25. nóvember. INNSETNING BIRGIR SIGURÐSSON Þóroddur Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.