Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
www.isb.is
fiú gerir
fletta me›
annarri!
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að sjá
megi glögg merki um öran samdrátt um þessar
mundir, m.a. af veltutölum og margt hafi
breyst á verri veg á undanförnum vikum frá því
að gengið var frá forsendum fjárlagafrum-
varpsins.
Tekjur ríkissjóðs aukist ekki með sama hætti
og áður og ýmis útgjöld hafi verið að aukast.
Því sé mjög brýnt að menn geri sér grein fyrir
hver staðan er og haldið verði þétt utan um út-
gjöldin við afgreiðslu fjárlaga.
,,Allir sem eru að sækja í ríkissjóð og þeir
sem bera ábyrgð á fjármálum ríkissjóðs, þ.m.t.
þingmeirihluti ríkisstjórnarinnar, þurfa að gera
sér grein fyrir því, að við þessar aðstæður er
mjög nauðsynlegt að falla frá útgjaldabeiðnum
og fresta málum. Það er aldrei skortur á til-
lögum um góð mál, en nú er staðan sú að slíkt
verður að bíða betri tíma.
Menn verða einfaldlega að vera vandfýsnari
á slík mál. Þessu hafa samráðherrar mínir og
þingmenn stjórnarflokkanna sýnt góðan skiln-
ing. Við höfum frestað framlagningu og gild-
istöku ýmissa frumvarpa, sem þeir hafa verið
með á prjónunum og sömuleiðis höfum við ýtt á
undan okkur ýmsum framkvæmdum, sem ella
hefði þótt rétt að ráðast í,“ segir Geir.
Fjármálaráðherra segist gera sér vonir um
að takast muni að afgreiða fjárlög með þeim
rekstrarafgangi sem að er stefnt í frumvarpinu.
Hann segist undrast harðorða yfirlýsingu
miðstjórnar ASÍ í gær þar sem fyrirhugaðar
skattabreytingar eru gagnrýndar og segir hana
bera vott um nokkra skammsýni.
Munum fara vel yfir gagnrýni
á skattalagafrumvarpið
,,Skattaaðgerðir í þágu atvinnulífsins munu
einnig gagnast launþegum þegar fram í sækir
og eru beinlínis hugsaðar til þess. En ASÍ hef-
ur skilað ítarlegri umsögn til þingsins um
skattafrumvarpið og við munum fara vel yfir þá
gagnrýni sem þar er að finna,“ segir Geir.
Fjármálaráðherra segir stöðu ríkisfjármála hafa þrengst vegna samdráttar
Falla frá útgjaldabeiðnum
og fresta framkvæmdum
Það þarf/34
segja að þrátt fyrir samdrátt í efna-
hagslífinu séu allar efnahagsforsend-
ur í lagi og uppsögn kjarasamninga sé
einvörðungu fallin til þess að draga
máttinn úr efnahagslífinu. Davíð seg-
ist í samtali við Morgunblaðið í dag
hafa trú á að gengi krónunnar muni
fara hækkandi. Halldór segir að upp-
sögn kjarasamninga og deilur á
vinnumarkaði geti ekki orðið til ann-
ars en að draga máttinn úr efnahags-
lífinu og skapa hættu á óstöðugleika.
Efast ekki um
að gengið styrkist
„Kaupmáttur hefur verið að
aukast, atvinnuleysi hefur minnkað
og staða útflutningsgreina fer mjög
ört batnandi. Afkoma og umhverfi út-
flutningsgreinanna er afar gott um
þessar mundir. Ef þetta heldur þann-
ig áfram efast ég ekkert um að gengið
FORMENN stjórnarflokkanna, Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra og Hall-
dór Ásgrímsson utanríkisráðherra,
styrkist,“ segir forsætisráðherra.
Verkalýðsforystan hefur talað um
aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í
efnahagsmálum og var Davíð því
spurður hvort það væri von á ein-
hverjum sérstökum aðgerðum í efna-
hagsmálum á næstunni. Því svarar
hann svo: „Það er ekki fyrirhugað að
hlaupa eftir einhverjum gamaldags
reddingum eins og tíðkuðust í gamla
daga. Ég hygg að Alþýðusambandið
sé ekki að biðja um það heldur. Við
munum eiga góða fundi með forystu
þess í framhaldinu. Þeir eru að ræða
málin við sína félagsmenn. Þeir hafa
allar forsendur til að meta það best að
kaupmáttur hefur ekki verið að rýrna
í landinu.“
Myndin á eftir að breytast
Halldór segir að vissulega sé óvissa
fyrir hendi í efnahagsmálunum. Sam-
dráttur sé mikill í hagkerfinu og allt
útlit sé fyrir að hagvöxtur verði eng-
inn á næsta ári.
Hryðjuverkin í Bandaríkjunum
haft alvarlegar afleiðingar
„Það er ljóst að hryðjuverkin í
Bandaríkjunum hafa haft mjög alvar-
legar afleiðingar á efnahagskerfið í
heiminum og forsendur hafa breyst. Í
forsendum kjarasamninga var gert
ráð fyrir áframhaldandi hagvexti. Því
miður hefur ekki enn tekist að taka
endanlegar ákvarðanir um fram-
kvæmdir í virkjana- og stóriðjumál-
um, sem koma til með að breyta mjög
miklu um forsendur efnahagslífsins á
næstu árum. Ég hef trú á að það tak-
ist og þess vegna eigi þessi mynd eftir
að breytast,“ segir Halldór.
Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra
Allar efnahagsforsendur
í lagi þrátt fyrir samdrátt
Aukin/6
LYFJAFYRIRTÆKIÐ Om-
ega Farma hefur nýlega hafið
útflutning á þunglyndislyfinu
Cítalópram og þegar hafa bor-
ist pantanir fyrir um einn og
hálfan milljarð króna frá Norð-
urlöndunum og Þýskalandi
fram í byrjun næsta árs. Þetta
er umfangsmesti útflutningur á
vegum fyrirtækisins hingað til
en Omega Farma framleiðir
alls um 35 lyf, auk vítamína, og
selur innanlands og erlendis.
Þungamiðjan í starfsemi
Omega Farma er þróun, fram-
leiðsla og markaðssetning á
samheitalyfjum og skráningar-
gögnum þeirra. Kostnaður við
þróun samheitalyfsins Cítal-
óprams var á bilinu 60-80 millj-
ónir króna en þróunartímabilið
var um þrjú ár.
Ekkert einkaleyfi hefur verið
á Cítalóprami í Þýskalandi í
töluverðan tíma en forskot
Omega Farma byggðist á að-
gengi að virka lyfjaefninu og
því að hefja þróun á undan öðr-
um lyfjafyrirtækjum.
Flytur út
geðlyf
fyrir 1,5
milljarða
Hálfur/C6
Omega Farma
SJÚKRALIÐAFÉLAG Íslands und-
irritaði nýjan kjarasamning við samn-
inganefnd ríkisins fyrir hönd fjár-
málaráðherra í Karphúsinu á
miðnætti í gær eftir tæplega 15
klukkutíma samningalotu. Samning-
ar höfðu þá verið lausir frá 1. nóv-
ember 2000.
Nýr kjarasamningur gildir til 30.
nóvember 2004. Samningurinn verð-
ur borinn undir félagsmenn SLFÍ
innan tveggja vikna.
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
sagði í samtali við Morgunblaðið ör-
stuttu eftir undirritun að samningur-
inn væri með hefðbundnum áfanga-
hækkunum, auk þess sem samið er
um nýtt launakerfi.
„Þetta hefur verið afskaplega löng
og strembin samningalota og mikið
púsluspil sem lauk loks nú fyrir
stundu. Samningaumleitanirnar hafa
verið mjög flóknar og erfiðar og ég er
verulega ánægður að þetta skyldi
hafa tekist,“ sagði Þórir. Hann sagði
samningaviðræður hafa steytt á
mörgum ágreiningsatriðum en innan-
hússtillögur hafi ýtt samningum úr
vör.
Sjúkraliðafélagið undirritaði jafn-
framt á miðnætti stofnanasamninga
við sveitarfélögin. Þá voru undirrit-
aðir samhljóða kjarasamningar og
stofnanasamningar milli Sjúkraliða-
félags Íslands og séreignarstofnana.
Boðuðu þriggja daga verkfalli
sjúkraliða hjá ríki og sjálfseignar-
stofnunum næstkomandi mánudag
hefur verið frestað. „Mín von er því sú
að nú sé búið að leysa þessi mál far-
sællega til frambúðar,“ sagði Þórir
Einarsson ríkissáttasemjari. Með
undirritun samnings sjúkraliða hefur
samningaviðræðum lokið hjá þeim
fjölmennu hópum sem hafa haft lausa
samninga hjá ríkinu í þessari lotu.
Samið við
sjúkraliða
Morgunblaðið/Golli
Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, og Þórir Einarsson ríkissáttasemjari undirrit-
uðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu á miðnætti í nótt.