Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 31
Gjafavaran
er komin
Glæsilegt
úrval
afsláttur
af öllum
vörum til
jóla
Sófar
25%
O P I Ð
M Á n - F Ö S 1 0 - 1 8
L A U G A R D A G 1 1 - 1 6
S U N N U D A G 1 3 - 1 6
BÆJARLIND 6
200 KÓPAVOGI
SÍMI 554 6300
netfang: mira@mira.is
heimasíða: www.mira.is
AUGLÝSIR
Veislan
í Míru
heldur
áfram
i l
í í
l
DÆGURMÁL er heiti á geisladiski
sem Rósa Ingólfsdóttir hefur gefið
út og inniheldur sex leikþætti sem
hún flutti á Rás 2 árið 1991-92. Rósa
sagði í samtali við Morgunblaðið að
upphaf þessara þátta hefði verið að
hún ásamt fleirum hefði verið ráðin
sem pistlahöfundur þennan vetur á
Rás 2. „Mér þótti strax sjálfsagt að
nýta leiklistarmenntun mína og
þjálfun svo í stað þess að flytja bara
flatan texta setti ég pistlana í leik-
búning og lék þá sjálf. Þetta mælt-
ist vel fyrir og varð vinsælt efni.“
Titlar þáttanna eru Rúmið, Ís-
skápurinn, Minni karla, Kvennakló-
settið, Morgunleikfimin, Myndlist-
arsýningin. „Þetta eru myndir úr
daglega lífinu, mín sýn á hvers-
dagsleikann sem margir kannast
eflaust við líka. Ég fékk leyfi Dóru
Ingvadóttur framkvæmdastjóra
Ríkisútvarpsins til að gefa þessar
upptökur út og tileinka ég diskinn
tæknimönnum útvarpsins og Stef-
áni Jóni Hafstein.“
Rósa gefur disk-
inn aðeins út í 20
eintökum en kveðst
reiðubúin að auka
við upplagið ef við-
tökur verða góðar.
Hún annast sjálf
sölu og dreifingu
og geta áhuga-
samir því snúið sér
beint til hennar ef
þeir vilja nálgast
diskinn.
Rósa er lands-
þekkt fyrir störf sín
í sjónvarpi, á sviði
leiklistar og mynd-
listar en um 30 ára
skeið var hún aðalteiknari Sjón-
varpsins og hefur haldið myndlist-
arsýningar víða um land. Hún út-
skrifaðist úr Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins 1972 og
hefur leikið á sviði, í kvik-
myndum og sjónvarpi.
Margir kannast eflaust
við Rósu frá því hún var
dagskrárþula í Sjónvarp-
inu. „Þar nýtti ég mér
leiklistarkunnáttuna og
braut formið upp á hátt
sem enginn hafði látið sér
detta í hug að gera fyrr.
Ég gæti vel séð fyrir mér
að leikþættirnir gætu
hentað leikkonum til
flutnings á sviði en sjálf
tel ég mig hafa gert nóg
með því að búa þættina í
þennan búning. Mér þætti
hins vegar mjög skemmtilegt ef
einhver önnur leikkona tæki þá til
handargagns,“ segir Rósa Ingólfs-
dóttir leik- og myndlistarkona.
Leikþættir á
geislaplötu
Rósa Ingólfsdóttir