Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á SINFÓNÍUTÓNLEIKUM í kvöld verða flutt tvö verk eftir þýska tónskáldið Johannes Brahms undir stjórn þýska hljóm- sveitarstjórans Gregors Bühl. Fluttur verður píanókonsert nr. 2 í B-dúr, ópus 83, en að loknu hlé leikur hljómsveitin Sinfóníu nr. 2 í D-dúr, ópus 73. Franski píanóleikarinn Philippe Bianconi er kominn hingað til lands til að leika píanókonsertinn með Sinfóníuhljómsveitinni. Hann segir það tímabil tónbók- menntanna sem hann er hvað hrifnastur af einmitt vera þýsku rómantíkina. „Ég spila mikið af Scubert, Schuman og Brahms. Pí- anókonsertar Brahms eru jafn- framt í sérstöku uppáhaldi hjá mér, og ef ég væri beðinn að nefna þann besta, yrði Píanókonsert nr. 2 fyrir valinu,“ segir Bianconi og ljómar af innlifun þegar hann lýsir verkinu nánar. „Það er hreint út sagt dásamlegt verk. Mjög stórt, enda einn af fáum píanókonsertum sem er í fjórum hlutum. Tónsmíðin er jafnframt svo ríkuleg að líkja má þætti hljómsveitarinnar við sinfóníu. Píanóhlutinn er einnig mjög umfangsmikill og um leið mjög erfiður,“ segir Bianconi og hlær nú við. Hann bendir á að það hafi tekið hann fjölda ára að ná fullnægjandi tökum á verkinu. „Ég hef alla tíð verið mjög vel kunnugur verkinu en það tók mig mörg ár að ná flutningi sem ég var sáttur við. Það er fyrst á síðari árum að mér finnst ég fyllilega hafa náð tökum á verkinu. Annar píanókonsert Brahms er þannig eitt af þessum verkum sem tekur heila ævi að fullkomna. En ég hlakka mjög mikið til að flytja verkið með Sin- fóníuhljómsveitinni í kvöld, enda felst dásamleg upplifun í því að verða hluti af hljómheimi þess.“ Eftir hlé segist Bianconi ætla að koma sér þægilega fyrir úti í sal og hlýða á flutning Sinfóníu nr. 2. „Allar fjórar sinfóníur Brahms hafa sinn ólíka persónuleika. Önn- ur sinfónían er alveg einstök, hún hefur yfir sér ferskan andblæ en er um leið mjög krefjandi fyrir hljómsveit og stjórnanda. Að- spurður segir Bianconi leiðir þeirra Georgs Bühls ekki hafa leg- ið saman áður, en samvinnan í Há- skólabíói hafi strax orðið mjög góð. Bianconi segist leggja mikla áherslu á að hlýða á tónlist og sækja tónleika eftir því sem tíminn leyfir. Hann er jafnframt mikill óperuunnandi, og segir hann það að hlusta á tónlist mikilvægan hluta af tilveru sinni sem tónlistar- manns. Tíðar flugferðir milli tón- leikastaða segist hann jafnframt nýta til lesturs og segir hann lest- ur þýskra bókmennta til dæmis hafa veitt sér aukna innsýn inn í hina þýsku listhefð. Bianconi er búsettur í París og leikur reglulega á tónleikum víðs vegar um Evrópu og í Bandaríkj- unum þar sem hann nýtur mikillar virðingar. Hann hefur leikið með fjölmörgum virtum hljómsveitum og hljómsveitarstjórum, og unnið með tónlistarmönnum á borð við Gary Hoffman og þýska baritóninn Hermann Prey. Bianconi segir það ákaflega ánægjulegt að fá tækifæri til að leika á nýjum stöðum, milli þess sem hann kemur á staði sem hann þekkir vel. Píanóleikarinn átti sína fyrstu æfingu með Sinfóníunni í gær og segir hann sveitina leika sérlega vel. „Ég varð yfir mig hrif- inn af gæðum hljómsins og sam- spilsins, og hinir ólíku einleiks- hlutar voru fagurlega fluttir. Í hljómsveitinni eru margir mjög færir hljóðfæraleikarar, ég varð virkilega hrifinn,“ segir Bianconi. Hann viðurkennir að hann hafi hlakkað mikið til tónleikanna með Sinfóníuhljómsveitinni, sérstak- lega þar sem hann fái tækifæri til að leika sitt uppáhaldsverk. „Pí- anókonsertinn er almennt ekki fluttur mjög oft. Síðast gafst mér tækifæri til að flytja verkið í Chic- ago í sumar, og verð ég að segja að hamingjutilfinningin hreinlega hríslaðist um mig,“ segir Bianconi að lokum. „Hamingjutil- finningin hrísl- ast um mig“ Franski píanóleikarinn Philippe Bianconi er kominn hingað til lands til að leika sitt uppáhaldsverk, Píanókonsert nr. 2 eftir Brahms, með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hann sagði Heiðu Jóhannsdóttur frá ástríðu sinni fyrir verkinu. Morgunblaðið/Þorkell Franski píanóleikarinn Philippe Bianconi mun flytja Píanókonsert nr. 2 eftir Johannes Brahms með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. heida@mbl.is EINS og svo margir aðrir íslensk- ir höfundar hóf Kristján Þórður Hrafnsson feril sinn sem ljóðskáld. Hann hefur gefið út þrjú ljóðasöfn: Í öðrum skilningi (1989); Húsin og göturnar (1993); og Jóhann vill öllum í hús- inu vel og fleiri sonnett- ur (1997). Kristján Þórður er ötull ljóð- flytjandi og hefur margoft komið fram og lesið úr ljóðum sínum. Kristján Þórður hef- ur á síðustu fimm árum rutt sér rúms sem einn fremsti og mikilvirkasti leikritaþýðandi á ís- lenska tungu. Fjölmörg verk sem hann þýddi úr frönsku eða ensku hafa verið sett á svið. Meðal annarra má nefna Abel Snorko eftir Éric-Emmanuel Schmitt, en Gestur- inn eftir sama höfund verður leikinn eftir áramótin í Borgarleikhúsinu í þýðingu Kristjáns Þórðar; Vilji Emmu eftir David Hare, Frankie og Johnny eftir Terrence McNally, Fífl í hófi eftir Francis Veber og Abigail heldur partí eftir Mike Leigh. Krist- ján Þórður hefur eitthvað fengist líka við ljóðaþýðingar, m.a. þýtt ljóð eftir Paul Verlaine. Tvö leikrit eftir Kristján Þórð hafa verið leikin á sviðum atvinnuleik- húsa hér í borg: Leitum að ungri stúlku 1999 í Hádegisleikhúsi Leik- félags Íslands í Iðnó og Já, hamingj- an, sem frumsýnt var á Litla sviði Þjóðleikhússins í byrjun þessa árs. Þessi löngun, þessi sára löngun er fyrsta útvarpsleikrit höfundar. Kristján Þórður segir í viðtali við Hallmar Sigurðsson, sem flutt er á eftir leikritinu, að hann hafi mikinn áhuga á því að tjá hið innra líf per- sónanna – láta sem persónan sé að hugsa upphátt – þar sem mikil dramatík sé fólgin í því sem gerist innra með persónunum, í átökum við hana sjálfa, hennar tilfinningar og hennar langanir. Þetta er mjög ákveðinn útgangs- punktur og satt er það að vangaveltur höfund- ar, eins og þær koma fram í verkinu, eru allrar athygli verðar. Vandinn er fólginn í formi verksins. Flutn- ingurinn er byggður upp á að leikararnir tveir skiptast á að flytja einræður sem túlka eiga hugarflug það sem orsakast af því að persónurnar virða hvor aðra fyrir sér í stórmarkaði án þess nokkurn tíma að talast við. Úr þessu verður nýstárleg tilraun sem mistekst. Verkið er gersneytt allri dramatík og í þau innri átök sem höfundur vís- ar til í viðtalinu eru víðs fjarri. Text- inn er yfirleitt fluttur með mun minni tilfinningu en meðal upplestur á útvarpssögu. Merkingin fer for- görðum vegna þess að formið orsak- ar það að flutningsmátinn verður einhæfur. Það er varla við leikarana að sakast, bæði Brynhildur og Valur Freyr lesa fallega upp, en það er eins og leikstjórinn, Karl Ágúst Úlfsson, hafi nær enga tilraun gert til að gæða textann lífi. Það er afar erfitt að halda athyglinni við þessa síbylju í þó ekki væri nema hálftíma – gald- ur leiklistarinnar er hér víðs fjarri. Hugsað upphátt LEIKLIST Útvarpsleikhúsið Höfundur: Kristján Þórður Hrafnsson. Leikstjóri: Karl Ágúst Úlfsson. Hljóð- vinnsla: Grétar Ævarsson. Brynhildur Guðjónsdóttir og Valur Freyr Einarsson. Frumflutt sunnudag 18. nóvember; end- urtekið fimmtudagskvöld 22. nóvember. ÞESSI LÖNGUN, ÞESSI SÁRA LÖNGUN Kristján Þórður Hrafnsson Sveinn Haraldsson „HVORKI bið ég gulls né gæfu“ nefnist dagskrá sem Ungmennafélag- ið Dagrenning í Lundarreykjadal og Snorrastofa í Reykholti standa að í félagsheim- ilinu Brautar- tungu annað kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.30. Dagskráin er í til- efni aldarafmælis Magnúsar Ás- geirssonar, skálds og þýð- anda. Hann fædd- ist á Reykjum í Lundarreykjadal 9. nóvember 1901 og lést hinn 30. júlí 1955. Kynnir kvöldsins er Magnús Sig- urðsson á Gilsbakka. Erindin flytja Ástráður Eysteinsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Sölvi Björn Sig- urðsson bókmenntafræðingur, en hann er þessa dagana að gefa út úrval með verkum Magnúsar. Söngatriði eru í höndum Spaðafjarkans, kvart- etts úr Borgarfjarðardölum, og Krist- jönu Stefánsdóttur djasssöngkonu, sem flytja munu lög við ljóð, sem Magnús hefur þýtt. Þá munu félagar úr leikdeild Ungmennafélagsins Dag- renningar lesa upp ljóð Magnúsar auk þess að leiklesa kafla úr Fást eftir Goethe í þýðingu Magnúsar. Magnús Ásgeirsson var einn snjall- asti ljóðaþýðandi landsins á sínum tíma og hafði mikil áhrif á upprenn- andi ljóðskáld um miðbik síðustu ald- ar. Á afkastamikilli en stuttri ævi náði hann að þýða fjölda ljóða, skáldsagna og leikrita. Aðgangur er ókeypis. Dagskrá tileinkuð Magnúsi Ásgeirssyni Magnús Ásgeirsson EKKI alls fyrir löngu las ég í einhverju hinna svokölluðu „glans- tímarita“ að aldrei hefði kynlíf skipt svo miklu máli fyrir mann- kynið sem nú á dögum. Þetta þótti mér býsna merkileg speki, en vera má að greinarhöfundur hafi átt við að umræða um þennan þýðingar- mikla þátt mannlífs og menningar hafi aldrei verið jafn opinská og fyrirferðarmikil og einmitt nú. Í bókinni Mannkynið og mun- úðin rekur skoski fræðimaðurinn og rithöfundurinn Reay Tannahill sögu kynlífs og hugmynda fólks um það allt frá árdögum mann- kynsins og fram á okkar daga. Hún byrjar á forsögulegum tíma og lýs- ir því hvernig kynlíf og kynlífs- aðferðir áttu þátt í því að maðurinn skildist frá frændum sínum öpun- um, en síðan segir frá þróun mála á öllum öldum, í öllum heimshlut- um, áhrifum hinna ýmsu trúar- og heimspekikerfa á viðhorf fólks til kynlífs, stöðu þess í bókmenntum og listum, hvernig iðkun þess breyttist eftir breytilegri stöðu kynja og stétta í hinum ýmsu sam- félögum og menningarheimum o.s.frv. Ekkert er undan dregið og Tannahill fjallar af jafnmiklu hisp- ursleysi um það sem kalla má „venjulegt“ kynlíf í hjónasæng (ef það er þá orðið nokkuð venjulegra en annað), vændi, samkynhneigð og ýmsar afbrigðilegar hvatir og hegðun. Því má sjálfsagt halda fram með miklum rökum að enginn einn þátt- ur mannlegra athafna hafi ráðið jafn miklu um framvindu sögunnar og kynlífið, og er þá ekki átt við undir- stöðuhlutverk þess í tilvist okkar allra. Það hefur átt þátt í risi og hnignun heimsvelda – stundum jafnvel ráðið úrslitum – margir svo- kallaðir merkisatburð- ir sögunnar hafa orðið fyrir áhrif þess. Líf fjölmargra einstak- linga hefur á öllum öldum mótast að veru- legu leyti af kynlífi, skáldum og listamönn- um hefur það orðið óþrjótandi uppspretta og yrkisefni og ávallt hefur það sett mark sitt á mann- lífið, hvar sem er í heiminum. Við- horf þjóða og stofnana til þess hafa verið afar breytileg, allt frá frjáls- lyndi kínverskra taóista til gyðing- legrar þröngsýni (sem kristin kirkja tók að verulegu leyti í arf), siðavendni og kreddufestu púrítana og hræsnisfulls tepruskapar ensku mið- og hástéttarinnar á Viktor- íutímanum. Líku máli gegnir um alla umfjöllun og umræðu um kyn- líf í aldanna rás. Hún var stundum opinská, nánast heimspekileg, t.d. hjá taóistum í Kína, Grikkjum og Rómverjum hinum fornu, stundum undir rós, ekki síst á evrópskum miðöldum, og stundum hefur hún einkennst af sóðaskap og auglýs- ingamennsku, ekki síst á síðustu tímum. Öll er frásögnin í þessari bók framúrskarandi læsileg og skemmtileg. Eins og heimildaskrá ber með sér, hefur höfundur kann- að mikinn fjölda heimilda, fornra og nýrra frá öllum heimshornum, og henni tekst á aðdáunarverðan hátt að sameina góða fræði- mennsku og lifandi frásögn og byggir þar vitaskuld á yfirgrips- mikilli þekkingu. Menningarsögu- leg umfjöllun um þýðingu, merk- ingu og stöðu kynlífsins er ávallt í fyrirrúmi, en inn á milli gefur að lesa bráðsmellnar lýsingar á kynlífsiðkun fólks, allt frá stórfjölskyld- um Austurlanda, til gjálífis hástéttar- manna í Róm, kvennabúra Tyrkja- soldáns og vændis- húsaheimsókna evr- ópskra peninga- og hefðarmanna á síðari tímum. Aldrei verður þó frásögnin soraleg á nokkurn hátt og hvergi ætti hún að geta sært jafnvel viðkvæmustu sál- ir. Kristinn R. Ólafsson hefur þýtt bókina á íslensku og tekist ljóm- andi vel. Ég hef að vísu ekki lesið enska textann og kann því ekki að dæma af samanburði, en íslenski textinn er allur ágætlega gerður og læsilegur og á köflum nýtur hressi- legt málfar Kristins sín vel. Hann hefur greinilega lagt mikla vinnu og elju í þýðinguna og augljóslega orðið að smíða ný orð yfir eitt og annað. Þau eru flest vel heppnuð og gagnsæ, þótt mér þyki að vísu fulllangt gengið aðþýða landsheitið Wales með „Veils“. Þetta kann þó að vera smekksatriði og sömuleiðis nokkrir þættir í stafsetningu Krist- ins, sem ég kann ekki við. Allur frágangur þessarar bókar er með ágætum og ég vil nota þetta tækifæri til að þakka útgef- anda fyrir að koma henni á fram- færi. Útgáfa meiriháttar erlendra fræðirita á íslensku er því miður alltof sjaldgæf og því hljótum við að taka ritum sem þessu fagnandi. Ég efast ekki um að allir sem áhuga hafa á almennri menning- arsögu muni hafa bæði gagn og gaman af þessari bók. Margbrotin kynlífssaga Kristinn R. Ólafsson Jón Þ. Þór BÆKUR Mannkynið og munúðin – Kynlífssaga Eftir Reay Tannahill. Kristinn R. Ólafsson þýddi. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri 2001.327 bls. SAGNFRÆÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.