Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                                ÞINGKOSNINGARNAR í Dan- mörku á þriðjudag ollu sögulegum umskiptum, jafnaðarmenn misstu stjórnarforystuna og eru ekki lengur stærsti flokkur landsins. Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra gekk á fund Margrétar drottningar strax í gær og baðst lausnar en hann mun gegna embættinu þar til ný stjórn hefur verið mynduð. Í fyrsta skipti frá 1929 eru borgaralegir flokkar með meirihluta á þjóðþinginu og þeir vilja að Anders Fogh Rasmussen, leiðtogi hægri-miðflokksins Venstre, taki nú við stjórnartaumunum. Venstre er nú langöflugastur borg- araflokkanna og nokkru stærri en jafnaðarmenn sem ekki hefur gerst síðan 1920, að sögn Jyllandsposten. Kjörsókn í þingkosningunum var nær 90 af hundraði. Venstre fékk rúmlega 31% atkvæða. Jafnaðar- menn hlutu innan við 30% og mega muna sinn fífil fegri, minni hefur stuðningurinn ekki verið síðan 1988. Endanlegar niðurstöður kosning- anna lágu ekki fyrir í gær en ljóst þótti að Venstre fengi 56 þingsæti, jafnaðarmenn 52, Danski þjóðar- flokkurinn (DF) 22 sæti, Íhaldsflokk- urinn 16, Sósíalíski þjóðarflokkurinn 12 og Radikale Venstre 9. Aðrir flokkar sem komu að manni voru Kristilegi þjóðarflokkurinn og Ein- ingarflokkurinn með fjögur sæti hvor og þar að auki sitja á þinginu tveir færeyskir þingmenn og tveir græn- lenskir. Miðdemókratar sem taldir voru líklegir til að fá ráðherraemb- ætti í samsteypustjórn ef Fogh Rasmussen reyndi að koma saman minnihlutastjórn án DF féllu af þingi en stjórnmálaflokkur þarf að fá minnst 2% atkvæða á landsvísu til að koma að manni. Kosið var einnig til sveitarstjórna og misstu jafnaðarmenn mikið fylgi í Kaupmannahöfn og fleiri borgum. Fengu þeir sennilega innan við 33% atkvæða í höfuðborginni. Líklegt þótti samt að jafnaðarmaðurinn Jens Kramer Mikkelsen yfirborgarstjóri héldi embætti sínu. Í Árósum, næst- stærstu borg Danmerkur, unnu Ven- stre-menn mjög á og þar mun 29 ára gömul kona, Louise Gade, verða borgarstjóri, embættið var áður í höndum jafnaðarmanns. Yfirleitt hefur Venstre haft sín traustustu vígi í dreifbýlinu og meðal bænda en sótti nú mjög á í borgunum. Sætur sigur Venstre Venstre hefur ásamt íhaldsmönn- um og DF hreinan þingmeirihluta, 94 sæti. Sigur Venstre var ekki síst sæt- ur vegna þess að skömmu fyrir síð- ustu kosningar 1998 bentu kannanir lengst af til þess að flokkurinn, sem þá var undir forystu hins þekkta Uffe Ellemann-Jensen, myndi ná þessum áfanga og hrifsa til sín stjórnarfor- ystuna. Þótt tíðindin séu söguleg er ekki víst að landsmenn verði varir við miklar breytingar þar sem stefnu- munur er lítill milli helstu flokka. Skömmu fyrir kosningar reyndu jafnaðarmenn að biðla til miðjunnar með því að lofa skattalækkunum eins og Íhaldsflokkurinn en þess má geta að Venstre hefur tekið aðra stefnu, flokkurinn boðar að látið verði nægja að hækka ekki skattana. Þótt deilt sé um áherslur í velferðarmálum og hugmyndir séu meðal Venstre og víð- ar í borgaraflokkunum um aukna einkavæðingu er ekki talið líklegt að á því sviði verði mikið um tilrauna- starfsemi. Kosningasérfræðingar flokkanna álíta að almenningur sé sáttur við kerfið, helst hefur tekist að róta upp í tilfinningunum með um- ræðum um innflytjendur og múslíma. Þrátt fyrir deilurnar um innflytj- endur gerðist það í fyrsta sinn að sonur innflytjanda frá arabalandi var kjörinn á þing. Naser Khader, sem er ættaður frá Sýrlandi, var í framboði fyrir Radikale Venstre í Kaup- mannahöfn. Hann leggur áherslu á að hann sé danskur stjórnmálamaður en ekki fulltrúi innflytjenda sem hann hefur gagnrýnt fyrir að laga sig ekki að samfélaginu. Khader er 38 ára gamall, verkfræðimenntaður og dönskukunnáttan svo góð að hann fékk móðurmálsverðlaun Dana í fyrra. Fogh á tvo kosti Ekki er víst að það verði létt verk fyrir Venstre að koma saman stjórn. Danskir stjórnmálaskýrendur segja að Fogh eigi nú tvo möguleika í stöð- unni. Annaðhvort leiti hann samn- inga við jafnaðarmenn um að fá stuðning þeirra í ákveðnum málum við minnihlutastjórn Venstre og eins eða fleiri flokka eða myndi meiri- hlutastjórn hægriflokka með íhalds- mönnum og Danska þjóðarflokknum sem Pia Kjærsgaard stýrir. Flokk- urinn vann mikinn sigur í kosning- unum og er nú þriðji stærsti flokk- urinn á þingi, öflugri en Íhaldsflokkurinn. Hann krefst nú áhrifa í samræmi við þingstyrkinn. „Nú erum það við sem ákveðum hverjir verða í ríkisstjórn,“ sagði Kjærsgaard kampakát á blaða- mannafundi í gær. Flokkur hennar mælti með því við drottninguna að Fogh fengi umboð til að leiða stjórn- armyndunarviðræður en Kjærs- gaard vísaði því á bug að Venstre myndi komast upp með að mynda minnihlutastjórn nokkurra mið- og hægriflokka með samkomulagi um málefnastuðning við aðra flokka en DF yrði áhrifalaust á jaðrinum. „Við vitum vel af hverju við fengum at- kvæði. Nú verður að herða innflytj- endalöggjöfina eins og boðað var,“ sagði Kjærsgaard. Ekki dygði að gera smávægilegar breytingar held- ur yrðu þær að vera róttækar. Fogh Rasmussen hefur áður sagt að ekki komi til mála að DF fái ráð- herraembætti í stjórn með Venstre. En hann getur skipt um skoðun og vísað til vilja kjósenda sem í könn- unum sýnir aukinn stuðning við að reglur um flóttamenn og innflytjend- ur verði hertar og jafnvel að komið verði í veg fyrir að fleiri fái landvist. Jafnaðarmenn og Radikale Venstre, sem er frjálslyndur borgaraflokkur, mæltu einnig með að breytingar yrðu gerðar á reglunum þótt þeir gengju ekki jafnlangt í þeim efnum og Venstre og íhaldsmenn, hvað þá DF. Hefð fyrir minnihluta- stjórnum í Danmörku Hefð er fyrir því að minnihluta- stjórnir án fastra stuðningsflokka séu við völd í Danmörku og því langt frá því gefið að Venstre velji þann kost að tryggja DF þann virðuleika- stimpil sem fylgir stjórnarþátttöku. Fogh Rasmussen gæti rifjað upp að DF varð til með klofningi úr Fram- faraflokki Mogens Glistrups er stofn- aði flokk til að andmæla skattpíningu á áttunda áratugnum, flokk um eitt mál. Framfaraflokkurinn datt að þessu sinni út af þingi og flokkur Kjærsgaard hefur fyrst og fremst laðað til sín fylgi með því að krefjast breytinga á löggjöf um flóttamenn og innflytjendur. Áhugi kjósenda gæti minnkað ef flokknum yrði ævinlega haldið utan stjórnar. Berlingske Tid- ende ráðlagði Fogh Rasmussen í gær að mynda minnihlutastjórn og leita meirihluta í hverju máli fyrir sig. Um leið var Marianne Jelved, leiðtogi Radikale Venstre, hvött til að skipta um skoðun, sýna raunsæi og gefa kost á stjórnarsetu með Venstre og Íhaldsflokknum. Sem merkir að DF verður úti í kuldanum. Óskin um nýtt andlit Poul Nyrup Rasmussen er mikill baráttujaxl og hafði sigur 1998 þrátt fyrir slæmar tölur í könnunum. En hann varð þó að styðjast við ótryggan meirihluta og gera málamiðlanir við borgaraflokkana í ýmsum málum þar sem sósíalístaflokkarnir tveir áttu ekki samleið með stjórnarflokkunum, jafnaðarmönnum og Radikale Venstre. Nyrup er nú 58 ára gamall og hefur verið við völd óslitið frá því í janúar 1993 er stjórn undir forystu Íhaldsflokksins varð að hrökklast frá vegna svonefnds tamílamáls. Hann var hrærður og felldi tár er hann viðurkenndi ósigurinn en sagð- ist alls ekki ætla að hætta sem leið- togi. Fljótlega mun koma í ljós hvort jafnaðarmenn álíta að kjósendur hafi meðal annars verið að lýsa yfir þreytu og hafi viljað nýtt andlit. Lík- legur arftaki er Frank Jensen dóms- málaráðherra sem hefur tekið undir með þeim sem segja að þörf sé á mannabreytingum í forystunni. Við- vörunin er kurteisleg en skýr. Ekki getur það verið efnahagurinn sem veldur sinnaskiptunum vegna þess að hann er blómlegur. Stjórn- málaskýrendur benda á að margir tryggir kjósendur jafnaðarmanna úr verkamannastétt hafi svikið lit að þessu sinni vegna óánægju með inn- flytjendamálin, þeir vilji draga úr innflutningi og hneykslist sumir á meintri misnotkun útlendinga á vel- ferðarkerfinu. Margir stuðnings- menn DF hafa áður kosið jafnaðar- menn. Nyrup reyndi að koma til móts við óánægjuna með því að leggja fram tillögur um strangari reglur og hömlur á innflutning fólks frá öðrum löndum. Loks saka jafnaðarmenn Fogh Rasmussen um að hafa síðustu vikurnar fært stefnu sína svo nálægt aðalandstæðingnum að almenningur hafi varla greint mun lengur á þeim og jafnaðarmönnum og því talið óhætt að skipta um „kallinn í brúnni“. Ljóst er að margir jafnaðar- menn á hægri væng flokksins kusu nú Venstre. Nyrup tók áhættu er hann boðaði til kosninga áður en kjörtímabilið rann út. Hann reyndi að notfæra sér óvissuástandið í heimsmálum til þess að tryggja sér völdin áfram en inn- flytjendamálin og leiði vegna þaul- setu Nyrups virðist hafa riðið bagga- muninn, tími umskipta var einfaldlega runninn upp. Níu ára stjórnarfor- ystu Nyrups er lokið Kjærsgaard segir að Venstre geti ekki stjórnað án samráðs við sig Reuters Poul Nyrup Rasmussen var heldur stúrinn á svip þegar hann óskaði Anders Fogh Rasmussen til hamingju með sigurinn að afloknum samræðum þeirra í sjónvarpinu á kosningakvöld.     !"#$%$" "  #% &'" () '*$+  )$,- $%$$ .$!$"#'"$"% ' $ )*  +   ,-+-.../ -0122%     ,3.)     #* #3#!              / 456! # 67 55 ’ Þótt tíðindin séusöguleg er ekki víst að landsmenn verði varir við miklar breytingar. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.